Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lilja Björk Al-freðsdóttir fæddist í Reykja- vík, 12. október 1974. Hún lést 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Alfreð Ómar Ísaksson lyfjafræðingur, f. 19.9. 1952, og Þór- unn Inga Runólfs- dóttir lífeindafræð- ingur, f. 31.3. 1954. Systkini Lilju Bjarkar eru 1) Inga Huld læknanemi, f. 10.3. 1981, 2) Nanna Karen verk- fræðinemi, f. 31.7. 1983, unnusti Kristoffer Wisler Markussen, f. 20.3. 1981, sonur þeirra er Ísar Tobias, f. 14.5. 2006, og 3) Árni Fannar menntaskólanemi, f. 5.9. 1989. Árið 1997 kynntist Lilja Sig- urbergi Inga Pálmasyni (Begga), f. 29.1. 1975, og hófu þau sambúð. Þau slitu síðar samvistum. Dóttir þeirra er Sara Líf, f. 16.7. 2000. Lilja Björk flutt- ist þriggja ára gömul með for- eldrum sínum til Kaupmannahafnar. Þar bjó hún til átta ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan heim aftur. Við komuna til Íslands hóf Lilja nám í Austurbæjarskóla og var í þeim skóla í 2 vetur. Við tók nám í Æfingardeild Kennaraháskólans og lauk hún grunnskólaprófi frá þeim skóla. Eftir að grunn- skólanámi lauk stundaði Lilja nám og vann ýmis störf. Síðustu árin hafði Lilja fundið ástríðu sína í hönnun og stundaði nám á hönnunarbraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti og var langt komin með það nám. Hugur hennar stefndi á áframhaldandi nám í þeirri grein í Danmörku. Útför Lilju Bjarkar var gerð í kyrrþey, frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. desember. Elsku Lilja mín. Ég vona að þú sért búin að finna friðinn í hjartanu þínu. Á miðvikudaginn síðasta sat ég í stólnum hjá Sússu vinkonu okkar og vorum við að ræða um þig. Hvar þig væri að finna og hvað væri um að vera hjá þér þar sem hvorug okkar hafði hitt þig í þó nokkurn tíma. Sama dag fékk ég upphringingu um að þú værir látin. Ég fékk svo mikið sjokk, elsku Lilja mín, ég hélt svo fast í vonina, þú veist hvað ég meina. Ég hef séð dóttur þína, hana Söru Líf og mikið ofsalega er hún lík þér. Fékk þitt fallega útlit. Heppin stúlk- an sú. Manstu þegar þú varst nýbúin að eiga hana og varst úti að ganga með hana í vagninum? Við hittumst og ætluðum svo að fara að leika okkur saman í mömmó, þar sem dætur okkar eru nánast alveg jafngamlar. Ekkert varð úr því, elsku Lilja mín. Ég á svo margar fallegar minn- ingar um þig. Þú varst svo falleg og hjartagóð, elsku Lilja. Þessar minn- ingar hafa komið hver af annarri upp í huga minn undanfarna daga og ég ætla að geyma þær í hjartanu mínu. Elsku Sara Líf, Þórunn, Alfreð og fjölskyldan öll. Guð veri með ykkur í þessari sorg. Ég trúi því að nú líði henni vel og hún vaki yfir sinni elsk- uðu dóttur og verndi hana. Með þökk fyrir allar góðu gömlu stundirnar, þín gamla vinkona Jónína Kristmanns. Það var eina fallega vetrarnótt núna rétt um daginn að falleg kona kvaddi þennan heim. Mig langar til að minnast hennar elsku Lilju minnar hér með nokkr- um fátæklegum orðum. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Ég var ekki há í loftinu þegar ég heilsaði þessari lífsglöðu fallegu stúlku í fyrsta sinn og á einu augnabliki myndaðist dýrmætur vin- skapur sem hélst óslitinn meðan báðar lifðu. Það er mér þó huggun harmi gegn sú vissa, að engin kveðja er til eilífð- ar. Sagt er að sorgin sé náðargjöf, því aðeins sá sem hefur elskað getur syrgt og sá sem hefur elskað á marg- ar góðar og hugljúfar minningar. Sú minning sem situr efst í huga mér þessa stundina er þegar hún vinkona mín sagði mér sína mestu gleðifrétt, hún átti von á barni. Ástin sem hún bar í brjósti til síns ófædda barns lýsti hana alla upp innan frá, svo ekki varð um villst hversu glöð og hamingjusöm hún var yfir tíðindun- um og ekki var gleðin minni þegar ég sagði henni að ég ætti líka von á barni um svipað leyti. Við stigum mikinn gleðidans um öll gólf, skríkjandi eins og smástelp- ur, fullvissar um það eins og alltaf að nú væri bara bjart framundan. Og það var það svo sannarlega, hún eignaðist gullfallega litla stúlku sem átti hug og hjarta móður sinnar og var hennar mesti gleðigjafi í lífinu. Hún var alltaf að tala um hana Söru sína og hversu mikið hún elskaði hana. „Hún er það besta og réttasta sem ég hef gert í lífinu.“ Þessa setn- ingu heyrði ég mjög oft af vörum vinkonu minnar. Dóttur sinni bjó hún ákaflega hlý- legt og fallegt heimili með dyggum stuðningi foreldra sinna, sem aldrei voru langt undan ef hana vantaði að- stoð. Þeir voru líka ófáir klukku- tímarnir sem fóru í það að velta fyrir sér hvernig best væri að innrétta herbergið hennar Söru Lífar og hvernig gardínur væri best að sauma. Lilja var alla tíð mikill fag- urkeri og ekki vantaði hana hæfileik- ana, hún gat til dæmis prjónað og saumað nánast hvað sem var, oft var hennar eigin hönnun þar á ferð. Hún þreyttist heldur aldrei á því að reyna að kenna mér handavinnu þó svo að það væri vita vonlaust verk, hún hafði alltaf svo mikla og óbifandi trú á mér. Í henni bjó alveg kynngimagnaður kraftur, hún gafst aldrei upp heldur reyndi aftur. Og fallegu augun sem lýstu svo skær, vegurinn skyldi á endanum verða henni fær. Í guð henni geymdi ljúfa og viðkvæma sál, og þar hún passaði öll mín hjartans mál. Það breytir engu hvað á mér dynur, ég veit að hún var góður og einlægur vinur. Eva Lind. Fyrsta skýra minningin um Lilju er að við erum heima hjá henni í J blokkinni. Hún var nýbúin að fá bleika spöng sem ég braut í ein- hverjum brussuskap. Við bjuggum ásamt fjölskyldum okkar á Öresund- skollegíinu, hún í J blokkinni ég í K. Við vorum jafngamlar og miklar vin- konur. Seinna áttum við eftir að bralla margt saman, þegar ég hugsa um hana á þessum tíma þá stendur hún á skólalóðinni í bleikri peysu sem nær niður á mið læri og með ótrú- lega flottar útprjónaðar legghlífar sem mamma hennar hafði prjónað. Lilja var alltaf svo fín og flott, sæt og smart. Þegar ég lít til baka þá sé ég alveg að þau prakkarastrik sem við gerð- um voru kannski frekar djörf en það voru sjaldan mikil rólegheit í kring- um Lilju. Hún hafði, öfugt við mig, frjótt ímyndunarafl, dirfsku og þor. Það eru nú einmitt börnin sem mann langar helst að leika við þegar mað- ur sjálfur er hræðslupúki. Ég held að þessi dirfska hafi fylgt Lilju alla ævi, að þurfa alltaf að prófa allt er kannski ekki alltaf heillavænlegast. Eftir bernskuna og árin í Dan- mörku höfum við ekki fylgst að nema stund og stund. Síðast þegar ég sá hana var hún ófrísk og ég heimsótti hana í Skipasundið með elsta strákinn minn pínulítinn. Við ræddum einmitt nöfn en það var bú- ið að ákveða að litla stelpan ætti að heita Sara og við ræddum mikið að Líf gæti verið fallegt við. Seinna frétti ég svo að einkadóttir Lilju hefði fengið nafnið Sara Líf, mér finnst ég eiga pínulítið í því. 12. október á hverju ári hef ég alltaf munað eftir henni Lilju, oftast náð að staldra við og hugsa til henn- ar. Núna er hugur minn hjá fjöl- skyldu hennar, einkadóttur, foreldr- um, systkinum og öðrum ættingjum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Þín gamla vinkona Þórunn Erla Einarsdóttir. Þegar ég fékk þær leiðinlegu fréttir í síðustu viku að Lilja Björk vinkona mín væri dáin, var eins og hnífi væri stungið í gegnum hjartað á mér. Það er ótrúlega óraunverulegt að hugsa til þess að svona yndislega fal- leg, vel gefin og góð stelpa sé farin frá okkur. Þegar ég hugsa um Lilju og okkar stundir sem við áttum saman þá sé ég hana alltaf fyrir mér brosandi og hlæjandi, það var oftast svoleiðis þegar við hittumst, að við hlógum mikið og þá sérstaklega að sjálfum okkur. Við vorum búnar að þekkjast síðan við vorum 13 ára gamlar og höfum alltaf haldið sambandi af og til í gegnum árin, stundum héngum við saman eins og samlokur dag eftir dag en stundum leið langur tími á milli sem við hittumst. Við hittumst ekki oft undir lokin en þegar við hittumst urðu fagnað- arfundir og við sátum tímunum sam- an og ræddum málin, það sem við höfðum verið að gera og upplifa. Sama var þegar við ræddum saman í síma, þá var það oftast klukkutímum saman. Það var alveg sama hvað leið langt á milli þess sem við hittumst, alltaf jafn góðar vinkonur og eins og við hefðum bara hist í gær. Lilja hafði alveg sérstaklega fal- legt bros og falleg stór græn augu, hún var algjör fegurðardís og bar af sér góðan þokka. Hún var góð vin- kona og góð mamma.Hún elskaði Söru Líf út af lífinu og alla fjölskyld- una sína líka sem stóð alltaf með henni eins og klettur í gegnum súrt og sætt. Hún talaði einmitt um það síðast þegar ég hitti hana hvað hún væri þakklát fyrir að eiga svona góða að og hvað henni langaði mikið að gera eitthvað sérstakt fyrir fjöl- skylduna sína, til að sýna þakklæti sitt. Hláturinn hennar var svo skemmtilega smitandi og þegar henni leið sem best þá geislaði af henni. Ég mun alltaf geyma okkar minn- ingar sem gull og allar þær fallegu gjafir og kort sem hún gaf mér í gegnum tíðina. Hún var ein af þeim fáu sem kom til mín þegar ég átti afmæli með sæt- an pakka og falleg kort til að gefa mér og bræddi mann alltaf með sinni einstöku hlýju. Stundum komu erfiðar stundir en þá reyndum við alltaf styðja hvor aðra eins vel og við gátum. Ég man sérstaklega eftir því þeg- ar Lilja kom og heimsótti mig á spít- alann þegar ég veiktist og reyndist mér svo vel þá, í alla staði. Einnig þegar hún bjó eitt sinn hjá mér í smá tíma, á meðan hún var að bíða eftir húsnæði. Já, minningarnar eru margar og ég mun aldrei gleyma góðu stund- unum sem við áttum saman. En nú trúi ég því að Lilja sé komin á betri stað og sé búin að öðlast frið í sálinni sinni. Undir lokin var þetta orðið ansi erfitt hjá henni og hún var oft leið yf- ir því. Við sem eftir sitjum syrgjum hana sárt og munum alltaf sakna hennar. Hún hafði svo margt gott að bera og margt gott að gefa að það er næstum því óbærilegt að hugsa til Lilja Björk Alfreðsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ÞORGEIRSSON, Staðarseli 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 27. desember kl. 13.00. Inga Magdalena Árnadóttir, Árni Þórðarson, Inga Jytte Þórðardóttir, Ólafur Már Ólafsson, Birgitta Svava, Steinar Þór, Þórunn Inga og Þorgeir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR MÝRDAL JÓNSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 5, Borgarnesi, lést fimmtudaginn 14. desember síðastliðinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hörður Jóhannsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR BREIÐFJÖRÐ, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju föstu- daginn 29. desember kl. 14. Helga Magðalena Guðmundsdóttir, Skúli Guðmundur Ingvarsson, Brynja Harðardóttir, Páll Kristinn Ingvarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Atli Már Ingvarsson, Sesselja Eysteinsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI AUÐUNSSON skipstjóri og skipaskráningarmaður, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi, lést að morgni föstudagsins 22. desember. Gunnfríður Ása Ólafsdóttir, Ólafía Ingbjörg Gísladóttir, Ari Jónsson, Auðun Pétur Gíslason, Viggó Kristinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri bróðir og frændi, SVAVAR VILHJÁLMSSON, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir og fjölskylda, Ólöf Vilhjálmsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SÓLBJÖRT FRIÐJÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Fannafold 158A, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 21. desember. Útförin auglýst síðar. Björn Ingi Þorvaldsson, Þorvaldur Björnsson, Guðrún P. Björnsdóttir, Ingi Þór Björnsson, Helga Þóra Þórsdóttir, Bjarni Björnsson, Brynja Þorkelsdóttir, Kristinn Björnsson, Ampon, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.