Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 9 FRÉTTIR Á ÖLLUM JÓLAVÖRUM ÚTSALA! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is heimur skemmtilegra hluta og hugmynda Sparifatnaður 25% afsláttur til áramóta Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SYKURSKERTIR gosdrykkir eru alveg jafn skaðlegir fyrir glerung tanna og þeir sykruðu. Það er ekki sykurinn í drykkjunum sem gerir það að verkum að glerungurinn eyðist, heldur sýran sem þeir inni- halda og rotvarnarefnin. Nýleg ís- lensk rannsókn sýnir að 37% fimm- tán ára unglingspilta eru með glerungseyðingu. Mörg dæmi eru um að fólk um tvítugt þurfi að láta gera við glerung á 6–10 tönnum. Slíkar skemmdir eru óafturkræfar og kostnaður við viðgerð á hverri tönn getur hæglega verið um 70–80 þúsund krónur. Viðgerðin er þó ekki endanleg lausn því henni þarf að skipta út á nokkurra ára fresti. Aukin neysla kolsýrðs vatns jákvæð Sykurlausir og sykurskertir gos- drykkir seljast nú meira en sykraðir gosdrykkir og hefur svo verið frá því snemma árs 2005. Þá vex sala á kol- sýrðu vatni jafnt og þétt. Forsvars- menn gosdrykkjaframleiðenda á Ís- landi sögðu í Morgunblaðinu nýverið að þetta sýndi að ekki þurfi neyslu- stýringu, markaðurinn velji hollari vörutegundir, en sem kunnugt er hefur Lýðheilsustöð gagnrýnt að gosdrykkir og sykraðir svaladrykkir skyldu ekki vera undanskildir niður- fellingu vörugjalds. Dr. Helga Ágústsdóttir tannlækn- ir segir þessa þróun í sölu kolsýrðra drykkja jákvæða að því leyti að æt- andi áhrif fosfórsýru sem finnist í sykruðum jafnt sem sykurskertum gosdrykkjum, sé ekki að finna í slík- um vatnsdrykkjum. Sömuleiðis sé þetta væntanlega jákvætt varðandi offituvandann. Þó megi leiða að því líkum að börn og unglingar sem neyti mikils magns hvort sem er syk- urskertra eða sykraðra gosdrykkja, geri það á kostnað næringarríkrar fæðu. „Hins vegar eru sykurskertir gos- drykkir alveg jafnslæmir og þeir sykruðu hvað glerungseyðingu varð- ar,“ segir Helga, en hún stýrði lands- rannsókn á tannheilsu sem birt var fyrr á þessu ári. Í rannsókninni komu í ljós uggvænlegar niðurstöður um glerungseyðingu hjá unglingum. Þá hafa neyslukannanir Lýðheilsu- stöðvar sýnt að unglingar, sérstak- lega unglingspiltar, drekka gífurlega mikið af gosdrykkjum. „Gosdrykkir yfirhöfuð eru auðvit- að ekki holl vara,“ bendir Helga á og að unglingar og börn eigi alls ekki að neyta þeirra á hverjum degi. „Vatn og mjólk,“ svarar Helga að- spurð um hvaða drykkjum hún mæli með handa börnum og unglingum. Við þorsta eiga menn einfaldlega að drekka vatn, hér erum við svo hepp- in að eiga gott vatn. Úr mjólkinni fái fólk þau nauðsynlegu efni sem styrki bein og tennur. Hún bendir á að ung- lingsstúlkur virðist meðvitaðri um þetta þar sem þær drekki mun meira af vatni en jafnaldrar þeirra af hinu kyninu. Sykurskertir gosdrykkir jafn skaðlegir og þeir sykruðu Morgunblaðið/Jim Smart Varanlegt Glerungsskemmdir eru varanlegar og mjög dýrt að gera við þær. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.