Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 25
matur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 25 Ævintýraferð á ári Gríssins, 2007 til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO, SHANGHAI, SUZHOU og á KÍNAMÚRINN. Heildarverð á mann kr. 370 þús. Allt innifalið: þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 70 þ.), fullt fæði, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Þetta verður 24. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Kínakvöld: Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á Njálsgötunni eða úti í bæ, með myndasýningu og mat, sýn- ingu á Tai-Chi og kínverskum listmunum. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is 19. apríl - 10. maí Hið árlega jólaball Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) og SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, verður haldið 29. desember nk., á Hótel Sögu Súlnasal, kl. 16.oo. Miðasala á skrifstofu félaganna, Grettisgötu 89. Skemmtinefnd Jólaball Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí í janúar Síðustu sætin frá kr. 29.990 Frábær janúartilboð - glæsileg gisting í boði Verð kr. 29.990 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, stökktu tilboð, 17. eða 24. jan., vikuferð. Netverð á mann. Verð kr. 34.990 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, á Roque Nublo, 17. eða 24. jan., vikuferð. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Hálft fæði - Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á Hotel Rondo - hálft fæði, 17. eða 24. jan. (lækka), vikuferð. Netverð á mann. Verð kr. 69.990 Allt innifalið - Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í svítu á Hotel Eugenia Victoria - allt innifalið, 24. jan., vikuferð. Netverð á mann. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Matreiðslubók íslenskalýðveldisins hefur aðgeyma úrval rétta, sembornir hafa verið fram fyrir tigna gesti í boði íslenska lýð- veldisins. Veislur þessar hafa verið haldnar til heiðurs konungsfjölskyldum, for- setum, ráðherrum og fleiri stórmenn- um. Í bókinni má m.a. finna upp- skriftir af villibráð, margs konar sjávarfangi og af öðru lostæti úr ís- lenskri náttúru. Hráefnið hefur verið meðhöndlað af feðgunum Elíasi Ein- arssyni og Eyjólfi Einari Einarssyni, sem þjónuðu íslensku ríkisstjórninni, Alþingi og fleirum um árabil. Bókin hefur að geyma fjölda hátíð- armatseðla, uppskriftir af yfir fimm- tíu hátíðarmálsverðum og er auk þess prýdd fjölda mynda af mat og veislu- klæddum mönnum og konum. „Það er okkur sönn ánægja að veita áhugafólki um matargerð tæki- færi til að bragða örlítið á þessum sérstaka sögukima hins íslenska lýð- veldis,“ segja þeir feðgar m.a. í for- mála. Tilurð bókarinnar er að mörgu leyti Erlu Sveinbjörnsdóttur að þakka, en hún þjónaði í opinberum veislum um árabil og safnaði um leið samviskusamlega þeim hátíðar- matseðlum, sem gefur að líta í bók- inni sem útgáfufélagið Sögur gefur út. Hér fyrir neðan er uppskrift úr bókinni af hreindýrasteik með wal- dorf-salati, kartöflukrókettum, græn- meti og sósu. Hreindýrasteik 2 kg af vel völdum hreindýravöðvum Kjötið er skorið í tíu 200 g steikur og þær brúnaðar á pönnu. Kryddaðar með salti og pipar. Steikurnar eru þá settar í eldfast mót og bakaðar við 170°C í um það bil 10 mínútur. Waldorf-salat 3 gul epli 70 g soðin sellerírót ½ dós sýrður rjómi 1½ tsk. sykur 30 g valhnetukjarnar Allt er brytjað niður og blandað saman. Kartöflukrókettur Duchesses-massi búinn til úr 1 kg af kartöflum, 4 msk. bráðnu smjöri og 3 eggjarauðum. Kartöflurnar soðnar með hýðinu og afhýddar svo og látnar þorna vel. Þær marðar svo í gegnum sigti og bráðnu smjörinu og eggja- rauðunum blandað saman við. Kryddað með salti og pipar. Duch- esses-massinn síðan mótaður í lengj- ur á stærð við vínarpylsur. Þær eru skornar í 3 bita og frystar. Þegar fingurnir eru orðnir harðir eru þeir teknir og þeim velt upp úr eggjum og síðan raspi og þar á eftir djúpsteiktir. Búið til 30 stk. og setjið í eldfast form og hitið í ofni. Grænmeti „bruoise“ 1 grasker 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 græn paprika 1 steinseljurót 1 pakki sykurbaunir 1 kúrbítur Skerið grasker, papriku, steinselju- rót og sykurbaunir í teninga, sem eru 3 mm á kant. Léttsteikið á pönnu og kryddið með salti og pipar. Kúrbít- urinn er þá sneiddur í 2 mm þykkar sneiðar eftir endilöngu og penslaður með olíu og grillaður á vel heitu grilli þannig að fallegar rákir myndist í hvítt kjötið. Kúrbítsþynnurnar eru settar í útstungunarhring og fylltar með grænmetisteningunum. Bakist í ofni við 180°C í tíu mín. Sósa 2 skalottlaukar ½ flaska rauðvín 1 lítri villibráðarsoð 70 g gráðostur 70 g rifsberjasulta 3 dl rjómi Skalottlaukurinn er gljáður í potti. Rauðvíni hellt yfir og soðið niður um helming. Villibráðarsoðinu er bætt út í og suðan látin koma rólega upp. Gráðosti, rifsberjasultu og rjóma er þá bætt út í og suðan látin koma ró- lega upp. Sósan síðan sigtuð eftir að allt er uppleyst. Þykkt með Maizena ef þess þarf. Þetta eru uppskriftir úr kvöldverð- arboði íslensku forsætisráðherra- hjónanna til heiðurs ríkisstjórn Ís- lands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu vorið 2001. Eldsteiktur túnfiskur með fennel var í forrétt, hreindýrasteik með waldorf-salati í aðalrétt og triffli í eftirrétt. Matur fyrir tigna gesti Hreindýrasteik Útfærsla af hátíðarmálsverði íslenska lýðveldisins. R únar Kristjánsson sendirJátningu af sinni hálfu: Ég vil geta Guði kropið, gjafir þakkað – fold og mar, meðan landið enn er opið inn að kjarna fegurðar. Þar sem lífið ljósi fagnar langar mig að eiga vist. Þar sem skín frá ögn til agnar eilíf trú á Jesúm Krist. Svo þakkar hann umsjónarmanni samskiptin, vitaskuld í bundnu máli: Pétur minn ég þakka þér þetta ár og skiptin. Þroskist svo í þér og mér þjóðleg andagiftin. Þó að erill þér sé á þú skalt hafa í minni, að friðinn best þú finnur hjá fjölskyldunni þinni. Hreiðar Karlsson yrkir jólavísu: Loks þegar hörfar langnættið, lyftist á himni sólin. Gæfan beri ykkur gleði og frið og góðar steikur um jólin. VÍSNAHORN Lífið ljósi fagnar pebl@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.