Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 31 VM, Vélar og skip ehf. og LÍÚ halda fræðslufund um keyrslu véla á svartolíu. Sérfræðingar frá Wärtsilä vélaverksmiðjunum í Finnlandi munu halda fyrirlestra um efnið. Fjallað verður um olíueyðslu, minnkun á útblæstri mengandi efna, koltvísýrings (CO ) og köfnunarefnisoxiðs (NOx), nýjungar í Comon Rail brennsluolíukerfum, skrúfukerfi og almennt um það helsta sem er að gerast varðandi þróun eyðsluminni og umhverfisvænni skipavéla. Einnig mun Bjarni Ásmundsson, skipatæknifræðingur á STS teiknistofu ehf., fjalla um þær breytingar sem í flestum tilfellum eru nauðsynlegar til að brenna svartolíu í íslenskum fiskiskipum. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum félagsmönnum VM og LÍÚ og öðrum áhugamönnum um efnið. VM og LÍÚ bjóða félagsmönnum sínum til hádegisverðar. Skráning í síma 575 9800 eða á kristin@vm.is. VM minnir á félagsfund á Grand Hótel kl. 9:00 sama dag. Grand Hótel Reykjavík, 28. desember 2006 Dagskrá Fyrirlestrar 11:00 til 12:30 Hádegishlé 12:30 til 13:30 Fyrirlestrar 13:30 til 16:00 2 Fræðslufundur um keyrslu véla á svartolíu Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Kögursel - 109 Reykjavík Vorum að fá í einkasölu þetta fallega og vel staðsetta einbýlishús í Kögurselinu. Húsinu hefur verið vel við haldið og er mikið endurnýjað á vandaðan hátt. Húsið er 183,5 fm auk 32,2 fm bílskúrs. Auk þess er risloft yfir allri efri hæðinni. Bílskúr með hita og rafmagni, góður garður og verönd. V. 46,9 millj. nr. 7474 Hrefnugata - 105 Reykjavík Mjög góð 4ra herbergja íbúð. 3 svefn- herbergi, stofa og fallegt eldhús. Eignin er mikið endurnýjuð. Frábær staðsetn- ing. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. V. 19,9 millj. Fífulind - 201 Kópavogur Glæsileg og vönduð 140,8 fm íbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýli á þessum vinsæla stað í Kópavogi og með sérinn- gangi af svölum. Fjögur svefnherbergi. V. 29,9 millj. 7332 Njörvasund - 104 Reykjavík Sérlega notaleg 81,8 fm íbúð innst í botnlangagötu með stóru eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, stofu með gluggum á tveimur hliðum og fallegu eikarparket á gólfi. Tvær geymslur og sameiginlegt þv.hús. V. 18,9 millj. 7438 Þórðarsveigur - Grafarholt - Laus fljótlega Falleg 3ja herbergja íbúð með stæði í bílgeymslu. Eldhús með vönduðum inn- réttingum og góðum tækjum. Úr stofu er útgengt á stórar svalir/verönd. Tvö rúmgóð herb. m. fataskápum. V. 21,9 millj. 7445 Breiðavík - Úrvalsíbúð Sérlega vel skipulögð ca 100 fm, falleg 3ja herbergja íbúð á 5. hæð með góð- um svölum til suðurs. Íbúðin stendur beint við golfvöll. Vandaðar og góðar innréttingar, flísar og parket á gólfum. Rúmgóð svefnherbergi. Þvottahús inn- an íbúðar. V. 21,5 millj. nr. 7345 Þórufell - Breiðholt 56,7 fm íbúð á þriðju hæð. Stofa með útgengt á svalir. Eldhús með fellanlegu borði, baðherbergi m. sturtuklefa. Svefnherbergi m. fataskáp. V. 12,3 millj. Laugarásvegur - Verslunarhúsnæði Vorum að fá í sölu þessa vel staðsettu eign við Laugarásveginn. Í húsnæðinu hefur verið rekin vinsæl sjoppa og grill- staður í langan tíma. Samtals stærð verslunarhúsnæðis með lager er um 160 fm en einnig fylgir eigninni 24 fm bílskúr. Verð 36 milljónir. nr. 7471 Þverholt - Mosfellsbæ Vorum að fá í einkasölu verslunarpláss á góðum stað við Þverholt í Mosfells- bæ, plássið er um 40 fm og er í útleigu eins og er. V. 9,5 millj. Nánari upplýs- ingar hjá Fold s. 552 1400. nr. 7500 Starfsfólk fasteignasölunnar Foldar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. ÞAÐ er eins og að drekka vatn að skreppa út fyrir land- steinana. Eða það held- ur maður. Það var samt ekki svo hjá hjónunum sem ætluðu að skreppa til „Köben“ á dögunum. Í fyrsta lagi var bilun í flugvélinni svo það þurfti að snúa við. Í öðru lagi, þegar þau komust loks á leið- arenda hafði flætt vatn á einni hæðinni á hót- elinu svo að þau þurftu að flytja sig um hótel. Í þriðja lagi höfðu þau pantað sér miða í leik- hús á sjálfan Faust í Det Kongelige Teater. Þau rétt náðu í tæka tíð, en þegar sýning átti að hefjast kom fram starfsmaður leikhúss- ins og baðst afsökunar á því að sýningunni yrði að fresta vegna bil- unar í sviðsbúnaði! (Þessi upptalning minnir mig nú á Jón Baldvin, í 1., 2. og 3. o.s.frv! Það var nú töff á sínum tíma. Startaði nýju „trendi“.) Svona mis- tök hélt maður að gerðust ekki í Det Kongelige hvað þá að viðgerðin tæki sex daga! Stjórnmálin á Íslandi minna um margt á þessa hrakfallasögu. Virkj- anavæðing og sparifé hirt af ellilíf- eyrisþegum svo eitthvað sé nefnt og er af nógu að taka. Nú síðustu daga hefur Faust meira að segja stokkið fram á sviðið í líki formanns Framsóknarflokksins. Ég verð því miður að segja að innkoman var misheppnuð. Gott ef hann braut ekki sviðið með fílaspörkunum og áhorfendurnir sitja með brotin framan í sér. Bæði kjósendur og stjórnarandstaðan virðist kolrugluð í rím- inu. Hvað er nú að ger- ast? Ég hef oft verið gáttuð á hátterni ís- lenskra stjórnmála- manna upp á síðkastið en aldrei sem nú. Heldur maðurinn virkilega að hann geti komið núna, yppt öxl- um og sagt að þessi mikilvæga ákvörðun um innrásina í Írak hafi bara verið svona smámistök? Hjálmar Árnason, kollegi hans, minnti helst á pörupilt í Kastljósinu á dögunum sem situr hjá skólastjóranum og reynir að sannfæra hann um að hann og vinir hans hafi bara verið plataðir til að taka þátt í skammarstrikunum. Þetta var ekki þeim að kenna. Held- ur hinum, þessum í Ameríkunni. Æ, „komm’on“, svona eru bara strákar. Það má vel fara í orðaleik með orðið pólitík. Það mætti halda að það væri nýyrði og ætti eitthvað skylt við orðið tík og þá samlíkingu sem oft er notuð við kvenkyn hunda en ekki þýðingu á enska orðinu politic. (Ungar sjálfstæðiskonur hafa áttað sig á þessu fyrir löngu og halda úti vefsíðu sem kallast tikin.is.) Aum- ingja Íslendingarnir áttuðu sig ekki á því að strákarnir í Ameríkunni eru í sama leik og þeir, lóðarísleiknum sem íslenskir stjórnmálamenn þekkja mætavel. Ég held að ég hafi verið nokkuð ung þegar ég áttaði mig á því að stjórnmál snúast að mestu um hags- muni. En þau eiga að snúast um al- vöru hagsmuni og hugsjónir en ekki eigin hagsmunapot. Eins og maður lítur upp til Det Kongelige hélt mað- ur að það gæti bara ekki orðið bilun í sviðsbúnaði þar. Hvað þá að við- gerðin tæki sex daga. Eins hélt ég að þeir menn sem tóku þessa ákvörðun væru vandari að virðingu sinni. Að taka að eigin frumkvæði og í einrúmi svona hrikalega ákvörðun sem stríðsyfirlýsing hjá yfirlýstri frið- arþjóð er – þvílík skrumskæling á lýðræðinu. En hvað með kjósendurna? Sam- kvæmt nýjustu tölum veit fjórð- ungur þjóðarinnar ekki hvað borg- arstjórinn í Reykjavík heitir. Þetta er því áskorun til íslenskra kjósenda að vakna til vitundar um að þeir verða að hafa skoðun og vera virkir þegnar í lýðræðisríki. Vandamálið er að pólitíkusarnir koma í viðtal með kjaftavaðal og urmul af frösum til að þyrla upp nógu miklu ryki. Það miklu að hinn almenni kjósandi verður hálfblindur og skilur hvorki upp né niður þegar yfir lýkur. Þetta er einmitt sterkt einkenni á áð- urnefndum lóðarísleik. Hann verður oft mjög áberandi í kringum kosn- ingar og þetta áhlaup núna vekur mann til vitundar að það er aðeins kortér í kosningar (svo maður reyni nú að vera svolítið með í frösunum). Ekki láta plata ykkur með einu sinni enn. Mistökin, svokölluðu, hafa ekki bara haft áhrif á okkur og ímynd okkar, sem Íslendingum er svo kær. Það er hreinn og beinn hroki að koma fram núna og segja ææ og óó aumingja ég. Við, smáborgaralegu Íslendingarnir (oft á tíðum), þurfum að hugsa aðeins lengra en okkar litla nef nær. Heimurinn snýst ekki bara um okkur og ímynd okkar heldur eins og í þessu tilviki mannslíf og heilt þjóðfélag. Þessi sviðsviðgerð á „egóflippi“ aumra stjórnmálamanna á Íslandi mun taka mun lengri tíma en sex daga, og það þarf meira til en bara „sorry“. Faust í Framsókn Hanna Margrét Einarsdóttir fjallar um þjóðmál »Nú síðustudaga hefur Faust meira að segja stokkið fram á sviðið í líki formanns Framsókn- arflokksins. Hanna Margrét Einarsdóttir Höfundur er kennari. UM HVER áramót er skotið upp ógrynn- unum öllum af flug- eldum, með tilheyrandi ljósadýrð og gleði. Þetta getur þó breyst í harmleik ef ekki er far- ið eftir öllum leiðbein- ingum og fyllsta örygg- is gætt. Tíðni flugeldaslysa Um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Flestir slas- ast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, sem þakka má al- mennri notkun flugeldaglerauga. Al- gengasta orsök þessara slysa er vangá og/eða vankunnátta, þ.e. ekki farið eftir leiðbeiningum. Um ára- mótin sjálf eru það fullorðnir karl- menn sem slasast mest en dagana undan og eftir er mest um að ungir strákar slasist og er stærsta vanda- málið þar að þeir taka vörunar í sundur og búa til sínar eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á hönd- um þar sem einstaklingar hafa jafn- vel misst hluta af útlim, fengið ævi- langt lýti eða tapað sjón. Til að geta spornað við þessum slysum er mik- ilvægt að foreldrar ræði þessi mál við börnin sín og fylgist vel með hver iðja þeirra er dagana kringum ára- mótin. Hvað ber að hafa í huga Til að fyrirbyggja slys er mik- ilvægt að gera hlutina rétt. Geyma þarf flugelda á öruggum stað, ekki þar sem börn hafa aðgang að þeim, og ekki skal setja þá í vasa þegar verið er að skjóta upp. Umgangast skal flugelda með varúð. Ekki á að vera með leikaraskap og læti þar sem þeir eru notaðir og muna að áfengi og flugeldar eiga ekki sam- leið. Öryggisgleraugu eiga allir að nota, ekki bara þeir sem eru að skjóta upp heldur líka þeir sem eru að horfa á. Fara skal yfir allar leið- beiningar sem fylgja flugeldunum og fara eftir því sem þar stendur. Mörgum börnum finnst spennandi þegar verið er að skjóta upp og þarf að gæta þess vel að þau fari ekki of nærri. Skorða þarf alla flug- elda og kökur áður en skotið er til að fyr- irbyggja að skoteld- urinn fari á hliðina og skjótist í þá sem standa nærri. Til varnar hand- arslysum, sem eru al- gengust, þarf sá sem skýtur upp og þeir sem eru með blys að nota ullar- eða skinnhanska þar sem þeir veita vernd gegn bruna. Þegar skotið er má ekki halla sér yfir flugeldana heldur kveikja í þeim með útréttri hendi og víkja vel frá um leið og logi er kom- inn í kveikiþráðinn. Ef eldur hefur verið borinn að kveikiþræði og flug- eldur ekki tekið við sér má ekki reyna að kveikja aftur í honum held- ur hella vatni yfir. Glóð getur leynst í marga klukkutíma og skoteldurinn farið upp án nokkurs fyrirvara. Ef slys verður skal kæla brunasárið strax með vatni. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus áramót. Flugeldar og slysavarnir Sigrún A. Þorsteinsdóttir fjallar um flugelda og slysavarnir » Glóð getur leynst í marga klukkutíma og skoteldurinn farið upp án nokkurs fyrirvara. Sigrún A. Þorsteinsdóttir Höfundur er sviðsstjóri slysavarna- sviðs Slysavarnafélagsins Lands- bjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.