Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 26
lifun 26 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Æ tli ég sé ekki maxímalisti þeg- ar kemur að heimilinu – og þegar líða tekur að jólum hef ég þurft að setjast of- an á sjálfa mig til þess að ná tök- um á tjúlluðu jólaglingurskerling- unni sem sest að í mér á haustdögum,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og hlát- ur hennar er svo hlýr að hljóm- urinn fyllir herbergi heimilisins lengi á eftir. „Og ef við ætlum að tala um húsbúnað í miðjum míni- malismanum væri ekki úr vegi að ræða um bókaskápa, bókahillur og bókaherbergi sem tíðkuðust áður fyrr í híbýlum manna en ég er ansi hrædd um að séu ekki jafn algeng fyrirbæri á heimilum naumhyggj- unnar í dag. Þá er nefnilega hætt við að mínimalisminn sé orðinn andlegur,“ heldur hún áfram og það er ljóst að bækur eru hennar ær og kýr. „Bóklestur barna er bundinn bóklestri fullorðinna. Ef bækur eru ekki hafðar fyrir börn- um og þau detta ekki um þær, ganga fram hjá þeim og hafa þær í andlitinu alla daga sem hluta af heimilislífinu er ekki jafn líklegt að þau hneigist til bóka. Bækur eru svo aftur grunnur að öllum þroska og velferð barns til fram- tíðar svo bókaskápur eða bókahilla á heimili er afskaplega mikið al- vörumál,“ segir hún auðvitað al- varleg á svip. „Ég sé samt afar sjaldan bækur í húsbúnaðarþátt- um sjónvarpa eða blaða. Þar má í mesta lagi berja augum þrjú tíma- rit í úthugsuðum en sem virðist kæruleysislegum stafla á hvítu borði, við hliðina glærum vasa, sem fylltur hefur verið sítrónum. Þetta er nú eitt af því sem angrar mig við mínimalismann. Þess vegna hef ég komist að þeirri nið- urstöðu að ég sé maxímalisti,“ seg- ir Kristín Helga – og hlær. Hún hefur líka maxímalískt ímyndunarafl og fer ekkert eftir reglum. Þvottaherbergi sem var inn af eldhúsinu breytti rithöfund- urinn í eldhúskrók og vinnuað- stöðu þegar hann fyrir nokkrum árum vantaði sitt eigið sköp- unarvé. „Ég er hér í kallfæri við kaffikönnuna,“ segir hann kíminn og hundarnir Emilía Fluga og Fína Lína sperra eyrun. Þær eiga sinn bólstað í eldhúsinu og hlusta á tifið þegar sögur af sjálfstæðum stelpum eins og Binnu og Fíusól og þeirra fjölskyldulífi gusast úr höfði húsfreyjunnar og inn í minni tölvunnar. „Fullorðnir geta lært mikið af börnum,“ minnir Kristín Helga á. „Við erum alltof upptek- inn af hvað börn geti lært mikið af okkur. Fullorðnir ættu að ræða meira við börn, mér leiðist þessi sífellda aðgreining. Þess vegna kalla ég bækurnar mínar fjöl- skyldubækur.“ Hún er safnari í eðli sínu en líka listræn og handlagin. Grímur frá framandi löndum prýða eldhús- krókinn, hún gerði veggmósaík við arininn úr steinum úr uppáhalds- veiðistöðunum sínum í Norðurá og safnar nú gömlum barnabókum í eikarbókahillurnar sem eiginmað- urinn, Helgi Geirharðsson verk- fræðingur, hannaði svo listavel í borðstofuna. „Þær eru alveg ein- stakar, ekki einu sinni naglfastar. Ég skil ekkert í því hvernig hann fór að því.“ Mósaíkin er þó það sem á hug hennar allan fyrir utan skriftirnar. „Við vorum nokkrar fyrrverandi fréttakonur á Stöð 2 sem fyrir nokkrum árum fórum á mósaík- námskeið og höfum verið að dunda okkur í þessu síðustu árin, mis- mikið þó. Ég missti mig al- gjörlega,“ segir Kristín Helga og hlær sínum dillandi hlátri. „Ég er búin að búa til stórt myndverk í stofunni, klæða gluggakistuna þar með mósaík, spegil og vegg í litla baðherberginu og svo auðvitað ar- ininn. Þetta er rosalega skemmti- legt.“ En hvaða stefnu skyldi hún fylgja við skreytingu jólatrésins? „Hún er algjörlega alþjóðleg. Efst á trénu eru englar, hjörtu og bjöll- ur því ástin, englarnir og bjöllu- hljómurinn eiga að rísa til himins.“ Það er svo sannarlega skemmti- lega maxímal. uhj@mbl.is Skapandi safnari með mósaíkdellu Kristín Helga Gunnarsdóttir vill tala um skortinn á bókaskápum, bókahillum og bókaherbergjum í naum- hyggju nútímatímaheimila. Rithöfundinum varð að ósk sinni í innliti Unnar H. Jóhannsdóttur. Í eldhúskróknum Það eru áreiðanlega fáir rithöfundar sem hafa vinnuað- stöðu í eldhúskrók sem áður var þvottaherbergi. Safnarinn Húsfreyjan hefur safnað ýmsu í gegnum tíðina en gamlar barnabækur eru nú efstar á óskalistanum. Þessi er frá árinu 1963. Áðdáandi Tíkin Emilía Fluga leggur við eyra í eldhúskróknum ef á þarf að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.