Morgunblaðið - 29.12.2006, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „KASTLJÓSINU var fyrst varpað á Svölu á Listahátíð kvenna sem haldin var 1985, en í tengslum við hana var haldin kvikmyndahátíð. Þá gátu konur úr kvikmyndageiranum þess að hún hefði verið fyrsta ís- lenska konan til að leikstýra kvik- mynd. Þetta vakti enga athygli þá.“ Viðar Eggertsson, útvarpsmaður og leikstjóri, er að tala um Svölu Hannesdóttur, en nú er talið víst að Svala hafi leikstýrt myndinni Ágirnd, sem gerð var árið 1952. Í haust kom Kristín Jóhann- esdóttir kvikmyndaleikstjóri í út- varpsþátt til Viðars, og sagði honum frá Svölu, en tilefnið var það að á Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem þá stóð yfir var stofnuð Íslandsdeild alþjóðasamtaka kvikmyndagerð- arkvenna. Þar hafði verks Svölu verið minnst. „Kristín kveikti í mér, með sögu þessarar konu,“ segir Við- ar, sem fór að grafast nánar fyrir um hana. Röddin og lesturinn heilluðu Svala var meðal þeirra sem stunduðu nám í Leikskóla Ævars Kvaran áður en Þjóðleikhúsið var stofnað, og Viðari datt í hug að leita í safni Útvarpsins hvort eitthvað leyndist þar með leik eða lestri þessarar lítt þekktu listakonu. „Það hefur lítið varðveist frá þessum tíma. Það sem ég fann voru ein- hverjir leikþættir, ásamt ljóðalestri. Hún las stutt ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Mér fannst röddin og lesturinn heillandi, þannig að ég hafði samband við Vilborgu. Þá kom á daginn að þær höfðu verið sam- tíða og þekkst á árunum kringum 1950.“ Viðar hélt grúskinu áfram. Hann kveðst hafa fengið viðbrögð frá ættingjum Óskars Gíslasonar kvikmyndagerðarmanns við orðum Kristínar um að Svala hafi verið höfundur Ágirndar, en til þessa hef- ur myndin að öllu leyti verið talin höfundarverk hans. „Það vöknuðu spurningar um það hver sé höf- undur myndar, hvort það sé leik- stjóri, höfundur handrits eða fram- leiðandi, og mig langaði að leita svara við því hver höfundur Ágirnd- ar væri.“ Viðar segir Ágirnd sér- staka mynd; hún sé í mjög express- jónískum stíl, og ólík myndum Óskars og öðrum íslenskum mynd- um þess tíma. „Þetta er mynd án orða, þar sem ljós og skuggar leika stórt hlutverk, tónlist er leikin und- ir, en myndin er 35 mínútna löng.“ Viðar hafði samband við Kvik- myndasafn Íslands og fékk að sjá myndina. Í kjölfarið hafði hann uppi á þeim sem höfðu leikið í myndinni, en talaði einnig við ættingja og vini Óskars Gíslasonar. Hann tók viðtöl við þetta fólk um gerð myndarinnar og samstarf Svölu og Óskars. „Með því að taka viðtöl við allt þetta fólk raðaðist smám saman upp mjög Svala Hannesdóttir og dramatísk saga kvikmyndarinnar Ágirndar í útvarpsþætti Hún leikstýrði myndinni Leikstjórinn Viðar Eggertsson greinir frá atburðunum og lífi Svölu Hann- esdóttur og Óskars Gíslasonar kvikmyndagerðarmanna kringum gerð kvikmyndarinnar Ágirndar, á rás eitt kl. 14.40 á morgun. Dreymdi um að verða leikkona HINN ófyr- irsjáanlegi dansk-chileski listamaður Marco Evaristti hyggst lita snæ- þekju hæsta fjallstinds Vest- ur-Evrópu, Mo- unt Blanc, rauða. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu Agence Fance-Press. Hugmynd Evaristti er að setja lífrænt uppleysanlega málningu á Mount Blanc til að „auka meðvitund um þá mengun sem ferðamenn valda í Ölpunum“, að eigin sögn. Hann hefur þó ekki gefið upp tímasetningu umrædds gjörnings í þeirri vissu að frönsk stjórnvöld muni freista þess að stöðva hann. Evaristti áætlar að kostnaður við gjörninginn verði um 3,5 milljónir íslenskra króna. Fimmtán manns munu aðstoða hann við að koma um 1.200 lítrum af vatnsblandaðri málningu á tindinn og búa þannig til 2.500 fermetra rauðan flöt. Evaristti er fæddur í Chile en hefur búið í Danmörku frá því hann giftist Dana árið 1985. Árið 2000 olli verk eftir hann uppnámi, en þar gat að líta gullfisk í blandara sem gestum gafst kostur á að kveikja á. Hyggst lita tind Mount Blanc rauðan Marco Evaristti enn einu sinni á ferðinni Marco Evaristti ÁÐUR óþekkt píanóverk, sem talið er vera eitt af æskuverkum tón- skáldsins Wolfgangs Amadeus Moz- arts, er komið í leitirnar. Verkið fannst í Salzburg í Austurríki þar sem Mozart fæddist fyrir 250 árum og verður leikið opinberlega í borg- inni í dag á sérstökum Mozarttón- leikum. Fundurinn kom þannig til að safni biskupsstofunnar í Austurríki voru fyrir nokkru boðin nokkur óundirrituð nótnahandrit. Meðal handritanna var eitt sem nefndist Allegro di Wolfgango Mozart og hafa sérfræðingar nú komist að þeirri niðurstöðu að Mozart hafi í raun samið verkið þegar hann var á aldrinum 6–10 ára. Annað verk í safninu kann einnig að vera eftir Mozart. Mozartverk í leitirnar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NÝTT íslenskt verk, Svona eru menn eftir þá Einar Kárason og Kristján Kristjánsson, verður frumsýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld. Ekki er um eig- inlegt leikverk að ræða heldur frá- sögn Einars af uppvaxtarárum Kristjáns, sem Einar segir að hafi verið skrautleg í meira lagi. „Ég hef lengi haft af því veður að KK ætti sér mjög sérkennilegan bak- grunn og uppvaxtarsögu. Hann fæddist sem amerískur ríkisborgari og ólst upp sem kani. Pabbi hans var ákaflega litríkur maður og lenti í hinum furðulegustu mannraunum og ævintýrum. Hann endaði til dæmis á því að týnast í Víetnam, en kom reyndar í leitirnar aftur,“ segir Einar. „Þetta varð til þess að ég skrifaði bók um KK fyrir fjórum ár- um síðan sem hét Þangað sem vind- urinn blæs. Það var ævisaga en þetta er svona uppvaxtarsaga sem við erum með núna, þetta er sagan um bakgrunn hans og þeir nafnarn- ir, hann og pabbi hans, eru aðal- persónurnar í þessu.“ Tónlist og tímaflakk Í verkinu er saga KK rakin til 21 árs aldurs, en að sögn Einars er miðað við þann aldur í ljósi þess að samkvæmt amerískri siðvenju eru menn þá taldir fullorðnir. Þá segir Einar að hann muni ekki fylgja beinni tímalínu í einu og öllu heldur muni hann fara fram og til baka í tíma. „Svo er náttúrlega í þessu það sem ekki var í bókinni og það er tónlistin. Ég segi söguna, stend á gólfinu og segi hana, en KK spilar tónlist á milli,“ segir Einar og bætir því við að bæði sé um ný og gömul lög úr smiðju KK að ræða, þar á meðal nýtt titillag, Svona eru menn. Aðspurður segir Einar verkið að miklu leyti byggt á bókinni sem kom út fyrir fjórum árum. „Þar lærði ég þessa sögu, fékk hana upp úr KK, bróður hans og fleira fólki og fyrir vikið kann ég hana ágæt- lega og þess vegna hentar mér ágætlega að segja hana,“ segir hann. „Ég get alveg lofað því að sagan er mjög spennandi en svo verða aðrir að dæma um hvernig ég kem henni frá mér, hvort ég hef réttu tæknina til að segja hana. En ég geri mitt besta.“ Enginn leikari Aðspurður um ástæðu þess að verkið er sett upp í Landnámssetr- inu í Borgarnesi segir Einar það hafa legið beinast við. „Þetta er feikilega góður staður fyrir svona, Söguloftið svokallaða. Svo stofnaði Kjartan Ragnarsson Landnáms- setrið og rekur það, og hann er nú gamall samstarfsmaður okkar beggja. Hann gerði leikrit upp úr Leikhús | Nýtt íslenskt verk byggt á uppvexti KK sett upp í Landnámssetrinu í Borgarnesi Sérkennileg ör- lagasaga blúsara Sögumenn „Ég hef lengi haft af því veður að KK ætti sér mjög sérkenni- legan bakgrunn og uppvaxtarsögu,“ segir Einar. Í HNOTSKURN » Svala Hannesdóttir fæddistárið 1928. Hana dreymdi um að verða leikkona. » Svala stundaði leiklistarnámí skóla Ævars Kvaran á ár- unum kringum 1950. » Árið 1952 fór hún með leik-þátt sem hún hafði gert fyrir skólann til Óskars Gíslasonar kvikmyndagerðarmanns og langaði til að gerð yrði úr honum kvikmynd. » Svala leikstýrði kvikmynd-inni Ágirnd, árið 1952, en Óskar Gíslason, sem var þekktur kvikmyndagerðarmaður fram- leiddi myndina og kvikmyndaði. » Ágirnd olli mikilli hneykslanvið frumsýningu og voru sýn- ingar bannaðar um tíma. ÁRAMÓTAUPPGJÖR menn- ingarsmiðjunnar Populus tre- mula, sem staðsett er í kjallara Listagilsins á Akureyri, fer fram í kvöld. Hljómsveit húss- ins flytur valin lög eftir ástr- alska tónlistarmanninn Nick Cave en hljómsveitin er svo skipuð: Arnar Tryggvason, pí- anó og orgel, Atli Hafþórsson, bassi og trommur, Bárður Heiðar Sigurðsson, gítar, Guðmundur Egill Er- lendsson, gítar, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, bassi, og Kristján Pétur Sigurðsson, söngur. Upp- gjörið hefst klukkan 22 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Aðgangur ókeypis. Tónlist Áramótauppgjör Populus tremula Nick Cave JÓLATÓNLEIKAR Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld 20. Á tónleikunum flytja málmblásarakór og -kvintett úr lúðrasveitinni m.a. verk eftir Bruckner, Gabrieli og Händel í bland við jólasálma. Lúðrasveit Hafnarfjarðar hefur verið starfandi í yfir hálfa öld. Í dag eru u.þ.b. 30 hljóðfæraleikarar starfandi með lúðrasveitinni. Meirihlutinn er ungt fólk, á aldrinum 15–25 ára. Stjórnandi sveitarinnar er Þorleikur Jóhann- esson. Jólatónleikar Lúðrablástur í Hafnarfirði Hafnarfjarð- arkirkja HLJÓMSVEITIN Á móti sól leikur á stórdansleik á Broadway annað kvöld, laug- ardaginn 30. desember. Með hljómsveitinni kemur fram sérstakur Rockstar-gestur „sem ekki vill láta nafns síns getið en er frekar lágvaxin dama með ótrúlega söng- hæfileika,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ballið verður síðasta ball hljómsveitarinnar um óákveðinn tíma þar sem söngvarinn, Magni Ásgeirsson, er á leiðinni til Bandaríkjanna til að hita upp fyrir Rockstar Supernova hljóm- sveitina. Popptónleikar Á móti sól ásamt gesti á Broadway Magni Ásgeirsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.