Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 53 dægradvöl 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c3 Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 0–0 6. Bd3 Rbd7 7. 0–0 He8 8. e4 dxe4 9. Rxe4 e5 10. Rxf6+ Dxf6 11. He1 Dd8 12. Bg5 f6 13. Bh4 exd4 14. Bc4+ Kh8 15. Dxd4 g5 16. Bg3 c5 17. Dd6 Bf8 18. Dd5 Bg7 Staðan kom upp á gríska kvenna- meistaramótinu. Evanthia Makka (2.076) hafði hvítt gegn Despina Pav- logianni (1.951). 19. Bc7! Hxe1+ 20. Hxe1 Df8 21. Bd6 Dd8 22. Be7 De8 23. Bxf6 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–2. Anna Botsari (2.351) og Ekaterini Fakhiridou (2.285) 6 vinninga af 9 mögulegum. 3. Fotini Pambalou (2.177) 5½ v. 4.–5. Evanthia Makka (2.076) og Marina Makropoulou (2.313) 5 v. 6.–7. Alexandra Stiri (2.252) og Vera Papadopoulou (2.246) 4½ v. 8.–9. Ioulia Makka (2.204) og Elli Sper- dokli (2.111) 4 v. 10. Despina Pavlogi- anni (1.951) ½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Upplýsandi útspil. Norður ♠K76 ♥ÁKG87 ♦3 ♣Á842 Vestur Austur ♠D54 ♠ÁG982 ♥5 ♥D10 ♦ÁD10986 ♦K ♣1097 ♣KG653 Suður ♠103 ♥96432 ♦G7542 ♣D Suður spilar 4♥ og fær út lauftíu. Vestur gaf og opnaði á þremur tígl- um, norður doblaði og suður sagði þrjú hjörtu, sem norður hækkaði í fjögur. Sagnhafi veit þegar mikið um spilið. Hann reiknar með spaðaás í austur og svo afhjúpar útspilið stöðuna í tíglinum. Úr því að vestur kom EKKI út í tígli á hann varla röð í litnum, ÁK eða KD. Tígulkóngurinn er þar með nær örugg- lega blankur í austur og á því byggir sagnhafi áætlun sína. Hann tekur á laufás og trompar lauf. Spilar ÁK í hjarta og trompar annað lauf. Svo litlum tígli að heiman. Nú þarf vestur að rjúka upp með ásinn og þruma út spaða en sú vörn finnst ekki í raunveru- leikanum og austur mun lenda inni á tígulkóng. Hann spilar tvisvar hálaufi en sagnhafi hendir spöðum og fær á endanum úrslitaslaginn á spaðakóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 listamaður, 4 einföld, 7 aldin, 8 sett, 9 tíni, 11 áll, 13 baun, 14 æsingurinn, 15 görn, 17 klæðleysi, 20 knæpa, 22 svali, 23 hamingju- samar, 24 út, 25 hlaupi. Lóðrétt | 1 manns, 2 kvíslin, 3 ílát, 4 svik, 5 horskur, 6 seint, 10 klaufdýr, 12 úrskurð, 13 bókstafur, 15 persónu- töfrar, 16 væskillinn, 18 skorturinn, 19 nauti, 20 vangi, 21 hæðir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 berfættur, 8 ragar, 9 negla, 10 ríg, 11 klaga, 13 lærði, 15 skúrs, 18 sinna, 21 kát, 22 undra, 23 Óttar, 24 risastórt. Lóðrétt: 2 eygja, 3 firra, 4 tungl, 5 uggur, 6 þrek, 7 hali, 12 ger, 14 æði, 15 saup, 16 úldni, 17 skapa, 18 stórt, 19 notar, 20 akri. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1Mikið álag hefur verið á björg-unarsveitum landsmanna undanfarið og man framkvæmda- stjóri Landsbjargar varla annað eins. Hver er hann? 2 Hvort er upprunalegra í jóla-kvæðinu alkunna Upp á stól að jólasveinninn sé með gildan staf eða gylltan? 3 Ríkissaksóknari hyggst ekkertaðhafast í hlerunarmáli Jóns Baldvins og Árna Páls Árnasonar. Hver er ríkissaksóknari? 4 Óvenjumikið hefur sést af ákveð-inni fuglategund í Eyjafirði undanfarið. Hvaða fuglategund er það? Svör við spurningum gærdagsins. 1. Skrifað hefur verið undir samninga um smíði nýs varðskips. Hvar verður skipið smíðað? Svar: Í Chile. 2. Íslenskur skart- gripahönnuður er að gera það gott í Bret- landi. Hver er hann? Svar: Hendrikka Waage. 3. Þjóðleikhúsið frumsýnir annan í jólum harmleikinn Bakkynjur eftir Evrí- pídes og um leikstjórn, leikmynd og bún- inga sjá tveir útlendingar. Hvaðan koma þeir? Svar: Frá Grikklandi. 4. Einar Hólm- geirsson handboltamaður skiptir um félag í Þýskalandi. Til hvaða félags fer hann? Svar: Flensburg. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    ÞAÐ ætti enginn að velkjast í vafa um það að útgáfa á sönglögum Sig- valda Kaldalóns er eitt merkasta framtak í plötuútgáfu á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru margar. Í fyrsta lagi er Sigvaldi enn eitt vinsælasta sönglagaskáld okkar. Í öðru lagi eru lögin mörg og miklu fleiri en þau sem almennt eru sungin. Síðast en ekki síst má nefna það, að þótt flestir söngvar- ar sem á annað borð hafa sungið íslensk lög á geisladisk hafi haft lög Sigvalda þar á meðal, þá hefur góða heildarútgáfu á söngvum hans sárlega vantað. Fyrsti hluti útgáfunnar, tvær plötur, kom út í hitteðfyrra undir nafninu Svana- söngur á heiði, en nú er annar hlutinn kominn út, aðrar tvær plöt- ur, undir nafninu Ég lít í anda liðna tíð, en báðir titlarnir eru fengnir af vinsælum lögum Sig- valda. Þegar lög Sigvaldi liggja fyrir hljóðrituð í góðum söng úrvals ís- lenskra söngvara breytist óneitan- lega myndin af tónskáldinu. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældirnar er það ótrúlegt og undarlegt hve í raun fá laga hans eru almennt sungin. Mikilvægi útgáfunnar felst ekki síst í því að draga fram í dagsljósið minna þekktu lögin, sem mörg hver eru hreint ekki síðri en þau sem allir þekkja. En spurningin er, hvaða mynd við sjáum af Sigvalda Kaldalóns þegar miklu stærra safn laga hans blasir við en áður hefur verið á al- manna vitorði. Jú, Sigvaldi Kaldalóns var af- bragðs tónskáld með sterkan streng til rómantíkurinnar og mikla hæfileika. Þótt þekktustu lögin hans séu langflest tengd en áður hefur verið. Þau eru vel þess virði. Best af öllu er þó að lagasafn Sigvalda Kaldalóns skuli nú vera gert aðgengilegt öllum sem vilja leggja við hlustir. Söngurinn á plötunum tveimur sem nú komu út er eru, auk áður- nefndra, Gunnar Guðbjörnsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Öll skila þau sínu verki með sóma; það er góð hugmynd hjá Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara og um- sjónarmanni útgáfunnar að blanda hvort tveggja úrvali söngvara í mismunandi röddum, og blanda saman þekktum og minna þekktum lögum. Ég sakna þess helst að nýja út- gáfan skuli ekki vera í sama fal- lega brotinu og fyrsti hlutinn, og slæmt er að ekki skuli vera nein bitastæð grein um Sigvalda í pés- anum. Það er ekki víst að þeir sem eignast annan hlutann eigi allir þann fyrri. Góðar myndir úr fjöl- skyldualbúmi tónskáldsins eru nokkur bót fyrir það. Fyrst og fremst er þetta þó söguleg útgáfa sem mikill fengur er að fyrir íslenskt sönglíf. sem þær Auður Gunnarsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir syngja. Annar þeirra heitir Ég vil kyssa, en er betur þekktur í búningi Páls Ísólfssonar við sama ljóð, og heitir hjá honum Kossavísur, eða Ljúfi gef mér lítinn koss. Ljóðið er eftir Adalbert von Chamisso. Það er reyndar athyglisvert að heyra hér nokkur laga Sigvalda, sem eru bet- ur þekkt í gerð annarra tónskálda við sömu ljóð. Katarína er eitt þeirra, firnagott lag við ljóð Davíðs Stefánssonar um Caprí Katarínu, þótt það hafi aldrei náð sömu vin- sældum og lag Jóns Jónssonar frá Hvanná sem allir þekkja í flutningi Hauks Morthens. Í Sigvaldasafn- inu er það sungið af Eyjólfi Eyj- ólfssyni. Enn einn lærdómur sem draga má af nýjum kynnum af Sigvalda Kaldalóns er sá, að þótt lög hans séu fjölbreytt, þá nýtir hann líka góðar hugmyndir vel. Það má vel heyra tengsl milli Svarksins og lagsins Á Sprengisandi, og líkindin milli Katarínu og Þú mildi vorsins vindur eru sterk. Það sem uppúr stendur er að nú ætti söngvurum að vera enn auð- veldara en áður að kynnast lögum Sigvalda, læra þau og syngja oftar náttúru og rómantík, þá eru í öðr- um hluta safnsins til að mynda gamansöngvar, best þeirra Svark- urinn, sem Bergþór Pálsson syng- ur og færir vel í stílinn og dúettar Sögulegur Sigvaldi TÓNLIST Geisladiskar Sönglög og dúettar eftir Sigvalda Kalda- lóns. Gunnar Guðbjörnsson, Auður Gunn- arsdóttir, Bergþór Pálsson, Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hulda Björk Garðarsdóttir syngja; Jónas Ingimundarson leikur með þeim á píanó. Gerðuberg og Smekkleysa gefa út. Kaldalóns „Mikilvægi útgáfunnar felst ekki síst í því að draga fram í dagsljósið minna þekktu lögin, sem mörg hver eru hreint ekki síðri en þau sem allir þekkja,“ segir í dómi. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.