Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON), kt. 610269-5089, hefur birt lýsingar vegna skráningar skuldabréfa félagsins í Kauphöll Íslands og gert aðgengilegar almenn- ingi frá og með 28. desember 2006. Eftirfarandi skuldabréfaflokkar hafa verið gefnir út: Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 3.000.000.000 var gefinn út þann 1.mars 2006 og er auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands SPR 06 1 og verða skuldabréfin skráð í Kauphöll Íslands þann 28. desember 2006. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í febrúar 2006, 249,5 stig en bera ekki vexti . Höfuðstóll skuldabréfanna skal greiðast allur í einu lagi þann 1. mars 2011. Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 3.000.000.000 var gefinn út þann 15. ágúst 2006 er auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands SPR 06 3 og verða bréfin skráð í Kauphöll Íslands þann 28. desember 2006. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í júlí 2006, 263,1 stig. Skuldabréfin eru gefin út til 5 ára og greiðist verðbættur höfuð stóll skuldarinnar með fimm jöfnum afborgunum, einu sinni á ári, fyrst 15. ágúst 2007 og síðast 15. ágúst 2011. Skuldabréfin bera 5,3% fasta vexti. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Útgefandalýsingu er hægt að nálgast hjá útgefanda, SPRON, Ármúla 13a, 108 Reykja- vík og á vefsetri útgefanda http:\\www.spron.is Verðbréfalýsingar er hægt að nálgast hjá útgefanda, SPRON, Ármúla 13a, 108 Reykja- vík og á vefsetri Kauphallar Íslands http:\\news.icex.is. Útgefandalýsingu og verðbréfalýsingar má nálgast á prentuðu formi hjá SPRON, Ár- múla 13a, 108 Reykjavík innan 12 mánaða frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Umsjónaraðili skráningarinnar í Kauphöll Íslands hf. er SPRON Verðbréf hf. 28.desember 2006. SPRON Verðbréf hf. TÓNLEIKAR til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna fara fram í Há- skólabíói í kvöld. Uppselt er á tónleikana sem eru nú haldnir áttunda árið í röð. Allir þeir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína, auk þess sem Há- skólabíó leggur frítt til hús- næðið. Þeir tónlistarmenn sem koma fram í kvöld eru: Sálin, Gospelkór Reykjavíkur, Bubbi Morthens, Paparnir, Skítamórall, Á móti sól, Páll Óskar, Garðar Thór Cortes, Jónsi, Stebbi og Eyvi, Birgitta Haukdal, Nylon, Snorri, Ingó og Bríet Sunna. Tónleikar Spila til styrktar veikum börnum Sálin og Gospelkór Reykjavíkur. SÆUNN Þorsteinsdóttir selló- leikari hefur vakið gríðarlega athygli fyrir leik sinn erlendis á undanförnum árum, en hún hefur búið í Bandaríkjunum frá sjö ára aldri. Í kvöld kl. 20.30 fá Íslendingar loks að heyra í Sæunni, en þá hefjast tónleikar hennar í Laugarborg í Eyjafirði. Sæunn hefur unnið til verðlauna eða sigrað í hverri einleikarakeppninni á fætur annarri og þykir afburða hljóðfæraleikari. Á tón- leikunum í Laugarborg leikur hún Svítu nr. 3 eftir Bach, Per Slava eftir Penderecki og Sónötu ópus 8 eftir Zoltán Kodály. Sæunn er 22 ára. Frumraun á Íslandi Bráðefnilegur sell- isti í Laugarborg Sæunn Þorsteinsdóttir KAMMERSVEITIN Aþena heldur sína fyrstu tónleika undir sínu gríska nafni í Nes- kirkju í dag kl. 17. Sveitin er þó ekki ný af nálinni og hljóðfæra- leikararnir, sem flestir eru fastráðnir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, hafa leikið saman lengi. Á efnisskrá eru verk eft- ir Rossini, Bach og Mozart. Sérstakir gestir Aþenu á tón- leikunum eru Freyr Sig- urjónsson flautuleikari og Daniel Carranza gít- arleikari sem báðir búa og starfa í Bilbao á Spáni. Freyr hefur starfað sem fyrsti flautuleikari í Sin- fóníuhljómsveit Bilbao frá 1982. Tónleikar Aþena kveður sér hljóðs í Neskirkju Nokkrir félagar Aþenu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hefur verið fjallað um stefnu Reykjavíkurborgar um veggjakrot. Þar er allt veggja- krot bannað og viðurlögum beitt gegn þeim sem það stunda. Graffiti- listamenn eru að reyna að fá því breytt og stuðla að bættri graffiti- menningu í borginni. Í nágranna- sveitarfélagi Reykjavíkurborgar, Hafnarfirði, hefur verið tekið á veggjakroti á jákvæðan hátt og hefur það skilað sér í minna kroti. „Síðastliðin sumur hef ég unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ í æskulýðs- starfi sem gengur undir nafninu tóm- stund. Þetta er sumarstaf uppfullt af vikulöngum námskeiðum fyrir 11 og 12 ára krakka. Þar er haldið graffiti- námskeið sem hefur alltaf verið lang- vinsælasta námskeiðið,“ segir Freyr Árnason, ungur graffiti-listamaður í Hafnarfirði, sem hefur verið einn af kennurunum á þessum graffiti- námskeiðum og fór sjálfur á slíkt námskeið á sínum tíma. Fóru að gera flottar myndir „Við kennum undirstöðuatriðin í graffiti og hvetjum þau til þess að mála flott verk á löglegum stöðum í stað þess að fara út að krota. Ég hef séð hvernig þeir sem voru byrjaðir að krota áður en þeir mættu á nám- skeiðið hættu því eftir það og fóru að gera flottar myndir á viðeigandi stöð- um.“ Freyr er á því að svona námskeið hafi jákvæð áhrif og beini þeim sem hafi áhuga á graffiti á rétta braut. Hann segir samstarfið á milli Hafn- arfjarðarbæjar og unglinganna skila sér og fleiri sveitafélög ættu að taka það til fyrirmyndar. „Það hefur góð áhrif að bæj- arfélagið sjálft stillir upp fyrirmynd- unum og setur leikreglurnar að ein- hverju leyti. Ef menn fá ekki staði til að mála á þá fara þeir bara eitthvað og krota. Það er betra að vera í sam- starfi en baráttu og svo þarf líka að aðgreina hvað er krass og hvað er list. Reykjavíkurborg er að skemma fyrir sjálfri sér með þessum ströngu reglum, enda sést það á því að það hefur aldrei verið jafn mikið af gaur- um þar sem eru bara að krota. Ég held að besta ráðið sé að fara með fyrirlestra í félagsmiðstöðvar. Það þýðir mjög mikið fyrir 13 og 14 ára krakka sem eru að graffa að sjá fyrirmyndir sínar í graffi tala um að það að fara út og krota sé ekki mál- ið.“ Veggjakrot minnkað Ástráður Sigurðsson, verkstjóri í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, seg- ir veggjakrotið þar í bæ fara minnk- andi. „Ég er búinn að vera í þessu starfi í fimmtán ár og á undanförnum árum er minna af svona kroti hingað og þangað, t.d. eru strætóbiðskýli nú nánast látin í friði. Í heildina marka ég það að þetta sé að minnka og það er meiri list í krotinu en áður og minni sóðaskapur. Bæjaryfirvöld hafa gefið skólunum leyfi til að skreyta ákveðna veggi og það hefur mælst mjög vel fyrir, það er margt fallegt af þessu veggjakroti þó við köllum þetta nú krot,“ segir Ástráður. „Samstarf bæjarins og unglinganna er að skila árangri og umgengni um veggi, biðskýli og bekki hefur skánað. Það hafa reynd- ar líka orðið þónokkrar breytingar í þjóðfélaginu, maður sér miklu minna af krökkum vera á flakki en áður, þau sitja orðið heima í tölvum í staðinn fyrir að krota á veggi.“ Hafnarfjarðarbær heldur sumarnámskeið í graffiti fyrir unglinga Meiri list í krotinu Í HNOTSKURN »ÍTH heldur nokkurvikulöng graffiti- námskeið á hverju sumri þar sem krökkum er kennt að krota ekki. »Verkstjóri hjá Þjónustu-miðstöð Hafnarfjarðar segir meiri list í krotinu en áður og minni sóðaskap. „EF MENN fá ekki staði til að mála á fara þeir bara eitthvað og krota. Það er betra að vera í samstarfi en baráttu og svo þarf líka að aðgreina hvað er krass og hvað er list,“ segir Freyr Árnason, ungur graffiti-listamaður í Hafnarfirði. Graffiti-listaverk FYRSTI keisarinn, ný ópera eftir amerísk-kínverska tónskáldið Tan Dun, fær slaka dóma, en óperan var frumsýnd í Metropolitan- óperunni í New York á fimmtu- dagskvöldið, með Placido Domingo í aðal- hlutverki. Anthony Tommasini gagnrýnandi New York Times og International Herald Tribune lofar hljómsveit- arpartinn og kóratriði, en segir söngatriðin of löng og allt of hæg- fara. Tommasini hrósar Domingo fyrir áræðið, að hafa tekist á hendur að læra og skapa nýtt hlut- verk, 66 ára gamall, en það hefur hann ekki gert áður á 38 ára ferli við Metropolitan. Tommasini segir að Domingo hafi þó greinilega átt í góðu sambandi við hvíslara Met- ropolitanóperunnar á frumsýning- unni, og augljóst hafi verið að hlutverkið hafi verið honum snúið og erfitt. Mestanpart hafi hann þó sungið af krafti og með þeirri fág- un sem alla tíð hafi einkennt stjörnusöng hans. Tan Dun samdi hlutverkið fyrir Domingo. Tan Dun semur fyrir Domingo Óperan Fyrsti keis- arinn fær slaka dóma Domingo í Fyrsta keisaranum. „ER þetta ekki enn eitt dæmið um menningarlega forheimskun sem leiðir til lélegra útvarps?“ spurði breski þingmaðurinn Michael Fall- on í þingumræðu um umdeilda ákvörðun Breska útvarpsins, BBC, að draga verulega úr tónleika- útsendingum á BBC3, en lifandi tónlistarflutningur hefur verið einn af hornsteinunum í dagskrá henn- ar. Forsvarsmenn BBC3 hafa sagt að ekki verði dregið úr lifandi tón- listarflutningi á rásinni, þótt tón- leikaupptökum fækki. Hins vegar er útsendingarleyfi BBC3 háð því að 50% tónlistar sem þar heyrist sé í lifandi flutningi eða sérstaklega hljóðrituðum tónlistardagskrám. Alls verður rásin lögum samkvæmt að senda út minnsta kosti 500 tón- listardagskrár af þeim toga á ári. Dagskrá BBC 3 rædd á þingi LEIKSÝNINGIN 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson í uppsetningu leikhópsins Frú Emilíu er til sýn- ingar á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni „Midwinter Night’s Dream“ sem Borgarleikhúsið í Tallinn í Eistlandi heldur 27. desember til 1. janúar 2007. Leiklistarhátíðin er nú haldin í fjórða sinn og að þessu sinni er því fagnað að hundrað ár eru liðin frá stofnun Borgarleikhússins í Tallinn. 100 ára hús er sýnt tvisvar sinnum á hátíðinni, í dag og á morgun, á einu leiksviða Borgarleikhússins í Tallinn. Leikhúsið Frú Emilía frumsýndi verkið í apríl síðastliðnum í gömlu hersjúkratjaldi á Ylströndinni í Nauthólsvík. Útsendari hátíðarinnar kom hing- að til lands til að sjá sýninguna og bauð leikhúsinu í kjölfarið á áð- urnefnda leiklistarhátíð. Heimsfrægir leikhúsmenn hafa gist leiklistarhátíð þessa og má þar nefna leikstjórana Frank Castorf frá Þýskalandi, Anatoly Vassilyev og Kamas Ginkas frá Rússlandi og þannig er einnig að þessu sinni og eru námskeið og ráðstefnur haldnar með gestum hátíðarinnar. Leikritið 100 ára hús fjallar um þrjár manneskjur sem komið hefur verið fyrir í herbergi á elliheimili. Allar þjást þær af elliglöpum á mis- háu stigi. Verkið lýsir degi eða nótt í lífi þessa fólks og samskiptum þeirra þar sem þau berjast fyrir því að halda í reisn sína og minningar í heimi sem er hægt og hægt að verða þeim framandi staður. Frú Emilíu boðið á alþjóðlega leiklistarhátíð í Tallinn Sviðið 100 ára hús var sýnt í gömlu hersjúkratjaldi í Nauthólsvík. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.