Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MINNKANDI KRÖFUR? Hjalti Jón Sveinsson, skóla-meistari Verkmenntaskólansá Akureyri, tók upp talsvert alvarlegt mál í ræðu sinni er skólinn útskrifaði nemendur fyrir jólahátíð- ina. Skólameistarinn benti á að við- horf nemenda virtust vera að breyt- ast í þá veru að æ fleiri litu svo á að þeir þyrftu ekki að læra heima. „Ný- legar rannsóknir benda til þess að stór hópur framhaldsskólanemenda ver ótrúlega litlum tíma til heima- náms – jafnvel innan við klukkustund á dag. Sumir nemendur fullyrða í samræðum sínum við kennara að þeir telji nægjanlegt að fylgjast vel með í kennslustundum, þá eigi þeir ekki að þurfa að leggja meira á sig,“ sagði Hjalti Jón. Það hlýtur að vera rannsóknarefni að grafast fyrir um orsakir þvílíks reginmisskilnings. Kennari nær auð- vitað aldrei að komast yfir allt náms- efni vetrarins í tímum, heldur aðeins nokkur aðalatriði. Fólk verður að lesa bækurnar, sem ætlazt er til að það tileinki sér. Og væntanlega er prófað úr öllu námsefninu í fram- haldsskólum, en ekki aðeins því, sem farið var yfir í tímum. Hjalti Jón segir hins vegar að með- al kennara hafi sú spurning komið upp hvort skólinn dragi úr kröfum vegna þessa. „Hvort við gerum minni kröfur vitandi það að margir nem- endur okkar hafa ekki undirbúið sig í samræmi við það sem við settum þeim fyrir áður en við kvöddum þá í lok síðustu kennslustundar.“ Slíkt má auðvitað ekki gerast. Ef Ísland á að vera samkeppnisfært við önnur lönd á tímum þegar menntun skiptir sífellt meira máli verður að auka kröfurnar í menntakerfinu en ekki minnka þær. Og það er gott ef menn hafa áttað sig á því í VMA hvert stefnir og leitast við að snúa þróun- inni við. Hjalti Jón Sveinsson sagði í ræðu sinni að margir nemendur væru sáttir við að ljúka áfanga með fimm í einkunn, þ.e. með því að ná helmingi markmiðanna sem sett voru. Slík vinnubrögð gengju auðvitað aldrei á vinnumarkaðnum. Hann sagði að þess vegna hefðu menn í VMA velt því fyrir sér hvort hækka ætti lág- markið á prófi upp í sex eða sjö. Það er auðvitað skynsamleg stefna. Hvað hefur fyrirtæki að gera með fólk sem fær full laun en nær bara 50% ár- angri? En vinnumarkaðurinn á kannski sína sök á dvínandi áhuga á heima- námi og versnandi árangri nemenda. Hjalti Jón benti á að ein ástæða þess að nemendur litu ekki í bækurnar ut- an skólatíma væri mikil vinna. Það er orðið mjög algengt að framhalds- skólanemar vinni; algengara en áður. Og hafa þó nánast allar fjölskyldur úr meiru að spila. Ástæðurnar eru lík- lega annars vegar gífurleg ásókn fyr- irtækja í vinnuafl og hins vegar margfræg neyzlumenning Íslend- inga; margir unglingar vinna ekki til að eiga fyrir nauðþurftum heldur fyr- ir réttu tízkufötunum og græjunum. Ef námið líður fyrir það er forgangs- röðin vitlaus og framtíðin ekki sér- lega björt. RÁÐLEYSI Í ÍRAK George Bush Bandaríkjaforsetiátti í gær fund með sínum nán- ustu samstarfsmönnum um framtíð Íraks. Að honum loknum sagði hann að fundarmenn hefðu komist vel áleiðis í að móta nýja áætlun en þó þyrfti að ræða málið nánar. Bush hef- ur tvo kosti og er hvorugur góður. Hann getur ákveðið að hefja brott- flutning bandarísks herliðs frá Írak eða að setja aukinn kraft í hernámið. Í liðinni viku gekkst Bush við því að illa gengi í Írak. Það eru orð að sönnu. Ástandið í landinu er skelfi- legt. Morð, rán og gripdeildir eru daglegt brauð. Í Bagdad, höfuðborg landsins, er enginn öruggur. Daglega finnast þar tugir líka og það telst vart fréttnæmt lengur. Innan hins svo- kallaða „græna svæðis“ þar sem ör- yggisgæsla er gríðarleg eru menn öruggir, en annars staðar í borginni hafa allir ástæðu til að óttast um líf sitt. Einn ráðherra í ríkisstjórn Íraks mun aldrei hafa þorað að fara í ráðu- neytið sitt af ótta við að verða sýnt banatilræði. Bandaríkjamenn ráða ekkert við ástandið í Írak og bandaríski herinn hefur ekki meira að segja en hver annar hópur sem þar hefur tekið upp vopn. Írakar sýta ekki fall Saddams Husseins en virðing þeirra fyrir Bandaríkjamönnum er harla lítil. Til marks um það hvað Bandaríkja- menn hafa lítil áhrif eru hreinsanirn- ar sem nú eiga sér stað í Bagdad. Sjít- ar hafa undanfarið flæmt súnníta í burtu og í fréttum um helgina kom fram að í tíu hverfum, sem áður voru blönduð, búi nú aðeins sjítar. Súnn- ítar í landinu eru skelfingu lostnir við þá tilhugsun að sjítar taki völdin. Í tíð Saddams Husseins réðu súnnítar lög- um og lofum en nú eru sjítar mark- visst að sölsa völdin undir sig. Undanfarna mánuði hefur ofbeldið í Írak færst í aukana og hefur ekki verið meira frá því að íraska bráða- birgðastjórnin tók við í Írak um mitt ár 2004. Fréttaskýrendur segja lík- legra að Bush ákveði að reyna til þrautar fremur en að kveðja herinn heim. Leiðtogar sjíta í Írak gera hins vegar ráð fyrir því að nú styttist í að Bandaríkjamenn hverfi á braut og eru farnir að lýsa því opinberlega hvernig þeir ætla að sitja um súnníta sem sýni mótspyrnu. Colin Powell, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, var yfir- maður bandaríska herráðsins þegar Bandaríkjamenn flæmdu Íraka út úr Kúveit. Þá lagðist hann gegn því að flótta íraska hersins yrði fylgt eftir alla leið til Bagdad og Saddam Huss- ein steypt af stóli með þeim orðum að þá myndu Bandaríkjamenn bera ábyrgð á framhaldinu. Bandaríkja- menn bera ábyrgð á ástandinu í Írak um þessar mundir og geta ekki skotið sér undan henni. Það hlýtur hins veg- ar að vera umhugsunarefni hversu lengi þeir eigi að þráast við þegar hægt er að færa rök fyrir því að vera þeirra í Írak auki frekar á glundroð- ann og þjáningar almennra borgara, en dragi úr. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á ÞESSU ári hefur lög-regla og tollgæsla lagthald á jafnmikið af am-fetamíni og kókaíni og náðist samanlagt á sex árum þar á undan, frá 2000-2005. Alls hafa náðst um 12,8 kíló af kókaíni og 46,4 kíló af amfetamíni það sem af er þessu ári, samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislög- reglusjóra. Hugsanlegt er að enn bætist við magnið vegna mála sem lögregla er með í rannsókn. Þetta er jafnmikið, og raunar örlítið meira en náðist af þessum fíkniefnum á ár- unum 2000-2005. Magn af hassi og e-töflum sem náðust á þessu ári er hins vegar minna en meðaltal síð- ustu sex ára. „Auðvitað er ánægjulegt að leggja hald á svo mikið magn af efn- um því það segir sig sjálft að það hefði verið slæmt ef þetta hefði komist inn á markaðinn,“ sagði Ás- geir Karlsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Erfitt væri þó að draga miklar ályktanir af þróun á fíkniefnamark- aði út frá þessum magntölum. Eitt væri þó klárt; fíkniefnasending- arnar væru stærri en áður. Hingað til hefði verið algengt að menn flyttu inn 1-2 kíló en nú væri magnið í hverri sendingu oft langt um meira. Um ástæður þessa væri erfitt að segja, hugsanlega teldu menn að minni hætta væri á að þeir næðust ef þeir flyttu mikið inn í einni send- ingu fremur en margar litlar. Sömu- leiðis væri hugsanlegt að fíkniefna- markaðurinn gerði svo miklar kröfur um framboð að smyglararnir teldu ekki veita af stórsending- unum. Engu væri þó hægt að slá föstu og ekki væru smyglararnir sjálfir til viðtals um ástæðurnar enda vildu þeir sjaldnast nokkuð kannast við þátttöku sína í smygltil- raunum og neituðu sök fram í rauð- ann dauðann. Ásgeir tók líka fram að ein stór haldlagning gæti skekkt myndina verulega og ekki væri hægt að segja til um það með vissu hvort innflutn- ingur hefði stóraukist eða hvort lög- reglu og tollgæslu hefði tekist að ná hærra hlutfalli af heildarinnflutn- ingi nú en áður. Lögregla væri á hinn bóginn á því að neysla á örv- andi fíkniefna hefði aukist og lög- reglumenn hefðu í auknum mæli orðið varir við menn undir áhrifum þeirra á skemmtistöðum. Hugs- anlega væri ein skýringin sú að skemmtanahaldið stæði len eftir nóttu en áður. Engin stökkbreyting á n Jóhann R. Benediktsson, maður á Keflavíkurflugvelli að lögregla og tollgæsla gæt sannarlega glaðst yfir þeim sem hefði náðst á árinu og þ sérstakt gleðiefni að tollgæs látið til sín taka á þremur he Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á óvenju margar og Tóku jafnmikið am kókaín eins og öll á Aldrei áður hefur lög- regla og tollgæsla lagt hald á jafnmikið af am- fetamíni og kókaíni eins og á þessu ári. Á einu ári hefur náðst jafnmikið og síðust sex ár þar á undan. P P P  P  P  P  P P  " ) '*"'+,- - '. / - +0 " / -   12.3  1 +   &)    ,.=>>>?"$$%@      UPP komst um óvenju mörg stór fíkniefnamál á árinu sem er að líða og má segja að hvert stórmálið hafi rekið annað. Í upphafi árs komst með stuttu millibili upp um tvær til- raunir litháískra manna til að smygla amfetamínvökva til landsins sem samtals hefði mátt nota til að framleiða um 30 kíló af amfetamíni. Annað mál tengt Litháen kom upp í sum- ar þegar 12 kíló af amfetamíni fundust í bensínstanki bif- reiðar. Stærsta málið varðaði smygl á um 15 kílóum af am- fetamíni og 10 kílóum af hassi sem þrír Íslendingar og einn Hollendingur voru dæmdir fyrir. Undir lok árs var Íslend- ingur handtekinn með um þrjú kíló af kókaíni og er þetta mesta magn kókaíns sem lagt hefur verið hald á í einu lagi. Hér eru talin upp helstu fíkniefnamál ársins 2006:  26. janúar voru þrír 18 ára piltar stöðvaðir með um hálft kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. Piltarnir, sem allir eru íslenskir, eiga töluverðan sakarferil að baki.  4. febrúar voru tveir Litháar handteknir á Keflavík- urflugvelli vegna smygls á 1,7 lítrum af amfetamínbasa. Sendingin hefði nægt til að framleiða um 13,3 kíló af am- fetamíni. Þeir hlutu 2½ árs fangelsisdóm  23. febrúar fann lögreglan í Reykjaví míni sem höfðu verið grafin í jörð í nágr þetta er alþekkt aðferð við að geyma fík eigendur efnisins hafa ekki fundist.  26. febrúar var Lithái handtekinn á K með um 2 lítra af amfetamínbasa sem he leiða um 17,5 kíló af amfetamíni. Hann h fangelsisdóm fyrir tiltækið.  3. apríl fann tollgæslan í Reykjavík 42 efnum í bensíntanki BMW-bifreiðar og in samtals 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló í Reykjavík handtók fimm menn í tengsl fjórir voru síðan ákærðir og dæmdir fyr þrír Íslendingar og einn Hollendingur. Þ fíkniefnamál sem komið hefur upp á Ísla sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur í tveir hlutu sex ára dóm og einn var dæm fangelsi. Hvert stóra fíkniefnam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.