Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í GREIN minn um versta óvin Ís- lands varaði ég eindregið við Noregi. Ég færði rök fyrir því að Noregur hefði mestra hagsmuna að gæta að hertaka Ísland og innlima það sem eitt fylki í Noregi. Nú hefur það komið í ljós, að Norðmenn hafa ótví- ræðan áhuga á að taka að sér „varnir Íslands“, þ.e. að koma sér upp hernaðar- aðstöðu á Íslandi. Í þessari grein vil ég gera grein fyrir öðrum valkosti, sem er miklu betri fyrir Íslendinga. Norðmenn hafa fyrr viljað fá hernaðarlega aðstöðu á Íslandi eða nánar tiltekið í Gríms- ey á 13. öld. Vitrir menn á Íslandi á þeim tíma sögðu það ógnun við öryggi Íslands að hafa norskan her svo nærri sér, sérstaklega vegna þess að Noregskonungur hafði fyrr sýnt áhuga á að fá meiri yfirráð og ítök á Íslandi. Mannkynssagan endurtekur sig alltaf, nema núna efast ég um vit og klókindi og heilindi íslenskra ráðamanna, sem virðast vera al- gjörlega „bláeygir“ fyrir hættunni frá Noregi. Það eru mikil mistök að fá Norðmenn inn á gafl hjá sér, því reynsla Íslendinga af Norðmönnum í öllum samningaviðræðum er slæm. Í fyrri grein minni sagði ég að Norð- menn hefðu áhuga á Íslandi vegna eftirtalinna þátta: Sögulegra ástæðna (Norðmenn kenna enn í norskum skólum að Leifur heppni og Snorri Sturluson hafi verið norskir) og með því að viðurkenna ekki að bæði Leifur og Snorri voru íslenskir menn viðurkenna þeir í raun ekki heldur sjálfstæði Íslands; vegna fjárhagslegra hagsmuna og þá aðallega fiskveiðihagsmuna, en Íslendingar hafa verið aðal- keppinautar Noregs hvað varðar fisksölu á alþjóðamörkuðum. Með því að fá hernaðarlega yfirburði á Ís- landi geta þeir auðveldlega hótað og ógnað Íslendingum til að fara að vilja sínum; og vegna hernaðarlegra hagsmuna, en Norðmenn telja sig sjálfskipaða lögreglu á hafsvæðinu norðan Íslands. Um hernaðarlegt mikilvægi Íslands er enginn ágrein- ingur. Norðmenn taka alvarlega hina miklu uppbyggingu rússneska hersins og þá staðreynd að Rússar verða komnir með einn fullkomnasta her í heimi eftir u.þ.b. 5–10 ár og þá vilja Norð- menn hafa miklu meiri ítök á hafsvæðinu milli Noregs og Grænlands. Að ráða yfir Íslandi er forsenda þess að Norð- menn ráði yfir þessu hafsvæði. Lausnin á varn- armálum Íslendinga er ekki að fá norskar her- sveitir til Íslands, vegna þess að í þeim felst miklu meiri ógn en vernd. Hins vegar er miklu mikilvægara og skynsamlegra að semja við NATO um að aðildarlöndin sendi hingað hernaðarlegar eftirlitssveitir, t.d. þannig að England, Frakkland Hol- land og Danmörk hafi eina flugvél hvert land og rökin eru þau að þá geta þessi lönd samhæft sig og æft sig saman. Annað mikilvægt atriði er að ekkert eitt land fær afgerandi stöðu hér á landi. Einnig er hægt að hugsa sér Balkanlanda-fyr- irkomulagið, þ.e. að NATO-löndin sjái um varnir landsins í 5 vikur hvert land. T. d. Frakkland í 5 vikur og svo England í 5 vikur o.s.frv. Grundvallaratriðið er þó að varn- irnar verði undir íslenskri stjórn. Heimsmálin eru þannig í dag að Rússland er að hervæðast, sem set- ur Evrópu undir mikla hernaðarlega pressu, og einnig vegna orkumála, þar sem Evrópa er að verða meira og meira háð Rússum varðandi kaup á gasi og olíu. Hinn íslamski heimur er að hervæðast og leggur ofur- áherslu á að koma sér upp kjarn- orkusprengjum og þar eru einnig mestar líkur á að heimsófriður brjót- ist út. Kína og Indland hafa und- irritað samstarfssamning, til að verða leiðandi afl í Asíu og eru að verða sterkustu löndin í heiminum í efnahagslegum skilningi. Enginn veit hvernig hervæðing þeirra kem- ur til með að verða en bæði löndin ráða yfir kjarnorkuvopnum. Öll efnahagsleg stórveldi sögunnar hafa byggt upp hernaðarleg stórveldi. Staða Rússa á milli tveggja ofur- heimsvelda er óljós, en ég hallast að þeirri skoðun að Rússland gangi í hernaðarbandalag með Kínverjum og Indverjum. Ef þetta verður nið- urstaðan, þá hafa Kína, Indland og Rússland u.þ.b. 5 milljarða manna á bakvið sig og svo hinsvegar Ameríka og Evrópa með u.þ.b. 5–7 hundruð milljónir manna. Hver verður staða Íslands í þess- ari nýju heimsmynd? Grundvall- aratriðið er að halda sjálfstæði Ís- lands og samtímis byggja upp varnir sem eru trúverðugar frá alþjóða- sjónarmiði. Það gerist bara með nánara samstarfi við NATO, þar sem fjölþjóða samstarf á sér stað. Ís- land er í NATO sem mun verða allt mikilvægara afl í hinni nýju heims- mynd. Versti valkosturinn er að fá norskar hersveitir til Íslands. Ég byrjaði að vara við norsku hættunni fyrir fimm árum og það kemur betur og betur í ljós að áhugi Norðmanna á Íslandi eykst bara og er alvarleg hótun fyrir sjálfstæði Íslands. Innrás Noregs í Ísland Steinþór Ólafsson skrifar um varnarsamstarf Íslands og Noregs » Það eru mikil mistökað fá Norðmenn inn á gafl hjá sér, því reynsla Íslendinga af Norðmönnum í öllum samningaviðræðum er slæm. Steinþór Ólafsson Höfundur er leiðsögumaður. ÞAÐ gladdi sannarlega hug minn þegar Alþingi samþykkti styrkveitingar til foreldra sem ættleiða börn erlend- is frá með ærnum til- kostnaði og þakkir margra fá félags- málaráðherra og al- þingismenn örugg- lega fyrir þessa lagasetningu, sem löngu var tímabær. Þegar litið er til þessara sanngjörnu laga fer ekki hjá því að hugur minn reiki um 20 ár aftur í tím- ann, allt aftur til árs- ins 1985, en þá flutti ég ásamt Karvel Pálmasyni tillögu til þingsályktunar um skattaívilnun til for- eldra sem ættleiddu börn með gífurlegum tilkostnaði erlendis frá, svo vitnað sé beint í tillögugrein- ina. Ekki er ég að þessu til að stæra okkur Karvel af framsýni á þeim dög- um eða á annan hátt, heldur einungis að benda á þá viðhorfs- breytingu sem hér hefur blessunarlega á orðið. Sann- leikurinn nefnilega sá að tillagan fékk engar undirtektir, í bezta falli góðlátleg bros yfir því hvað mönnum eins og okkur gæti nú dottið mikil fjarstæða í hug og ýmsar athugasemdir þar um eru geymdar en ekki gleymdar. Við vorum með í huga skattaívilnun í stað þess styrks sem nú hefur ver- ið lögfestur en í sama stað kemur hvort tveggja, samfélagslegur stuðningur er niðurstaðan á hvorn veg sem litið er. Í greinargerð segir m.a.: „Ætt- leiðingar barna erlendis frá færast sífellt í vöxt. Ástæður eru öllum kunnar og eiga fyllsta rétt á sér frá tilfinningalegu og mannlegu sjónarmiði. Auk þess að hafa ómetanlegt og var- anlegt lífsgildi fyrir viðkomandi foreldra er einnig oft um að ræða björgun manns- lífa.“ Eftir að hafa minnt á hina miklu og tilfinnanlegu kostn- aðarhlið þessa alls er svo sagt að auðvitað komi margt fleira og þýðingarmeira til: „Aukin lífsgæfa, meiri lífsfylling, nýr lífs- tilgangur – þessir þættir verða að vísu aldrei metnir til fjár eða mældir á skatta- vog, en þetta fólk hlýtur að eiga til þess nokkurn rétt að sam- félagið taki tillit til alls þessa.“ Ekki skal frekar rakinn rök- stuðningur okkar fé- laga, en til að taka af öll tvímæli þá er upp- haf þessarar tillögu að finna hjá konu austur á Stöðvarfirði sem hafði bæði sterka rétt- lætiskennd og sam- félagslega sýn til að bera og hefur í engu fölskvast í tímans rás. Það er hins vegar til umhugs- unar að alltaf miðar okkur nú eitt- hvað áfram í þeirri samfélagslegu viðmiðun sem mér þykir að alltaf eigi að móta öll okkar lög. Tillagan okkar Karvels fékk góðlátleg bros á sinni tíð, ekki al- veg laus við hæðni, en nú samein- ast þingheimur um mikið réttlæt- ismál. Megum við því ekki af því tilefni segja: Heimur batnandi fer. Ættleiðingarstyrk- ir – örlítil upprifjan Helgi Seljan skrifar um ættleiðingarstyrki Helgi Seljan » Það er hinsvegar til um- hugsunar að alltaf miðar okkur nú eitt- hvað áfram í þeirri sam- félagslegu við- miðun sem mér þykir að alltaf eigi að móta öll okkar lög. Höfundur er fv. alþingismaður. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VART hefur það farið framhjá nokkrum manni að hjálpar- og björgunarsveittir hafa verið í önn- um í desember, ekki síst í vik- unni fyrir jól. Það er ljúf skylda hverjum hjálparsveit- armanni að koma samborgurum sínum til hjálpar þegar þörf kref- ur. Landsmenn hafa ávallt getað treyst því. Verk- efnin eru af margvíslegum toga og kalla bæði á mikla þjálfun sveitanna og góðan tækjakost. Helsta fjáröflunarleið Hjálp- arsveita skáta í Reykjavík hefur löngum verið flugeldasala. Og þar hefur sveitin ætíð getað reitt sig á velvilja Reykvíkinga í hennar garð. Við óskum eftir áframhaldandi stuðningi, enda er flugeldasalan forsenda öflugs björgunarstarfs sem stuðlar að öryggi fólks. Bregðum blysum á loft um ára- mót og þökkum þannig fyrir árið sem er að líða og fögnum því nýja. Höldum þeim sið að kynslóðirnar sameinist úti við um áramót og skreyti himininn með flugeldum frá Hjálparsveit skáta þannig að gaml- árskvöldið eigi eftir að lifa í minn- ingu barnanna þegar þau eldast. Ævintýri gamlárskvölda æskuár- anna eru mér afar kær og svo á sjálfsagt við um flesta. Með allt frá stjörnuljósum til risatertna endurtökum við ævintýr- ið árlega og bætum þannig ánægju- legum svipleiftrum í myndaalbúm hugans. En munum að fara varlega, setja upp hlífðargleraugu og hanska og minnumst þess að áfengi og flug- eldar fara ekki saman. Með áramótakveðju, MAGNÚS INGI MAGNÚSSON, stjórnarmaður í flugeldanefnd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík Bregðum blysum á loft! Frá Magnúsi Inga Magnússyni: Magnús Ingi Magnússon ENN og aftur er sorfið að fjár- hagsstöðu Skógræktar ríkisins samkvæmt fjárlögum ársins 2007. Hvers vegna skyldi það blasa við eitt árið enn? Tillögur yfirstjórnar stofnunarinnar eru skornar niður og viðbætt flötum niðurskurði samtals að upphæð 24 m kr. og 30 milljónir þegar vísitalan er tekin með. Eftir að nýskóg- rækt færðist til landshlutabundnu skógræktarverkefna bænda virðist stofnun eins og Skógræktin ekki hafa lengur það vægi og áður var þeg- ar starfsemin var meiri með rekstri gróðrastöðva og gróð- ursetningu með fjölda manns í vinnu. Landshlutabundnu skógræktarverkefnin sjá þó aðeins um einn afmarkaðan þátt í skógrækt, þ.e. að veita framlög til nýræktunar skóga á bújörðum. Með þessu er ég ekki að segja að landshluta- verkefnin séu ekki vel að fjárveit- ingum komin, heldur hitt að þau koma ekki í staðin fyrir starfsemi Skógræktarinnar. Skógrækt rík- isins þarf að eflast í takt við aukið skógræktarstarf í landinu. Á undanförnum árum hefur Skógrækt ríkisins mætt hverri hagræðingarkröfu á fætur ann- arri, fækkað starfsmönnum, lokað vinnustöðum og sleppt nauðsyn- legum verkefnum. Eftir standa fá- mennir vinnustaðir í landshlut- unum en stórir skógar, þjóðskógarnir sem eru skólastofur skógræktarmanna, perlur almenn- ings til útivistar og yndis, sameign þjóðarinnar sem er hluti af hjarta- stöðinni, þjóðarsálinni. Þetta eru Hallormsstaðaskógur, Vagla- skógur, Hreðavatn, Þjórsárdalur, Ásbyrgi, Þórsmörk og 50 aðrir skógar og skógræktarsvæði. Þessa skóga þarf að vernda, rækta og hirða. Þar þarf að byggja upp aðstöðu til útivistar fyrir almenning og skólafólk sem vill dvelja þar við nám. Skógur sem ekki er vel hirtur er engum til yndis. Stöðugt meiri kröf- ur eru gerðar til góðrar aðstöðu til úti- vistar og dvalar í þjóðskógunum. Fleiri og fleiri gestir sækja þá heim og íslendingar ferðast í auknu mæli innanlands og vilja kynnast landi og þjóð. Það fólk á ekki að þurfa að fussa og sveia yfir lélegri að- stöðu og þjónustu í þjóðskógunum. Kæru þingmenn, ráðherrar og embættismenn í landbúnaðarráðu- neytinu og fjármálaráðuneytinu, endurskoðið ykkar afstöðu. Hvernig haldið þið að það sé að vinna fyrir ykkur á stofnun sem ekki hefur efni á að sinna því hlut- verki sem henni er ætlað: Rann- sóknum, fræðslu, ráðgjöf og margs konar þróunarstarfi ásamt aðstoð við ýmsa hópa innlenda og erlenda. Ef til vill finnst ykkur eins og svo mörgum að það sé í lagi að svelta ríkisstofnun, það sé hvort sem er ekkert gert af viti þar og hana ætti að einkavæða. Hluti af lágkúru landans er sú mikla þörf fyrir að velta sér með neikvæmum hætti upp úr rík- isstofnunum jafnvel þó þær standi sig prýðilega. Rísið upp og vinnið með okkur. Hefjum Skógræktina til vegs og virðingar með því að veita henni nægt fjármagn til að hún geti sinnt starfi sínu vel. Við hljótum að hafa efni á því í þessari miklu velferð. Fórnum ekki minni hagsmunum fyrir meiri. Stór hluti af því er að hafa fjármagn til að geta gert góða hluti og styrkt þannig menningarímynd þjóð- arinnar. Skógrækt ríkisins er hluti af henni. Fjárhagsvandi Skógræktar ríkisins - nóg komið ráðamenn! Ólafur Oddsson fjallar um mál- efni skógræktar ríkisins »Rísið upp og vinniðmeð okkur. Hefjum Skógræktina til vegs og virðingar með því að veita henni nægt fjár- magn til að hún geti sinnt starfi sínu Ólafur Oddsson Höfundur er starfsmaður Skógræktar ríkisins og verkefn- isstjóri Lesið í skóginn. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.