Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKILVIRKARI UTANRÍKISÞJÓNUSTA Þær skipulagsbreytingar á utan-ríkisþjónustunni, sem Valgerð-ur Sverrisdóttir utanríkisráð- herra tilkynnti í fyrradag, eru skynsamlegar, tímabærar og koma til móts við þá gagnrýni, sem sett hefur verið fram á utanríkisþjónustuna, að kostnaður og mannahald þenjist þar út án aðhalds. Valgerður Sverrisdóttir stefnir augljóslega að því að afnema smá- kóngaveldið í utanríkisþjónustunni. Það gerist m.a. með því að steypa saman eldri skrifstofum ráðuneyt- anna í tvö meginsvið, þar sem ætlunin er að hægt sé að færa fólk til eftir því sem verkefnin kalla á, meðal annars þannig að hægt sé að bregðast við óvæntu álagi á ýmsum sviðum. Það gerist með því að fólki séu valin verk- efni í ráðuneytinu eftir reynslu þess og hæfileikum, í stað þess að leggja mesta áherzlu á starfstitla, en ráð- herra nefndi í ræðu sinni, þegar hún tilkynnti starfsmönnum breytingarn- ar, að vegtyllur hefðu „kannski verið einum of mikill drifkraftur í þjónust- unni.“ Og það gerist líka með því að skapa „skýrari tengsl milli verkefna sendiskrifstofa okkar erlendis og markmiða ráðuneytisins“ eins og ráð- herrann orðaði það. Þetta þýðir vænt- anlega að meiri áherzla verður lögð á að sendiherrarnir starfi raunverulega undir stjórn ráðuneytisins í Reykja- vík. Í þeim breytingum, sem Valgerður Sverrisdóttir hyggst nú hrinda í fram- kvæmd, felst veruleg hagræðing. Hún hyggst hvorki ráða nýja starfsmenn til utanríkisráðuneytisins né skipa nýja sendiherra. Raunar liggur í orð- um ráðherrans að á undanförnum ár- um hafi verið skipaðir of margir sendi- herrar, umfram þarfir utanríkis- þjónustunnar. Það er verulegt umhugsunarefni. Svo virðist, sem nú verði lögð vaxandi áherzla á fagleg sjónarmið við ráðningu starfsmanna og stöðuhækkanir í utanríkisþjónust- unni. Sömuleiðis er nú unnið í anda nú- tímalegra hugmynda um starfslið sendiskrifstofa erlendis. Með tölvu- og netvæðingu liggur beint við að færa bókhald sendiskrifstofanna heim í ráðuneyti, eins og nú hefur þegar verið gert í ýmsum tilvikum. Þannig má fækka útsendum fulltrúum. Mann- skapsþörf í nýjum sendiskrifstofum á að mæta með fækkun í þeim, sem fyrir eru; þannig verður fækkað um mann í Stokkhólmi til að manna aðalræðis- skrifstofu í Færeyjum. Þetta er aðferð sem hlýtur að verða notuð í vaxandi mæli. Þá ætlar utanríkisráðuneytið að selja óhagkvæma sendiherrabústaði eins og þann í Kaupmannahöfn og kaupa í staðinn hentugra húsnæði sem hentar betur til landkynningar. Heima í Reykjavík hefur leiguhús- næði verið sagt upp og bílar seldir. Allt þetta stuðlar að því að gera ut- anríkisþjónustuna skilvirkari og skapa aukna sátt um starfsemi henn- ar. Sama má segja um þá áherzlu sem lögð var á jafnréttismál í skipulags- breytingunum. Meirihluti yfirstjórn- ar utanríkisráðuneytisins er nú kon- ur. Utanríkisráðherra orðaði það svo í ræðu sinni að karlavígið í utanríkis- þjónustunni væri fallið. Bæði með þessari endurskipulagn- ingu og með áherzlubreytingum í starfi Íslenzku friðargæzlunnar hefur Valgerður Sverrisdóttir þegar mark- að athyglisverð spor sem utanríkis- ráðherra. ÁFALL Sú ákvörðun hins þekkta alþjóð-lega matsfyrirtækis Standard & Poor’s að lækka lánshæfismat ríkis- sjóðs er óneitanlega umtalsvert áfall fyrir ríkisstjórnina. Þótt lánshæfis- matið sé nú hið sama og það var fyrir ári – en það var hækkað í millitíðinni – breytir það engu um neikvæð áhrif þessarar ákvörðunar. Hún getur leitt til þess að lánakjör íslenzka ríkisins versni. Hún getur leitt til þess að lánakjör íslenzku bankanna lækki. Í ljósi þeirra miklu umræðna, sem urðu sl. vetur um stöðu bankanna, er ljóst að þessi ákvörðun matsfyrirtækisins getur haft almennt neikvæð áhrif fyrir Ís- land og íslenzk fyrirtæki. En jafn- framt er það mikill styrkur fyrir Glitni að á sama tíma og matsfyrir- tækið lækkar lánshæfismat ríkis- sjóðs heldur Glitnir sinni stöðu óbreyttri. Þessi ákvörðun Standard & Poor’s hefur greinilega komið forystumönn- um ríkisstjórnarinnar á óvart, ekki sízt í ljósi þess að mat annars mats- fyrirtækis, Moody’s, var óbreytt, þegar það var tilkynnt fyrir skömmu. Sumir segja raunar að Standard & Poor’s sé gagnrýnna en Moody’s. Þau rök matsfyrirtækisins að ekki sé nægilegt aðhald í ríkisfjármálum skömmu fyrir kosningar eru sérstak- lega viðkvæm fyrir stjórnarflokkana og vatn á myllu stjórnarandstöðu- flokkanna. Í sjálfu sér þýðir lítið fyrir ríkisstjórnina að deila við dómarann, sem er matsfyrirtækið í þessu tilviki. Það er auðvitað hægt að rökræða málið fram og aftur, sem breytir ekki því, að þetta er niðurstaða þekkts al- þjóðlegs matsfyrirtækis og ríkis- stjórnin hlýtur að bregðast á ein- hvern hátt við þeirri gagnrýni. Það má finna vaxandi áhyggjur hjá þeim, sem fylgjast með þróun ís- lenzkra efnahagsmála, að svonefnd „lending“ íslenzka hagkerfisins verði erfiðari en flestir hafa talið fram að þessu. Sumir halda því fram, að það muni koma í ljós fljótlega eftir kosn- ingar í vor og þá m.a. á þann veg að botninn detti úr gengi íslenzku krón- unnar. Það hefur alltaf verið skynsamlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr en það hefur yfirleitt hentað okkur Ís- lendingum illa. Við eigum að líta á ákvörðun þessa alþjóðlega matsfyrirtækis sem við- vörun til okkar. Ábendingu um að hægja á ferðinni. Og það vill svo vel til að við höfum efni á því. ÞEGAR ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir flóðasvæðin á Suðurlandi í gær var engu líkara en sumir bæirnir væru byggðir á eyjum í risastóru stöðuvatni. Það er víst engin tilviljun að bæjum á þessum slóðum er jafnan valinn staður á hæðum eða hólum. Flóðið í Hvítá rénar nú hratt og er rennsli í Fremstaveri, ofarlega í Hvítá, nánast orðið jafn- mikið og fyrir flóðið. Í Ölfusá var rennslið í gær- kvöldi um 1.650 m³ en það var rúmlega 2.350 m³ þegar flóðið var í hámarki. Gamall Camaro á floti Ólafsvallahverfi á Skeiðum var umflotið í gær en þaðan var þó fært og því komst fólk af bæjunum til að kaupa inn fyrir jólin og hefur það sjálfsagt verið mikill léttir. Af þeim sex bæjum sem mynda hverfið varð mesta tjónið í Björnskoti en þaðan flutu um 100 heyrúllur með straumnum og vatn flæddi inn í stóra skemmu. Ólafur F. Leifsson, bóndi og smiður í Björnskoti, sagði að ef rúllurnar hefðu allar eyði- lagst væri tjónið líklega um 400.000 krónur. Þar með er þó ekki allt upptalið því vatn flæddi einnig inn í skemmu sem er við bæinn, gamlan refaskála og þar var vatnshæð um einn metri þegar mest va Ólafur telur að allt korn sem þar var hafi skemms Sex bæir á eyju Ólafsvallahverfi er umflotið. Töluvert tjón varð á einum af sex bæjum í hverfinu en þa Stika Gríðarmikið landsvæði er nú á kafi í flóðvatni sem væntanlega sjatnar fljótlega. Þangað til verð Byggilegar eyjar vi Í HNOTSKURN » Flóðið sem hófst í Hvítá á þriðjudaghefur rénað hratt síðan á fimmtudags- kvöld. » Í gærkvöldi var rennsli í Fremstaveri,ofarlega í Hvítá, litlu meira en það var fyrir flóðið. » Í Ölfusá var rennsli um 1.650 m³ enþað var rúmlega 2.350 m³ þegar flóðið var í hámarki. » Samkvæmt upplýsingum lögreglu ernú fært á alla bæi og í gær drifu marg- ir sig í búðir til að kaupa inn fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.