Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 11 ÚR VERINU Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf HOFFELL SU 80 kom til Fáskrúðsfjarðar fyrir jólin með síðasta síld- arfarm vertíðarinnar um 400 tonn. Skipið hefur því veitt á haustvertíðinni um 4.000 tonn af síld. Síldin hefur verið unnin til manneldis hjá Loðnu- vinnslunni hf.á Fáskrúðsfirði. Hefur hún öll verið söltuð og hefur verið saltað í 22 þúsund tunnur og hefur hluti þeirra þegar verið fluttur frá fyr- irtækinu, en öll síldin hefur verið seld. Morgunblaðið/Albert Kemp Veiðar Hoffell SU hefur landað um 4.000 tonnum af síld í haust. Saltað í 22.000 tunnur VERÐ sjávarafurða hækkaði enn í nóvember, eða um 1% mælt í er- lendri mynt (SDR) og hefur hækk- að í sjö mánuði í röð. Afurðaverðið hefur ekki áður mælst jafn hátt og nú og hefur það hækkað um tæp 12% síðustu tólf mánuði. Í íslensk- um krónum hækkaði afurðaverð í nóvember um 3,2% frá mánuðinum á undan vegna lækkun gengis krónunnar. Síðastliðið ár hefur af- urðaverðið hækkað um 30% mælt í íslenskum krónum. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Fjallað var um þessa hækkun í Morgunkorni Glitnis og segir þar svo: „Verð á mjöli lækkaði um tæp 2% (í SDR) í nóvember en er samt sem áður sögulega hátt. Mjölverðið í nóvember var 75% hærra en í nóvember í fyrra. Helstu ástæður fyrir háu mjölverði eru minni upp- sjávarfiskkvóti í löndum S-Amer- íku, mikil eftirspurn frá fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn frá lax- eldisfyrirtækjum. Af öðrum afurða- flokkum lækkaði verð á sjófrystum botnfiskafurðum lítillega í nóvem- ber. Landfrystar botnfiskafurðir hækkuðu hins vegar lítillega í verði. Verð á saltfiski hækkaði í verði um 2,6% mælt í erlendri mynt í nóvember og er nú í sögulegu há- marki. Óvissa um ástand loðnustofnsins Fyrstu mánuðir ársins eru mik- ilvægir fyrir uppsjávarfiskfyrirtæk- in vegna loðnuvertíðarinnar. Nokk- ur óvissa er um ástand stofnsins þar sem ekki hefur tekist að finna loðnu til mælinga í nægjanlegu magni. Mjölverð er í sögulegu há- marki og því ljóst að mikið er í húfi fyrir fyrirtækin að vel gangi. Framlegð batnar með hagstæðari ytri skilyrðum Hagur sjávarútvegsfyrirtækj- anna hefur vænkast mjög á þessu ári með lækkun gengis krónunnar og hækkun á afurðaverði. Þótt loðnuvertíðin í upphafi árs hafi ver- ið mun styttri en síðustu ár stefnir í að aflaverðmæti frá íslenskum fiskiskipum verði talsvert hærra í ár en í fyrra. Fyrir liggur að fram- legð í rekstri hjá fyrirtækjum í greininni mun batna umtalsvert á yfirstandandi ári. Verð á sjávarafurðum er hærra en nokkru sinni                                 $ ' $  % (        Í HNOTSKURN » Síðastliðið ár hefur af-urðaverðið hækkað um 30% mælt í íslenskum krónum. » Verð á mjöli lækkaðium tæp 2% (í SDR) í nóvember en er samt sem áður sögulega hátt. Mjöl- verðið í nóvember var 75% hærra en í nóvember í fyrra. » Fyrir liggur að fram-legð í rekstri hjá fyr- irtækjum í greininni mun batna umtalsvert á yfir- standandi ári. Færeyingar fá minna af þorskinum NORÐMENN og Færeyingar hafa náð samkomulagi um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir innan lögsagna ríkjanna á næsta ári. Nokkrar breyt- ingar verða frá samkomulagi þessa árs. Meðal annars minnka þorsk- veiðiheimildir Færeyinga í Barents- hafi. Botnfisksveiðiheimildir Norð- manna við Færeyjar verða svipaðar á næsta ári og þær eru í ár. Þeir mega veiða 2.406 tonn af löngu og blálöngu, 1.759 tonn af keilu, 100 tonn af ufsa og 895 tonn af öðrum tegundum. Þá verður leyfilegur meðafli af öðrum tegundum hækk- aður úr 20% í 25%. Kolmunnakvóti Norðmanna innan lögsögu Færeyja verður 19.150 tonn en hann var 20.800 tonn á þessu ári. Þorskkvóti Færeyinga í Barents- hafi dregst saman um 15% og fer úr 2.108 tonnum í 1.800 tonn. Ýsukvót- inn eykst hins vegar úr 963 tonnum í 1.217. Kvóti á ufsa minnkar og verð- ur 1.010 tonn. Þá minnkar kvóti Færeyinga á síld í Norðursjó úr 1.000 tonnum í 750, en ufsakvótinn þar verður óbreyttur. Leyfilegur afli Norðmanna af makríl innan fær- eysku lögsögunnar eykst úr 1.577 tonnum í 1.782 og makrílkvóti Fær- eyinga í norskri lögsögu fer úr 1.100 tonnum í 1.243. Loks verður fær- eyski kvótinn á hrossamakríl í norsku lögsögunni 3.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.