Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 29 MINNINGAR ✝ Gísli Gunn-laugur Haralds- son fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1948. Hann lést á heimili sínu, Kleppsvegi 140 í Reykjavík, 14. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Gíslason skip- stjóri, f. á Hofsósi í Skagafirði 27.2. 1923, d. 29.3. 2002, og Kristín Sesselja Markúsdóttir, f. á Sæbóli í Að- alvík 10.12. 1913, d. 31.3. 1997. Systkini Gísla eru: Herborg, f. 20.1. 1953, maður hennar er Bjarni S. Ingimarsson, f. 8.5. 1950, börn þeirra eru Ingimar og Kristín; og Haraldur Árni, f. 18.7. 1959, kona hans er Geirþrúður Fanney Bogadóttir, f. 23.1. 1961, börn þeirra eru Bogi, Haraldur og Hildur. Bróðir Gísla sam- mæðra er Erling Markús And- ersen, f. 11.8. 1936, kona hans er Erla Gunnarsdóttir, f. 5.5. 1938, börn þeirra eru Sigurjón, Hafdís, Gísli ólst upp í Reykjavík og Hafnarfirði. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Var sjómaður frá 1965– 1971. Starfaði hjá Ísal frá 1971– 1972. Var í Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1972, lauk þaðan prófi vorið 1974. Var við nám við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn haustið 1974. Skrif- stofustjóri og fulltrúi kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga frá janúar 1975 til apríl 1978. Nám á vegum, F.D.B. í Danmörku sept.–nóv. 1977. Kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélag- inu Fram í Neskaupstað frá apríl 1978 til janúar 1988. Var síðan kaupmaður í Reykjavík frá árinu 1989 til ársins 1996. Vann eftir það við fjármálaráðgjöf og bók- haldsstörf þar til hann lést. For- maður Nemendasambands Sam- vinnuskólans 1975-1976. Formaður Starfsmannafélags Kf. Hafnfirðinga 1975–1976. Sat í ýmsum nefndum á vegum Sam- bands ísl. samvinnufélaga á ár- unum 1978–1988. Var kjörinn í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi og sat þar í nokkur ár. Útför Gísla verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Júlíana og Jóngeir. Dóttir Erlings er Margrét. Systir Gísla samfeðra er Þóra, f. 26.9. 1947, maður hennar er Kaj Anton Larsen, f. 28.2. 1946, börn þeirra eru Tanja, Finnur, Lilja og Anna. Hinn 5. október 1968 kvæntist Gísli Fanneyju Evu Vil- bergsdóttur, f. í Hafnarfirði 18.7. 1949. Foreldrar hennar voru hjónin Vilberg Daní- elsson, f. í Garðbæ í Grindavík 19.9. 1914, d. 2. febrúar 2004, og Steinunn Magnúsdóttir, f. á Akra- nesi 8.9. 1925, d. 22. febrúar 2006. Dætur Gísla og Fanneyjar eru: 1) Steinunn, f. 12.6. 1966, maki Friðrik Pétursson, f. 13.4. 1966, börn þeirra eru Pétur Hrafn, f. 8.9. 1999, og Áróra, f. 21.4. 2002. 2) Kristín, f. 7.4. 1968, maki Sigurbjörn Gísli Að- alsteinsson, f. 25.9. 1963. 3) Eva Dís, f. 29.4. 1976, maki Samuel Tholozan, f. 21.9. 1977. Með skyndilegu fráfalli Gísla Har- aldssonar hefur ljósanna hátíð breyst í daga hryggðar og tára. Í mér togast á tilfinningar sorgar yfir láti hans og heiðurs yfir að hafa þó fengið að kynnast þessum einstaka manni. Ung erum við skírð með vatni og í fyllingu tímans skírir lífið okkur með eldi. Eldskírn Gísla varði í rúm þrjá- tíu ár, eða frá því hann greindist sem ungur maður með hryggikt; slæman hrörnunarsjúkdóm sem leggst bæði á hrygg og ónæmiskerfi líkamans. Það sem einkenndi Gísla, í hugum þeirra sem ekki þekktu hann, var sjúkdómurinn. Það sem einkenndi Gísla, í hugum okkar sem þekktum hann, var ekki sjúkdómurinn, heldur hvernig hann lærði að takast á við þá gríðarlegu erfiðleika og sársauka sem mörkuðu bróðurpart lífs hans. Hver dagur var honum þjáning sem hefði orðið flest- um okkar óbærileg, en með árunum lærðist honum taka henni með ein- stöku jafnaðargeði og æðruleysi. Þegar ég fyrst hitti Gísla, fyrir rúmum átta árum, lá hann við dauð- ans dyr. Hryggjarliður í hálsi hans hafði brotnað í alvarlegu bílslysi sem hann og Fanney kona hans höfðu lent í. Fyrir lá lífshættuleg skurðað- gerð. Við Kristín dóttir hans, sem vorum nýtekin saman, höfðum flogið frá heimili okkar í Los Angeles í skyndi til að vera viðstödd. Ég átti allt eins von á að þessi fyrsti fundur við til- vonandi tengdaföður minn yrði sá síðasti. En ég þekkti auðvitað ekki Gísla Haraldsson þá. Það var fyrir mikla blessun og snilld læknaliðsins að aðgerðin heppnaðist fullkomlega og Gísli lifði hana af. En það sem á eftir fylgdi sýndi best hverslags mann hann hafði að geyma. Fyrir lá margra mánaða endur- hæfing með afleitum batahorfum fyrir mann sem átti erfitt með hreyf- ingu fyrir. Fæstir, þar á meðal læknar og hjúkrunarlið, bjuggust við að hann myndi nokkru sinni ganga á ný. En nokkrum dögum eftir aðgerð- ina var Gísli farinn að ganga með að- stoð grindar og fáum vikum síðar gekk hann óstuddur. Mér er skýrt í minni stund ein er við sátum saman á Reykjalundi þar sem Gísli var í endurhæfingu. Hann sagði mér frá manni sem hefði komið þangað á svipuðum tíma og hann sjálfur. Endurhæfing þessa manns hafði skilað nánast engum framför- um. „Stærsti munurinn á okkur er viljinn,“ sagði Gísli. „Hann er búinn að gefast upp. Ég vakna á hverjum morgni og segi: Í dag ætla ég að verða betri en ég var í gær.“ Þessi orð eru ódýr ef þau eru lesin í bók eða muldruð í bíómynd. Þegar maður getur sagt þau, og breytt eftir þeim, í slíku mótlæti sem Gísli stríddi við, þá eru þau sönn. Þannig var Gísli alla þá tíð sem ég þekkti hann. Hann lærði að gefast ekki upp og hann lærði að vera ekki bitur út í hlutskipti sitt í lífinu. Það var samdóma álit þeirra sem hann þekktu að Gísli hefði verið einn af efnilegustu nemendum sem út- skrifast hafa frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Þetta efni kom betur í ljós árið 1978 þegar hann var ráðinn til að reka Kaupfélagið Fram á Neskaup- stað. Með þeirri ráðningu varð hann yngstur manna til að gegna starfi kaupfélagsstjóra. Í starfinu kom hæfni hans berlega í ljós. Þrátt fyrir ungan aldur rak hann fyrirtækið með sóma, svo eftir var tekið. Ég þekkti Gísla ekki á þessum ár- um, en ég veit hvern mann hann hafði að geyma. Hann var óvenju greindur, útsjónarsamur og rökvís. Ég get vel ímyndað mér hvernig hann var þegar hann hafði fulla lík- amlega heilsu til þess að beisla afl huga síns. Honum virtust allir vegir færir, en örlögin gripu í taumana. Hryggiktin settist að í líkama hans og hann neyddist til að segja af sér stöðunni og minnka við sig vinnu. Við tóku ár óvissu og rauna er Gísli reyndi að sættast við og lifa með sjúkdómnum. Þessi ár voru ekki síst erfið Fanneyju. Á þessu tímabili sýndi hún honum ást, skilning og tryggð sem aðeins sá sem hefur elsk- að af heilum hug og hjarta getur skil- ið. Þrátt fyrir erfiða tíma stóð hún við hlið manns síns þegar minni spá- menn hefðu gefist upp. Mér er til efs að án ástar og um- hyggju Fanneyjar hefði Gísli orðið að þeim manni sem hann varð. Vilja- styrkur hans var gríðarlegur, en vilj- inn verður að hafa forsendu; eitthvað til að beinast að. Vilji Gísla var að fá að njóta samvista Fanneyjar, dætra sinna þriggja og síðar tveggja barna- barna sem honum þótti svo undur- vænt um. Þau voru ekki bara fjöl- skyldan hans; þau voru lífið hans. Andlát Gísla bar brátt að og kom okkur öllum í opna skjöldu, þrátt fyr- ir veikindi hans. Síðastliðið ár hafði verið erfitt, en einhvern veginn fannst okkar hann vera að braggast. Í dag eru varla liðnar fjórar vikur frá því að Gísli og Fanney voru í heim- sókn hjá okkur Kristínu hér úti í Los Angeles. Það var yndisleg heimsókn og við hétum því er þau sneru á ný til Íslands að þessar ferðir yrðu fleiri. Við hétum því og við trúðum því. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Eftir stendur sorg, söknuður og reiði yfir örlögum hans. Skarð hefur verið höggvið sem verður aldr- ei fyllt. Við leyfum sorginni, söknuðinum og reiðinni að renna sitt skeið. Undir þessum kringumstæðum eiga allar tilfinningar rétt á sér. En svo höldum við áfram að lifa. Við tökum mótlæt- inu eins og Gísli gerði. Þannig heiðr- um við best minningu mannsins sem gafst aldrei upp. Þroskabraut Gísla Haraldssonar var þyrnum stráð, en hann náði lend- ingu í sínu lífi. Hann náði ekki bara að sættast við hlutskipti sitt, heldur taka því opnum örmum. Hvað sem á dundi, horfði hann fram hjá erfiðleikunum og sá lífið sem gjöf sem honum bæri að lifa til fullnustu. Engin okkar fæðast englar, en sum okkar ná í gegnum eldskírnir og áföll að breytast í leiðarljós og upp- sprettu innblásturs og eftirbreytni. Gísli Haraldsson var slíkur maður. Hvíl í friði. Sigurbjörn Aðalsteinsson Það er einkennilegt til þess að hugsa að Gísli skuli vera dáinn. Svo óraunverulegt. Þegar Fanney hringdi í mig og tilkynnti mér andlát hans var það algert reiðarslag. Þótt Gísli væri búinn að glíma við erfiðan sjúkdóm áratugum saman, átti eng- inn von á þessu. Ekkert benti til þess að hann væri kominn að leiðarlokum. Í stað þess að hitta bróður minn glað- an í jólaboði, þá sit ég og skrifa minn- ingargrein um hann. Gísli stundaði sjómennsku um ára- bil en varð að hætta af heilsufars- ástæðum. Hann hóf því nám við Sam- vinnuskólann á Bifröst, þá orðinn tveggja barna faðir og lauk þaðan einu glæsilegasta prófi sem tekið hafði verið við skólann. Mikið voru mamma og pabbi stolt þá, en ég fór með þeim að útskriftinni og fylgdist spenntur með þegar Gísli tók við öll- um viðurkenningunum. Móðir okkar sagði mér frá ýmsu varðandi Gísla, frá þeim árum er minni mitt nær ekki til. Það fór ekki á milli mála að hann hafði verið gott barn og ljúfur unglingur, með ríka ábyrgðartilfinningu. Mamma sagði mér að Gísli, þá 11–12 ára gamall, hefði vakað yfir mér svo hún gæti hvílt sig eftir langar vökur þegar mér var ekki hugað líf vegna kíghósta. Á þessum tíma var faðir okkar á sjó. Mamma og pabbi voru alla tíð þakk- lát Gísla fyrir hjálpina og þroskann sem hann sýndi og ég er honum svo sannarlega þakklátur líka. Ég á margar minningar tengdar Gísla bróður. Ein sú fyrsta er þegar ég fór með honum á æfingu hjá Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar. Mér þótti mikið til Gísla koma þar sem hann sat og blés af miklum móð í trompetinn sinn. Ég á sterkar minn- ingar um það þegar ég stalst aftur og aftur í trompetinn þegar Gísli var ekki heima. Ef hann komst að því þá skammaði hann mig en svo góðlát- lega að ég hikaði ekki við að stelast í hljóðfærið aftur. Enda var kassinn með trompetinum alltaf í herberginu hans þar sem ég komst í hann. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig á þessu stóð en ég spurði hann aldrei. Og nú er það orðið of seint. Ekkert veitti Gísla jafn mikla gleði og börnin hans og barnabörn. Vel- gengni dætranna, Steinunnar, Krist- ínar, Evu Dísar og fjölskyldna þeirra vakti hjá honum svo mikið stolt, að það lá við að hann svifi um sali þegar maður spurði frétta. Gísli gat sagt manni margar sögur af sjómennsku og vinnubrögðum til sjós. Við ræddum um stangaveiðar og þar var hann líka áhugasamur þótt hann hefði ekki stundað þær mikið. Gísli var ungur þegar illvígur sjúk- dómur tók að herja á líkama hans. Sjúkdómurinn lagðist á brjósk og bein og það var átakanlegt að sjá hversu illa hann lék Gísla. En æðru- leysi og baráttuvilji einkenndi allt viðhorf bróður míns og sjálfsbjarg- arviðleitni hans var viðbrugðið. Að leggjast í eymd og volæði var honum ekki eðlislægt. En hann átti líka sterkan klett þar sem Fanney var. Öll sú umhyggja og natni sem hún sýndi Gísla í veikindum hans verður aldrei fullþökkuð. Elsku Fanney, Steinunn, Kristín, Eva Dís og fjölskyldur. Góður Guð veiti ykkur styrk og blessi minn- inguna um góðan, stórhjartaðan dreng. Haraldur Árni. Í aðdraganda jóla barst okkur sú harmafregn að bekkjarbróðir okkar og aldursforseti, Gísli Haraldsson, væri látinn. Hann er þriðji bekkjar- félaginn sem fellur frá á aðeins einu og hálfu ári. Haustið 1972 komum við saman til náms í Samvinnuskólanum á Bifröst, þar sem í hönd fóru tveir þroskandi og einstaklega skemmtilegir vetur. Þessi hópur samanstóð af 46 ólíkum einstaklingum með æði misjafnan bakgrunn. Gísli Haraldsson skar sig úr að því leyti að hann var þá kvænt- ur maður og tveggja barna faðir. Hann var að setjast aftur á skóla- bekk eftir langt hlé, staðráðinn í því að nýta námsdvöl sína á Bifröst sem best til að búa í haginn fyrir sig og sína fjölskyldu. Hann hafði gegnt ýmsum störfum fram að þessum tíma, m.a. sótt sjóinn í um sex ár. Hann hafði mikinn áhuga á málefn- um sjávarútvegsins og ræddi oft um veru sína á sjónum. Sum okkar, sem á hann hlýddu, hefðu á stundum þeg- ið orðskýringar með þökkum! Þó að Gísli Haraldsson tæki námið á Bif- röst föstum tökum frá fyrsta degi, þá lét hann sitt ekki eftir liggja í fé- lagslífi staðarins. Gísli var lipur penni og var kjörinn formaður blaða- mannaklúbbs. Þá tók hann þátt í uppfærslum leiklistarklúbbs, söng í skólakórnum og var aðsópsmikill ræðuskörungur á málfundum skóla- félagsins svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Gísli tók sjálfan sig ekkert allt of hátíðlega og til marks um það má nefna þátttöku hans í söngvakeppni nemenda. Þar hafnaði hann verð- skuldað í neðsta sæti ásamt ónefnd- um bekkjarbróður sínum. Popplaga- söngur var greinilega ekki hans sterkasta hlið! Þá var Gísli sjálfkjör- inn í framvarðasveit anti-sportista á Bifröst og tilburðir hans á þeim vett- vangi eftirminnilegir, ekki síst klæðnaður hans þegar anti-sportist- ar öttu kappi við kvenkost staðarins í einhverju sem líktist knattspyrnu. Að námi loknu var Gísli valinn til að gegna formennsku í Nemenda- sambandi Samvinnuskólans. Það var sundurleitur hópur sem hóf nám að Bifröst haustið 1972 en það var samstilltur og samhentur vinahópur sem útskrifaðist vorið 1974. Við sem eftir lifum erum ítrek- að minnt á hverfulleika lífsins. Um leið og við horfum á eftir Gísla Har- aldssyni yfir móðuna miklu erum við minnt á að treysta enn betur vináttu- böndin sem tengja okkur saman. Við kveðjum þennan kæran vin okkar og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi Gísla Haraldsson. Útskriftarárgangur 1974 frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Enn á ný er höggvið skarð í þann hóp er settist á skólabekk að Bifröst í Borgarfirði haustið 1972. Við vorum 46 sem hófum nám við skólann þetta haust, full af lífsgleði og bjartsýni á framtíðina. Nú, 34 árum síðar, eru fimm fallin frá í þessum samhenta og samstillta hópi. Við sem eftir stönd- um drúpum höfði, látum hugann reika aftur til skólaáranna, yljum okkur við minningarnar og þökkum samfylgdina. Við vorum þrír félagarnir sem ör- lögin leiddu saman til vetursetu í herberginu Framtíðinni. Við höfðum aldrei sést eða hist áður og því ríkti óneitanlega nokkur kvíði fyrir því hvernig til tækist. Við vorum ólíkir einstaklingar, Hafnfirðingurinn, Snæfellingurinn og Húnvetningur- inn, en kvíðinn reyndist ástæðulaus því svo vel náðum við saman að sam- búðin entist báða veturna. Fyrir fáeinum misserum ritaði Gísli Haraldsson minningarorð fyrir hönd okkar bekkjarsystkinanna um Gísla Þórkelsson, því er skammt stórra högga á milli. Nú munu þeir á ný taka upp þráðinn þar sem umræð- an endaði vorið 1974, Hafnfirðingur- inn og Snæfellingurinn. Ekki efa ég að sú umræða verði áhugaverð því báðir voru rökfastir málafylgjumenn og ef ég þekki þá rétt mun málefnin ekki skorta. Gísli Haraldsson var góður félagi sem ávann sér traust og virðingu skólasystkina sinna. Gísli var lítið eitt eldri en flest okkar, kvæntur og tveggja barna faðir þegar hann sett- ist aftur á skólabekk, sem ekki var al- gengt á þeim tíma. Gísli var afburða námsmaður og gerði okkur herberg- isfélögunum grein fyrir því að hann væri ekki kominn í skólann til að slá slöku við eins og oft vildi brenna við hjá okkur Gísla Þ., hann hefði skyld- um að gegna gagnvart konu og börn- um. Gísli tók virkan þátt í félagslífi skólans, var formaður blaðamanna- félagsins, lék með leikfélaginu og söng í skólakórnum. Ef mikilvæg og vandasöm mál bar að höndum sem ræða þurfti við skólayfirvöld var Gísla oftar en ekki falin forysta til þeirra verka. Í litlum samfélögum eins og myndast í heimavistarskólum verður það þannig að einstaklingarn- ir veljast ómeðvitað í hin ýmsu hlut- verk. Gísli Haraldsson var Bjargið sem við hin leituðum til ef eitthvað bjátaði á. Það verður að segjast eins og er að gjarnan hefði mátt vera styttra á vinafundi en raun varð. Við skóla- systkinin sendum Fanneyju, dætr- unum og öðrum aðstandendum og vinum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð almáttugan að styrkja þau í sorg sinni. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (Matthías Jochumsson) Pétur Arnar Pétursson. Gísli Haraldsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BETTY D. JEEVES (Dr Betty D. Scott), lést á heimili sínu í London föstudaginn 22. desember. Catherine Grassi, Oliver Grassi, Naomi Jeffrey, Kate Grassi, Alex Ochon, Daisy Malaika Ochon, Anna Jeeves, Frímann Benediktsson, Solveig Edda Cosser, David Hollidge, Stefán Arthur Cosser, Helga Valdís Cosser.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.