Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN 13,8% Markmið Peningamarkaðssjóðsins er að skila jafnri ávöxtun með fjárfestingum í skammtímaverðbréfum. Aðallega er fjárfest í innlánum, skuldabréfum og víxlum skráðum í Kauphöll Íslands. Meðaltími sjóðsins er mjög stuttur, innan við ár og því er ekki að vænta mikilla sveiflna á gengi sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn skilaði 13,8% nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 31. október–30. nóvember 2006. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 575 4400 eða kíktu á vefsíðuna okkar www.vsp.is. Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A TILKYNNINGUM til barnaverndarnefnda hefur fjölgað úr 3.648 í 4.779 tilkynningar þegar saman eru bornir fyrstu níu mánuðir áranna 2005 og 2006. Aukningin milli ára er 31%. Þessa aukningu má einkum skýra með fjölda lögregluskýrslna, segir á vef Barna- verndarstofu, bvs.is. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 bárust barnaverndarnefndum 1.747 tilkynningar frá lögreglu en á árinu 2006 voru þær 2.659. Tilkynnt var um 3.576 börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 en fjöldi barna var 4.427 árið 2006. Tilkynnt hefur því verið um 24% fleiri börn á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 en 2005. Umsóknum um meðferð hefur einnig fjölgað á þessum tímabili. Umsóknir voru 129 á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 en 2006 voru þær 146. Umsóknum hefur því fjölgað um 13%. Auk þess hefur umsóknum um fóstur fjölgað úr 79 í 100. Aukningin er 27%. Barnavernd- armálum hefur fjölgað SÆNSKA lögreglan handtók íslenskan karl- mann á fimmtudagskvöld vegna árásar á eldri konu við lestarstöð í bænum Gävle. Maðurinn er um fimmtugt, að því er fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins, og var undir áhrifum fíkniefna. Meiðsli konunnar reyndust minniháttar en henni brá mjög við atburðinn. Íslendingur hand- tekinn í Svíþjóð STARFSMENN Íslands- pósts eru nú að læsa póst- kössum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu til að verjast skemmd- arvörgum með flugelda- sprengjur um áramótin. Læsingin virkar þannig að hægt er að koma einu bréfi ofan í kassann í einu en ekki opna hann það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum ofan í. Reiknað er með að póstkassarnir verði ekki opnaðir aftur fyrr en um miðjan janúar. Kössum læst vegna skemmdarvarga Eftir Andra Karl andri@mbl.is „AUÐVELT væri að halda að ásóknin minnkaði með árunum, það var jú svo mikið ævintýri að fara í flug í gamla daga, en það er alveg ljóst að ferðamennskan heillar enn marga – enda er æv- intýrablær yfir þessum bransa,“ segir Una Eyþórsdóttir, starfs- mannastjóri hjá Icelandair, sem hafði yfirumsjón með inntökuprófi fyrir sumarstarf flugþjóna og -freyja sem þreytt var í Há- skólabíói í gærmorgun. Um eitt þúsund manns sóttu um sum- arstarf hjá Icelandair og um hundrað mun verða boðið starf. Inntökuprófið er aðeins einn lið- ur í ráðningarferlinu en yfir níu hundruð manns voru boðaðir í prófið. Una segir flesta þá sem ekki fengu boð ekki hafa uppfyllt sett skilyrði um aldur en viðkom- andi þarf að hafa náð 21 árs aldri til að starfa sem flugþjónn eða -freyja hjá Icelandair. Um 10% umsækjenda eru karlmenn og hafa þeir verið hvattir til að sækja um. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki farið þá leið að setja á kynja- kvóta til að auka hlut karlmanna í starfinu. Boðað verður í viðtöl Næsta skref í ferlinu eru viðtöl en þá þurfa umsækjendur að sannfæra ráðningarnefnd um ágæti sitt. „Ætli við tökum ekki á milli þrjú og fjögur hundruð manns í viðtöl og þá verður miðað við þá sem gengur best í prófinu. Þeim, sem ráðningarnefndinni líst vel á, gefst svo kostur á að fara á námskeið og ef viðkomandi nær öllum prófum á námskeiðinu er honum boðin ráðning,“ segir Una og bætir við að fjöldi starfa í boði fari að nokkru leyti eftir því hversu margir skila sér sem hafa verið hjá fyrirtækinu áður. Ekki var verið að auglýsa eftir framtíðarstarfsfólki og segir Una möguleika sumarstarfsfólks á að vera boðið áframhaldandi starf eftir sumarið ekki mikla. Afar fáir láta af starfi sínu í flugþjónustunni og tiltölulega lítil nýliðun er í framtíðarstörfum. Fulltrúar Íslands og Icelandair Prófið sem þreytt var í gær- morgun skiptist í tvo hluta, al- menna þekkingu og tungumála- kunnáttu. Una segir starfsfólk Icelandair fulltrúa fyrirtækisins og jafnvel Íslands enda það fyrsta sem ferðamenn sjá á leiðinni til landsins. „Ferðamennirnir spyrja um landið okkar, pólitík, listir og landafræði þannig að prófið er svolítið í þeim stíl.“ Einnig er spurt út í íþróttir og heimsmálin. Una segir skipulagninguna hafa gengið vonum framar en koma þurfti ríflega níu hundruð um- sækjendum fyrir og tóku þeir yfir fimm sali Háskólabíós, þar á með- al stóra salinn. Á næstu fjórum vikum verður svo farið yfir úr- lausnirnar og í kjölfarið boðað í viðtöl. Morgunblaðið/Ásdís Tilvonandi flugfreyjur? Ríflega níu hundruð umsækjendur voru um eitt hundrað störf hjá Icelandair við flugþjónustu og þreyttu inntökupróf í Háskólabíói í gærmorgun og þurfti fimm sali undir próftökuna. Á milli þrjú og fjögur hundruð hæstu verða í kjölfarið boðaðir í viðtal. Ferðalögin heilla fjölmarga „ÉG HEF lengi haft áhuga á að verða flugfreyja og sé þar gott tækifæri til að ferðast auk þess sem þetta er frábært sumarstarf,“ segir Yrja Krist- insdóttir, ein af ríflega níu hundruð umsækjendum sem þreyttu inntökupróf í Háskólabíói í gærmorg- un. Yrja segir nokkuð vel hafa gengið í prófinu og vonast eins og aðrir eftir viðtali. Aðspurð um hvað heilli hana við starfið segir Yrja ferðalögin standa hæst ásamt miklum möguleikum á að kynna sér aðra menningarheima. Treystir á jafnréttislögin Könnun blaðamanns leiddi í ljós að umsækjendur voru flestir ungar konur á aldrinum 21–30 ára en afar fáir karlmenn voru hins vegar á sveimi. Einn þeirra var Gunnar Þór Ásgeirsson sem ákvað að taka prófið þar sem hann vantar sumarvinnu og í eyrum hans hljómaði ágætlega að starfa sem flug- þjónn. Hann sagði vel hafa gengið að leysa úr próf- inu en bætti við að ljóst væri að ef kunnátta um- sækjenda í tungumálum væri léleg væri sennilega til lítils að taka prófið. Gunnar Þór sagðist enn- fremur treysta á að jafnréttislögin kæmu sér í gegnum niðurskurðinn ef úrlausnin dygði ekki ein og sér. Vinnutíminn heillandi „Foreldrar mínir starfa innan flugfélaga og ég hef því óbeina reynslu af starfinu og þekki það vel,“ sagði Elenora Ósk Þórðardóttir fljótlega eftir að hún skilaði inn úrlausn sinni. Hún sagði fjölda um- sækjenda ekki hafa komið sér á óvart og reiknaði í raun með fleirum. Elenora Ósk segir vinnutíma flugfreyja heillandi og að hún geti vel hugsað sér vinnuna sem framtíðarstarf. Tækifæri til að ferðast og frábært sumarstarf Yrja Kristinsdóttir Gunnar Þór Ásgeirsson Elenora Ósk Þórðardóttir FJÓRIR piltar um tvítugt voru handteknir í gær vegna vopnaðs ráns í verslun 11–11 í Gilsbúð í Garðabæ rétt fyrir miðnætti á mið- vikudagskvöld. Tilkynning um ránið barst lögreglunni klukkan 23.12 þá um kvöldið og sagði starfsmaður verslunarinnar, sem til- kynnti ránið, að dökkklæddur maður hefði komið hlaupandi að honum og slegið hann í andlit þannig að hann datt í gólfið. Hefði maðurinn verið íklæddur lambhúshettu og vopnaður járnstöng sem hann þó notaði ekki en hrifsaði peninga til sín, nokkra tugi þús- unda, og flúði á brott. Rannsókn lögreglunnar í Hafnarfirði leiddi síðan til þess að fjórir piltar voru handteknir og yfirheyrðir. Handteknir vegna ráns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.