Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.12.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  SA 8–13 m/s vestan til, annars hægari S-átt. Skýjað og súld/ rigning S- og V-lands, annars þurrt og nokkuð bjart. » 8 Heitast Kaldast 8°C -1°C SÆNSKA kvikmyndasölufyrir- tækið Nonstop Sales hefur keypt söluréttinn utan Íslands á kvik- myndinni Kaldri slóð. Myndin hefur ekki verið frumsýnd og segir Krist- inn Þórðarson, annar framleiðenda myndarinnar fyrir Sagafilm, að- standendur að vonum vera ánægða með áhuga Svíanna. Kristinn segir samninginn koma í kjölfar þess að sýnishorn úr Kaldri slóð, sem þá var enn í vinnslu, var sýnt á Haugasunds-kvikmyndahá- tíðinni í Noregi í ágúst sl. Í fram- haldinu hafi nokkur fyrirtæki sett sig í samband og lýst yfir áhuga á að kaupa söluréttinn. Nonstop Sales hafi hins vegar orðið fyrir valinu enda fari af þeim gott orð- spor auk þess sem samningar hafi verið hagstæðir. | 18 Seld Úr kvikmyndinni Kaldri slóð. Köld slóð er seld VERÐ á sjávar- afurðum hefur aldrei mælst hærra en nú skv. nýjum tölum frá Hagstofu Ís- lands. „Hér fer saman að krónan hefur gefið eftir og að verðlagið á sjávarafurðunum er yfirleitt mjög hagstætt og það skilar sér í góðu verði á sjávarafurðum til fyrirtækj- anna,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður samtaka fiskvinnslu- stöðva. Arnar segir markaðs- aðstæður vera góðar og að verð á þorski og fleiri tegundum sé mjög gott sem og verð á mjöli og lýsi. „Það má segja að árið í heild hafi verið íslenskum sjávarútvegi hag- stætt,“ segir Arnar. | 11 Afurðaverð hagstætt Arnar Sigurmundsson FLUGELDASALA á vegum björg- unarsveita um land allt fer af stað í dag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar, segir að miklar von- ir séu bundnar við söluna í ár. „Það mæddi mikið á okkar fólki dagana fyrir jól í baráttunni við veðurofsann, flóð og aðgerðir á strandstað í Hvalsnesi,“ segir Ólöf og bætir við að flugeldasalan sé helsta fjáröflunarleið björg- unarsveitanna. „Við höfum tekið það saman að á bak við hverja klukkustund í útkalli hjá okkur eru tólf vinnustundir, þannig að björgunarsveitirnar eru ekki bara að vinna meðan þær eru í útkalli,“ segir Ólöf. Flugeldasala byrjar í dag FL Group tilkynnti í gær að félagið hefði eignast 5,98% hlutafjár í banda- ríska félaginu AMR Corporation sem er stærsta flugfélag í heimi og er m.a. móðurfélag American Airlines. Heild- arfjárfesting FL Group í félaginu nemur meira en 400 milljónum Bandaríkjadala, um 28 milljörðum ís- lenskra króna, og er FL Group með þessu þriðji stærsti hluthafi í félaginu. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sagði við Morgunblaðið í gær- kvöldi að FL Group hefði byrjað að byggja upp eignastöðu í AMR Cor- poration í vetrarbyrjun og hefði smátt og smátt aukið við hlut sinn. Tilkynn- ingin í gær hefði verið send út vegna ákvæða um tilkynningaskyldu ef hlutafjáreign eins aðila verður meiri en 5%. „Við teljum að það sé margt áhuga- vert í gangi í þessum geira í Banda- ríkjunum,“ sagði Hannes. Komið væri ákveðið jafnvægi á framboð á flug- sætum og eftirspurn og því væru tekjumöguleikar félagsins spennandi. Þá hefði American Airlines líkt og flest flugfélög í Bandaríkjunum þurft að draga mjög úr rekstrarkostnaði eftir hryðjuverkin 11. september 2001 og náð verulegum árangri í þeim efn- um. Að lokum sagði hann flugfélögin hafa skilað hagnaði á þriðja ársfjórð- ungi í fyrsta skipti í langan tíma. Hjá FL Group hefðu menn fylgst náið með því sem greiningaraðilar hefðu að segja um American Airlines og mikill meirihluti mælti með kaup- um og teldi að hlutafjárverð myndi hækka. „Við teljum að þetta sé félag sem gæti átt töluvert inni.“ Þetta er í fyrsta skipti sem FL Group fjárfestir í Bandaríkjunum en Hannes sagði að félagið hefði ekki markað sér sérstaka stefnu um fjár- festingar þar. Þá sagðist hann ekki geta svarað spurningum um hvort FL myndi enn auka hlut sinn í AMR. FL Group eignast 5,98% í stærsta flugfélagi í heimi Í HNOTSKURN » AMR Corporation erstærsta flugfélag í heimi og fljúga vélar þess undir merkjum American Airlines, American Eagle og American Connection. » Félagið flýgur til meira en250 borga í yfir 40 löndum og í flota félagsins eru um 1.000 flugvélar. » Eftir kaupin eru um 25%af eignum FL Group í flug- vélaiðnaði. JÓLIN eru alls staðar, eins og sungið er um í einu jólalaganna, og þau leynast líka í Bláa lón- inu. Það brá jólalegri birtu á mæðgurnar Ragn- heiði Runólfsdóttur og Sigurjónu Magnúsdóttur, þriggja ára, sem nutu baðs og leirs í gærdag í fyrrnefndu lóni, enda vel til þess fallið að hrista af sér slenið sem óvefengjanlega fylgir hátíðum. Nú þegar vetrarsólstöður eru að baki gefast líka æ fleiri tækifæri til nauðsynlegrar útiveru. Morgunblaðið/Ómar Mæðgur í jólabirtu Bláa lónsins Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UM áramótin verða miklar breytingar á löggæslu úti um allt land, mestar þó á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum en þar verða fimm stærstu emb- ætti landsins gerð að tveimur. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk muni strax verða vart við breytingarnar. Sjálfur ætlar hann að taka virkan þátt í að efla götueftirlit lögreglu og mun fara í fyrsta göngueftirlitstúr hins nýja embættis hinn 2. janúar klukkan 13.30. Umdæmi embættisins nær til um 190.000 manns, um 63% íslensku þjóðarinnar. Hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, LRH, verð- ur lögð mikil áhersla á sýnileika lögreglu og efla hverfis- og grenndarlöggæslu. „Hvergi verður dregið úr löggæslu, það verður engin breyting fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu nema þá til batnaðar,“ segir Stefán. Fleiri í búning Ekki verður bætt við lögreglumönnum frá því sem nú er og fjármunirnir sem embættið fær eru þeir sömu og gömlu embættin þrjú, lögreglan í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hefðu fengið. Stefán segir að með því að breyta skipulagi og áherslum verði hægt að gera lögreglu sýnilegri og um leið auka getu og skilvirkni til rannsóknarstarfa. Fleiri lögreglumenn muni klæðast búningum við sín störf og þegar hafi verið ákveðið að merkja 7–8 lögreglubíla sem hingað til hafa verið ómerktir. „Bara það að fólk sjái lögreglumann á gangi eykur tilfinningu manna um að löggæsla sé á staðnum,“ segir Stefán. Það auki bæði öryggi og öryggistil- finningu hins almenna borgara. Meðal breytinga sem verða á rannsóknardeildum lögreglu er að til verður sérstök kynferðisbrota- deild sem í verða 5–6 starfsmenn. Hafa lögmenn Neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota þegar lýst yfir ánægju sinni með að þessari starfsemi hefur verið komið fyrir á einum stað. Þá verður fíkniefna- deild lögreglunnar framvegis í Hafnarfirði en hús- næði þar þykir á margan hátt hentugt. Alls munu um 450 manns starfa hjá hinu nýja embætti, þar af um 350 lögreglumenn. Á löggæslu- sviði starfa um 330 manns, þar af 150 í almennri deild, á átta svæðisstöðvum starfa samtals 56 manns, 33 verða í umferðardeild, 70 manns verða í rannsóknardeild og 23 í stoðdeildum. Á ákæru- og lögfræðisviði verða 27 starfsmenn, 68 á stjórnsýslu- og þjónustusviði og um 15 heyra undir yfirstjórn. Lögregla 63% þjóðarinnar  Átta svæðisstöðvar  Fíkniefnadeildin verður í Hafnarfirði  5–6 starfa í kynferðisbrotadeild  Áhersla á sýnileika og hverfislöggæslu  Göngueftirlit  Fleiri löggur út á | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.