Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLAN sólarhringinn, allan árs- ins hring, er fjöldi vel þjálfaðra hjálp- arsveitarmanna reiðubúinn að að- stoða þá sem á hjálp þurfa að halda. Þetta eru einstaklingar sem hafa launalaust í frítíma sínum stundað markvissa þjálfun til að vera ávallt reiðubúnir að geta rétt hjálparhönd þegar landsmenn hafa þurft á því að halda. Hver hjálparsveit- armaður ver árlega hundruðum klukku- stunda við þjálfun, æf- ingar og björg- unarsveitarstörf. Að auki eyða félagar hjálp- arsveitanna drjúgum tíma við fjáröflun, því þótt einstakir hjálp- arsveitarmenn greiði sjálfir fyrir ein- staklingsbúnað sinn (sem kostar allur u.þ.b. 300.000 krónur) þurfa hjálparsveit- irnar mikið fé, til að standa straum af rekstri björgunartækja og annars búnaðar. Rekstur og viðhald sér- útbúinna torfærutækja, s.s. jeppa, vélsleða og snjóbíla, sjúkragagna, neyðarskýla, rústabjörgunar- og óveðursbúnaðar er mikill. Hafa hjálp- arsveitirnar lagt metnað sinn í að hafa ætíð til reiðu bestu mögulegu tæki til björgunarsveitastarfa. Hjálparsveitirnar hafa selt flug- elda í áratugi og er flugeldasala aðal- tekjustofn sveitanna. Má segja að sveitirnar hafi lagt grunninn að þeim skemmtilega sið hér á Íslandi að kveðja gamla árið og fagna því nýja með flugeldum. Þrátt fyrir að flug- eldasalan tryggi rekstrargrundvöll hjálpasveitanna hafa þær ávallt haft hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og tryggt þeim vandað flugelda á hagstæðu verði. Jafnframt hefur ver- ið lögð rík áheyrsla á fræðslu um meðferð flugelda til að tryggja að áramótin séu ávallt eftirminnileg fjöl- skyldustund. Það er því sárt fyrir hjálparsveitarmenn að horfa upp á fyrirtæki og einstaklinga nýta sér það uppbyggingarstarf og þá hefð sem sköpuð hefur verið af hjálp- arsveitunum með sölu flugelda, með harðri og oft óprúttinni sam- keppni. Hafa ber í huga að hjálp- arsveitarmenn selja flugelda í sjálf- boðaliðastarfi og geta því auðveldlega orðið undir í samkeppni við aðila í at- vinnurekstri. Slíkir aðilar leyfa sér að fleyta rjómann, og leggja t.d. ekkert af mörkum til fræðslu um meðferð flugelda eða öryggismála almennt. Með harðri samkeppni hafa þessi að- ilar rýrt aðaltekjustofn hjálparsveit- anna verulega. Það eina sem hjálparsveitirnar geta gert er að biðla til landsmanna og biðja þá um að styðja sveitirnar með flugeldakaupum hjá sér sem endranær og láta ekki glepjast af gylliboðum einkaaðila. Án þess mikla stuðnings sem al- menningur sýnir hjálparsveitunum með kaupum á flugeldum væri ekki hægt að standa undir rekstri öflugra hjálparsveita sem eru nauðsynlegar Íslendingum. Hefur það berlega komið í ljós nú í desember þar sem mörg hundruð hjálparsveitarmenn hafa unnið sleitulaust í marga sólar- hringa til að bjarga mannslífum og verðmætum. Um leið Hjálparsveit skáta í Reykjavík þakkar fyrir veittan stuðn- ing á liðnum árum eru landsmönnum öllum færðar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Styðjið hjálparsveitirnar Bragi Björnsson fjallar um flugeldasölu og starfsemi Hjálparsveitar skáta » Án þess mikla stuðn-ings sem almenn- ingur sýnir hjálparsveit- unum með kaupum á flugeldum væri ekki hægt að standa undir rekstri öflugra hjálp- arsveita sem eru nauð- synlegar Íslendingum. Bragi Björnsson Höfundur er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Á MEÐAN sumir föndra jólakort til að senda nokkrum útvöldum vin- um hafa aðrir tekið upp á því að föndra hatursbréf gegn mönnum Ísl- ams og sent það á nokkra útvalda í samfélaginu. Undir bréf þetta skrifar nafn félags sem inniheldur tvö orð: „Group 1627“. Fyrra orðið er eng- ilsaxneskt en seinna orðið er samansett úr fjórum arabískum tölu- stöfum, þó virðist til- gangur félagsins vera allt annar en sá að stuðla að fjölmenningu. Enn eitt „groupið“ hef- ur s.s. sprottið upp og enn og aftur er kafað langt aftur til fortíðar til þess að „réttlæta“ áróður. Það hentar okkur Íslendingum ágætlega að hafa Tyrkjarán ársins 1627 í for- tíðinni, það virðist vera hægt að nota þau endalaust til að vísa í árás er- lendra á Íslendinga, bara sveigja þau og beygja eftir þörfum. Brenglanir á Tyrkjaránunum hafa verið stundaðar nánast frá því að fyrsti ránsmaðurinn steig á land. Sem dæmi má nefna að Benedikt nokkur Halldórsson skrif- aði Jóni Arasyni, rétt eftir Tyrkja- ránin sjálf, að ránsfenginn ætti lík- legast að afhenda páfa og spænska konunginum, honum fannst það lík- legt því þá á tímum þóttu kaþólskir menn heldur óvinalegir. Síðan þá hef- ur óvinurinn verið hinn og þessi, allt eftir því hvað er í deiglunni á hverj- um tíma. Í einni merkustu heimild okkar um Tyrkjaránin, Reisubók Ólaf Egilssonar prests í Vest- mannaeyjum sem var herleiddur af ránsmönnum, má finna lýsingar á ránunum og ránsmönnum. Ólafur sagði ránsmennina hafa verið sund- urleitan hóp, menn ýmissa þjóð- arbrota. Sjálfur var hann tekinn höndum af mönnum sem hann taldi vera enska en fyrst á þriðja degi rán- anna sá hann menn með uppháar húfur sem hann áætlaði vera Tyrki. Þessum áætluðu Tyrkjum lýsti hann sem hæglátum mönnum sem drukku „mýrarvatn“, sem fræðimenn hafa sagt vera te. Ólafur sagði að þessir áætluðu Tyrkir hefðu ekki lemstrað fólkið eins mikið og hinir ránsmenn- irnir. En hverjir voru þá Tyrkjaráns- menn ef þeir voru ekki Tyrkir? Jú, þeir voru samkvæmt samtímaheim- ildum m.a. frá Þýska- landi, Noregi, Englandi og öðrum Evr- ópuþjóðum. Menn sem höfðu verið sjóræn- ingjar hins opinbera í Þrjátíu ára stríðinu í Evrópu og gerðust því atvinnulausir á frið- artímum. Þá brugðu þeir á það ráð að halda til Alsír og Marokkó þar sem allskonar menn gerðu út, frá fjöl- menningarlegri borg, til sjórána. Þessir evr- ópsku menn þekktu líklegast sumir til Íslands og þeir hafa því komið með uppástunguna um heimsóknina til Ís- lands sumarið 1627, og stefnt skip- unum dyggilega hingað til lands, enda á „heimaslóðum“. Nú ættu liðsmenn Group 1627 að sjá að ekki er hægt að bendla Mú- hameðstrúarmenn eina við Tyrkja- ránin 1627, ekki frekar en enskumæl- andi menn eða áhugamenn um tedrykkju. Mennirnir sem Ólafur lýsti sem hæglátum hafa e.t.v. sumir verið Arabar, eða Tyrkir, en að bendla alla Araba, Tyrki, svo og aðr- ar þjóðir Íslams við nokkra Alsírs- menn ársins 1627 er álíka furðulegt og að kenna öllum hvítum á hörund um morðið á John Lennon. Ef Group 1627 vill enn sníða nafn- gift sína við hörmulegan tilgang skipasiglinga þá má stinga upp á nafninu Group Víkingar þar sem Vík- ingarnir sigldu jú m.a. til Frakklands og drápu þar mann og annan. Er m.a. talið að þeir hafi náð alla leið til Mar- okkó og Tyrklands og þá kannski fyrst er hægt að fara að tala um „Tyrkjarán“. En ef Group 1627 vill reyna að vitna til raunverulegra Múham- eðstrúarmanna fyrri tíma geta þeir t.d. kallað sig Group: Al-Ma’arri’s, en sá múslimi var rithöfundur og skáld sem skrifaði Risalat al’Ghufran (The Epistle of Forgiveness) sem veitti m.a. Dante innblástur við samningu Gleðileiksins guðdómlega. Kannski nafnið Group Ibn Rushd sé meira spennandi en sá múslimi var áhrifa- mikill heimspekingur og læknir sem færði ekki bara speki Aristótelesar til vestursins heldur skrifaði hann líka merkar læknisfræðibækur. Ef ein- hver bókasafnsfræðingur er í Group 1627 þá getur hann/hún kannski stutt nafntillöguna: Group Bókasafnið í Alexandríu. Já, og stærðfræðingar geta stungið upp á Group Algebra, þar sem músliminn Ibn Musa-al- Kharazmi (ákaflega hljómfagurt nafn) er höfundur hennar. En ef Group 1627 hefur áhuga á því að líta á ofangreindar nafna- tillögur þá verður tilgangur félagsins einnig að breytast, það er ekki annað hægt en að klappa fyrir algebru, framförum í læknisfræði og stórum bókasöfnum. Nafnið getur þó auðvit- að haldist, en liðsmenn Group 1627 verða þá að sætta sig við það að nafn- ið vísar fyrst og fremst til ofbeldis- fullra Evrópumanna, fæddra í kristn- um löndum, sem voru öðrum kristnum Evrópumönnum verstir. Ég hef nú gefið mér að nafnið á fé- laginu vísi til Tyrkjaránanna 1627, sem eru ef til vill fordómar í mér. Kannski verið sé að vísa til einhvers annars sögulegs sem gerðist þetta ár, t.d. láts Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum. En var hann ekki húmanisti? Þakkir fær Þorsteinn Helgason sagnfræðingur fyrir fræðandi og áhugaverð skrif sín um Tyrkjaráns- menn. Nokkrar tillögur að nafnbreytingu Bryndís Björgvinsdóttir skrifar opið bréf til „Group 1627“ »En ef Group 1627hefur áhuga á því að líta á ofangreindar nafnatillögur þá verður tilgangur félagsins einn- ig að breytast... Bryndís Björgvinsdóttir Höfundur er mastersnemi í þjóðfræði. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700                       ÓHJÁKVÆMILEGT er að svara í nokkrum orðum grein Jóns Bjarnasonar alþingismanns í Morg- unblaðinu í gær þar sem hann gerir tilgang með stofnun opinbera hluta- félagsins Flugstoða að umtalsefni. Er það ekki síst vegna túlk- unar hans á málinu og söguskýringa sem eru vægast sagt nokkuð sérstakar. Þrátt fyrir að hafa setið fundi sam- göngunefndar Alþing- is og tekið þátt í um- ræðum virðist Jón Bjarnason viljandi eða óviljandi mis- skilja alla hluti er varðar breytt skipu- lag flugmála á Ís- landi. Í fyrsta lagi er rekstur flugumferð- arþjónustu ekki einkavæddur. Stofnað hefur verið opinbert hlutafélag sem tekur við þjónustunni. Í öðru lagi verður ráðningarkjörum starfsmanna ekki breytt. Kjarasamn- ingar gilda áfram og kjör eru í engu skert. Gildistími kjarasamninga við flug- umferðarstjóra rennur út 2008 og þá verður rétti tíminn til að takast á um næsta kjarasamning. Í þriðja lagi er ekki hætt við ófremdarástandi þar sem langflestir starfsmanna Flugmálastjórnar Ís- lands sem flytjast eiga til Flugstoða hafa ráðið sig og þeirra á meðal all- margir flugumferðarstjórar. Þrátt fyrir það að hugsanlega muni ekki nægilega margir flugumferð- arstjórar hafa ráðið sig 1. janúar getur flugumferðarstjórn gengið eðlilega með því að teknir verða upp fastir flugferlar og flugumferð verð- ur að nokkru leyti beint framhjá ís- lenska flugstjórnarsvæðinu. Í fjórða lagi voru vandkvæði við ráðningu flugumferðarstjóra ekki fyrirsjáanleg þar sem þeim var, eins og öðrum stéttum sem hlut eiga að máli, boðið að flytja sig með öllum tilheyrandi réttindum og kjörum. Hluti þeirra hefur hins vegar fram að þessu kosið að þekkjast ekki boð um ráðningu. Í fimmta lagi hafa 150 starfsmenn ráðið sig til Flugstoða ohf. Þar af eru 23 flugumferðarstjórar. Það er ríkur vilji samgönguyfirvalda að tryggja þessu fólki störf til fram- búðar. Jón Bjarnason segir í lok greinar sinnar: ,,Með skynsemi og vilja er hægt að koma í veg fyrir að ófremdarástand skapist í flugmálum Íslendinga 1. janúar næstkom- andi.“ Þetta er laukrétt. Með skynsemi og vilja er það hægt. Sam- gönguyfirvöld eru öll af vilja gerð. Þau beita hins vegar þeirri skyn- semi að ekki sé unnt að verða við kröfum um nýja kjarasamninga með umtalsverðum hækkunum sem for- maður Félags ísl. flug- umferðarstjóra hefur sett fram. Þýðingarmikil starfsemi Flugstoðir ohf. eru stofnaðar til að viðhalda þeirri þýðingarmiklu starfsemi sem snýr að þjónustu við íslenskt flug og alþjóðaflug um íslenska flugstjórn- arsvæðið. Með því að stofna opinbert hlutafélag verður einmitt hægt að auka sveigjanleika í þjónustunni og jafnvel veita hana á fleiri sviðum en fram að þessu. Þjónustan er umsvifamikil og þar eru mörg störf í boði. Það skiptir verulegu máli fyrir okkur Íslend- inga að halda þessu verkefni í land- inu en missa það ekki til nágranna- landanna. Jón Bjarnason alþingismaður er ekki hollur ráð- gjafi í þessu máli. Honum gengur það eitt til að efna til ófriðar og valda stjórnvöldum erfiðleikum. Að lokum þetta: Ég skora á þá flugumferðarstjóra sem ekki hafa ráðið sig til Flugstoða ohf. að gera það hið fyrsta til að tryggja sjálfum sér áframhaldandi gott starf og þar með að gera Ísland áfram sam- keppnishæft í þeirri mikilvægu at- vinnugrein sem flugið er fyrir okk- ur. Ég hef fulla trú á því að allir aðilar vilji láta skynsemina ráða. Tryggjum framtíð flugumferðar- þjónustunnar Sturla Böðvarsson svarar Jóni Bjarnasyni Sturla Böðvarsson » Flugstoðirohf. eru stofnaðar til að viðhalda þeirri þýðingarmiklu starfsemi sem snýr að þjón- ustu við íslenskt flug og alþjóða- flug … Höfundur er samgönguráðherra. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.