Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 17 Ashgabat. AFP. | Talið er víst að starfandi forseti, Gurbanguly Berdymuk- hammedov, verði kjörinn arftaki hins einvalda Saparmurats Niyazovs í Mið- Asíulandinu Túrkmenistan. Niyazov, öðru nafni Turkmenbashi, lést nýlega eftir að hafa ríkt í 21 ár og hefur verið boðað til forsetakosn- inga í febrúar. Æðsta valdastofnun landsins, Þjóðarráðið, þar sem sitja 2.500 manns, breytti lögum á þriðju- dag til að gera Berdymukhammedov kleift að bjóða sig fram en áður mátti starfandi forseti ekki vera í fram- boði. Fimm aðrir verða í framboði og eru það lítt þekktir embættismenn sem ráðið valdi. Stjórnarandstæð- ingum, sem margir eru í útlegð, verður meinað að bjóða sig fram. Arftakinn er 49 ára gamall, lærði á sínum tíma tannlækningar, varð heilbrigðisráðherra 1997 og síðar að- stoðarforsætisráðherra. Hann stýrði þá m.a. þeirri ráðstöfun Turkmen- bashis að loka öllum spítölum í sveit- um landsins. Yfirmaður kjörnefndar hét því að sögn BBC að „gera allt“ til að tryggja sigur Berdymukhamme- dovs. Er arf- takinn fundinn? Berdymukham- medov spáð sigri Berdymukham- medov INDÓNESI skefur aur af stétt við kínverskt hof í Aceh-héraði í Indónesíu þar sem að minnsta kosti 109 manns hafa látið lífið af völdum flóða. Um 400.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín. Björg- unarsveitir reyndu í gær að bjarga hundruðum manna, sem urðu inn- lyksa á flóðasvæðunum, en björg- unarstarfið tafðist vegna óveðurs. AP Mannskæð flóð í Aceh New Orleans. AP. | John Edwards, varaforsetaefni demókrata í for- setakosningunum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir því að verða forsetaefni demókrata í næstu kosningum. Edwards skýrði frá ákvörðun sinni í New Orleans í gær og kvaðst hafa valið þá borg til að vekja athygli á efnahagslegri mis- munun í Bandaríkjunum. Edwards kvaðst ætla að leggja áherslu á að tryggja öllum Banda- ríkjamönnum heilsugæslu, efla miðstéttina, uppræta fátækt í Bandaríkjunum, beita sér fyrir al- þjóðlegum að- gerðum til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum í heimin- um og gera ráð- stafanir til þess að Bandaríkin yrðu ekki eins háð olíu. Þá sagði hann að fækka þyrfti í bandaríska herliðinu í Írak. Hugsanlegt er að John Kerry, forsetaefni í síðustu kosningum, gefi einnig kost á sér aftur í for- kosningum demókrata. John Edwards boðar framboð Leggur áherslu á baráttu gegn fátækt og loftslagsbreytingum í heiminum John Edwards UM 6.000 Afríkumenn hafa týnt lífi á árinu við tilraunir til að komast yfir hafið til Kanaríeyja sem til- heyra Spáni, að sögn yfirvalda á Spáni. Í frétt á vefsíðu breska rík- isútvarpsins, BBC, segir að 31.000 ólöglegir innflytjendur hafi komist alla leið eða sex sinnum fleiri en árið 2005. Flest ferðast fólkið á litlum tré- bátum sem eru oftast mjög of- hlaðnir. Strandgæslan reynir að finna bátana í tæka tíð en hún er fámenn og þorri fólksins stígur á land án þess að strandgæslumenn hafi haft afskipti af þeim fyrr en við sjálfa landtökuna. Spánverjar hafa margoft beðið önnur ríki Evr- ópusambandsins um aðstoð við að stemma stigu við innflytjenda- straumnum. Kanaríeyjar eru einn helsti áfangastaður fátækra Afríkumanna sem reyna að komast til Evrópu- landa í von um betra líf og atvinnu. Ekki er vitað með vissu hve margir láta lífið á leiðinni en talið víst að um þúsundir sé að ræða. Næst- æðsti maður innflytjendamála á Kanaríeyjum, Froilan Rodriguez, segir að alls hafi fundist um 600 lík á eyjunum og á ströndum nálægra Afríkulanda á árinu en fórnarlömb- in séu tíu sinnum fleiri. Harmleikur á hafinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.