Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG HVET alla sem hafa fengið gjafir sem þeir ætla sér að skila til að gera það sem allra fyrst. Komist fólk einhverra hluta vegna ekki í búðirnar strax ætti það engu að síður að setja sig sem fyrst í samband við viðkomandi verslun símleiðis og semja um skil eða skipti,“ segir Sesselja Ásgeirs- dóttir, fulltrúi í kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna. Bendir hún á að þar sem útsölur hefjist sífellt fyrr sé betra að huga að skilum og skiptum sem fyrst eftir jólin. Fjöldi fyrirspurna berst ár hvert á þessum tíma Aðspurð segir Sesselja samtök- unum berast fjöldi fyrirspurna á þessum árstíma um hvaða viðmið gildi við skil og skipti á vörum, en nokkuð misjafnt getur reynst milli verslana hvernig staðið er að þeim málum. Segir hún nokkurn fjölda verslana tileinka sér verklags- reglur sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið setti í ársbyrjun 2001 í samvinnu við Neytenda- samtökin, Alþýðusambandið (ASÍ) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Inneignarnótur miðast við upprunalegt verð vöru Að sögn Sesselju er í þeim verklagsreglum kveðið á um að viðskiptavinir hafi 14 daga til þess að skila ógallaðri vöru frá afhend- ingu gegn framvísun kassakvitt- unar. Ef um jólagjafir er að ræða geta þær hafa verið keyptar allt frá byrjun aðventunnar, en Sess- elja segir venjuna að miða við 24. desember, þ.e. daginn þegar gjaf- irnar eru gefnar. Miðað við það hefur fólk tímann fram til 7. jan- úar til þess að skipta eða skila gjöfum. Vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil. Að sögn Sesselju skulu inneign- arnótur miðast við upprunalegt verð vöru. Tekur hún fram að það geti stundum verið vandamál að sanna hvenær vara var keypt, sér- lega ef nokkuð sé liðið á jan- úarmánuð og enginn skilarétt- armiði hafi fylgt. Aðspurð segir Sesselja inneign- arnótur aldrei gilda skemur en eitt ár í þeim verslunum sem til- einki sér verklagsreglur samtak- anna. Sé ekkert kveðið á um gild- istíma gildi nótan í fjögur ár. Að sögn Sesselju er nokkuð misjafnt milli búða hvort inneignarnótur gildi á útsölum. Bendir hún á að samkvæmt fyrrgreindum skila- réttarreglum gildi inneignarnóta á útsölu fjórtán dögum eftir að hún var gefin út. Þess má að lokum geta að á vef Neytendasamtakanna, á slóðinni: www.ns.is/skilarettur/, er að finna lista yfir þær verslanir sem fylgja skilaréttarreglum Neytenda- samtakanna. Að sögn Sesselju er listinn ekki tæmandi þar sem ein- hverjar verslanir fylgi reglunum án þess að hafa tilkynnt það sér- staklega til samtakanna. Nú þegar útsölur eru að bresta á velta margir fyrir sér hvenær best sé að skila og skipta jólagjöfunum Morgunblaðið/G. Rúnar Bókaskil Fjöldi fólks var mættur í bókabúð Máls og menningar í gær til þess að skipta jólabókunum. Hvetur fólk til að draga það ekki að skipta Í HNOTSKURN »Réttur til að skila ógall-aðri vöru er 14 dagar frá afhendingu samkvæmt verk- lagsreglum sem margar versl- anir fara eftir. » Inneignarnótur skulu mið-ast við upprunalegt verð vöru. ÚTSÖLUR hefjast sífellt fyrr eftir jólin. Í gær hófust t.d. útsala bæði hjá Ikea og Dressmann og í dag hefst útsalan í Debenhams. Að sögn Birtu Flókadóttur, markaðsstjóra Kringl- unnar, byrjar útsalan þar formlega 4. janúar en eitthvað er um að nokkrar verslanir hefji sínar útsölur þegar 2. janúar. Hjá Theódóru Þorsteinsdóttur, markaðs- stjóra Smáralindar, fengust þær upplýsingar að þar hefjist útsalan formlega 2. janúar. Að- eins örfáar verslanir hefji sínar útsölur fyrr, þ.e. Dressmann sem hóf sína útsölu í gær, Debenhams sem byrjar sína útsölu í dag, auk þess sem Theódóra segir að allar líkur séu á að Hagkaup hefji sína útsölu strax á þessu ári. Að sögn Theódóru segir hún þróunina er- lendis vera á þá leið að útsölur hefjast sífellt fyrr og víða þekkist það að fataverslanir hefji útsölur sínar fyrir jól. Segir hún þess ábyggi- lega ekki langt að bíða að verslanir hérlendis fari að dæmi verslana erlendis. Bendir hún á að nú þegar sé komin sú venja á hérlendis að jólavörur séu seldar með allt að 40% afslætti síðustu daga fyrir jól. Morgunblaðið/Ómar Kostakjör Útsölurnar fara senn að bresta á en útsala hófst í verslunum Dressmann í gær. Útsölurnar hafnar í einstaka búðum EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra hefur úthlutað níu styrkjum samtals að upphæð 25 millj- ónir króna úr samkeppnisdeild Verk- efnasjóðs sjávarútvegsins. Þetta er í samræmi við tillögur stjórnar deildarinnar. Jakob K. Krist- jánsson, formaður hennar, segir að mun fleiri umsóknir hafi borist en bjartsýnustu menn hafi gert ráð fyrir, eða þrjátíu og þrjár og sótt hafi verið um 117,5 milljónir króna. „Stjórnin, með aðstoð utanaðkom- andi sérfræðinga í sumum tilfellum, mat tólf stærri verkefni og þrjú smærri afburðagóð. Ekki var unnt að leggja til að veittur yrði styrkur til þeirra allra og við endanlega for- gangsröðun urðu því sex stór og þrjú minni fyrir valinu.“ Stjórnin lagði til að allar umsóknir í stærri flokki yrðu skertar um 20% og í sumum tilfellum meira. „Sjónarmið stjórnarinnar er að þar sé um málefnalegan niðurskurð að ræða sem komi ekki í veg fyrir að mikilvægustu hlutar verkefnanna verði framkvæmdir, þó að í sumum tilvikum vinnist þau hægar en stefnt var að. Stjórnin telur að það sé mikils- vert sjónarmið að geta styrkt fleiri verkefni í ljósi þeirrar miklu sóknar og fjölda afburðagóðra verkefna sem nú var sótt um styrk til. Fjöldi góðra umsókna var a.m.k. tvöfalt meiri en hægt var að styrkja og því ljóst að mikil þörf er fyrir fjármagn til rann- sókna á þessu sviði,“ segir Jakob K. Kristjánsson. „Niðurstaðan úr þessu umsóknar- ferli sýnir svo ekki verður um villst og kom ekki á óvart, að mikill fjöldi frá- bærs vísindafólks með góðar hug- myndir um rannsókna- og nýsköpun- arverkefni á sviði sjávarrannsókna starfar nú víðs vegar um landið. Stjórnin er sammála um að með þessu ferli hafi öll helstu markmið náðst sem sett voru fram við tilurð deildar Verkefnasjóðs sjávarútvegs- ins um sjávarrannsóknir á samkeppn- issviði,“ segir meðal annars í frétt um úthlutunina. Stjórn deildarinnar skipa dr. Jakob K. Kristjánsson formaður, Rannveig Björnsdóttir og Kristján G. Jóakims- son. Úthlutað 25 milljón- um til rannsókna Sex stór verkefni í sjávarútvegi og þrjú smærri voru styrkt en sótt var um styrki að upphæð 117,5 milljóna króna Í HNOTSKURN » Umsóknir voru þrjátíu ogþrjár og sótt var um 117,5 milljónir króna. » Stjórnin lagði til að allarumsóknir í stærri flokki yrðu skertar um 20% og í sum- um tilfellum meira. » Góðar umsóknir vorua.m.k. tvöfalt fleiri en hægt var að styrkja. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.