Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 29 Fjölbýli Klapparhlíð - Lúxusíbúð f. 50 ára og eldri Glæsileg 119,3 fm lúxusíbúð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin er glæsileg í alla staði, innréttingar spónlagðar með liggjandi hnotu, hvítar flísar á gólfum með marmaraáferð, baðher- bergi með sturtuklefa og mjög stór og björt stofa og borðstofa. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Þetta er eign fyrir vandláta. Verð kr. 36,9 m. Blikahöfði - 77 fm Flott 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í mjög góðu 3ja hæða fjölbýli með opnum stigagangi. Íbúðin er sérstaklega rúmgóð og fallegt útsýni er til suðv. Mahogny inn- réttingar og parket á gólfum. Verð kr. 19,2 m. Hjallahlíð - 4ra herb. Falleg 94 fm, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýli með sérinngangi af svalagangi. Baðher- bergi er flísalagt í hólf og gólf m. sturtu, eldhús með góðum borðkrók og flísum á gólfi, fallegt teppi á stofu og gangi, 3 svefnherbergi með linol- eum dúk á gólfi og vinnukrókur. Mjög stutt er í nýjan grunnskóla, leikskóla og glæsilega sund- laug. Verð kr. 21,9 m. SÉRBÝLI Í MOSFELLSBÆ Lindarbyggð Glæsilegt parhús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 fm parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lind- arbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingi- mundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúm- gott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarps- hol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaher- bergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Barrholt - 225 m2 einbýlishús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallegt 224,7 fm ein- býlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mosfellsbæ. Um er að ræða „hefð- bundið“ 174 fm einbýlishús í Mosfellsbæ, en á síðasta ári var byggt við húsið 50 fm vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða aukaíbúð- arrými. Frábær staðsetning, rétt við alla þjónustu og skóla. Verð kr. 49,5 m. Víðiteigur - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 82,1 fm raðhús á einni hæð með möguleika á allt að 28,6 fm stækk- un, við Víðiteig 4 í Mosfellsbæ. 2 góð svefnher- bergi, baðherbergi, geymsla/þvottahús, stofa og eldhús með borðkrók. Stór sérgarður í suðurátt. Möguleiki að stækka upp í ris og byggja sólstofu við húsið. Stutt í þjónustu í miðbæ Mosfellsbæjar. Verð kr. 21,5 m. Asparteigur - 216 m2 parhús í byggingu *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá tvö glæsileg 216,3 fm parhús við Asparteig í Mosfellsbæ á sölu. Húsin eru staðsteypt á tveimur hæðum með mjög stórum suðurgörðum. Þetta eru metnaðafullar og glæsilegar teikningar. Húsin eru afhent fokheld með grófjafnaðri lóð - og eru tilbúin til afhendingar við kaupsamning. Verð kr. 35,0 m. Þrastarhöfði 1-3 — 116 m2 íbúð m/bílakj. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög fallega 116,1 m2, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýli með bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er mjög rúmgóð, með 3 góðum svefnherbergjum, baði með sturtuklefa, sér þvottahúsi og fallegu eldhúsi. Parket og flísar á gólfum og mahony innréttingar. Ný sundlaug, leikskóli og grunnskóli hinum megin við götuna. Verð kr. 29,8 m. Miðholt - 3ja herb. 82,4 fm, 3ja herbergja endaíbúð í 11 íbúða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og vel um gengin - baðherbergi m. kari, 2 fín svefn- herbergi, stór stofa/borðstofa og eldhús inn af stofu. Svalir í suðurátt og stutt í alla þjónustu. Þetta er björt og rúmgóð íbúð á hagstæðu verði. Verð kr. 17,8 m. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Tröllateigur - 167,1 fm enda- raðhús 167,1 fm endaraðhús á tveimur hæðum í ný- byggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarð- hæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfi og fallegar innrétt- ingar í eldhúsi og baði. Áhvílandi kr. 27,0 milljónir með 4,15-4,2% vöxtum. **Verð nú kr. 39,9 m.** Fellsás - 312,3 fm einbýlishús 312,3 fm tvílyft einbýlishús á fallegum útsýnisstað í hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Á jarðhæð er bú- ið að innrétta tvö 2ja herbergja íbúðarrými sem nú eru í útleigu. Á efri hæðinni er rúmgóð íbúð með stóru alrými og stóru eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og í risi er verið að innrétta herbergi. Þetta er stór og mikil eign með góða tekjumögu- leika. Húsið stendur á eignarlóð með miklu útsýni til Esjunnar og út á Leirvoginn. Verðtilboð Tröllateigur 141-150 fm íbúðir Til sölu fjórar 141-150 fm íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröllateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hverfi sem er að rísa við miðbæ Mosfellsbæjar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra - 5 her- bergja og afhendast fullbúnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verður baðherbergi og þvotta- hús flísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl 2007. Verð frá kr. 28,5 - 32,5 m. Þrastarhöfði 13, 17 og 19 *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá þrjú 186 fm raðhús á tveimur hæðum með bílskúr við Þrastarhöfða 13, 17 og 19. Húsin eru á besta stað, með golf- völl, spánýja sundlaug, grunnskóla og leikskóla í 4 mínútna gönguradíus. Húsin verða afhent full- búin að utan með þökulagðri lóð og sólpalli, en tilbúin til innréttinga, spörsluð og grunnmáluð að innan. Gólfhiti og fullkomið loftræsikerfi verður fullfrágengið. Afhending nú í desember. Verð kr. 37,9 - 38,4 m. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali Sími: 586 8080 Fax: 586 8081 www.fastmos.is ATVINNUHÚSNÆÐI Flugumýri - 250 fm atvinnu- húsn. Snyrtilegt og gott atvinnuhúsnæði við Flugumýri í Mosfellsbæ. Um er að ræða 174 fm flí- salagðan vinnslusal með tveimur innkeyrsluhurð- um auk millilofts. Þar er kaffistofa, 2 skrifstofur og lagerrými. Verð kr. 26,5 m. Urðarholt - 150 fm atvinnu- húsnæði Erum með 150 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott verslunar- pláss og inn af því hefur verið innréttuð íbúðarað- staða. Gott gluggapláss er út á bílastæðið og gott aðgengi. Rýmið stendur við Mosfellsbakarí sem er eitt besta bakarí á landinu. Rýmið er til sölu eða leigu og getur verið laust til afhendingar fljótlega. LÓÐIR OG LÖND Smábýli 5 - Kjalarnesi Erum með ca 5,5 hektara lóð undir einbýlishús á fallegum út- sýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frábært tæki- færi fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kringum sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. REYKJAVÍK Þorláksgeisli - 3ja m. bílsk - RVK Erum með mjög fallega 93,2 fm, 3ja herbergja íbúð 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílageymslu í Grafarholti. Íbúðin er rúmgóð og björt, eikarparket á gólfum en innihurðir og inn- réttingar eru spónlagðar með eik. Baðherbergi, forstofa og þvottahús eru flísalagt. Flott hús, innst í botnlanga. Áhv. 14,1 milljón frá Glitni m. 4,15% vöxtum.Verð kr. 21,9 m. Hverafold - 2ja herb + bíla- geymsla 56 fm, 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð í 4ra hæða fjölbýli við Hverafold í Grafarvogi ásamt bílastæði í upphitaðri bílageymslu. Íbúðin, sem er nýmáluð, skiptist í rúmgott hjónaherbergi, bjarta stofu, eldhúskrók, þvottahús/geymslu og baðherbergi m. kari. Úr stofu er gengið út á hellu- lagða verönd. Verð kr. 16,4 m. KÓPAVOGUR Heiðarhjalli - 4ra herb. + bíl- skúr Glæsileg 117,8 fm íbúð á efstu hæð ásamt 21,9 fm bílskúr við Heiðarhjalla í Kópavogi. Stofa, borð- stofa, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús/geymsla og svefnloft (óskráð). Fallegar sérsmíðaðar innréttingar í eld- húsi, baðherbergi og svefnherbergjum. Þetta er glæsileg eign með miklu útsýni. Íbúðin er laus til afh. við kaupsamning. **Verð kr. 33,9 m.** Erum að taka á móti tilboðum í lóðir undir einbýlishús og raðhús á svæði 3A við Laxat- ungu í Mosfellsbæ - TILBOÐUM ER SVARAÐ INNAN 24 KLST. Þetta er eitt af falleg- ustu byggingarlöndum á höfuðborgarsvæðinu, með Leirvogsá og Köldukvísl á sitt hvora hönd. Á svæðinu verða eingöngu byggð einbýlis-, rað- og parhús. Kynntu þér málið á www.leirvogstunga.is eða hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Byggingarlóðir í Leirvogstungu *NÝJAR LÓÐIR Á SVÆÐI 3* LOKS hafa orðið tíðindi í pólitík í landinu. Jónas frá Hriflu hefur nú endurfæðst í stráklingi, Birni Inga Hrafnssyni, semi-borgarstjóra í Reykjavík, helstu vonarstjörnu Framsóknar. Þessi merka endurfæðing varð lýð- um ljós í síðustu viku í Kastljósþætti þar sem þeir tókust á Björn Ingi og „faðir Hringbrautarslyssins“, Dagur B. Eggertsson. Allur málflutningur unga framsókn- armannsins minnir á að- ferðir Jónasar í stjórn- málabaráttunni, þ.e. að svara aldrei því sem maður er spurður um eða svara með útúrsnún- ingi, hafa öll rök ,,ad hominem“, þ.e. leita að snöggum bletti í líferni andstæðings- ins, finna hliðstæður hjá öðrum varð- andi það sem maður er sjálfur ásakaður um, ganga fram af fullkomnu purrkunarleysi og hvítþvo svo sjálfan sig. Munurinn á drengnum og Jónasi er þó sá, að Jónas var framan af ævi hugsjónamaður en drengurinn er í forystu í flokki sem hefur enga hugsjón aðra en þá að komast í valdastólana. Góðmennið Vil- hjálmur Þ. hefur ótakmarkaða með- aumkun með lítilmagnanum eins og sást best þegar honum lá sem mest á að mynda meirihluta í Reykjavík og lyfti þá framsóknarstráknum til slíkra metorða að engu er nú ráðið til lykta innan borgarinnar svo að Björn þessi Ingi komi ekki þar að málum og hefur veldisvísi upp á heil 35% í borg- armálum en 6,5% í kjörfylgi! Það er því ekki skrýtið að flokkur, sem mælist við pilsnermörk í styrkleika (eins og Sólrún komst að orði um dag- inn), verði að úthluta bitlingum til dyggra flokksmanna þótt arftakinn fullyrði að hann hafi engan veginn komið nálægt ráðningum á flokks- bræðum og -systrum! Eins og fyrri daginn sér Framsókn betur um sína en aðrir flokkar í landinu. Það hlýtur að vekja hroll meðal gamalla vamm- lausra framsóknarmanna að grein- ingin á flokknum og stefnu hans sé í daglegri umræðu afbökun á út- jöskuðu orðfæri landbúnaðarráðherr- ans: „Þar sem koma saman tveir framsóknarmenn, þar er spilling.“ Nýr Jónas frá Hriflu! Árni Hermannsson skrifar um Framsóknarflokkinn Árni Hermannsson »Eins og fyrri daginnsér Framsókn betur um sína en aðrir flokkar... Höfundur er kennari við VÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.