Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HRÓS mitt fær Kristinn H. Gunn- arsson sem einn berst fyrir því að skrifað verði dánarvottorð á alla Ós- hlíðina og útförin auglýst síðar. Stefnuleysi annarra þingmanna í þessu máli er til háborinnar skammar. Ég óska heimamönnum til ham- ingju með þessa ákvörðun sem nú ligg- ur fyrir. Lengd gang- anna skal vera minnst 4 km. Kílómetra löng jarðgöng undir Ós- hyrnu leysa engan vanda. Ódýrara er að afskrifa allan Óshlíð- arveginn ef heima- menn vilja strax losna við þessa dauðagildru fyrir fullt og allt. Án Vestfjarðagang- anna hefði Flugfélagið Ernir áfram sinnt póstflugi, farþega- og sjúkra- flugi frá Ísafjarðarflugvelli. Virkj- unarframkvæmdir á Austfjörðum vekja spurningar um hvort nú skuli ákveða heilborun vegganga í fjórð- ungnum. Tímabært er að ákveða tengingu Súðavíkur við Skutulsfjörð með jarðgöngum sem kæmu út í Engidal eða Kirkjubólshlíð við Ísa- fjarðarflugvöll. Jarðgöng undir Skötufjarðarheiði tryggja öryggi vegfarenda á vegunum við Ísafjarð- ardjúp enn betur en núverandi veg- ur. Þeir sem ferðinni ráða snúa öllum rökum á hvolf. Stigið er stórt skref aftur á bak með því að taka Héðins- fjarðargöng á undan Dýrafjarð- argöngum sem frekar eiga heima í fyrsta áfanga með Austfjarðagöng- um. Svo stór er þessi framkvæmd fyrir norðan að styttri göng skulu hafa forgang. Fyrir vestan eru það Dýrafjarðargöng og önnur tvenn jarðgöng úr Dynjandisvogi og Norð- dal í Trostansfirði sem kæmu inn í Geirþjófsfjörð og gætu strax tengt Vesturbyggð við Ísafjarðarsvæðið. Án jarðganga undir Breiðafell og Tröllaháls getur stóra Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði aldrei þjónað íbúum Barðastrandar. Eftir það sem skeð hefur á Óshlíð- arveginum, Siglufjarð- arvegi vestan Stráka- ganga og Suðurfjörðum Austurlands stendur ríkisstjórnin frammi fyrir því vandamáli hvort styttri veggöng á hringveginum verði kláruð á undan Héðins- fjarðargöngum. Viðbú- ið er að grjóthrun, snjó- flóð og aurskriður skapi vandræði á veg- inum í Mjólkárhlíð. All- ar sveitarstjórnirnar í fjórðungnum og allir þingmenn Vestfirðinga skulu berjast fyrir því að gerð verði kílómetra löng veggöng undir Meðalnesfjall sem yrðu ódýr. Án þeirra minnkar slysa- hættan á veginum í Mjólkárhlíð aldr- ei. Öll rök mæla gegn því að þessi veggöng geti beðið lengur áður en slys á þessum hættulega vegi taka sinn toll. Heimamenn í fjórðungnum eiga það inni að sveitarstjórnirnar og allir þingmenn Vestfirðinga fylgi þessu máli eftir í samgöngunefnd Al- þingis. Þetta mál skal ríkisstjórnin taka úr höndum samgönguráðherra líkt og Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra gerði fyrir fjórum árum þegar hann tilkynnti óvænt þá ákvörðun um að ráðast í önnur jarð- göng undir Almannaskarð samhliða Fáskrúðsfjarðargöngunum á undan Héðinsfjarðargöngum. Óþolandi er að samgöngur á svæðinu milli Vest- urbyggðar og Reykhóla skuli alltaf vera í miklum ólestri án þess að lögð sé áhersla á stutt jarðgöng úr Skápa- dal eða undir Kleifaheiði og Klett- sháls. Á þessari leið þarf að stytta vegalengdina milli fjarðanna. Óheppilegt er að lögreglan á Pat- reksfirði sem þjónar Reykhólum fari um svona stórt svæði, 400 km báðar leiðir. Á vetrum er þetta útilokað þegar veðurspánum er ekki treyst- andi. Þetta vandamál á ríkisstjórnin að leysa hið fyrsta. Reglur um úthlutun fjármuna til jarðgangagerðar á að afnema þótt samgönguráðherra segi nei. Úthlut- unin skal vera þannig að hún gagnist öllum. Þá yrði hún sanngjarnari en hún er í dag. Í úthlutun fjármuna til samgöngubóta er heimamönnum fyrir vestan, norðan og austan mis- munað miðað við þá upphæð sem mokað verður í Héðinsfjarðarruglið án þess að þau gagnist fjarlægari byggðum. Lítilmenni sem fær mikið vald fyllist hroka. Borin eru á borð þau falsrök að íslenska ríkið geti aldrei fjármagnað jarðgöng í þessum þremur landshlutum undir því yf- irskini að þeir búi við enn betri heils- árssamgöngur en Siglfirðingar og Ólafsfirðingar. Þessi rökleysa er hnífsstunga í bak Vestfirðinga, Norðlendinga og Austfirðinga. Að- ferðafræðin sem notuð er við skipt- ingu fjármuna til samgöngubóta elur á togstreitu milli Siglfirðinga, Ólafs- firðinga og meirihluta Norðlendinga. Dánarvottorð á alla Óshlíðina Guðmundur Karl Jónsson fjallar um samgöngumál » Aðferðafræðin semnotuð er við skipt- ingu fjármuna til sam- göngubóta elur á tog- streitu milli Siglfirðinga, Ólafsfirð- inga og meirihluta Norðlendinga. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. FORELDRASAMTÖKIN Vímu- laus æska hafa verið starfandi á ís- landi í 20 ár á þessu ári. Starfið sem samtökin hafa innt af hendi hefur vaxið og dafnað gríðarlega á þessum árum. Frjáls fé- lagasamtök og grasrót- arsamtök eins og Vímulaus æska skipta miklu máli í íslensku samfélagi vegna þeirr- ar vinnu sem þar fer fram. Í Foreldrahúsinu er unnið mikið og gott starf og það eflist með ári hverju. Þar er unn- ið af miklum heilhug og áhuga á þeim mál- um sem þar eru. Starfsmennirnir eru 3 en 15 sérfræðingar koma einnig að samtökunum. Fastir starfsmenn hússins vinna af mikilli hugsjón og eru óþrjótandi í að vinna með og leiðbeina foreldrunum. Mikil sjálf- boðavinna er einnig unnin þar því annars væri aldrei hægt að reka þá starfsemi sem er í Foreldrahúsinu. Vímulaus æska er fyrir foreldra barna sem hafa ánetjast vímuefnum og leiðbeinir þeim í gengum kerfið ásamt því að veita þeim stuðning og hvatningu í daglegu lífi. Hins vegar er ekki síður mikilvægt starf unnið til þess að hindra að börn eða ung- lingar fari hina vafasömu leið því mikilvægi 1 stigs forvarna er gríð- arlega mikið. 1. stigs forvörnum er ætlað að hindra að börn fari þá leið að ánetjast fíkniefnum. Allir vita og gera sér grein fyrir alvarleikanum þegar börn ánetjast slíkum efnum og öllum þeim kostnaði sem sam- félagið þarf að standa straum af í formi meðferðarúrræða, lækn- isaðstoðar, félagsþjónustu og svo mætti lengi telja. Sum börn eru í meiri áhættu en önnur á að leita í slæman félagsskap. Foreldrahúsið hefur verið með námskeið í sjálf- styrkingu fyrir börn og unglinga og eru fleiri og fleiri sem nýta sér þau námskeið til þess að efla sjálfsvirðinguna til að geta staðist allar þær freistingar og gylliboð sem eru í sam- félaginu. Að vera ein- mana og feiminn eða óframfærinn getur eitt og sér valdið barni erf- iðleikum félagslega og þá er auðvelt að fara inn í fyrsta mögulega félagsskapinn til þess að fá að tilheyra ein- hverjum hópi. Í 1. stigs forvörnum er erfitt að meta árangurinn, þar sem við höfum ekki upplýsingar um hvað gerist ef viðkomandi hefði ekki fengið hjálp en það sem marktækt er eru þær breytingar sem verða á viðkomandi einstaklingi. Það að börnum og ung- lingum líði betur með sjálfa sig og jafnvel öðlist ákveðið sjálfsöryggi er gott markmið út af fyrir sig. Á þessu ári hafa verið 35 slík námskeið í For- eldrahúsinu og námskeiðin hafa far- ið víða um landsbyggðina einnig. Margir foreldrar sem eiga um sárt að binda hafa samband við For- eldrahúsið til þess að fá hjálp og stuðning. Hið opinbera kerfi getur oft á tíðum verið erfitt fyrir foreldra og þeir þurfa því hjálp til að feta þá braut. Einnig þurfa foreldrar stuðn- ing og viðtöl til þess að takast á við þann sársauka sem því fylgir þegar foreldri missir barnið sitt út í neyslu vímuefna og getur ekkert gert til þess að stöðva þá þróun. Það eru miklar sálarkvalir sem þetta fólk upplifir fyrir utan áhættuna sem börnin þeirra eru í dags daglega. Að hræðast símtöl og dyrasíma er dag- legt brauð fyrir þessum foreldrum þar sem þau óttast alltaf að fá slæm- ar fréttir. Neyðarsími foreldranna hefur einnig átt stóran þátt í skyndi- hjálp fyrir þessa foreldra því síminn er opinn allan sólarhringinn. Einn starfsmaður Foreldrahússins sinnir símanum allan sólarhringinn kaup- laust og af hugsjón einni saman. Það skiptir samfélagið gríðarlega miklu máli að hafa samtök sem vinna svona ötult starf í þágu al- mennings fyrir jafn litla fjárhæð og í raun er gert. Því eru samtökin háð opinberum styrkveitingum og fjár- magni sem og fjármagni frá ein- staklingum og fyrirtækjum. Allt of mikill tími fer frá því góða fólki sem þar vinnur í það að reyna að afla fjár til að halda rekstrinum gangandi. Í velferðarsamfélaginu sem við búum í má ekki gleyma börnunum okkar og foreldrum þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fíkniefnavá- gestsins sem tröllríður samfélaginu okkar. Mikilvægi frjálsra félagasam- taka fyrir íslenskt samfélag Ólöf Ásta Farestveit fjallar um samtökin Vímulausa æsku » Í velferðarsamfélag-inu sem við búum í má ekki gleyma börn- unum okkar og for- eldrum þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fíkniefnavágestsins sem tröllríður samfélaginu okkar. Ólöf Ásta Farestveit Höfundur er uppeldis- og afbrota- fræðingur og formaður Vímulausrar æsku. GAMLÁRSKVÖLD 2006 – heyrn- arskemmdir það sem eftir lifir? Gamla árið er kvatt. Mikil stemn- ing ríkir. Tónlistin glymur og magnar upp gleðina. Hljóðbylgjurnar berast með meiri krafti og styrk. Hljóðhimn- urnar í eyranu titra hraðar og hraðar. Háværara og magnaðra hljóð íþyngir kuðungnum í innra eyranu þar sem fleiri tugir af hárfrumum og taugaþráðum nema hljóðið og senda skila- boð til heilans sem vinnur úr þeim. Þessar mjög svo fínu og viðkvæmu hár- frumur þola ekki allan þennan hávaða og skemmast, afleiðingin af því verður heyrn- arskerðing og eyrnas- uð hjá þeim sem kveðja gamla árið. Á fyrstu vikum nýs árs leitar fólk sér hjálp- ar vegna heyrn- arskerðingar, suðs fyr- ir eyrum og ofurviðkvæmni fyrir hljóðum. Flestir eftir að hafa verið á hávær- um skemmtistöðum, rokktónleikum og/eða flugeldasýningum. Trúlega eiga margir eftir að hafa sífellt suð fyrir eyrum eftir gamlárskvöld, suð sem er komið til að vera það, út ævina. Þessir einstaklingar upplifa að tónlistin bjagast og þar af leiðandi tapast sá eiginleiki að geta notið þess að hlusta á tónlist. Hljóðin verða of hávær og að auki þróast þetta sem ofur- viðkvæmni fyrir hljóðum og verður að þjáningu fyrir viðkomandi. Heyrn- arskerðing, eyrnasuð og hljóð- brenglun draga úr lífsgæðum. Heyrn er mikilvæg í samskiptum og án hennar einangrast fólk og á erfitt með daglegt líf. Heyrnin er viðkvæm og hana þarf að vernda. En til þess þurfa Íslendingar að vakna! Vakna til vitundar um hversu mikilvæg og ótrúlega fullkomin heyrnin er. Mik- ilvægt er að láta mæla heyrnina því erfitt er að gera sér grein fyrir eigin heyrn. Hljóðkerfi og hljómflutningstæki verða alltaf fullkomnari og magnaðri. Hljóðstyrkurinn eykst og með einum takka er hægt að fara langt yfir þol- mörk eyrans og þær reglur sem kveða á um vissan hljóðstyrk. Þó að hávaðareglur séu settar virka þær takmarkað fyrir heyrnina. Heyrn- arþolmörkin eru ein- staklingsbundin og ekki hægt að vita fyrirfram hversu mikinn hávaða hver og einn þolir. Ótrú- leg fáfræði býr að baki hjá þeim sem láta sér detta í hug að bjóða upp á kvikmyndasýningar á hærri hljóðstyrk, svo- kallaðar kraftsýningar. Enginn ætti að láta bjóða sér það og borga fyrir! Ólíklegt er að allir þeir sem stjórna hljóð- kerfum á sam- komustöðum hafi kunn- áttu í hávaðamörkum. T.d. er aldur plötusnúð- ana á skólaskemmt- unum oft ekki nema 15– 18 ára! Öruggasta ráðið til að vernda heyrn er að lækka en ef það dugar ekki er vissara að fá sér eyrnatappa, til eru margar gerðir af eyrnatöpp- um. Hægt er að fá eyrnatappa sem dempa hávaða án þess þó að draga úr hljómgæðum, þannig að hægt er að heyra talað mál og tónlist. Það er góð leið til að njóta t.d. gamlárskvölds í mannfagnaði, án þess að þurfa alltaf að vera að hvá. Flugeldar eru stór hluti af gaml- árskvöldinu en geta verið hættulegir heyrninni. Einfalt en árangursríkt er að halda fyrir eyrun á flugeldasýn- ingum eða að vera með eyrnatappa. Kveðjum gamla árið með tónlist og gleði en án þess að kveðja heyrnina í leiðinni! Gamlárskvöld 2006 Ellisif Björnsdóttir fjallar um skaðsemi hávaða Ellisif Björnsdóttir » Flugeldareru stór hluti af gamlárs- kvöldinu en geta verið hættulegir heyrninni. Höfundur er heyrnarfræðingur og starfar hjá Heyrnartækni ehf. Á NÝLIÐNU þingi komu til umræðu eina ferðina enn hinar svokölluðu skerðingar sem lífeyr- isþegar mega búast við úr ýmsum áttum. Þar er átt við skerð- ingar vegna sjálfs- aflafjár, vegna tekna maka, vegna greiðslna úr lífeyr- issjóðum o.fl. Um- ræðan er ekki ný á þingi og heldur ekki í samfélaginu yfirleitt og á undanförnum ár- um hafa heyrst æ há- værari raddir um að skerðingar á sam- félagslaunum (stund- um kölluð „bætur al- mannatrygginga“) væru beinlínis órétt- látar og niðurlægj- andi fyrir launþeg- ann. Launþeginn er þá rúinn sjálfstæðum fjárhag og verður, að ráði hins opinbera, að treysta á framfærslu frá maka sínum. Við skulum hafa í huga að greiðslur al- mannatrygginga til lífeyrisþega hafa hingað til ekki þótt nein of- rausn, hvað þá þegar þær greiðslur hafa verið skertar. Gömul hugsanavilla En nú má spyrja hvernig menn hafi komist inn á þessa braut hugsanavillu. Eimir hér kannski eftir af 19. aldar hugsunarhætti þar sem óhugsandi var að hjón hefðu aðskilinn fjárhag og jafnvel óhugsandi að konur hefðu nokkuð með peninga að sýsla? Eru þetta leifar af þeim hugsunarhætti að sjálfsagt væri að borga fiskverkakonum lægri laun en körlum sem stunduðu sömu störf, „þeir væru jú fyrirvinnurnar“? Myndi í dag ein- hverjum detta í hug að borga konunni minni lægri laun fyrir henn- ar vinnu vegna þess að ég er læknir? Myndi einhverjum detta í hug að létta af mér skatt- byrði ef hún starfaði sem kennari? Ég held að slík hugsun væri fjarri flestum mönn- um, enda væri slíkt talið fáránlegt. Á sama hátt er fáránlegt að skerða tekjur öryrkja, ellilífeyrisþega eða annarra þeirra sem njóta samfélagslauna í einhverri mynd vegna tekna maka. Slíkt er einungis til þess fallið að draga úr sjálfstrausti fólks sem hefur fyrir meiri en nógar byrðar að bera. Hættum þessari vitleysu því strax, hver og einn á rétt á því að geta framfleytt sér. Á konan mín að fá lægra kaup fyrst ég er læknir? Ólafur Þór Gunnarsson fjallar um skerðingar vegna sjálfsaflafjár Ólafur Þór Gunnarsson »Hættumþessari vitleysu því strax, hver og einn á rétt á því að geta framfleytt sér. Höfundur er öldrunarlæknir og bæj- arfulltrúi VG í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.