Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 25
Algerlega óeðlileg dýr Ólíkt geitunum eiga hænurnar, sem vappa um í rúmgóðu búri næst við geitastíuna sér ekki nöfn. „Í upp- hafi voru fæstar þeirra svartar og þá nefndum við eina þeirra Krummu. Þegar þeim fjölgaði datt nafnagjöfin hins vegar upp fyrir. Í Íslendinga- sögunum er á einum stað sagt frá litlum, svörtum hænum sem vappa um bæjarhlað. Helga finnst þetta svo merkilegt að hann vill helst bara hafa svartar hænur.“ Eins og vera ber eru þær svörtu iðnar við varp og sjá heimilisfólki bæði fyrir eggjum og kjúklingum. Að sögn Beate finnst þeim best að vera lausar, en helst inni. „Það er nú sagt að það eigi að vera gott að hafa hæn- ur úti en þegar maður opnar fyrir þeim hoppa þær niður, hlaupa með- fram veggnum og koma inn hjá geit- unum og hanga svo inni.“ Innar í fjósinu glittir í hvíta og flosmjúka hnoðra í stórum búrum. „Þetta eru angórukanínurnar okk- ar,“ upplýsir Beate. „Þær virðast risastórar en undir öllum feldinum eru pínulitlar kanínur sem við klipp- um á þriggja mánaða fresti. Ullina sel ég svo til Ullarselsins á Hvann- eyri.“ Áður vann Beate sjálf úr ull- inni en hefur haft lítinn tíma til þess eftir að börnin komu til sögunnar. „Hins vegar sest ég bara niður og spinn og prjóna ef mig langar í angóruullarsokka. Svo kemur svolítil ull af geitunum líka. Sagt er að mað- ur fari ekki í geitarhús að leita ullar en það er vitleysa því á vorin fara þær að losa sig við þelið sem er fín- asta ull þegar það er greitt úr þeim.“ Angórukanínurnar eru ekki eins sjálfvirkar þegar kemur að því að losa sig við feldinn. „Í raun eru þær algerlega óeðlileg dýr,“ segir Beate. „Ef maður hleypti þeim út dræpust þær strax því ullin þolir enga bleytu. Hún er svo þétt að hún losar sig ekki við raka og því krókna þær ef það rignir. Ullin vex líka endalaust og ef þær lifa nógu lengi fara hárin að vaxa inn í munninn á þeim svo þær stíflast og drepast. Þær eru því alveg háðar því að mannskepnan klippi þær reglulega.“ „Mjá,“ samsinnir kisa sem hefur meiri áhuga á gestinum í fjósinu en ferfætlingunum sem hann er að virða fyrir sér. „Loppa hefur aldrei sýnt áhuga á að veiða neitt dýr hérna,“ segir Beate um leið og hún klappar vinkonu sinni. „Hún spígsporar t.d. sallaróleg á milli hænanna þegar þær eru lausar.“ Aldrei traðkað á öðru dýri Í búri skammt frá þeim loðnu kúr- ir grá og svolítið hlussuleg kanína sem ólíkt öðrum kanínum hefur ákveðið að snúa eyrunum niður á við í stað upp. „Þetta er hann Eyrna- slapi sem er holdakanína eða nánar tiltekið frönsk hrútskanína,“ segir hún og bætir við að lafandi eyrun séu einkennandi fyrir kynið. „Ég keypti hann á Klausturseli í Jökuldalnum. Ég var þar með vinkonu minni sem var að kaupa sér fasana. Þegar ég sá þessa flottu kanínu varð ég bara að kaupa hana.“ Örlög afkomenda Eyrnaslapa eru að metta maga og munna mannfólks- ins sem hann elur. „Þetta er mjög gott kjöt,“ segir Beate. „Mörgum finnst erfið tilhugsun að borða dýrin en fyrir þá sem eru aldir upp í sveit er það bara eðlileg hringrás. Ég greini samt á milli gæludýra og ann- arra dýra og t.d. er höfðingi Eyrna- slapi gæludýr í mínum huga. Hann verður aldrei borðaður heldur jarð- aður þegar hann fer. Ungarnir hans eru hins vegar bara kjötkanínur sem við ætlum ekki að eiga. Þeir fá engin nöfn og maður er heldur ekkert að klappa þeim og kjassa.“ Fasanaparið sem vinkonan festi kaup á í sömu ferð endaði svo í fjós- inu hjá Beate. „Þeir eru búnir að vera gestir hérna í tvö ár,“ segir hún og fitjar upp á nefið. „Fasanar eru nú ekki skemmtileg húsdýr að mínu viti, hræddir og styggir og hlaupa fram og til baka af stressi.“ Kvenfuglinn hefur ekki eirð í sér til að liggja á eggjum sínum. „Næsta vor ætla ég að fá hænurnar til að liggja á fyrir hana enda eru þær svo eggsjúkar á vorin. Hingað til höfum við bara borðað eggin og til dæmis er fínt að gera fasanapönnukökur.“ Eins og fasanar, geitur, fiskar, köttur, hænur og tvær tegundir af kanínum sé ekki nóg leigir Beate út sex hesthúsapláss í fjósinu á veturna. „Það er mjög huggulegt þegar hross- in eru líka hér inni. Einn hesturinn er svolítið taugaóstyrkur en eigand- inn segir hann aldrei eins afslapp- aðan og þegar hann er hér innan um dýrin. Hænurnar ganga óhikað undir skepnurnar og á vorin eru kiðling- arnir skoppandi út um allt. Það hefur þó aldrei gerst að hestarnir hafi traðkað á öðru dýri.“ Vita varla hvað geit er Það kemur ekki á óvart að leik- skólar og skólar á Akureyri hafi sóst eftir því að fá að koma með börn í heimsókn til dýranna hennar Beate. „Ég held að það hafi verið skóla- heimsókn á hverjum virkum degi í maí síðastliðnum, þótt við höfum aldrei auglýst þetta eða tekið neitt fyrir. Mér finnst gaman að börnin fái að kynnast sveitinni því stundum vita fimm, sex ára krakkar varla hvað geit er. Mjólkin og kjötið kemur bara úr Nettó eða Bónus.“ Aðspurð þvertekur hún fyrir að mikil vinna fylgi öllu dýrahaldinu. „Þetta er mjög lítið mál,“ segir hún með áherslu. „Geiturnar ganga á tað- gólfi sem mokað er út einu sinni á ári eins og hjá kindunum. Svo gefur maður einu sinni á dag. Auðvitað getur maður léttilega eytt nokkrum klukkutímum á dag í að dúlla sér með dýrunum ef maður vill en þetta þarf ekki að taka meira en tíu mín- útur daglega.“ ben@mbl.is Í hásæti Geitin Nína á stallinum í stíunni. Höfðinginn Beate Stormo með holdakanínunni Eyrnaslapa. Mjá Kötturinn Loppa, sem er 17 ára, og elsti sonurinn Jóhannes. Mér finnst gaman að börnin fái að kynnast sveitinni því stundum vita fimm, sex ára krakkar varla hvað geit er. Mjólkin og kjötið kemur bara úr Nettó eða Bónus. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 25 Opið í dag kl. 10–18 Sími 590 5760 Ta km ar ka ðu r f jö ld i! VW P ol o 2 00 5 ár ge rð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 9 9 6 Aðeins 13.990 kr. á mánuði. M.v. 50.000 kr. útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða. Tröllapakki frá Hjálparsveit Skáta í Reykjavík fylgir hverjum bíl! No ta ði r b íla r í to pp sta nd i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.