Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 4

Morgunblaðið - 28.12.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGRÚN Magna Þórsteinsdóttir hlaut í gær ár- legan styrk sem veittur er úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns. Þetta er í 15. skipti sem veitt er úr sjóðnum en hann var stofnaður árið 1991 skömmu eftir að Karl lést í bílslysi við Hellisheiði. Bróðir hans, Sigurjón Sighvatsson, afhenti Sigrúnu styrkinn ásamt Hauki Guðlaugssyni, formanni úthlutunarnefnd- ar sjóðsins. Sigrún Magna er Þingeyingur, stúd- ent frá MA, og stundaði nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri og síðar hjá Herði Áskelssyni í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hún hefur starfað sem organisti í Breiðholtskirkju og Bessastaðakirkju og stundar nú nám við Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fékk styrk úr Minningarsjóði Karls ALCAN hefur sent öllum hafn- firskum heim- ilum disk með upptöku af tón- leikum Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í haust. Með disk- inum fylgir bréf þar sem fram kemur að fyrirtækið hyggist á næstu mánuðum kynna starfsemi sína með margvíslegum hætti fyrir bæjarbúum. „Við gerum okkur grein fyrir því að í aðdraganda kosninganna munu ólík sjónarmið takast á og látum í ljósi von um að þau skoðanaskipti verði málefnaleg og heilbrigður grunnur að vel ígrundaðri afstöðu bæjarbúa,“ seg- ir í bréfinu. Á heimasíðu samtakanna Sól í Straumi, sem eru þverpólitísk sam- tök gegn stækkun álversins, segir að erfitt sé að sjá hvaða mál- efnalega innlegg þessi diskur eigi að vera. Þegar Morgunblaðið innti Lúðvík Geirsson bæjarstjóra eftir við- brögðum við gjöf fyrirtækisins sagði hann að Alcan væri aðili máls- ins og það væri þess að ákveða hvernig kynningarmálum yrði hag- að. Mikilvægast væri að öll sjón- armið í málinu kæmu fram þannig að íbúar Hafnarfjarðar gætu tekið upplýsta ákvörðun þegar þar að kæmi. Aðspurður hvort hann óttaðist að aðstöðumunur milli Alcan og þeirra sem berðust gegn stækkuninni kynni að hafa áhrif á umræðuna sagðist Lúðvík ekki hafa trú á því að það hefði áhrif að sendir væru út geisladiskar eða annað slíkt. „Ég treysti íbúum bæjarins fyllilega til að taka ákvörðun sína á yfirveg- aðan hátt.“ Alcan gefur íbúum geisladisk Björgvin Halldórsson Bæjarstjóri segist treysta íbúum „VEL gengur að undirbúa við- bragðsáætlunina,“ segir Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða ohf. „Þetta býð- ur auðvitað ekki upp á sama sveigj- anleika og það þjónustustig sem við höfum lagt áherslu á að halda uppi hér,“ segir Þorgeir en tekur fram að reynt verði að hækka þjónustu- stigið eins hratt aftur og hægt er á nýju ári. Meðal þeirra breytinga sem gerð- ar verða nú um áramót er að hætt verður með flugumferðarstjórn í flugturninum á Akureyrarflugvelli en í staðinn kemur flugupplýsinga- þjónusta með sama hætti og verið hefur um langt árabil bæði á Egils- stöðum og Ísafirði. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að verið sé að þjálfa upp flugumferðarstjóra til starfa hjá Flugstoðum. Að sögn Þorgeirs er um að ræða menntaða og reynda flugumferðarstjóra sem ekki eru með virk réttindi í augnablikinu sökum þess að þeir hafi ekki starfað við stjórn flugumferðar í einhvern tíma, þar sem þeir hafi ýmist verið í stjórnunarstöðum eða þróunarverk- efnum á sviði flugumferðarmála. Búast má við verulegri skerðingu á þjónustunni Í samtali við Morgunblaðið gagn- rýndi Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), fréttaflutning af málefnum flugumferðarstjórnar að undan- förnu. Segir hann athyglisvert að flugmálastjóri hafi kosið að gera viðbragðsáætlunina sína ekki opin- bera hérlendis en skuli á sama tíma gefa í skyn að Alþjóðaflugmála- stofnun hafi samþykkt hana. „Eftir því sem ég best veit þá leggur Al- þjóðaflugmálastofnun ekki blessun sína yfir slíkar áætlanir,“ segir Loftur og bendir á að þó stofnunin geri engar athugasemdir við áætlun þá beri hún ekki ábyrgð á henni heldur íslenska ríkið. „Ef viðbragðsáætlunin er á þeim nótum sem kynnt var í Noregi ný- verið þá er ljóst að veruleg skerðing mun verða á flugumferðarstjórn- inni,“ segir Loftur og telur ljóst að flugfarþegar sem og flugfélög muni með áþreifanlegum hætti verða vör við það í formi seinkana á flugi þrátt fyrir yfirlýsingar flugmála- stjóra um annað. Bendir hann á að haldist það breytta þjónustustig, sem kynnt hefur verið að taki gildi um næstu áramót, út árið 2007, þá megi gera ráð fyrir að það þýði aukakostnað fyrir flugfélögin upp á a.m.k. 5 milljarða króna á ársgrund- velli. Bendir Loftur á að fjöldi þeirra flugvéla sem koma megi inn á íslenska flugumferðarstjórnar- svæðið haldist í beinu hlutfalli við fjölda flugumferðarstjóra á vakt. Áætlunin á ábyrgð íslenska ríkisins Breytt þjónustustig getur þýtt milljarðakostnað fyrir flugfélögin Þorgeir Pálsson Loftur Jóhannsson ALLIR starfsmenn Norðuráls, sem eru um 400 talsins, munu eftir áramótin gangast undir lyfjapróf og hefur fyrirtækið jafnframt ákveðið að framvegis verði slík próf framkvæmd reglulega og verði tilviljun látin ráða því hvaða starfsmenn gangast undir prófið hverju sinni. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs, hjá Norðuráli. Ragnar segir að á kynningarfundi um málið í fyr- irtækinu hafi sú hugmynd komið fram hjá hópi starfsmanna að allir yrðu settir í lyfjapróf. „Það var ákveðið af hálfu fyrirtækisins að verða við þeirri ósk,“ segir Ragnar. Í framhaldinu hafi verið rætt við fleiri starfsmenn og virðist almenn ánægja vera meðal þeirra með prófin. Í lögum um persónuvernd er ekkert sem bannar að fyrirtæki láti framkvæma lyfjapróf á starfs- fólki sínu en þar eru gerðar kröfur um að málefnalegur tilgangur búi að baki söfnun viðkvæmra per- sónuupplýsinga. Ragnar segir að hingað til hafi enginn starfsmaður Norðuráls ver- ið staðinn að neyslu ólöglegra lyfja við störf sín hjá fyrirtækinu. Hins vegar sé ljóst að neyti fólk slíkra efna sé það bæði hættulegt sjálfu sér og öðrum. Hjá Norðuráli sé starfsfólk oft að meðhöndla heit- an málm og stór tæki og fari eitt- hvað úrskeiðis liggi mikið við. Munnvatnssýni tekin „Þetta er liður í því að skapa mönnum eins gott starfsöryggi eins og hægt er,“ segir Ragnar um hin fyrirhuguðu lyfjapróf. Ragnar segir að vegna prófanna hafi Norðurál fengið til liðs við sig fyrirtækið InPro, en það starfar meðal annars á sviði heilsu- og vinnuverndar. Prófin verði fram- kvæmd þannig að munnvatnssýni starfsmanna verði rannsökuð. Allir starfsmenn Norðuráls í lyfjapróf Morgunblaðið/Ómar JÓN Bjarnason, fulltrúi VG í sam- göngunefnd Alþingis, óskaði í gær eftir því að boðað yrði til fundar í nefndinni vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem hann segir að upp komi í flugleiðsögn og flugumferðarstjórn í landinu um næstu áramót. Hjá Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, feng- ust þær upplýsingar að hann hefði þegar boðað það að fundað yrði næst í nefndinni í annarri viku jan- úarmánaðar. Spurður hvort til greina kæmi að kalla nefndina sam- an fyrr segir hann ekki enn búið að taka afstöðu til þess, en ákvörðun um það verði tekin í dag. Í bréfi sínu óskar Jón eftir því að nefndin kanni hvað Alþingi geti gert til að leysa deilu samgöngu- ráðherra við flugumferðarstjóra. Aðspurður segir Guðmundur sjálf- sagt að málið sé rætt í nefndinni, enda var það samgöngunefnd sem á sínum tíma fjallaði um laga- frumvarpið, þar sem kveðið er á um hlutafélagavæðingu flugumferð- arstjórnar hérlendis, þegar það var í vinnslu Alþingis. Bendir hann á að framhald málsins sé hins vegar núna í höndum ríkisstjórnar, sem hafi umsjón með því að útfæra lögin sem sett hafa verið. Vill fá fund í samgöngu- nefnd SÍMAFYRIRTÆKIÐ Vodafone sendi í gær frá sér afsökunarbeiðni þar sem það er harmað að SMS-jóla- kveðja frá Domino’s Pizza hafi borist viðskiptavinum fyrirtækisins á að- fangadagskvöld. Skeytin hafi átt að berast í GSM-síma viðskiptavina milli klukkan 10 og 14 á aðfangadag en vegna álags í kerfi Vodafone hafi hluti þeirra fengið jólakveðjuna um kvöldið. „Markmiðið með sendingum Dom- ino’s var fyrst og fremst að óska við- skiptavinum gleðilegra jóla og ekki ætlunin að senda þeim skeytið eftir að jólahátíðin var gengin í garð,“ segir í tilkynningu Vodafone. Vodafone biðst afsök- unar á SMS ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.