Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 21 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Fyrsta jólakortið sem ég fékk var frá dönskum strák sem var að læra í Kína. Þá var ég 18 ára. Hann hafði skreytt það með jólatré, jólasveini og snjó sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var. Svo las ég „Merry Christmas“ og ég og vinkona mín lit- um hvor á aðra og spurðum: Hvað þýðir eig- inlega þetta Merry Christmas?“ sagði Lan Mei í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Mei Mei, eins og hún er kölluð, er frá Suð- ur-Kína en hefur verið búsett á Íslandi í 10 ár, nú í Reykjanesbæ ásamt eiginmanninum, Lofti Kristni Vilhjálmssyni, og tveimur son- um. Fjölskyldan hefur tekið upp ýmsar hefðir úr íslensku jólahaldi en hvorugt hjónanna er kristinnar trúar. Það heyrist strax á máli Lan Mei að hún er ákaflega ánægð á Íslandi og hún talar góða ís- lensku enda virðist hún hafa verið bæði víðsýn og fordómalaus þegar hún kom hingað fyrst. Hún rak veitingahús í Suður-Kína fyrir er- lenda ferðamenn og þar kynntist hún manni sínum fyrst. „Ég lærði ferðamálafræði í Kína en Kína var mjög lokað land allan þann tíma sem ég bjó þar. Í kennslubókum var varla minnst á önnur lönd og okkur var bannað að vera trúuð. Engar fréttir bárust erlendis frá þannig að umheimurinn var okkur alveg lok- aður. Suður-Kína var hins vegar vinsæll ferðamannastaður en það voru engir veitinga- eða skemmtistaðir fyrir ferðamenn þarna. Mér datt því í hug að opna veitingastað í heimabæ mínum með erlendum mat, sem varð sá fyrsti í Suður-Kína,“ sagði Mei Mei og tek- ur fram að hún hafi lítið vitað um þess háttar matseld. „Systir mín, sem býr í Ameríku, sendi mér uppskriftir af til dæmis hamborg- urum og frönskum kartöflum svo ég gæti búið það til.“ Á veitingastað sínum kynnst Mei Mei fólki frá ýmsum löndum, sem víkkaði sjóndeildar- hring hennar smátt og smátt. Þannig bauðst kennari frá Wales til að þjálfa hana í ensku gegn fríum máltíðum. Eitt sinn kom inn víð- förull íslenskur ferðalangur, sem sagðist vera kokkur á veitingastað á Íslandi. Þarna var kominn Loftur Kristinn Vilhjálmsson, sem síðar varð eiginmaður Mei Mei, og eftir nánari kynni bauð hann henni til Íslands. Hún hafði aldrei heyrt á þetta land minnst en ákvað að slá til því hún hafði löngun til þess að kynnast fleiri löndum. Við tók mikil pappírsvinna og til Kína fór hún ekki aftur, nema í heimsóknir. Mei Mei byrjaði fljótlega að læra íslensku en sló svo slöku við þegar hún vann fyrir her- inn á Keflavíkurflugvelli enda var ætlun henn- ar alltaf að fara aftur til Kína. Hún er ekki farin enn, þó fjölskyldan stefni þangað enn þá, og hún ákvað því að taka íslenskuna fastari tökum og hefur undanfarið verið í einka- kennslu. Auk þess starfar hún nú í íslensku málumhverfi, hjá Flugmálastjórn Keflavíkur- flugvallar. Synirnir velji sjálfir Henni líkaði vel við Ísland alveg frá upphafi og sagðist hafa fundið strax við lendingu í fyrstu heimsókninni að hér væri annað and- rúmsloft. Hún nefndi atriði sem margir ferða- menn og nýir Íslendingar segja einkennandi fyrir Ísland. „Mér finnst frelsið hérna á Ís- landi æðislegt. Fólk hér getur gert nánast það sem það vill. Ég nefndi þetta einu sinni í vinnunni og hvað það væri æðislegt að geta trúað því sem maður vill trúa. Þá bættu vinnufélagar mínir við að ég gæti pantað tíma hjá forsetanum. Vá, ég ætlaði ekki að trúa þessu. Þetta væri ekki möguleiki í Kína.“ Þrátt fyrir trúfrelsið hefur Mei Mei ekki tekið upp neina trú eftir að hún fluttist til Íslands og eiginmaðurinn er einnig trúleysingi. Þau hafa hins vegar tekið upp ýmsa siði úr krist- inni trú sonanna vegna en Mei Mei segir þá sjálfa verða að ákvað hvað þeir vilji gera. Eldri sonurinn hafi til dæmis kosið að fermast ekki í kirkjunni síðastliðið vor en haldin var veisla heima hjá þeim. „Við förum í kirkju í skírnir, jarðarfarir og giftingar og okkur finnst gaman að taka þátt í jólaundirbún- ingnum og fara á jólaböll og svoleiðis. Við bökum, skreytum og setjum upp jólatré og skó í gluggann svo að strákarnir okkar fái að upplifa það sem flest önnur íslensk börn upp- lifa.“ Mei Mei sagði ennfremur að áramótin haldi þau með líku sniði og aðrir Íslendingar en kín- versk áramót eru ekki fyrr en 18. febrúar. Þá tekur ár svínsins við af ári hundsins. „Ég reyni að halda upp á þau líka en oft er ég að vinna á þessum degi. Í Kína klæðast allir rauðu á áramótunum, skreyta með rauðu og borða fisk. Fiskur táknar velgengni í Kína. En þó ég haldi í kínverskar hefðir hafa þær ís- lensku orðið ofan á,“ sagði Lan Mei að lokum. „Mér finnst frelsið hérna æðislegt“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Íslenskt jólahald Lan Mei hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur tekið upp ýmsa siði sem tengj- ast kristinni trú þó sjálf sé hún trúleysingi. Hún heldur bæði upp á íslensk og kínversk áramót. Í HNOTSKURN »Fjölskyldan bakar, skreytir og seturskó í gluggann fyrir börnin, þótt for- eldrarnir játi ekki kristna trú. »Lan Mei fagnar tvennum áramótum,ef hún er ekki að vinna á þeim kín- versku. »Hún lærir íslensku þótt hugurinnstefni til Suður-Kína. Lan Mei og fjölskylda taka upp ýmsar hefðir úr íslensku jólahaldi AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Kárahnjúkavirkjun | Deildar mein- ingar eru um hvort lífvænlegt verður fyrir lífverur í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í framtíð- inni. Hilmar J. Malmquist vatna- líffræðingur segir að fyrir liggi all- ítarlegar rannsóknir á vatnalífríki á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjun- ar þar sem m.a. er spáð í hvers eðl- is lífríki Hálslóns verður. Þær bendi til að það verði fátæklegt, m.a. vegna mikils svifaurs, vatns- borðssveiflu og lágs hitastigs. Að þessum rannsóknum komu þrjár rannsóknastofnanir, Nátt- úrufræðistofa Kópavogs, Líffræði- stofnun Háskólans og Veiðimála- stofnun. Rannsóknirnar voru unnar í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun Íslands og kostaðar af Landsvirkjun. Allt að 75 m vatnsborðssveifla Heiti rannsóknaskýrslunnar er Vatnalífríki á virkjanaslóð, áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjun- ar ásamt Laugarfellsveitu, Bessa- staðaárveitu, Jökulsárveitu, Haf- ursárveitu og Hraunaveitum á vistfræði vatnakerfa. Höfundar skýrslunnar eru Hilmar J. Malm- quist og 10 aðrir vísindamenn. Í skýrslunni segir m.a. að við hæstu vatnsstöðu, 625 m y.s., verði Háls- lón um 57 km2 og um 2.400 Gl að rúmmáli en við lægstu stöðu, 550 m y.s, verður það einungis um 10 km2 og um 300 Gl að rúmmáli. Vatns- borðssveifla vegna miðlunarinnar geti samkvæmt þessu numið allt að 75 m en verði oftast milli 35 og 55 m eftir fyrri áfanga virkjunarinnar en eykst nokkuð eftir seinni áfang- ann. Eftir fyrri áfanga virkjunar- innar mun Hálslón að jafnaði fyll- ast um miðjan ágúst eða snemma í september og haldast fullt til loka október en eftir seinni áfangann mun lónið að jafnaði fyllast einni til tveim vikum fyrr. Svifaur í yfirfallsvatninu og í vatni sem miðlað er til virkjunar- innar er talinn nema um 220 mg/l. Mestur svifaur verður næst jökli en minnstur næst Kárahnjúka- stíflu (um 220 mg/l) og gerir það að verkum að rýni verður mjög lítið í Hálslóni, um 10–15 cm. Því verður framleiðsla svifþörunga og svif- dýra lítil sem engin í lóninu. Mjög miklar vatnsborðssveiflur hafa í för með sér að lífsskilyrði verða af- ar óhagstæð flestum vatnadýrum, ekki síst fyrir fiska, bæði á lón- botninum og í fjörunni á sveiflu- svæðinu. Uppblástur á 20–30 ferkm Í skýrslunni segir að ekki sé ljóst hve langan tíma það mun taka gróður og jarðveg sem fer undir vatn í Hálslóni að hverfa, né hver áhrif rof-, rotnunar- og efnalosun- arferla sem fylgja kaffæringu gróðurs og jarðvegs verða á vatna- lífríki í lóninu eða í afrennslisveg- um þess. Hálslón mun að jafnaði fyllast um miðjan ágúst eða snemma í september eftir fyrri áfanga virkjunarinnar og haldast fullt til loka október. Eftir seinni áfanga virkjunarinnar mun lónið að jafnaði fyllast einni til tveim vik- um fyrr. Það er því ljóst að þegar snjóa leysir og þorna tekur mun jökulset ásamt öðrum fínum jarð- efnum mjög líklega blása upp úr lónstæðinu á svæði sem þekur um 20–30 km2. Þá segir, að lífsskilyrði í Jökulsá á Dal verði óstöðug og rýr vegna rennslissveiflna og gruggs. Mikil vatnsborðssveifla, svifaur og lágt hitastig lónsins óhagstæð lífríki Vísindamenn segja lífríki Hálslóns verða fátæklegt Morgunblaðið/RAX Vetrarríki Rannsóknir vísindamanna benda til að ekki verði um mikið lífríki að ræða í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar þegar fram líða stundir. Í HNOTSKURN » Rannsóknir vísindamannaá lífríki á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar benda ekki til að lífríki Hálslóns verði fjölskrúðugt. »Allt að 75 m vatnsborðs-sveifla, mikill svifaur og lágt hitastig gerir lónið óhag- stætt flestum vatnadýrum. »Lítil sem engin framleiðslaverður á svifþörungum og svifdýrum í lóninu. »Vatnsborðssveiflur valdaþví að lífsskilyrði verða óhagstæð fiskum, bæði á lón- botni og í fjörunni á sveiflu- svæði. Fáskrúðsfjörður | Börnin á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði undirbjuggu jólin af kostgæfni eins og aðrir landsmenn og njóta nú uppskerunnar; hátíðar með fjöl- skyldum sínum og fallegra jólagjafa. Jólabörn á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Í fínasta pússi Kærabæjarhópurinn fríði á litlu jólunum skömmu fyrir jólin. Djúpivogur | Í nágrenni Djúpavogs er víð- áttumikil og sendin strönd sem nýtur æ meiri vinsælda til útivistar. Þar færist í vöxt að íbúar fari í göngutúra og andi að sér fersku sjávarloftinu. Þá er ströndin einnig vinsæl fyrir mótorsport og það mátti m.a. sjá annan dag jóla þegar þeir Ragnar Rafn Eðvaldsson og Skúli Andrés- son þeystu um sandana á tveimur mis- stórum mótorfákum. Brugðið á leik í fjöruborðinu Morgunblaðið/Andrés Skúlason Hjólað Það mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sér betur á farskjóta sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.