Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  SV 20–28 m/s NV-lands, annars hægari. Lægir eftir hádegi. 8–15 m/s undir kvöld. Hvessir lít- ið eitt með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 6°C 0°C BORIÐ hefur á því að þjófar vinni saman í hópum í Kringlunni og steli úr verslunum, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmda- stjóra Kringlunnar. Brugðist hefur verið við þessu með því að auka öryggisgæslu á svæðinu auk þess sem lögregla er sýnilegri en áður. Þá segir Sigurjón að æ fleiri verslunareigendur ráði sér eigin öryggisverði til að sinna gæslu. Hann segir að þjófnaður úr versl- unum sé vaxandi vandamál og ekki bundið við jólatímann. Það sé hins vegar nýtt að þjófarnir vinni skipu- lega saman eins og dæmi séu nú um en Sigurjón segir að öryggisverðir í Kringlunni hafi tekið eftir þessu á myndböndum og út frá upplýs- ingum starfsfólks í Kringlunni. Morgunblaðið/Eggert Þjófar sem vinna í hópum JÓN Ólafsson heimspekingur upp- lýsir í ritdómi um nýja bók Guðna Th. Jóhannessonar, Óvinir ríkisins, í Lesbók í dag að fulltrúar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og GRU, leyniþjónustu rússneska hers- ins, hafi veitt honum þær upplýs- ingar á fyrri hluta 10. áratugarins að engin „óeðlileg“ starfsemi hefði verið stunduð á Íslandi á vegum þessara stofnana, „og þá var átt við að ekki hefði verið um innlent njósnanet að ræða“. Jón segir að það hafi hins vegar oft komið upp í samtölum sínum við þessa menn að þeir virtust gefa sér að á Íslandi væri starfandi leyniþjón- usta. „Þegar ég sagði einum þeirra að opinberlega væri ekki viðurkennt að nein slík starfsemi væri stunduð í landinu af hálfu íslenskra yfirvalda fylltist hann aðdáun yfir því að ís- lenskir starfsbræður hans gætu haldið slíkri leynd yfir starfsemi sinni. Annar sagði mér að almennt væri litið svo á að íslenska leyniþjón- ustan væri aðeins starfsstöð hinnar bandarísku.“ Engin „óeðli- leg“ starfsemi Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÍSLENSKA krónan veiktist um 2,9% í gær í kjölfar þess að matsfyr- irtækið Standard & Poor’s (S&P) lækkaði lánshæfiseinkunnir ríkis- sjóðs og hefur krónan ekki veikst jafnmikið frá því í febrúar og apríl þegar lánsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkis- sjóðs. Svipuð viðbrögð urðu á hluta- bréfamarkaði en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,9%. Sérfræðingar gera ráð fyrir að gjaldeyrismarkaðir ytra hafi ekki náð að bregðast við að fullu og því megi gera ráð fyrir óróleika þegar þeir verði opnaðir eftir hátíðarnar. Sérfræðingar S&P segja lækkun lánhæfismats ríkissjóðs endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum vegna þingkosninganna í vor; breyt- ingar við afgreiðslu fjárlaga næsta árs séu þensluhvetjandi á sama tíma og brýn þörf sé á að draga úr þjóð- hagslegu ójafnvægi. Samhliða lækkun lánshæfismats ríkissjóðs lækkaði S&P einnig láns- hæfismat Landsvirkjunar og Íbúða- lánasjóðs. Hins vegar staðfesti S&P með sérstakri tilkynningu óbreytt lánshæfismat Glitnis og segir bank- ann eiga að geta haldið viðunandi arðsemi þótt efnahagsaðstæður á Ís- landi versnuðu. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist vera algerlega ósammála for- sendum S&P og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng. Greining Landsbankans seg- ir ríkisfjármálin fá falleinkunn hjá S&P og greining Kaupþings banka segir aðhaldsleysi í fjárlagagerð hafa kallað fram lækkun matsins. S&P segir minnkandi aðhald í ríkisfjármálum Í HNOTSKURN » S&P segir þensluhvetj-andi stefnu í ríkisfjár- málum vera æ meira á skjön við stefnuna í peningamálum sem aftur auki líkur á harðri lendingu. » S&P segir erlenda fjár-þörf Íslands eina þá mestu meðal ríkja sem hafa lánshæf- ismat. Hún stafi af mikilli er- lendri skuldabyrði um allt hagkerfið ásamt miklum við- skiptahalla.  Þensluhvetjandi | Miðopna og 16 DANANS Jans Nordskovs Larsens var minnst í gær við athöfn um borð í eftirlitsskipinu Tríton í Reykjavíkurhöfn. Larsen lést við björgunarstörf úti fyrir Hvalsnesi sl. þriðjudag. Þeir sjö sjóliðar sem voru með Larsen í gúm- bát sem hvolfdi við strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga báru kistuna að athöfn lokinni, en hún var flutt til Danmerkur með flugvél á vegum danska hersins. Morgunblaðið/Kristinn Minntust félaga síns af Tríton LÁTIN er í Vínarborg Manuela Wiesler flautuleikari. Manuela fæddist í Brasilíu árið 1955 en foreldrar henn- ar voru austurrískir. Hún var alin upp í Vín- arborg og lauk þar flautuprófi árið 1971. Síðar stundaði hún nám í París og víðar. Hún fluttist til Íslands árið 1973 og bjó hér í um áratug. Meðal viður- kenninga sem hún hlaut voru 1. verðlaun í nor- rænni kammermúsík- keppni árið 1976 og hún sló í gegn á Tón- listartvíæringnum í Kaupmannahöfn 1980. Ásamt Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara hleypti hún af stokk- unum Sumartónleik- um í Skálholtskirkju árið 1975 og kom þar iðulega fram, einkum í samleik með Helgu. Eftir að hún fluttist af landi brott kom hún oft fram á Sumartónleik- unum og þá sem ein- leikari. Eftir að hún fluttist frá Íslandi bjó hún og starf- aði í Svíþjóð. Árið 1985 fluttist hún til Vínarborgar þar sem hún bjó að mestu til æviloka. Manuela kom víða fram í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndunum en líka í Þýskalandi og á heimaslóðunum í Austurríki. Hún lagði sig einkum fram um að flytja samtímaverk en helstu tónskáld Íslendinga sömdu fyrir hana tónverk auk margra er- lendra tónskálda. Meðan Manúela bjó á Íslandi var hún mikil driffjöður í tónlistarlífinu hérlendis og gætti áhrifa hennar víða. Manuela Wiesler lætur eftir sig fjögur börn. Andlát Manuela Wiesler Manuela Wiesler MIKLAR tafir urðu á flugumferð í gær vegna veðurs og töldu flugfélög óvíst hvort morgunflug yrði á áætl- un í dag. Veðurstofan sendi í gær út viðvörun vegna ofsaveðurs sem spáð var að hæfist í nótt en myndi að mestu verða gengið niður um hádegi í dag. Voru björgunarsveitir allt frá Árnessýslu og vestur með landinu norður í Skagafjörð í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Kom almanna- varnadeild ríkislögreglustjórans upp sérstakri samhæfingarstöð til að samhæfa vinnu slökkviliðs, lögreglu, björgunarsveita og Vegagerð- arinnar um landið vegna stormsins. Ekkert var flogið innanlands eftir kl. 17 í gær og gera má ráð fyrir frekari töfum í innanlandsflugi í dag. Milli- landaflug hefur einnig raskast. „Veðurhamurinn á Keflavík- urflugvelli hefur valdið miklum töf- um í millilandaflugi. Við sjáum fram á töluverðar tafir á öllum flugleiðum alveg fram á aðfangadag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Samkvæmt spá Veðurstofu Ís- lands hefur stormurinn einkum geis- að á Suðvesturlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og munu vind- hviður geta náð allt að 50 m/s. Þá segir að lægja muni og létta til um hádegi, fyrst suðvestantil. | 4 Spáð að vindur geti náð allt að 50 m/s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.