Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÝNILEG OG AÐGENGILEG LÖGREGLA Greinilegt er að í skipulagi ogstarfsháttum hins nýja lög-regluliðs höfuðborgarsvæðis- ins, sem tekur til starfa um áramót, er ekki eingöngu leitað leiða til hag- ræðingar heldur er með margvísleg- um hætti komið til móts við gagnrýni og ábendingar um störf lögreglunnar á undanförnum árum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir frá því í Morgunblaðinu í gær að almenningur í borginni muni strax eftir áramótin taka eftir aukinni sýnilegri löggæzlu á umferðaræðum og í íbúðarhverfum. Þá verði göngueftirlit stóreflt og lög- reglumenn fara reglulega fótgang- andi í eftirlitsferðir út frá öllum lög- reglustöðvunum átta á höfuð- borgarsvæðinu. Þessu nær hið nýja lögregluembætti m.a. fram með því að koma fleiri lögreglumönnum í bún- ing, frá skrifborðinu inni á lögreglu- stöð og út á göturnar. Þar sýnir hag- ræðingin við sameiningu lögreglu- embættanna kosti sína. Nýi lögreglustjórinn nefnir rétti- lega að rannsóknir sýni að sýnileg löggæzla dragi úr afbrotum. Það þarf í raun engar rannsóknir til; ætla verður að það dragi úr t.d. innbrotum og veggjakroti ef brotamenn geta átt von á því að lögreglan eigi leið hjá. Undanfarin ár hefur það verið svo í stórum hlutum borgarinnar, að ganga hefur mátt að því vísu að lög- reglan léti ekki sjá sig þar nema hringt væri í hana. Nýr lögreglustjóri boðar aukið sýnilegt eftirlit í miðborg Reykjavík- ur. Það er löngu tímabært. Eins og staðan er nú, forðast hinn almenni borgari miðborgina eftir að dimmt er orðið og mörgum er ekki rótt þar í dagsbirtu heldur. Það skiptir miklu máli fyrir borgarlífið að þetta breyt- ist. Stefán Eiríksson stefnir ljóslega að því að gera lögregluna aðgengilegri fyrir hinn almenna borgara. Þannig á að stórbæta vef embættisins og setja þar inn upplýsingar um þróun af- brota í einstökum hverfum. Fólk get- ur einnig fengið slíkar upplýsingar í tölvupósti og auðvelt verður að koma ábendingum til lögreglu í gegnum vefinn. Lögreglustjórinn kallar raun- ar sérstaklega eftir því að fólk sé duglegt að koma ábendingum til lög- reglunnar. Þetta skiptir miklu, og þá ekki síður að fólk fái á tilfinninguna að ábendingum þess sé fylgt eftir, því að margir hafa fengið á tilfinninguna að lögreglunni finnist þeir vera að sóa tíma hennar með því að benda á smá- vægileg afbrot af ýmsu tagi. En flest- ir afbrotamenn byrja smátt og færa sig svo upp á skaftið. Ákvörðun lögreglunnar um að setja á stofn sérstaka kynferðis- brotadeild innan rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins er rétt. Stefán Eiríksson segir að með henni sé einnig verið að bregðast við gagnrýni á lögregluna. Rannsóknum kynferðisbrotamála hefur raunar verið einna bezt sinnt hjá lögreglunni í Reykjavík á undanförnum árum. En það má gera enn betur og í stofnun deildarinnar felst auðvitað yfirlýsing um að kynferðisbrotamenn verði ekki látnir sleppa auðveldlega. Á heildina litið virðast þær áherzl- ur, sem nýr lögreglustjóri kynnir, boða gott. Mikilvægt er að við þróun hins nýja embættis verði það áfram móttækilegt fyrir sjónarmiðum borg- aranna, sem það á að þjóna. MENGUNARSLYS OG VIÐBÚNAÐUR Flutningaskipið Wilson Muugaliggur hálfafkáralegt í fjörunni við Hvalsnes. Talið er að um 100 tonn af olíu séu í skipinu og var í gær unnið að því að dæla henni frá borði. Björg- unarmenn hafa unnið gott starf við Wilson Muuga en þeir hafa einnig þurft á heppni að halda til að koma í veg fyrir að mengunarslys hlytist af. Þrátt fyrir óveðurshaminn liðaðist flutningaskipið ekki í sundur. Olíu- brák, sem sást við skipið, reyndist sem betur fer ekki vera vísbending um alvarlegan leka. Í tilfellum sem þessum vinnur tíminn ekki með björgunarmönnum og það má ekki gleyma því að strand flutningaskips- ins er aðeins smáræði miðað við það sem gæti gerst ef ofurflutningaskip með fullfermi af olíu strandaði við Ís- landsstrendur. Stórfelldur olíuleki skapar mikla umhverfisvá. Menn supu lengi seyðið af umhverfisslysunum, sem urðu þeg- ar olíuflutningaskipið Exxon Valdez strandaði við strendur Alaska 1989 og 41 þúsund tonn af olíu fór í sjóinn og 13 þúsund tonn af olíu láku úr flutningaskipinu Eriku við Atlants- hafsstrendur Frakklands 1999. Sérfræðingar segja að verði olíu- leki í hafi sé við ákjósanlegar aðstæð- ur í mesta lagi hægt að hreinsa beint upp 15 til 20% af því sem fer í sjóinn. Mikla vinnu kostar að hreinsa upp strendur og ekki er hægt að hreinsa olíuna sem sekkur í hafið. Búast má við að það taki sex til tólf mánuði fyrir mengunina að dreifast og hverfa en þá er ekki tekið tillit til þess usla sem hún veldur í fæðukeðjunni. Öryggi í flutningum í hafinu um- hverfis Ísland er lykilatriði. Á næstu árum og áratugum má búast við að flutningar á olíu og gasi aukist jafnt og þétt á siglingaleiðum umhverfis Ísland. Á Íslandi þarf að vera fyrir hendi viðbúnaður svo að hægt verði að bregðast þegar við til að takmarka skaðann af olíuleka eins og hægt er. Stórfelldur olíuleki eyðileggur ekki aðeins umhverfið, hann eyðileggur einnig markaði og reynsla sjómanna, sem misstu lífsviðurværi sitt þegar Exxon Valdez strandaði sýnir að bæt- ur eru ekki auðsóttar. Réttarhöld standa enn yfir 18 árum síðar. Björgunarmenn hafa unnið gott starf frá því að Wilson Muuga strand- aði 19. desember. Næsta slys gæti hins vegar orðið stærra í sniðum og erfiðara viðfangs. Eru Íslendingar undir það búnir að takast á við þær aðstæður? Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Repúblikaninn GeraldFord, fyrrverandi forsetiBandaríkjanna, lést ífyrradag í hárri elli eftir að hafa verið við slæma heilsu árum saman. Hann varð eini Bandaríkja- maðurinn í sögunni til að setjast á forsetastól án þess að hafa nokkru sinni fengið umboð kjósenda þegar hann sem varaforseti tók við emb- ættinu af Richard Nixon sem varð eini forseti landsins fyrr og síðar til að segja af sér embætti. Aðdragandi afsagnarinnar var innbrot kosningastarfsmanna Nix- ons í höfuðstöðvar demókrata í Washington fyrir forsetakosning- arnar 1972. Nixon vissi ekki af inn- brotinu en upptökur af samtölum hans við aðstoðarmenn leiddu í ljós að hann hafði reynt að leyna því. Ford var 93 ára og 122 daga gam- all þegar hann lést og varð þar með langlífasti forseti landsins en dán- arorsök hefur ekki verið gefin upp. Hann hafði hugsað sér að láta af starfi sínu sem leiðtogi minnihluta repúblikana í fulltrúadeildinni en komst þess í stað í eldlínu banda- rískra stjórnmála þegar Nixon skip- aði hann varaforseta 1973 – eftir 28 ára langan þingferil – í kjölfar þess, að Spiro T. Agnew sagði af sér emb- ætti vegna víðfeðms mútuhneykslis. Umdeildasta ákvörðun Fords var án efa sú þegar hann náðaði Nixon hinn 8. september 1974 eftir aðild hans að Watergatehneykslinu, með þeim orðum að hann vildi ljúka mál- inu fyrir fullt og allt. Bandaríska þjóðin var mjög klof- in í afstöðu sinni til þessarar ákvörð- unar og ekki minnkaði ólgan þegar hann sást leika golf eins og ekkert hefði í skorist sama eftirmiðdag og létu reiðir kjósendur skoðun sína í ljós við starfsfólk Hvíta hússins sem hafði í nógu að snúast við að taka á móti þúsundum mótmælabréfa. Blaðafulltrúinn sagði af sér Jerald F. terHorst, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér vegna náðunarinnar, taldi ótækt að verja fullkomna náðun fyrir Nixon „en að- eins takmarkaða náðun fyrir unga menn sem hefðu flúið til Kanada til að komast hjá herskyldu í Víet- nam“. Margir þingmenn úr röðum demókrata og repúblikana voru einnig ósáttir og töldu að Ford hefði átt að láta réttvísina hafa sinn gang og bíða þangað til Nixon hefði verið ákærður eins og aðrir borgarar. Afstaðan til náðunarinnar hefur sumpart breyst og hafa margir sem þá voru henni andsnúnir skipt um skoðun og talið hana verið rétta á stormasömum tímum, meðal þeirra demókratinn og öldungadeildar- þingmaðurinn Edward Kennedy. Um hálfu ári eftir náðunina, í apr- íl 1975, lauk Víetnamstríðinu þegar Saigon féll í hendur kommúnistum. Mánuðirnir á undan höfðu reynst Ford erfiðir, repúblikanar komu illa út úr þingkosningunum í nóvember 1974 og meirihluti demókrata í báð- um deildum þýddi, að hann átti erf- itt um vik að glíma við orku vinnuleysi og verðbólgu. Hann beitti neitunarvald um á fyrsta ári sínu í embæ var þá lævi blandið í Washi eins og nærri má geta. Hen inger var utanríkisráðherra ar hans sem lagði, líkt og N stjórnin, áherslu á svokalla unarstefnu gegn Sovétríkju sem afvopnunarviðræður st anna í kjarnorkumálum á n áratugnum voru beint fram Ford sætti harðri gagnrý að skrifa undir Helsinki-sam ingana árið 1975 og höfðu s flokksmenn hans jafnt sem stæðingar á orði með þeim hann samþykkt landamæri eins og þau mörkuðust eftir ingu álfunnar við lok síðari styrjaldar. Forsetinn sem átti að lægja öldurnar Varamaðurinn Varaforseti úarmánuði 1974. Til tals ko Í HNOTSKURN »Tvívegis var reynt aráða Ford af dögum voru konur að verki í bæ skiptin. »Sigur Carters 1976 afar naumur, 23.000 kvæða sveifla í Ohio og Wisconsin hefði dugað F Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Alþingi samþykkti frumvarp umlækkun tekjuskatts frá og með1. janúar nk., en þá mun skatt-hlutfallið lækka um eitt pró- sentustig, úr 36,72% í 35,72%. Tekju- skatturinn skiptist í skatt til ríkisins, 22,75%, og útsvar til sveitarfélaga, en vegið meðaltal útsvars verður óbreytt á komandi ári, 12,97%. Flest sveitarfélög verða eftir sem áður með hámarksútsvar, 13,03%. Álögur ríkisins lækka einnig með breytingum á persónuafslætti. Persónu- afslátturinn hefur verið 348.348 þúsund kr. á ári, 29.029 kr. á mánuði, en eftir ára- mótin hækkar hann í 385.800 kr., eða 32.150 á mánuði. Að auki hækkar fjárhæð sjómannaafsláttar um 6%, frá 787 í 834 kr. á dag, viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta hækka um 6%, og barnabætur verða greiddar með börnum að 18 ára aldri í stað 16 ára hingað til. Á móti koma hækkanir á ýmsum gjöld- um, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Til að mynda hafa þegar verið boðaðar hækkanir í heilbrigðiskerfinu, þar sem gjöld vegna komu og endurkomu á slysa- deild og bráðamóttöku sjúkrahúsa hækka um 11,4%, úr 3.320 í 3.700 kr. Gjöld vegna komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna hækkar um 6,2%, úr 1.777 í 1.887, og skurðaðgerðir ar um 11,4%, ú gjöld á heilsugæ Sveitarfélögi hækkanir, en ö að halda að sér lokið afgreiðslu endanlega ákvö Önnur höndi Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um talsverðar hækka Gjaldskráin hækkar Stakar sundferðir fyrir börn í sundlau þurfa að greiða 25% hærra gjald fyrir stakar sundferðir. H Fréttaskýring | Um ára- mótin lækkar tekjuskattur um eitt prósentustig og per- sónuafsláttur hækkar. Það er þó ekki víst að landsmenn allir muni almennt hafa meira handanna á milli eftir 1. janúar, enda búið að til- kynna um hækkanir víða hjá ríki og sveitarfélögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.