Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 19
dramatísk mynd af Óskari og Svölu. Óskar Gíslason átti um tíu ára feril í kvikmyndagerð. Á miðjum ferli sín- um hóf hann að gera leiknar mynd- ir, en fékk þá jafnan leikstjóra sér til aðstoðar, oftast Ævar Kvaran. Svala leikstýrði hins vegar Ágirnd. Með því að fá lýsingar viðmælenda minna á því sem gerðist á tökustað erum við nokkru nær um það hvaða tökum Svala beitti við gerð hennar og hver hennar þáttur var í henni.“ Viðar segir að ekki fari á milli mála að Óskar hafi bæði framleitt mynd- ina, tekið hana og klippt. „Svala virðist þó óvéfengjanlega hafa leik- stýrt henni, eins og fram kemur í upphafi myndarinnar, en hún var líka höfundur sögunnar sjálfrar og sá um lýsinguna.“ Ágirnd var tekin á þremur dögum á sviði Þjóðleik- hússins árið 1952, þar sem bestu að- stæður voru, ljósaborð og lýsing sem stíll myndarinnar krafðist. Svala Hannesdóttir fæddist 15. desember 1928. 12 ára varð hún fyr- ir þeirri ógæfu, að sögn Viðars, að skæri fór í annað auga hennar og olli henni blindu á því. „Hana dreymdi um að verða listakona, en örið sem hún bar hefti hana í því að sá draumur gæti á þeim tíma ræst.“ Svala var við leiklistarnám í Leik- skóla Ævars Kvaran kringum 1950. Ágirnd var upphaflega látbragðs- leikþáttur sem hún samdi fyrir skól- ann, en var lagaður að kvikmynda- forminu við gerð myndarinnar. Bæði upplifðu Óskar og Svala mikla persónulega erfiðleika í kjölfar Ágirndar að sögn Viðars. „Svala varð á vissan hátt gjaldþrota í sínu lífi, sem endaði í einmanaleika eftir dramatískt lífshlaup. Þegar hún var jarðsungin árið 1993 var hún öllum gleymd og ekkert skrifað um hana. Það má segja að uppgangur Svölu og Óskars við gerð myndarinnar hafi um leið verið hrun þeirra beggja.“ Djöflaeyjunni og við höfum verið viðriðnir þrjú leikrit saman. Hann vann líka með KK þegar hann setti upp Þrúgur reiðinnar í Borgarleik- húsinu, þá fékk hann KK sem var nýfluttur heim til Íslands eftir að hafa búið erlendis tvo þriðju hluta ævinnar,“ segir Einar og bætir því við að kalla megi Kjartan leikstjóra verksins, þótt ekki sé um eiginlegt leikrit að ræða þar sem Einar sýni litla leikræna tilburði. „Ég ætla nú ekki að fara að hrósa mér fyrir það. En það fylgir svo sem oft þegar maður segir sögur að það er ein- hver líkamstjáning. Annars er ég voðalega lítið meðvitaður, ég er bara að hugsa um söguna og ekki að horfa á sjálfan mig utan frá. Aldrei eins Einar segir nokkurn veginn sömu söguna á hverri sýningu, en hann segir þó að engin sýning verði eins. „Við erum búnir að renna í gegnum þetta nokkrum sinnum og höfum haft gaman af því að fólk var að heyra sögur sem það hafði ekki heyrt áður. Það tilheyrir, þetta fer bara eftir stemningu. Í stórum dráttum er sagan sú sama allan tímann en svo raðast það eftir stemningu hvaða litlu myndir er verið að draga upp, hvaða smásög- ur koma í hugann hverju sinni,“ segir hann. „Ég hef reynt að beita sjálfan mig aga varðandi það að vera ekki að búa til einhverja þulu, heldur vera með einhvern sögu- ramma sem ég get leikið mér með. Þá getum við líka leyft okkur út- úrdúra og einhverjar litlar hug- myndir sem koma upp hverju sinni.“ Í Landnámssetrinu hefur verið lögð áhersla á að gera Íslendinga- sögunum góð skil, en þar var til að mynda leikritið Mr. Skallagrímsson sett upp við miklar vinsældir. Einar vill þó ekki kalla sögu KK eiginlega Íslendingasögu. „Ég treysti mér nú ekki til þess að gefa því þá einkunn. Þessi saga er þó mikil örlagasaga fjölskyldu, eins og algengt var í okkar fornu sögum. En ég er feim- inn við að vera að tala um sjálfan mig í sömu andrá og Íslendingasög- urnar, það er nú bara guðlast.“ Eins og áður segir verður verkið frumsýnt í kvöld, en annað kvöld verður sérstök hátíðarsýning. Verkið tekur um tvær klukkustund- ir í flutningi með hléi. www.landnamssetur.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 19 Að SÖGN sérfræðinga gæti verið að eitt af heimsins fræg- ustu málverkum, Ópið eftir Edvard Munch, hefði orðið fyrir óafturkræfum skaða. Norska lögreglan komst yfir málverkið og annað frægt verk eftir Munch, Madonnu, í ágúst sl., tveimur árum eftir að vopnaðir þjófar höfðu verkin á brott með sér af Munch-safninu í Ósló. Sérfræð- ingar munu skila norsku lögreglunni 200 blaðsíðna skýrslu um ástand verkanna í dag. Í skýrslunni eru m.a. settar fram áhyggjur sérfræðinganna af ástandi verksins, en hluti þess hefur orðið fyrir rakaskemmdum. Talsmaður Munch-safnsins í Ósló, Jorunn Chri- stoffersen, sagði við fjölmiðla á þriðjudaginn að safnið hygðist ekki tjá sig frekar um ástand hinna endurheimtu verka fyrr en eftir að skýrslan lægi fyr- ir. Hún vísaði þó í útdrátt úr skýrslunni sem birtist á vef safnsins en þar kem- ur fram að enn sé unnið að því að greina hvers konar vökvi olli rakaskemmd- unum. Myndlist Hefur Ópið eftir Munch orðið fyrir óafturkræfum skaða? Ópið „ÞEGAR kvikmyndin Ágirnd var frumsýnd, í desember 1952, olli hún miklu fjaðrafoki og lögreglan stöðvaði sýningarnar sem fóru fram í Tjarnarbíói, sem var í eigu Háskóla Íslands. Myndin var for- dæmd úr predikunarstólum lands- ins og presti í útvarpsmessu fannst verst að þessi hroðalega mynd skyldi vera sprottin úr hugarheimi ungrar Reykjavíkurstúlku. Ákveðið var að leyfa sýningar á myndinni aftur en þá brá svo við að Háskólinn vildi ekki að hún yrði sýnd í sínu bíói. Óskar, sem framleiðandi myndarinnar, brá þá á það ráð að fá hana sýnda í Hafnarbíói og það gekk alveg þokkalega,“ segir Viðar Eggertsson. Hann upplýsir ekki allt um það sem gerðist í tengslum við þessa dramatísku kvikmyndasýningu en á morgun kl. 14.40 verður hann með þátt á rás eitt þar sem nánar verður greint frá atburðunum og lífi Svölu Hannesdóttur og Óskars Gíslasonar kringum gerð mynd- arinnar Ágirndar, árið 1952. „Þau lentu í ýmiss konar per- sónulegum þrengingum á þessum tíma sem enduðu með gjaldþroti Óskars og því að Svala flutti úr landi. Þeir skelfilegu atburðir sem gerðust í myndinni kristölluðust í þeirra eigin lífi. Þessu reyni ég að koma til skila í útvarpsþættinum. Frásagnarmenn mínir segja sumir að Svala hafi haft ótvíræða hæfi- leika og verið einstaklega spenn- andi persónuleiki. Hún hefði kannski orðið mjög góð leikkona hefði hún fengið að feta þá braut.“ Hroðalegur hugarheimur Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is SKEMMTU fiÉR VEL UM ÁRAMÓTIN GAMLÁRSKVÖLD Kveiktu á útikertum 2 stk. saman í pakka Pússa›u skóna fyrir veisluna me› Max skóábur›i Helltu í glösin 10 stk. saman í pakka N†ÁRSDAGUR Hreinsa›u skóstrikin af gólfinu me› SD-20 Hreinsa›u rau›víni› úr teppinu/sófanum me› Contempo Spotting Solution fivo›u upp me› svampburstanum Eyddu reykjarlyktinni me› Airlift Skelltu á flig Wild Glove hönskum, margar ger›ir fáanlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.