Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 38
✝ Þorsteinn Sig-urfinnsson fæddist á Berg- stöðum í Bisk- upstungum hinn 17. júní árið 1917. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónana Guðrúnar Þorsteins- dóttur og Sigurfinns Sveinssonar sem bjuggu á Berg- stöðum. Hann var elstur fjögurra systkina og eru systur hans Kristrún, Þórunn og Dóróthea en einnig ólu foreldrar hans upp systurson Sigurfinns, Svein Kristjánsson, f. 1912. Þor- steinn ólst upp við gott atlæti í for- eldrahúsum en foreldrar hans ráku stórt bú á þess tíma mæli- kvæntur Sigríði Pétursdóttur, Gísl- ína Björk, gift Hilmari Óskarssyni og Rúnar Bergs, kvæntur Halldóru Halldórsdóttur, en barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin eru orðin 24. Þorsteinn var góður íþróttamað- ur og stundaði þær fram á efri ár. Hann tók meðal annars þátt í leik- fimisýningum á efri árum. Hann ræktaði frændsemina einstaklega vel og var oft með barnabörnin með sér í þeim ferðum. Þá voru ófáar ferðirnar sem hann fór með barnabörnin, t.d. í sund eða á skauta, þegar það gaf. Þorsteinn og Katrín Jóhanna bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst á Langholtsvegi, þar sem hann byggði þriggja hæða hús sem hann átti í félagi við annan, og síðan í Stigahlíð, þar sem hann byggði einnig. Árið 1996 fluttu þau hjónin í Hraunbæ 103 sem eru þjónustu- íbúðir fyrir eldri borgara og bjó hann þar til ársins 2002 er hann fór á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund sökum heilsubrests. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kvarða. Þegar hann var rúmlega tvítugur fór hann til Reykja- víkur og innritaðist í Samvinnuskólann þar sem hann lauk prófi árið 1940. Eftir það vann hann t.d. sem leigubílstjóri ásamt öðrum störfum, en árið 1945 fór hann í iðnnám sem hann lauk, þá orðinn þriggja barna faðir. Eftir það vann hann sem húsasmíðameist- ari og var þó nokkuð umsvifamikill um tíma, og vann hann við smíðar fram yfir áttrætt. Þorsteinn kvæntist Katrínu Jó- hönnu Gísladóttur á jóladag 1942 og eignuðust þau fjögur börn, þau eru Þórunn Ísfeld, gift Guðmundi Rögnvaldssyni, Sigurfinnur, Elsku pabbi minn, það er margs að minnast er ég sest niður og reyni að hripa eitthvað niður á blað. Ég var jú mikið að heiman en þegar færi gafst fórum við oft með veiðistangir og byssur til fjalla. Það var alltaf jafn ótrúlegt hversu glöggur þú varst að giska á hvar lægi fiskur undir bakka. Eitt ferðalag er mér þó ofarlega í huga, það var er ég spurði þig hvort þú vildir ekki ríða með mér á æsku- stöðvar þínar austur í sveitir úr Reykjavík. Ekki stóð á svarinu og vorum við lagðir af stað nokkrum dögum síðar, þú varst ekki í mikilli æfingu en þetta reyndist þér mjög létt. Það voru góðir tímar og man ég að þú þurftir ekki mikið að sofa í þess- um ferðum. Þú varst einstakur í því að styðja við bakið á okkur Siggu á einn eða annan hátt, ófá voru þau til dæmis handtökin sem þú lést í té þegar við byggðum okkur heimili í Breiðholti. Einnig man ég vel þegar síminn glumdi um níuleytið á sunnudags- morgnum þá kom bara einn maður til greina, það varst þú að láta vita að barnabörnin væru á leiðinni með þér í sund, á skauta eða eitthvað álíka, bú- inn að ræsa Stebba frænda og snúa öllu í gang. Nú er komið að endalokum þíns ferðalags hérna megin og annað tekur við. Undir lokin varstu hættur að spyrja mig um merarnar og ærnar og áttir erfitt með að koma orðum að því sem þú varst að hugsa, en það var ekki fyrr en síðustu mánuðina sem þú varst hættur að botna eða koma með seinni- part af vísu sem ég skellti fram. Þá var ævin björt og blíð bærði lítt á meini Þá var lundin létt og þýð sem lækur rynni af steini (Höfundur ók.) Vertu sæll, pabbi minn, við hittumst síðar. Þessa þarftu ekki að botna. Sigurfinnur. Nú er afi minn látinn, 89 ára gamall. Afi eða afi stigó, eins og ég kallaði hann, var ákaflega mikill vinur minn. Þrátt fyrir mikinn aldursmun þá gátum við alltaf skemmt okkur og átt góða stund saman. Ávallt var hann góður og blíður og fátt raskaði ró hans, ekki einu sinni þegar maður var búinn að gera eitt- hvert prakkarastrik, t.d. að fela sig undir legubekknum og vekja hann í há- degisblundinum sem gerðist reyndar mun oftar en einu sinni. Afi lagði mikla áherslu á að eyða miklum tíma með barnabörnunum, allar sund-, skauta- og bílferðir sem við fórum saman eru óteljandi. Hann sinnti mér ákaflega mikið, til að mynda var það nú ekki mikið mál fyrir hann að sækja mig á hverjum degi í skólann í þau þrjú ár sem ég var í Ís- aksskóla, og þá fór hann með mig heim í Stigahlíðina þar sem við fengum eitt- hvað gott að borða hjá henni ömmu. Afi var ákaflega glaðlyndur og um leið mikil félagsvera. Hann hafði mjög gaman af því að koma við á hinum og þessum stöðum og spjalla og gantast með körlum sem hann þekkti. Oft fékk ég að fara með honum í vinnuna, var það ávallt mjög gaman, sérstaklega þegar maður fékk að hjálpa til við smíðarnar og ekki var nú verra að fá smurt brauð frá ömmu í kaffinu. Afi var mikill íþróttamaður og var í mjög góðu líkamlega formi langt fram eftir aldri. Var það mér sérstaklega minnisstætt þegar hann stakk sér af háa stökkbrettinu í Sundhöllinni þá orðinn 67 ára gamall. Síðustu árin voru honum erfið sök- um mikilla veikinda og vona ég nú að hann sé kominn á betri stað. Takk fyrir góðar stundir, elsku afi minn, ég mun aldrei gleyma þér og þeim yndislegum minningum sem við eigum saman. Þinn Óskar Þór Hilmarsson. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, afi minn. Þorsteinn Örn Sigurfinnsson. Þorsteinn Sigurfinnsson 38 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Ólafsson,skósmíða- og pípulagningameist- ari, fæddist í Reykja- vík 16. nóvember 1920. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði 20. desember síðastliðinn. Hann var miðbarn þriggja alsystkina, sonur Jakobínu Bjarna- dóttur, f. í Hafn- arfirði 16. sept. 1886, d. 12. jan. 1970, og Ólafs Áka Vigfússonar, f. í Skipholti í Reykja- vík 29. jan. 1877, d. 7. maí 1961. Al- systkini Bjarna voru Ásgerður, f. 26. maí 1917, d. 4. jan. 1995 og Stefnir, f. 16. apríl 1927, d. 31. ágúst 1995. Bjarni átti einnig tvö hálfsystkini samfeðra, Pálma, f. 12. des. 1898, d. 27. okt. 1989, og Lauf- eyju, f. 17. maí 1902, d. 9. feb. 1985. Hinn 24. nóvember 1945 kvæntist Bjarni Fríðu Ásu Guðmundsdóttur, húsmóður og starfsstúlku við Öldu- túnsskóla og á Hótel Loftleiðum, f. á Hellissandi 29. júlí 1924. Fríða er dóttir Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, f. á Hellissandi 2. okt. 1895, d. 20. mars 1996, og Guðmundar Guð- björnssonar, skipstjóra, frá Sveins- stöðum undir Enni, f. 15. okt. 1895, d. 18. sept. 1934. Bjarni og Fríða Ása hófu búskap í Hafnarfirði og bjuggu þar öll sín hjúskaparár. Á 6. b) Kjartan, f. 13. apríl 1985. Móðir þeirra: Christel Beck, f. 13. ágúst 1955. 3) Berglind mezzosópran og tónlistarkennari, f. 6. apríl 1957, d. 10. des. 1986. Maki Rúnar Matthías- son, f. 12. apríl 1953. 4) Guðmundur Rafn viðskiptafræðingur, f. 18. apr- íl 1960. Maki Margrét Gunnlaugs- dóttir, f. 7. maí 1961. Dætur þeirra: a) Hólmfríður, f. 2. des. 1994. b) Auður, f. 22. okt. 1998. Synir Mar- grétar: Andri Ólafsson, f. 29. nóv. 1980 og Freyr Arnaldsson, f. 4. apr- íl 1988. 5) Dr. Birna, prófessor við Manitoba-háskóla, f. 11. apríl 1961. Dóttir hennar: Ása Helga, f. 1. ágúst 1984. Faðir Ásu Helgu: Hjör- leifur Hjartarson, f. 5. apríl 1960. Birna var gift Þorvaldi Sverrissyni, f. 26. nóv. 1966. Bjarni var af Húsafellsætt í móð- urætt og af Bergsætt í föðurætt. Hann nam ungur skósmíðar, sótti sjóinn, fór á síld, vann um tíma hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði, lærði síðan pípulagnir og varð pípulagn- ingameistari. Í áraraðir starfaði Bjarni hjá ÍAV á Keflavík- urflugvelli. Hann var vandvirkur fagmaður með verksvit. Bjarni var fróðleiksfús, hafði mikinn áhuga á tungumálum, lærði esperanto hjá Þórbergi Þórðarsyni og Margréti, konu hans, og gluggaði í rúss- nesku. Auk ensku talaði hann reip- rennandi dönsku og þýsku. Hann var bókhneigður, naut þess að dansa og hafði unun af góðum kvik- myndum. Útför Bjarna verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag klukkan 15. áratugnum byggðu þau sér hús á Öldu- slóð 21 og fluttu það- an fyrir rúmu ári í glæsilega, nýja íbúð á Herjólfsgötu 40. Bjarna og Fríðu varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Guðrún Erla íslenskufræð- ingur, f. 26. mars 1946. Maki Þórarinn Björnsson, f. 11. júlí 1940. Börn Guðrúnar Erlu af fyrra hjóna- bandi eru a) Sigrún Rohleder, f. Martin, 24. feb. 1971, gift Frederic Rohleder, f. 7. des. 1968. Dætur þeirra eru Berglind Anna, f. 4. jan. 1997, Vigdís Kristín, f. 23. okt. 1998 og Eygló Ruth, f. 28. jan. 2003. b) Thomas Martin, f. 9. feb. 1973. Maki Kerstin Zwick, f. 16. des. 1971. Dóttir þeirra Liska Björk, f. 19. jan. 2005. Faðir Sig- rúnar og Thomasar: Rüdiger Frie- drich Karl Martin, f. 1. apríl 1940, d. 8. apríl 1995. Móðir Rüdigers, tengdamóðir Guðrúnar Erlu, er Ruth Elisabeth Johanna Martin, f. 2. júní 1913, búsett hjá sonardóttur sinni, Sigrúnu og fjölskyldu, í Hafn- arfirði. 2) Ólafur læknir, f. 24. júní 1953. Maki Golnaz Naimy, f. 8. des. 1967. Börn: a) Rós, f. 5. maí 2000. b) Róbert, f. 27. mars 2005. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi: a) Silki- sif, f. 26. nóv. 1983, d. 4. des. 1983. Svo líða þeir einn og einn hinir efri dagar. ... „Guði sé lof fyrir góða menn, bæði burtu farna, þá sem eru og ókomna ...“ Fyrir einhverjar sakir loða þessir löngu skuggar við húð okkar. Og kvölddyrnar ljúkast upp senn. Kvölddyrnar. (Hannes Pétursson) Fyrir langa löngu sagði einn frændinn að við systkinin hefðum verið lunkin við val okkar á foreldrum og hefðum borið gæfu til að tileinka okkur það besta í fari þeirra, bók- hneigð og vandvirkni pabba og feg- urðarskyn og örlæti mömmu. Nú er pabbi farinn yfir í æðri ver- öld. Hann var barn síns tíma, kreppu- barn. Pabba þótti afskaplega vænt um höfuðstaðinn. Þar sleit hann barnsskónum. Pabbi var fjallmyndarlegur, þéttur á velli, með þykkt og mikið hár. Hár hans var rautt og krullað. Hann hafði falleg, grá augu. Pabbi var greindur vel og líktist í háttum Spartverjum, var agaður og reglusamur. Hann bar eigi tilfinningar sínar á torg. Í eitt einasta skipti varð ég vitni að því að hann grét og hann grét sáran. Það var þegar Linda dó. Pabbi byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Hann setti öryggið á oddinn og skaffaði vel til heimilisins. Mamma kom með yl- inn í húsið, birtuna og fegurðina. Um okkur, börnin þeirra, var vel hugsað. Pabbi var kærleiksríkur, ekki raupsamur, og hann elskaði mömmu og okkur. Það sem einkum einkenndi pabba var hversu tær hann var. Í dag verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið Lindu sinnar. Ég hlakka til að hitta hann fyrir hinum megin. Guðrún Erla Bjarnadóttir. Von guten Mächten wunderbar geborgen, erwarten wir getrost, was kommen mag. Gott ist bei uns am Abend und am Morgen und ganz gewiss an jedem neuen Tag. (Dietrich Bonhöffer) Þá er komið að því að kveðja afa Bjarna. Við vissum að kveðjustundin var í nánd og erum, stelpurnar mínar og ég, þakklátar fyrir að hafa átt þess kost að kveðja hann á St. Jósepsspít- ala. Að kveðja er þó ekki auðvelt. „Hann var svo góður afi,“ sagði Vig- dís Kristín. Ég man hvað afa fannst ávallt gaman að spjalla við Frederic, manninn minn, og hvað hann var áhugasamur um starf hans, sem er frábrugðið þeirri sjómennsku, er afi vandist á síldarbáti við Íslands- strendur á stríðsárunum. Afi var góður við barnabarnabörn- in sín og gladdist þegar þau komu í heimsókn. Hann hélt gjarna á þeim og bað þau að segja sér frá því, sem á daga þeirra hafði drifið, í skólanum, leikskólanum. Það gleður mig að hafa upplifað afa minn mildast með árunum því að mér þótti hann strangur þegar við systk- inin, Thomas og ég, komum í sum- arfrí til Íslands frá Þýskalandi hér á árum áður. En þá starfaði afi á Kefla- víkurflugvelli og vildi frá frið til að hvílast um helgar. Í mínum huga var afi réttlátur og sanngjarn. Hann var skyldurækinn og vinnusamur; alltaf eitthvað að bauka, dytta að húsinu, gera við skó, pússa skó. Mér finnst eins og hann hafi getað allt. Afi var þúsundþjala- smiður. Ég sé hann fyrir mér, löngu eftir að hann var kominn á eftirlaun, klifra upp stigann og upp á húsþakið til að mála það. Við, amma, mamma og ég, stóðum skjálfandi á beinunum og héldum dauðahaldi í stigann. En afi lét engan bilbug á sér finna. Þess vegna var erfitt að horfa upp á hann missa mátt og leggjast í rúmið. Ég er alveg viss um að þú heldur áfram að inna ýmis verk af hendi, afi, að þessu sinni Guðsverk. Berglind tekur á móti þér og verður stoð þín og stytta fyrir handan á sama hátt og amma Fríða hefur verið hérna meg- in. Við munum halda utan um ömmu. Hún var þungamiðja lífs þíns og þú varst bakhjarl hennar. Frederic biður að heilsa þér af skipinu og sendir ömmu innilegar samúðarkveðjur. Einnig föðuramma mín, Ruth Martin, svo og Thomas, Kitty og Liska Björk frá Oldenburg. Vertu sæll, afi. Sigrún og stelpurnar. Kveðjustundin er runnin upp. Stund sem ekki var hægt að sjá hve- nær ætti sér stað eða hvernig birtast myndi. Hafði skotið upp í huga mín- um sem umhugsunar- eða jafnvel áhyggjuefni, en var á endanum frið- sældar samverustund og falleg kveðja þess er nú kvaddi maka sinn, eftirlifandi börn og aðra afkomendur. Hann faðir minn hefur skilað ævi- starfi sínu og það samviskusamlega. Hvort sem var við launuð störf, lengst af við pípulagnir hjá verktök- unum, eða tilfallandi verk og viðhald heima fyrir, gætti ávallt ýtrustu vandvirkni og góðs frágangs. Þar fór maður sem bar virðingu fyrir eigin handverki, sem og annarra er fag sitt kunnu. Það kom ungum manni vel, bæði við hjólreiða- og mótorhjólavið- gerðir, smíði dúfnakofa og lausn ann- arra lífsins verkefna að hafa þennan handverksmann að föður. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd og kenna manni handbrögðin. Heimili foreldra minna á Ölduslóð 21 í Hafnarfirði var ávallt það skjól sem hvert barn gat unað vel við. Allir fengu í sig og á, allir fengu sína skóla- göngu og allir höfðu stuðning hver af öðrum. Pabbi var mikið frá heimilinu vegna vinnu sinnar og stóð mamma vaktina með okkur systkinin fimm. Hún hafði þó bæði stuðning af ömmu heitinni Guðrúnu sem bjó á neðri hæðinni og Helgu heitinni systur sinni, sem jafnframt var með fullt hús barna og bjó um tíma einnig við göt- una okkar í Hafnarfirði. Þær systur voru samhentar og óbilandi í stuðn- ingi hvor við aðra. Helgarnar í uppvextinum voru ávallt tilhlökkunarefni því þá átti pabbi frí og kom oft heim með sæt- indi af Vellinum. Það voru ekki frí- dagar á laugardögum á fyrri árum nema eftir hádegi en þó ekki alltaf svo. Ótruflaðar samverustundir úti- vinnandi og þreyttrar fyrirvinnunnar og heimavinnandi húsmóðurinnar, sem sótti síðar hlutastörf út fyrir heimilið, voru ekki margar. Húsið fullt af börnum og tengdamamma á neðri hæðinni. Spurningar vakna um hvernig þetta var yfirleitt hægt í þá daga. Auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum og vissulega gat verið stirðleiki í sambandi hinna fullorðnu. Skap foreldra minna og lundarfar, svo ólíkt sem það var. Það vantaði þó ekki samræmið hjá þeim pabba og mömmu þegar kom að því að sinna sínum þegar eitthvað bjátaði á eða ef einhver átti undir högg að sækja. Þegar svo var kom hinn innri maður pabba fram. Við sem þekktum þenn- an trausta mann munum varðveita góða minningu um hann. Hann sem stóð að baki örygginu og festunni í lífi okkar sem næst honum stóðu. Bjarni Ólafsson stóð alltaf óhaggaður vörð um lífsgildi sín og var væntanlega ekki allra. Mikil nægjusemi og ró- semd eru manni efst í huga. Bjarni hljóp aldrei lífsgæðakapphlaupið og sá ekki þörfina fyrir að vera á eilífum þeysingi um sjó og lönd. Á Ölduslóð- inni hafði hann það sem honum var kærast og starf sitt vann hann fram á áttræðisaldur. Við systkinin og mamma þökkum fyrir að hafa fengið að njóta og vera í skjóli föður míns, svo og fyrir að upp- lifa og deila ásýnd hans á lífið og til- veruna. Við kveðjum hann pabba í dag og varðveitum um hann góðar minningar. Guðmundur Rafn og fjölskylda. Bjarni Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.