Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýslumannsembættið áKeflavíkurflugvelli hafði íhaust áhuga á því að sendamann til starfa hjá gagn- njósnadeild NATO í Kabúl í Afgan- istan. Forsvarsmenn í utanríkis- ráðuneytinu töldu hins vegar ekki að slíkt samrýmdist áherslum utanrík- isráðherra. Var sú ákvörðun tekin, að ekki yrði af þessu verkefni, skömmu áður en umræddur starfs- maður átti að halda til Afganistans. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir þó rangt að tala um að ráðuneytið hafi skorist í leikinn. Full sátt hafi verið um niðurstöðuna milli hans og sýslumannsins, Jóhanns R. Bene- diktssonar. Eins og Morgunblaðið greindi frá 9. desember sl. hefur undanfarin tvö ár verið starfrækt fjögurra manna greiningardeild við sýslumannsemb- ættið á Keflavíkurflugvelli sem sinnt hefur gerð reglubundins hættumats fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við verkefni Íslensku friðargæslunn- ar í Afganistan, á Sri Lanka og víð- ar. Um tildrög þess að til tals kom, að Íslendingur færi til starfa hjá gagnnjósnadeild NATO í Kabúl, segir Jóhann að starfsmenn grein- ingardeildarinnar hafi sótt námskeið erlendis til að þeir væru sem best í stakk búnir til að greina upplýsingar sem frá NATO og öðrum koma, varðandi ástand á hættuslóðum, og til að þjálfa þá til umsjónar með þeim gagnagrunnum og beinteng- ingum, sem um ræðir. „Við höfum meðal annars verið í starfsmannaskiptum við deild í Brunssum í Hollandi, sem á ensku er kölluð Allied Command Counter Intelligence, ACCI,“ sagði Jóhann. „Þangað hafa þrír menn farið til stuttrar dvalar. Yfirmaður deildar- innar var hins vegar að fara til starfa í Kabúl og hann óskaði ein- faldlega eftir því að fá einn Íslend- inganna með sér til að vinna í höf- uðstöðvum þar.“ Átti Íslendingurinn að fá starfstit- ilinn „Special Agent“ í fíkniefna- verkefnum NATO, hjá deild sem kallaðist „source operations“. Hann hefði verið áfram á launaskrá sýslu- mannsembættisins en NATO hefði greitt tilheyrandi kostnað, dagpen- inga og annað, á vettvangi. Bendir Jóhann á í þessu samhengi að Íslendingur sé nú þegar starfandi hjá umræddri gagnnjósnadeild, Al- lied Command Counter Intelligence, hjá yfirherstjórn NATO í Mons. Þar er um að ræða Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjón, sem fyrir rúmum tveimur árum hélt til starfa hjá ACCI í Mons. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hefði greint frá því á sínum tíma og ekki þótt neitt sérstakt tiltökumál. „Það er að vísu rétt að menn ótt- uðust, að þetta væri meira en skrif- stofustarf því að hann átti að hluta til að vera í samskiptum við innlenda aðila,“ segir Jóhann um eðli starfs- ins, sem umræddur Íslendingur átti að sinna í Kabúl. „Hins vegar var það smæstur hluti starfs hans og það fólst ekkert í því annað en við- töl.“ Hættu við fleiri verkefni Utanríkisráðuneytið taldi þetta verkefni hins vegar ekki, eins og áð- ur kom fram, samrýmast þeim áherslum sem Valgerður Sverris- dóttir hefur sett síðan hún varð ut- anríkisráðherra sl. sumar og segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytis- stjóri að þeir Jóhann hafi ekki þurft langan tíma til að verða sammála um þá niðurstöðu. „Það varð ákveðin áherslubreyt- ing með nýjum ráðherra og eitt af því sem við nú leggjum áherslu á er að gera ekkert sem ekki hefur verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd Al- þingis áður. Og þetta verkefni hafði ekki verið kynnt þar,“ segir Grétar Már. Segir Grétar að í þessu felist eng- inn sérstakur dómur yfir verkefninu sem slíku. Það hafi einfaldlega ekki hentað á þessum tímapunkti, m.a. vegna þess að utanríkismálanefnd Alþingis hefur ekki enn verið gerð grein fyrir starfsemi greiningar- deildar sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Grétar Már tekur fram að þetta verkefni hafi ekki verið það eina, sem hætt var við. Nefnir hann til dæmis að ákveðið hafi verið í haust að senda ekki sprengjuleitarmenn til starfa í Helmand í Suður-Afganist- an, eins og til stóð. Ýmis fleiri áform hafi verið uppi um þátttöku í starfi NATO í suðurhluta Afganistans, þar sem aðstæður hafa verið mjög hættulegar, „en allir þeir vinnuferl- ar voru stöðvaðir“. Jóhann segir um þá ákvörðun, að ekki verði af því að Íslendingurinn fari til Kabúl, að menn hafi talið að á meðan ekki væri búið að fjalla betur um þessa hluti á opinberum vett- vangi væri ástæða til að fara sér hægt. „Það er ekkert tortryggilegt, óeðlilegt eða undarlegt við þetta. Hitt verða menn að tryggja að allt sé þetta uppi á borðum og sé í opinni umræðu, annars er hætta á að vakni tortryggni,“ segir Jóhann. Segir Jóhann augljóst af eftir- grennslunum Morgunblaðsins og umfjöllun Blaðsins fyrir jól, þar sem því var slegið upp að greiningar- deildin á Keflavíkurflugvelli hefði á ensku haft vinnuheitið Icelandic In- telligence Service-NATO, sem Blað- ið þýddi sem Íslenska leyniþjónust- an, að einhver vildi gera störf hans tortryggileg. Vísar hann hér til þess að einhver hefur lekið til Blaðsins bréfum, sem Jóhann hafði skrifað norsku herleyniþjónustunni og varnarmálaráðuneytinu í Noregi í nafni þessarar „íslensku leyniþjón- ustu“. „Það að einhver skuli leka þessu bréfi [í Blaðið] eins og gert var er auðvitað stórfrétt,“ segir Jóhann. „Ekkert sem ég hef gert hefur ekki áður hlotið samþykki minna yfirboð- ara og verið gert að höfðu samráði við þá,“ segir hann líka. „Það er ver- ið að reyna að láta hlutina líta þann- ig út að ég sé að gera eitthvað sem ég megi ekki, sem ég hafi ekki um- boð til að gera, sem ég hafi ekki rætt áður við menn. Það er það sem er svo ódrengilegt í þessu.“ Segir Jóhann að hann vonist hins vegar til þess að þessi umræða og umfjöllun verði til þess að íslensk stjórnvöld komi þessum málefnum í fastan farveg og að það verði tryggi- lega gengið frá lagaumgjörð og öðru sem fylgir því að við Íslendingar séum að taka öryggismálin í auknum mæli í okkar hendur. Segir mun á gagn njósnum og njósnum En er þá enginn munur á því að starfrækja greiningardeild hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkur- flugvelli annars vegar og hafa menn við störf í gagnnjósnadeild hjá NATO á vettvangi hins vegar? Jaðr- ar það ekki við að geta talist „leyni- þjónustuvinna“? Jóhann svarar þessari spurningu svona: „Eigum við ekki að segja að við nánari skoðun vildu menn alveg vera 100% öruggir um að þetta væri ekki í neinni mótsögn við neitt sem við höfum áður gert. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að þeir starfsmenn Íslensku friðargæslunnar sem eru að vinna í Afganistan hafa þetta sama hlutverk nú þegar á margan hátt. Friðar- gæsluliðar þar eru að taka saman upplýsingar og gefa skýrslur um hættu, eftir að hafa talað við heima- menn. Þetta var ekkert öðruvísi. Svo það sé alveg á hreinu þá fólst ekki í þessu að verið væri að fylgjast með mönnum eða hlera. Eini mun- urinn er sá að þessi starfsmaður átti að fara að vinna fyrir NATO í þess- ari deild og það gat skapað tor- tryggni.“ Jóhann heldur áfram: „Sú þjálfun sem menn hafa fengið í Brunssum hefur snúið að því hvernig þú vernd- ar og verð hagsmuni NATO og hún felur í sér þjálfun í því að meta ein- stakar ógnir sem steðja að ein- stökum ríkjum og NATO í heild. Ís- lenska heitið sem útskýrir þetta best er forvarnadeild. Þú ert í forvörnum og þú ert í því að taka við upplýs- ingum. Ef þetta væri njósnadeild NATO þá værirðu að afla upplýsinga með óhefðbundnum hætti. Þetta er gagn- njósnadeild, ekki njósnadeild.“ Og Jóhann heldur áfram: „Ef menn spyrja: hver var tilgangurinn með þessu? Hver er tilgangurinn með allri okkar vinnu á þessu sviði? Tilgangurinn er sá að finna leiðir til að tryggja sem mest og best upplýs- ingaflæði til íslenskra ráðamanna um aðstæður á þeim stöðum þar sem Íslendingar eru að störfum. Það er tilgangurinn. Tilgangurinn með því að efla tengslin við þessa deild [í Brunssum] var að tryggja hámarks- vernd og öryggi íslenskra starfs- manna erlendis.“ Greiningardeildin áfram undir utanríkisráðuneyti Rétt er að fram komi að ný lög- reglulög taka gildi um þessi áramót og flyst sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli þá frá utanríkis- ráðuneytinu og tilheyrir framvegis dómsmálaráðuneytinu. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins eru mál greiningardeildarinnar umræddu til algerrar endurskipulagningar í ut- anríkisráðuneytinu en þar á bæ munu menn vilja taka greiningar- vinnuna yfir með einhverjum hætti. Er gert ráð fyrir því að utanríkis- ráðherra kynni nýtt fyrirkomulag fyrir utanríkismálanefnd Alþingis á nýju ári. Greiningardeildin verður því ekki áfram á forsvari Jóhanns R. Bene- diktssonar, enda verður hann fram- vegis lögreglu- og tollstjóri á Suð- urnesjum. „Ég verð að koma hreinn og óskiptur yfir til Björns [Bjarna- sonar, dómsmálaráðherra]. Ég get ekki þjónað tveimur herrum,“ segir Jóhann. david@mbl.is Vildu senda mann til starfa hjá gagnnjósnadeild NATO í Kabúl Fréttaskýring | Hvenær verður upplýsinga- og gagnaöflun að leyniþjón- ustu? Davíð Logi Sig- urðsson fjallar um greiningardeild sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Reuters Land átaka Það er afar kalt í Kabúl í Afganistan um þessar mundir. Í HNOTSKURN »Greiningardeild sýslu-mannsembættisins á Keflavíkurflugvelli var sett á laggirnar í utanríkisráð- herratíð Davíðs Oddssonar. »Hún hefur það hlutverk aðsinna reglubundnu hættu- mati fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við verkefni Ís- lensku friðargæslunnar. »Sýslumannsembættið flystundir dómsmálaráðuneyti um áramót. Í STYRKTARÁTAKI Sparisjóðsins fyrir átta félagasamtök til verk- efna á sviði uppbyggingar, fræðslu, og þróunar í geðheilbrigðismálum söfnuðust alls 21.433.000 kr. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir for- svarsmönnum félaganna í gær. Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þús- und krónur til þess verkefnis. Við- skiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbótarframlagi, en einn- ig var opnaður söfnunarsími svo allir landsmenn gætu tekið þátt í verkefninu. Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda. Hæstan styrk hlaut Geðhjálp, 4,8 milljónir króna sem verður varið til eflingar og uppbyggingar fé- lagsins á landsbyggðinni með stofnun sjö nýrra deilda. Önnur fé- lög sem fengu styrk eru: ADHD- samtökin, til fræðslu- og kynning- arstarfs á landsbyggðinni um mál- efni þeirra sem glíma við ofvirkni og athyglisbrest; Forma, til að stofna ráðgjafarsetur á vegum Forma þar sem átröskunar- sjúklingar geta átt öruggt athvarf; Hugarafl, til undirbúnings Hlut- verkaseturs, þar sem fólki á bata- vegi eru veitt tækifæri á almennum vinnumarkaði; Klúbburinn Geysir, til uppbyggingar atvinnu- og menntadeildar þar sem fólk á bata- vegi getur tekið fyrstu skrefin í vinnu eða skóla; Ný leið, til til- raunaverkefnisins „Lífslistin“ sem er námskeið fyrir unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða; Rauði krossinn, til fræðslu- námskeiða víða um land fyrir að- standendur geðfatlaðra og áhuga- fólk um geðheilbrigðismál, og Spegillinn, til fræðsluátaks og for- varna gegn átröskunum og sjálfs- eyðandi lífsstíl í grunnskólum og framhaldsskólum. Sparisjóðurinn styrk- ir geðheilbrigðismál um 21,4 milljónir Styrkir Sparisjóðurinn afhenti í gær styrki til uppbyggingar þróun og fræðslu á sviði geðheilbrigðismála. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.