Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 33 Á NÆSTA ári verða liðin 10 ár frá því að ég byrjaði að halda námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Þá voru einungis liðnir sex mánuðir frá því að ég hætti sjálfur. Á fyrsta námskeiðinu voru þrír þátttakendur. Í millitíð- inni hef ég haldið tugi námskeiða fyrir ein- staklinga og fyrirtæki og starf mitt á þessu sviði hefur snert þús- undir Íslendinga (m.a. í gegnum bókina Þú get- ur hætt að reykja – Forlagið 2003). Í dag er þó svo komið að vegna mikilla anna við annað nám- skeiðahald og bókarskrif hef ég ákveðið að láta staðar numið á þessu sviði. Dagana 5. og 6. janúar 2007 held ég allra síðasta námskeiðið á Hótel Loftleiðum. Síðastliðin 10 ár hafa verið mér mjög lærdómsrík og á þeim hef ég uppgötvað margt um mannlegt eðli í gegnum reyklausu námskeiðin. Auð- mýkt og þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til allra þeirra sem hafa leitað til mín og treyst mér til að leiða sig í átt að reyklausu lífi. Hver og einn hefur þó tekið síðasta skrefið sjálfur. Auðvitað hafa ekki allir átt erindi sem erfiði, en þeir sem eru enn reyk- lausir hafa sýnt nám- skeiðinu mikið þakk- læti. Eitt af því sem ég átti ekki endilega von á þegar ég byrjaði var hversu mikil áhrif hinir reyklausu geta haft á umhverfi sitt. Nýverið kom kona upp að mér í Fjarðarkaupum og þakkaði mér fyrir að hafa hjálpað sér að hætta að reykja. Hún bætti því við að tvær vinkonur hennar hefðu hætt að hennar for- dæmi. Þær sögðu einfaldlega: „Fyrst þú gast hætt getum við hætt.“ Þó að ég sé nú að leggja þetta nám- skeiðahald á hilluna trúi ég því stað- fastlega að allir geti hætt að reykja. Annars hefði ég ekki varið tíma og orku í þetta starf undanfarin 10 ár. Meginatriðið er að skilja mikilvægi þess að nýta hugann á jákvæðan máta og neita að gefast upp. Ef ein aðferð virkar ekki, þá er bara að prófa aðra og aðra og aðra … þar til árangur næst. Við segjum ekki börn- um að hætta að æfa sig að standa eða ganga þótt það gangi brösulega. Við hvetjum þau endalaust áfram því við vitum að flestir geta gengið. Hið sama ætti að eiga við um þá sem enn reykja. Við verðum að trúa á að allir geti hætt svo við missum ekki móðinn og hættum að hvetja fólk til dáða. Fyrir rúmum 10 árum uppskar ég reyklaust líf og það breytti lífi mínu til hins betra. Það besta er að ég hef aldrei (ekki einu sinni) fundið fyrir söknuði. Allir geta hætt að reykja Guðjón Bergmann fjallar um námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja » Við verðum að trúa áað allir geti hætt svo við missum ekki móðinn og hættum að hvetja fólk til dáða. Guðjón Bergmann Höfundur er rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari. LAUGARDAGINN 9. desember skrifaði Viktor A. Guðlaugsson skóla- stjóri Varmárskóla varnarpistil fyrir Vinaleiðina. Honum er málið skylt þar sem djákninn í „Mosó“ er upphafsmaður þessa fyrirbæris og fékk að haga starfi sínu eins og honum sýndist í skóla Viktors. Að mínu viti er vera fulltrúa trúfélags innan skóla álíka eðlileg og vera fulltrúa stjórn- málaflokks þar. Þegar ég gerði mér grein fyrir að skóli barnsins míns í Garðabæ hafði apað þetta eftir, sendi ég öll- um bæjarbúum bréf þar sem ég snéri Vinaleiðinni upp á kommúnisma í stað kristni og kallaði Félagaleið. Með því að nota önnur orð djáknans hans Viktors varð útkoman þessi orð „skólakommans“: Félagaleið Í starfi mínu í flokknum hef ég um- sjón með samstarfi skóla og flokks og barnastarfi flokksins í skólum. Í skól- unum hef ég fasta viðveru og sinni sósíalískri sálgæslu sem ég kalla Fé- lagaleið. Allir nemendur skólans geta nýtt sér þessa þjónustu að vild og ekki þarf leyfi foreldra til að nemandi komi í viðtal. Í byrjun skólaárs kynni ég þjónustu Félagaleiðar í öllum bekkjum. Í hverri kennslustofu er auglýsingarmiði Félagaleiðar. Á skrifstofu Félagaleiðar í skólunum eru vers úr Rauða kverinu og komm- únistaávarpið er í ramma á vegg. Auglýsingamiðar um fundartíma alls barnastarfs flokksins í kjördæminu og myndir af Lenín eru í körfu þar sem allir hafa góðan aðgang að. Þegar ég sæki nemanda í viðtal inn í bekk rétta gjarnan fleiri nemendur upp hönd til merkis um að þeir vilji koma og reyna þessa þjónustu. Þótt það sé e.t.v. af einskærri forvitni og jafnvel ósk um að sleppa úr tíma þá eru allir velkomnir í Félagaleið. Hlutverk komma í skólum:  Kommi er fulltrúi kommúnista og vinstri stefnunnar.  Kommi veitir sósíalíska sál- gæslu og stuðning.  Kommi er tengiliður milli skóla, heimila og flokks.  Kommi hefur vakninga- og bar- áttuvökur fyrir nemendur og starfs- fólk skólanna.  Kommi leiðbeinir inni í bekkj- um og ræðir við börnin um sósíal- ismann, lífið og dauðann. Með þessu móti og öðru er kommi í Félagaleið tengiliður á milli uppeldis, menntunar og stjórnmálalífs. Viktori finnst sérkennilegt að fólk fetti fingur út í svona áróður og tíund- ar hvað djákninn er vel menntaður og þjónusta hans vel liðin. En ágæti „skólakomm- ans“ eða ánægja vinstri manna í skólanum skiptir væntanlega engu máli þegar rætt er um hvort þjónusta hans á rétt á sér. Önnur réttlæting Viktors er að allflestir játi kristna trú og kennsla í kristnum fræðum sé lögboðin. En Vinaleiðin er ekki hluti af kennslu í krist- infræði. Með sömu rök- um mætti réttlæta skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í skólum landsins, ekki síst í Mosfellsbæ og Garðabæ. Þetta kallast hundalógík og er sorg- legt að sjá skólastjóra grípa til henn- ar. Þriðja réttlætingin er sú að í grunnskólalögum stendur að starf skólans skuli mótast af kristilegu sið- gæði. Þarna er eflaust átt við almennt siðgæði því margt í kristnu siðgæði getur ekki talist til eftirbreytni, næg- ir þar að nefna eilífa útskúfun, kvöl og pínu ef menn snúast ekki á sveif með Herranum á himnum, krjúpa fyrir honum og tilbiðja hann. Þrælsótti er skammaryrði í íslensku og guð- hræðsla er af sama meiði. Og þótt skólastarf eigi að mótast af almennu velsæmi, jafnvel kristilegu siðgæði, réttlætir það með engu móti að krist- in trú sé boðuð leynt og ljóst í skól- anum. Í grunnskólalögum segir nefnilega að skólinn sé fræðslustofn- un, ekki trúboðsstofnun. Í grunnskólalögum segir jafnframt að starfshættir skóla skuli vera þann- ig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna trúarbragða. Það er fyrir ofan minn skilning hvernig skólastjóri tel- ur sig virða þau lög þegar fulltrúi eins trúfélags hefur skrifstofu í skólanum. Viktor segir þó orðrétt: „Með Vina- leiðinni er ekki vegið að neinum trúarskoðunum...“ Ég fullyrði hins vegar að prestur eða djákni í skóla er argasta móðgun, yfirgangur og full- komin vanvirðing við mína afstöðu í trúmálum. Mér finnst nefnilega frá- leitt að trúa á jólasveininn á himnum, refsiglaðan, hégómagjarnan og tilætl- unarsaman. Ég hef andstyggð á föður sem sagður er horfa aðgerðalaus á þjáningar barna sinna, jafnvel stuðla að þeim, og fórnar syni sínum. Sem betur fer varðar slíkt háttalag við lög hér á jörðu niðri. Kristin trú er líka full af for- dómum, vandlætingu og fyrirlitningu á öðrum trúarbrögðum, sér í lagi á trúleysi. Það dugar hins vegar ekki að kalla þá trúlausu heimska, vonda og jafnvel réttdræpa, eins og gert er í Biblíunni, heldur er hótað að þeirra bíði eilífar kvalir, grátur og gnístran tanna. Svo voga boðberar þessa ófögnuðar sér að kalla þetta fagn- aðarerindi. Ég bendi Viktori á að það er engin furða að enginn hafi mótmælt í Mos- fellsbæ. Nærgætnin, tillitssemin og skilningurinn á lögum og mannrétt- indum virðist nefnilega vera óþarf- lega skorinn við nögl hjá þessum fáu skólastjórnendum, og sver sig þar vissulega rækilega í ætt við „kristið siðgæði“. Skólinn ætti ekki að vera vettvangur átaka í trúmálum. Hvar er menntamálaráðuneytið? Ó, Vinaleið Reynir Harðarson fjallar um Vinaleiðina og svarar grein Viktors A. Guðlaugssonar » Skólinn ætti ekki aðvera vettvangur átaka í trúmálum. Reynir Harðarson Höfundur er sálfræðingur. YFIR landið hefur gengið hrina prófkjöra til undirbúnings Al- þingiskosningum næsta vor. Á ýmsu hefur gengið, reglur eru misjafnar milli flokka og kjördæma, en um þrennt virðast flestir sammála: Að óheyrilegur kostnaður ein- stakra frambjóðenda keyrir úr hófi fram. Að einstaklingar geri talsvert af því að kjósa hjá öðrum flokkum en sínum eigin. Að nær allar útfærslur próf- kjöra séu meingallaðar og leiði oft til vandamála við uppröðun á lista. Árið 1970 fóru fram sveit- arstjórnarkosningar hérlendis. Talsverð hreyfing var þá komin á prófkjör en menn fetuðu sig var- lega á þeirri braut. Hugmynd um sameiginlegt prófkjör Í Kópavogi var starfandi nefnd á þeim tíma, kjörin af bæjarstjórn, en hún hafði það hlutverk að stýra lagningu Hafnarfjarðarvegar um Kópavog. Í nefndinni sátu fjórir menn, einn frá hverjum flokki sem átti fulltrúa í bæjarstjórn, þar á meðal við undirritaðir, Ásgeir fyr- ir Alþýðuflokk, Sigurður Grétar fyrir Alþýðubandalag. Auk þess sátu í nefndinni Björn Einarsson tæknifræðingur fyrir Framsókn- arflokk og Sigurður Helgason lög- fræðingur fyrir Sjálfstæðisflokk, en þeir eru báðir látnir. Þar kviknaði hugmynd sem varð að veruleika; að flokkarnir efndu til sameiginlegs prófkjörs sem stýrt yrði af framkvæmdanefnd sem í sætu einn fulltrúi frá hverjum flokki sem leggja ætlaði fram lista við komandi bæjarstjórnarkosn- ingar. Auk fyrrnefndra fjögurra flokka hafði sá fimmti bæst við, Félag frjálslyndra og vinstri- manna. Þannig yrði algjörlega fyr- ir það girt að hægt væri að taka þátt í prófkjöri nema hjá þeim flokki sem maður var í eða studdi, en prófkjörið væri opið öllum kjósendum í Kópavogi, jafnt flokksbundnum sem óflokks- bundnum. Allir flokkar samþykktu þetta fyrirkomulag prófkjörs og fram- kvæmdanefnd var skipuð þannig: Guðmundur Gíslason bókbindari fyrir Sjálfstæðisflokk, Salómon Einarsson framkvæmdastjóri fyrir Framsóknarflokk, Oddur A. Sig- urjónsson skólastjóri fyrir Alþýðu- flokk, Sigurður Grétar Guðmunds- son pípulagningameistari fyrir Aþýðubandalag og Guðni Jónsson kennari fyrir Félag frjálslyndra og vinstrimanna. Framkvæmda- stjórnin fékk sér til halds og trausts Árna Guðjónsson hæsta- réttarlögmann sem þá var formað- ur yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Samdar voru reglur um prófkjörið þannig hljóðandi: Kjörstaðir verða tveir, Kárs- nesskóli fyrir íbúa vestan Hafn- arfjarðarvegar, sem hafa átt heim- ilisfang þar frá 1. des. 1969, og Víghólaskóli (gagnfræðaskóli) fyr- ir íbúa austan Hafnarfjarðarvegar, sem hafa átt þar heimilisfang frá 1. des 1969. Kjörfundir standa frá kl. 9 ár- degis til kl. 9 síðdegis sunnudag- inn 8. mars 1969. Atkvæðisrétt hafa allir bæj- arbúar fæddir fyrir 31. maí 1950, heimilisfastir hér í bæ 1. desem- ber 1969. Hver kjósandi má raða á listann, sem hann óskar að hafa áhrif á, með því að merkja við 5 nöfn eða færri með raðtölunum 1., 2., 3., 4., 5., eða færa í auðar línur neðan við listann nöfn þeirra sem ekki standa á listanum, ef hann aðhyllist aðra. Ber að raða þeim á sama hátt. Seðill er ógildur ef merkt er við fleiri en einn lista. Að lokinni kosningu setur kjós- andi seðilinn í kassa merktan þeim framboðslista, sem hann hefur raðað fyrir. Kassarnir verða inni í kjörklefanum. Kosning er því al- gjörlega leynileg. Framkvæmdanefnd heitir á alla kjósendur að bregðast vel við þessu nýmæli í prófkjöri, sem nefndin telur stórt spor í lýðræð- isátt og gæti orðið, ef vel tekst til, til stóraukinna áhrifa kjósenda á val trúnaðarmanna Framkvæmdanefnd prófkjörs Allir kjósendur fengu sama kjörseðilinn og voru þar framboðs- listar allra flokka við prófkjörið en eftir að kjósandi hafði valið skildi leiðir, atkvæðaseðillinn fór í kjör- kassa viðkomandi flokks. Það er skemmst frá því að segja að þátttaka í prófkjörinu var góð og framkvæmd þess tókst mjög vel og mikill einhugur ríkti í fram- kvæmdanefndinni, enda sátu þar menn sem þekktu hver annan mætavel þótt þeir ættu ekki póli- tíska samleið. Þetta sameiginlega prófkjör varð ekki sú fyrirmynd sem hug- myndasmiðirnir vonuðust eftir þrátt fyrir að vel tækist til, en þar komu til sjónarmið þeirra manna sem vildu fremur fara þær leiðir sem nú hafa valdið hvað mestri óánægju við prófkjörin árið 2006. Niðurstaða Við, sem þessar línur ritum, teljum að tvennt liggi óyggjandi fyrir að lokinni þessari miklu próf- kjörshrinu árið 2006: Í fyrsta lagi hafa komið fram svo miklir gallar á prófkjörum að allir flokkar hljóta að skoða málið hver í sínum ranni. Það virðist sama hver tilhögunin er, hvort a) eingöngu er bundið við floksmenn, b) bundið við flokksmenn og þá sem gefa yfirlýsingu um stuðning, c) án nokkurra takmarkana um þátttöku. Talsverðrar óánægju gætir með allar þessar leiðir. Því viljum við með þessu grein- arkorni segja söguna um próf- kjörið í Kópavogi 1970, sem tókst að langflestra mati mjög vel. Sú upprifjun teljum við að eigi fullt erindi inn í umræðu dagsins um fyrirkomulag við prófkjör og heið- arlegri og lýðræðislegri þátttöku í þeim. Prófkjörið í Kópavogi 1970 Ásgeir Jóhannesson og Sigurður Grétar Guðmundsson segja frá fyrirkomulagi við prófkjör árið 1970 Ásgeir Jóhannesson »… en þar komu tilsjónarmið þeirra manna sem vildu fremur fara þær leiðir sem nú hafa valdið hvað mestri óánægju við prófkjörin árið 2006. Höfundar eru báðir fyrrverandi bæj- arfulltrúar í Kópavogi. Sigurður Grétar Guðmundsson Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.