Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 31 ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Ís- lands fyrir langtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt í A+ úr AA- og fyrir skammtímaskuld- bindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. Um leið var lánshæf- iseinkunnin fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krónum lækkuð í AA úr AA+ en ein- kunnin fyrir skammtímaskuld- bindingar var staðfest A-1+. Að mati Standard & Poor’s eru horf- ur stöðugar. Í frétt Standard & Poor’s sem birt er á vef Seðlabanka Íslands segir að lækkunin endurspegli minnkandi aðhald í ríkisfjár- un á áætluðum tekjum eru þensluhvetjandi áhrif sem verða við þessar breytingar, þ.e. í sam- anburði við upphaflegt fjárlaga- frumvarp, í heild 13,6 ma.kr. eða sem samsvarar 1,2% af áætlaðri landsframleiðslu.“ Sérfræðingar S&P telja að frekari slökun á að- haldi muni verða til þess að kynda enn frekar undir ofhitn- uðu hagkerfi og auka líkur á harðri lendingu. Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnu- markaði skapi hættu á að verð- bólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxta- hækkana, en fyrir vikið yrði að- lögunarferlið sársaukafyllra og efnahagslífið raskaðist meira en ella. Þeir segja ennfremur að möguleiki á alvarlegum sam- drætti í efnahagslífinu sé fyrir hendi. Erlend fjárþörf landsins sé ein sú mesta meðal ríkja sem hafa lánshæfismat. Hún stafi af mikilli erlendri skuldabyrði um gervallt hagkerfið, ásamt mikl- um viðskiptahalla. ójafnvægi sem skapast hefur síð- an útlána- og fjárfestingaþenslan hófst fyrir tveimur árum. Enn- fremur leiðir vaxandi þátta- tekjuhalli sem fram kom í nýleg- um gögnum um greiðslujöfnuð til þess að horfur fyrir við- skiptahallann og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins versna þegar fram í sækir.“ Góðar hagvaxtarhorfur Tekið er fram að aftur á móti sé lánshæfismatið stutt af stöð- ugu og sveigjanlegu stjórnkerfi, mikilli hagsæld og góðum hag- vaxtarhorfum til lengri tíma litið, svo og lágum og minnkandi skuldum ríkissjóðs vegna um- talsverðs afgangs á síðustu þremur árum. „Við afgreiðslu fjárlaga 2007 voru samþykktar breytingar frá upphaflegu frum- varpi sem minnka áætlaðan af- gang um 0,5% af landsfram- leiðslu í 1% af landsframleiðslu fyrir árið 2007. Eftir leiðréttingu vegna hagsveiflunnar og hækk- málum í aðdraganda þingkosn- inganna 2007. Breytingar við af- greiðslu fjárlaga 2007 séu þensluhvetjandi á sama tíma og brýn þörf sé á að draga úr þjóð- hagslegu ójafnvægi sem stafi af óhóflegri innlendri eftirspurn. Á skjön við peningastefnuna „Þessi þensluhvetjandi stefna er æ meira á skjön við stefnuna í peningamálum sem hefur knúið Seðlabankann til að auka enn frekar aðhald sitt, eins og hækk- un stýrivaxta um 0,25 prósentur hinn 21. desember ber vitni. Þar með aukast líkur á harðri lend- ingu íslenska hagkerfisins, þegar dregur úr því þjóðhagslega „Þensluhvetjandi stefna“ Standard & Poor’s segir lækkun lánshæfis- mats ríkissjóðs endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þing- kosninganna sem fram fara næsta vor. og hugsanlega einnig tæki og tól til smíðavinnu. Þá rann inn í gamlan Chevrolet Camaro sem sonur Ólafs ætlar að gera upp. Í skemmunni voru einnig kindur en þær hafði Ólafur flutt í fjóshlöðuna aðfaranótt fimmtudags. Það var eins gott því um morguninn var vatnið komið undir kvið á fénu en það hefði staðið enn dýpra í skemmunni. Ekki búið að kaupa jólagjafir Meðan flóðið stóð sem hæst var ófært að Auðsholti í Hrunamannahreppi. Steinar Már Steinarsson, fjórtan ára íbúi á bænum, sagði í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins í gær að það hefði verið nokkuð óþægileg tilfinning að vera lokaður inni vegna vatnavaxta undanfarna daga, þar sem hann vissi að foreldrar hans voru ekki búnir að kaupa jólagjafir og matur var orðinn af skornum skammti á heim- ilinu. Í gær var orðið fært frá bænum á stórum bíl- um og voru foreldrar Steinars Más einmitt í inn- kaupaleiðangri þegar blaðamaður Mbl.is náði tali af honum í gær. g a, ar. st Morgunblaðið/RAX aðan flutu m.a. um 100 heyrúllur. Morgunblaðið/RAX a háspennumöstrin blaut í fæturna. ið Hvítá AÐ MATI greiningardeildar Landsbankans eru skilaboðin frá Standard & Poor’s til stjórnvalda óvenju skýr og greinilegt að lánshæfisfyrirtækið hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagslegt ójafnvægi geti valdið ríkissjóði búsifjum af einhverju tagi. Þetta sé sérlega áhugavert í ljósi þess að skuldir ríkissjóðs eru tiltölulega litlar. Greining Kaupþings banka bendir á að Standard & Poor’s hafi breytt horfum í nei- kvæðar í júní í sumar og því hafi hættan á lækkun lánshæfismatsins legið í loftinu. Í því ljósi hefðu stjórnvöld átt að róa að því öllum árum að reyna að styrkja fremur en veikja forsendur fyrir lánshæfismati lands- ins á síðustu mánuðum. Það sé nú ljóst að það hafi ekki verið gert og aðhaldsleysi í fjárlagagerð hafi nú kallað fram lækkun lánshæfismatsins. Ingólfur Bender, forstöðumaður grein- ingar Glitnis, segist telja að lækkun láns- lenskra efnahagsmála og hversu háðar hag- stærðir eins og gengi krónunnar séu mati og viðhorfi erlendra fjárfesta og matsaðila. „Áhersla S&P á slakann í ríkisfjármálum í tengslum við fjárlögin 2007 undirstrikar þetta viðhorf mjög vel og ætti að vera stjórnvöldum viðvörun um þær takmark- anir sem alþjóðavæddur fjármálamarkaður setur á heimatilbúnar lausnir.“ hæfismatsins muni hafa mjög neikvæðar af- leiðingar fyrir íslenskt hagkerfi og spurning sé hvort þetta kunni hugsanlega einnig að hafa áhrif á lánshæfi íslensku bankanna. Það sé afskaplega slæmt upp á allan kostnað af fjármögnun þeirra erlendis og geti haft neikvæð áhrif á vöxt þeirra. Í Vegvísi Landsbankans segir að þessi at- burðarás staðfesti breytt umhverfi ís- Ríkisfjármálin fá falleinkunn Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ KEMUR frekar á óvart að Standard & Po- or’s (S&P) skyldi lækka lánshæfiseinkunnir rík- issjóðs Íslands, ekki síst þegar horft er til þess að ekki er nema um vika síð- an að Moody’s staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs. Ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á lánskjör ríkissjóðs en fyrir liggur að staða hans er góð og lánsfjárþörf lítil. Þetta segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sem jafnframt bendir á að S&P hafi frekar átt það til að breyta matinu en aðrir; þannig sé ekki nema um ár síðan matsfyr- irtækið hækkaði lánshæfismatið. Lá alltaf fyrir Spurður um það álit Standard & Poor’s að verið sé að slaka á klónni í ríkisfjármálunum segir fjár- málaráðherra það vera rétt. „Það er vegna þess að við teljum að það verði 6% samdráttur í þjóð- arútgjöldum á næsta ári og þetta eru fjárlög næsta árs en ekki þessa árs eða síðasta árs þar sem hag- vöxtur hefur verið mikill, öfugt við horfur á næsta ári.“ Árni segir algerlega ómögulegt að segja til um hvaða áhrif lækkun á lánshæfismatinu muni hafa. „Það er markaðurinn sem ákveður það hver áhrif á vexti og á gengi verða.“ Árni bendir á að af þeim 13,6 milljarða slaka í ríkisfjármálum sem Standard & Poor’s fjalli um séu ríf- lega níu milljarðar vegna lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjaldi, þ.e. til að lækka matarverð. „Þetta hefur legið fyrir allt kjörtímatímabilið og var kosningaloforð stjórnarflokkana. Hluti af stjórnarandstöðunni var líka með þetta sem kosningaloforð og þetta var samþykkt með öll- um greiddum atkvæð- um, enginn var á móti og enginn sat hjá í þingi. Þannig að það var mjög eindreginn vilji þingsins að fara í þessa aðgerð enda matvælaverð hjá okkur með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þeg- ar svoleiðis er í pottinn búið er auð- vitað erfitt við því að gera þótt að- ilar úti í heimi horfi á þetta öðrum augum en við gerum.“ Engar „kosningaafgreiðslur“ Fjármálaráðherra segir Standard & Poor’s tala um kosningar en í fjár- lagafrumvarpinu hafi ekki verið um neinar „kosningaafgreiðslur“ að ræða. Þegar horft sé fram hjá lækk- un matvælaverðs renni afgangurinn af umræddum 13,6 milljörðum til heilbrigðis- og menntamála. Árni minnir á að þessi ákvörðun hafi verið tímasett á þeim tíma kjör- tímabilsins þar sem um verði að ræða samdrátt í þjóðarútgjöldum. „Hins vegar fara Standard & Poor’s mjög jákvæðum orðum um það sem við höfum verið að gera síð- ustu ár. Og þetta er ekki slæmt láns- hæfismat út fyrir sig. Við teljum að það að lækka matvælaverðið eigi frekar að styrkja hagkerfið og gera það samkeppnishæfara og koma fljótt í ljós, m.a. í minni verðbólgu.“ Ómögulegt að segja til um áhrifin Á FUNDI með blaða- og frétta- mönnum í gær sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að ákvörðun Standard & Pooŕs (S&P) væri bæði óheppileg og óvænt, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku hefði matsfyrirtækið Moodýs staðfest hæstu lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, einmitt á grundvelli þess að staða ríkisfjármála væri sterk. Hann kvaðst algjörlega ósammála forsendum S&P. Tímasetningin valin Geir sagði að stóra breytingin sem hefði orðið frá fjárlagafrumvarpi til samþykktra fjárlaga hefði verið að í fjárlögum hefði verið gert ráð fyrir að virð- isaukaskattur af matvælum yrði lækkaður og fleiri að- gerðum til að lækka matvælaverð. Benti hann á að þingmenn allra flokka hefðu sam- þykkt þessa breytingu. Lækkun matarverðs hefði verið undirbúin í fjögur ár og tímasetningin hefði verið valin með tilliti til hagsveiflunnar en á næsta ári myndi hægja á eftirspurn í hagkerfinu Aðspurður sagði Geir að engin viðbrögð yrðu af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna lækkaðs lánshæfismats S&P „Við bregðumst ekkert við því að öðru leyti en því að við munum halda áfram að stunda hér ábyrga efna- hagsstefnu, framfylgja þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og hvikum ekkert frá okkar stefnu,“ sagði hann. Aðhald í ríkisfjármálum væri nægjanlegt og gert væri ráð fyrir níu milljarða króna afgangi sem einhvern tímann hefði þótt gott. Sammála seðlabankastjóra Geir sagði aðspurður, að hann væri sammála Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, um að sú ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að gera upp í evrum í stað króna, væri ekki heppileg. Engin ákvörð- un hefði hins vegar verið tekin um það hvort lögum yrði breytt, og Geir sagðist ekki vilja svara því hvort hann teldi slíkt koma til greina. Óheppileg og óvænt ákvörðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.