Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 15 debenhams S M Á R A L I N D debenhams útsalan hafin 30-70% afsláttur af völdum vörum Komdu og gerðu góð kaup!ÍSLENSKASIA .I S D E B 3 54 64 1 2/ 06 ORÐRÓMUR er uppi um að Baug- ur Group ætli sér annaðhvort að taka yfir Woolworths og Moss Bros eða gera grundvallarbreytingar á stjórnendateymum breskra fjár- festinga Baugs í smásölugeiranum. Er sagt frá þessu í breska blaðinu Financial Times en þar kemur fram að gengi bréfa Woolworths og Moss Bros hafi hækkað umtals- vert eftir að áðurnefndur orðróm- ur komst á kreik. Talsmenn Baugs eru ekki sagðir vilja tjá sig um sögusagnir um væntanlega yfir- töku. Hækkanir í Bretlandi Orðrómur Gengi bréfa Woolworths-verslanakeðjunnar hækkaði í kjölfar fréttar Sunday Telegraph um hugsanlega yfirtöku Baugs á félaginu. BREYTINGAR hafa orðið á fram- kvæmdastjórn FL Group. Örvar Kærnested hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjárfest- ingasviðs en hann var áður aðstoð- arframkvæmdastjóri fyrirtækja- ráðgjafar Kaupþings banka. Mikið ánægjuefni Í tilkynningu til Kauphallar seg- ir að Örvar hafi mikla reynslu á þessu sviði, bæði hérlendis og á al- þjóðlegum vettvangi. Hann hafi starfað hjá Kaupþingi undanfarin átta ár og tekið stóran þátt í upp- byggingu fyrirtækjaráðgjafar bankans. Örvar mun starfa á skrif- stofu FL Group í London. Sam- hliða ráðningu Örvars hefur Jón Sigurðsson verið ráðinn aðstoðar- forstjóri FL Group en áður gegndi Jón stöðu framkvæmdastjóra fjár- festingasviðs félagsins. Jón mun vinna að stefnumótun og rekstri fé- lagsins ásamt því að taka þátt í fjár festingaverkefnum þess, sérstak- lega á sviði fjármálafyrirtækja. „Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Örvar til liðs við okkur, segir Hannes Smárason,“ forstjóri FL Group. Breytingar á fram- kvæmdastjórn FL Group TAP var á rekstri Mosaic Fashions á þriðja fjórðungi rekstarárs fyrir- tækisins, tímabil- ið frá 28. júlí til 28. október. Nam tapið 1,4 milljón- um punda eftir skatta, sem sam- svarar 195 millj- ónum króna á nú- virði, en á sama tímabili á fyrra rekstarári var 4,5 milljóna punda hagnaður af rekstrinum. Afkomuspá fyrir árið allt hefur verið lækkuð og er nú gert ráð fyrir 63 milljóna punda hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Derek Lovelock, forstjóra Mosaic, að árið hafi verið erfitt hjá fyrirtækjum sem selja tískufatnað fyrir ungt fólk í Bretlandi, einkum þó haustið og veturinn. Við þetta hafi bæst slök frammistaða Oasis-keðj- unnar, sem er í eigu Mosaic, og hafi bætt staða Karen Millen og Coast- merkjanna ekki nægt til að vinna upp á móti því. Þá segir að frammistaða Mosaic í Bretlandi skýrist að stórum hluta af harðnandi samkeppni og samdrætti í verslun en í öðrum löndum sé útlitið mun bjartara. Þannig hafi tekjur Karen Millen fyrir utan Bretland aukist um 67% á árinu og tekjur Oasis erlendis hafi aukist um 20%. Tap hjá Mosaic Derek Lovelock, forstjóri Mosaic. SAMKOMULAG hefur náðst milli fiskseljenda og -kaupenda í Noregi um að hækka lágmarksverð á nær öllum botnfiski. Undantekningin er þó smæsti og stærsti ufsinn, en verð á honum verður óbreytt. Mest verðhækkun verður á stærsta þorskinum eða um 17 krónur íslenzkar. Þannig verður lágmarksverð á hverju kílói af hausuðum og slægðum þorski yfir 2,5 kíló 243 krónur íslenzkar. Verð á milliþorski verður 209 krónur og fyrir smæsta þorskinn verður að greiða að lágmarki 153 krónur. Verð á stærstu ýsunni hækkar um 8,50 krónur og verður á bilinu 119 til 141 króna eftir veiðarfær- um. Fyrir stærsta ufsann fást nú 90 krónur, fyrir lýr fást 175 krón- ur. Nú verður að greiða 136 krónur fyrir þorskhrogn til manneldis, 51 krónu fyrir lifur og 5,65 krónur fyrir hvert kíló af þorskhausum. Verðið hefur aldrei verið hærra og skýrist það af mjög háu afurða- verði á nær öllum mörkuðum heimsins fyrir fiskmeti. Fiskverð hækkar í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.