Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hrönn Torfa-dóttir fæddist í Hafnarfirði 12. des- ember 1929. Hún lést 21. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru María Ólafsdóttir, f. 4. apríl 1901, d. 31. júlí 1971 og Torfi Björnsson, f. 13. júlí 1884, d. 17. júlí 1967. Þau slitu sam- vistum og fóst- urfaðir Hrannar var Ásgeir Páll Kristjánsson, f. 1. júlí 1900, d. 22. júlí 1970. Systkini Hrannar eru Guðjón Guðmundur, f. 1910, d. 1996, Guðný, f. 1914, d. 1993, Ólaf- ur, f. 1918, Stefanía, f. 1922, d. 1994, Gunnar Már, f. 1924, Einar Karel, f. 1925 og Vilborg, f. 1927, Torfabörn, og Kristján Jóhann, f. 1932, Kristín Mikkalína, f. 1933 og Karólína Guðrún, f. 1939, Ásgeirs- börn. Hinn 6. júní 1953 giftist Hrönn Óskari Ingiberssyni, skipstjóra og dætur þeirra eru Hildur Elísabet og Hrönn. 6) Hafþór, f. 7. janúar 1962. 7) Albert, f. 13 júní 1968, kvæntur Ragnheiði Guðnýju Ragnarsdóttur, synir þeirra eru Ragnar Gerald, Aron Ingi og Hrannar Már. Hrönn fluttist til Keflavíkur 1. maí 1952 til að aðstoða á heimili Guðrúnar og Jóhanns Guðmunds- sonar á Hringbraut 97. Hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum og annaðist fyrst heimilið og uppeldi barna þeirra. Hrönn og Óskar stofnuðu fiskverkun Óskars Ingiberssonar árið 1974, sem síð- ar keypti vélbátinn Albert Ólafs- son, KE-39. Þau ráku útgerðina ásamt sonum sínum til 1995. Hrönn var útgerðarstjóri, með öllu sem því fylgir á meðan Óskar reri til fiskjar. Etir að Óskar kom í land og lét skipstjórnina í hendur elsta sonar síns sáu þau samein- inglega um rekstur fyrirtækisins. Hrönn var dugleg og ósérhlífin þannig að eftir var tekið og veitt- ist henni sá heiður að draga þjóðhátíðarfána Keflavíkur að húni 17. júní 1993. Útför Hrannar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. síðar útgerðamanni, f. í Keflavík 1. júlí 1923. Foreldrar hans voru Marín Jóns- dóttir, f. 14. júní 1889, d. 11. apríl 1974 og Ingiber Ólafsson, f. 9. febr- úar 1888, d. 10. nóv- ember 1935. Börn Hrannar og Óskars eru: 1) Kristín, f. 9 desember 1948, gift Mark McGuinness, sonur þeirra Marc Óskar Ames, kvænt- ur Juliet Ames og synir þeirra eru Spencer Óskar og Andrew Ingi- ber. 2) Karl Óskar, f. 3. nóvember 1954, sambýliskona Valborg Bjarnadóttir og börn þeirra Lilli Karen, d. 11. janúar 2004, og Bjarni Veigar. 3) Jóhanna Elín, f. 4. janúar 1956, sonur hennar er Óskar Marnó. 4) Ingiber, f. 15. september 1957, kvæntur Natalyu Gryshanina, dóttir þeirra er Kate- ryna. 5) Ásdís María, f. 16 október 1959, gift Þorgrími St. Árnasyni, Elsku mamma, þá ertu farin frá okkur og ég sit hérna og rifja upp góðar minningar. Þú varst okkur krökkunum alltaf svo einstaklega góð, það var ekkert sem þú hefðir ekki gert fyrir okkur. Þú varst hörkukona og gafst okkur körl- unum ekkert eftir hvort sem var í vinnu eða öðru. Ég man eftir þeg- ar við vorum að vinna í verkuninni og þú fórst heim rétt fyrir hádegi til að elda mat fyrir okkur hin og fórst svo aftur niður í fiskhús á undan okkur til að koma öllu í gang aftur. Alltaf varstu mætt fyrst á morgnana, sama þótt þú værir nokkrum áratugum eldri en við strákarnir, þú og Soffía rudduð á undan ykkur verkunum og við áttum fullt í fangi með að halda í við ykkur. Þú gekkst í öll störf, hvort sem það var að keyra vörubíl til að ná í fiskinn, í verkuninni eða sjá um að bókhaldið væri í lagi. Ég fékk að njóta mikilla sam- vista við þig þar sem ég er yngst- ur. Ég þvældist með þér út um allt og það voru ófá skiptin sem ég fór með þér í Reykjavík að útrétta fyrir útgerðina. Þú reyndist okkur Röggu betur en enginn þegar við hófum okkar búskap og mættir með nýja upp- þvottavél þegar við fluttum í okkar fyrsta hús saman. Strákunum mín- um hefur þú alltaf verið alveg ein- staklega góð og þér þótti gaman að fá að spilla þeim aðeins. Þeir vissu vel að amma átti oft appelsín í ísskápnum og eitthvað smá nammi hér og þar. Þú hafðir mjög gaman af því að fara á körfuboltaleikina og fylgdist vel með mér á þeim vettvangi. En þú lést þér ekki nægja að horfa á leikina heldur varst farin að þvo búningana af liðinu líka. Þar er þér rétt lýst, þú varðst alltaf að hafa nóg fyrir stafni og ég veit fá- ar konur jafn duglegar og þú varst. Elsku mamma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin, minning þín mun lifa með okkur og ég verð duglegur að segja honum nafna þínum sögur af ömmu sinni. Elsku pabbi, guð styrki þig og okkur öll í sorginni. Albert. Ég sit hér á hátíð ljóssins og rifja upp í huganum minningar um hana Hrönn tengdamóður mína. Hvar á að byrja, má spyrja? Það má segja að ég hafi þekkt hana allt frá barnæsku, þar sem við Ingiber erum jafnaldrar og vorum bekkj- arbræður gegnum bæði barna- og gagnfræðaskóla, eins og þessar stofnanir hétu í eina tíð. Dugnaður og ósérhlífni Hrannar var henni í blóð borin, hvort held- ur við leik eða störf. Til að byrja með sá hún um heimili þeirra Ósk- ars og uppeldi sjö barna. Þrátt fyrir stórt heimili lét hún til sín taka á ýmsum vettvangi þar fyrir utan. Mér er minnistætt, þegar heimsókn knattspyrnuliðs frá Skotlandi stóð fyrir dyrum og ákvörðun um gistingu og matseld vafðist fyrir, þá tók Hrönn af skar- ið varðandi umsjón og elda- mennsku fyrir hópinn. Hún leysti það verkefni, eins og önnur og stærri verkefni, af alúð og dugn- aði. Þegar ég fór síðan að venja komur mínar á Njarðargötuna til að heimsækja Ásdísi Maríu, yngstu dóttur þeirra hjóna, tók hún mér opnum örmum. Við Ásdís María gengum í hjónaband, stofnuðum heimili og eignuðumst tvær dætur. Stelpurn- ar voru augasteinar Hrannar og þrátt fyrir langan og oft strangan vinnudag við fyrirtæki þeirra hjóna gaf hún sér tíma til að sinna ömmuhlutverkinu með sóma og stolti. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir og tel það hafa verið forréttindi að hafa átt samleið með slíkri kjarnakonu sem Hrönn Torfadóttir var. Blessuð sé minning hennar. Þorgrímur St. Árnason. Hrönn Torfadóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar, guð geymi þig. Kær kveðja, þínir ömm- ustrákar, Ragnar Gerald, Aron Ingi og Hrannar Már. HINSTA KVEÐJA ✝ Gunnar Guð-mundsson fædd- ist á Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi 13. febrúar 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét Guð- mundsdóttir, f. á Ánastöðum í Breið- dal 28. maí 1899, d. 4. desember 1989, og Guðmundur Magnússon, f. á Eyj- ólfsstöðum 5. júní 1892, d. 17. febrúar 1970. Þau bjuggu á Eyj- ólfsstöðum. Systkin Gunnars: Val- borg ljósmóðir f. 26. september 1923, gift Björgólfi Jónssyni, bónda á Tungufelli í Breiðdal, Hallur, bílstjóri í Keflavík, f. 8. maí 1926, d. 21. mars 1995, kvænt- ur Guðrúnu Karlottu Sigurbjörns- dóttur, Guðrún húsmóðir f. 21. janúar 1928, seinni kona Páls Lár- ussonar húsasmiðs á Egilsstöðum, Rósa sérkennari, f. 26. september 1929, gift Svavari Guðmundssyni kennara, Guðmundur, f. 18. maí 1931, d. 28. desember 1935, Her- mann skólastjóri, f. 12. september 1932, kvæntur Huldu Jóhann- esdóttur sérkennara, Guðný hús- móðir, fædd 18. september 1935, gift Vilhjálmi Antoníussyni, út- gerðarmanni á Hornafirði, og Ey- þór húsasmiður og bóndi á Eyj- ólfsstöðum, f. 3. desember 1937, kvæntur Öldu Jónsdóttur. Gunnar kvæntist 14. apríl 1952 Smári, f. 19. september 1972, maki Laufey Pétursóttir, f. 25. apríl 1973. Dóttir þeirra er Ragnheiður Ýunn f. 29. september 2000. Fyrir átti Gunnar Smári dótturina Söndru Björgu, f. 19. apríl 1994, með Ernu B. Einarsdóttur og Laufey átti soninn Jóhann Leví, f. 30. júní 1994, b) Óskar Guðjón, f. 12. apríl 1974, maki Ása Björg Þorvaldsdóttir, f. 21. ágúst 1976. Soninn Elís Orra, f. 3. nóvember 1998, átti Óskar með Ólöfu Jó- hannsdóttur, c) Stefán Þór, f. 9. maí 1978, d) Rúnar Már, f. 21. júní 1984. Þórhildur er nú búsett á Álftanesi. Sambýlismaður hennar er Jóhann Alfreðsson, f. 4. apríl 1953. 3) Guðlaug sjúkraliði á Ak- ureyri, f. 14. október 1952, maki Ásgrímur Karlsson, f. 24. október 1947. Þeirra börn eru: a) Sigrún, f. 11. ágúst 1972, maki Hallgrímur Matthíasson, f. 26. mars 1970. Börn þeirra: Karen Eva, f. 29. mars 2002 og Davíð Örn, f. 29. september 2004, b) Ágúst f. 19. nóvember 1975, maki Sophie Skau Damskier, f. 28. ágúst 1978. 4) Margrét hjúkrunarfræðingur í Fellabæ, f. 5. nóvember 1954. Maki Friðrik Örn Guðmundsson, f. 16. maí 1952. Börn þeirra: a) Æg- ir, f. 6. nóvember 1982, maki Íris Ósk Ágústsdóttir, f. 25. ágúst 1982, b) Erna, f. 2. nóvember 1987, c) Birkir, f. 26. ágúst 1991. 5) Guð- mundur Valur bóndi Lind- arbrekku, f. 24. janúar 1957, maki Ragnheiður Margrét Eiðsdóttir, f. 2. október 1957. Börn þeirra eru: a) Kristín Dögg, f. 28. júlí 1978, maki Matthías Hinriksson, f. 21. júlí 1968. Dóttir þeirra er Ísabella Auður Nótt, f. 10. febrúar 2006, b) Gunnar, f. 9. desember 1979, c) Snjólaug Eyrún, f. 15. desember 1980, d) Eiður Gísli, f. 29. júlí 1982, maki Arna Dögg Gísladóttir, f. 30. apríl 1980. Börn hennar eru Brynjar Örn Thorlacius, f. 24. ágúst 1997, Júlía Líf Viðarsdóttir, f. 9. maí 1999 og Andri Baldur Sigurðsson, f. 19. mars 2002, e) Nanna Margrét f. 27. október 1990. 6) Hafdís Gunnarsdóttir, bóndi Þvottá, f. 17. desember 1958, maki Guðmundur Krist- insson, f. 12. desember 1957. Dæt- ur þeirra eru: a) Berglind, f. 6. ágúst 1977, maki Örvar Geir Frið- riksson, f. 18. júlí 1976, b) Vordís, f. 4. maí 1990, c) Dagbjört f. 12. júlí 1993, d) Vigdís Heiðbrá, f. 20. júní 1996. 21. ágúst 1987 kvæntist Gunnar Þórdísi Sveinsdóttur Guðjóns- dóttur frá Reykjavík, f. 21. sept- ember 1929. Foreldrar hennar voru Guðjón Einarsson, f. 16. apríl 1904, d. 5. júlí 1981 og Guðríður Kristjana Jónsdóttir, f. 13. ágúst 1910, d. 3. ágúst 1986. Gunnar stofnaði nýbýlið Lindarbrekku við Berufjörð 1948 og bjó þar upp frá því, framan af með fjárbú og síðar mjólkurframleiðslu. Garðyrkja var frá upphafi veigamikill þáttur í búskapnum og sinnti hann henni fram á seinustu ár, þótt sonur hans væri tekinn við öðrum þátt- um búskaparins. Gunnar gegndi mörgum opinberum störfum, var hreppstjóri Beruneshrepps í 30 ár, í jarðanefnd Suður-Múlasýslu um árabil og formaður hennar um skeið, sýslunefndarmaður þrjú kjörtímabil og var í sveitarstjórn með hléum frá 1954. Útför Gunnars verður gerð frá Djúpavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sigrúnu Erlings- dóttur, frá Þorgríms- stöðum í Breiðdal, f. 2. júlí 1928, d. 31. október 1983. For- eldrar hennar voru Erlingur Jónsson, f. 22. október 1895, d. 12. apríl 1944 og k.h. Þórhildur Hjart- ardóttir, f. 4. október 1897, d. 12. júlí 1992. Börn Gunnars og Sigrúnar eru: 1) Er- lingur bóndi og skólabílstjóri í Gautavík, f. 25. janúar 1950, maki Ásta Lárusdóttir, f. 8. ágúst 1954. Þau skildu. Börn þeirra: a) Þor- steinn, f. 12. apríl 1973, maki Heiður Hreinsdóttir, f. 30. október 1978. Dætur þeirra eru Tinna Diljá, f. 3. desember 2004 og Thelma Rut, f. 24. janúar 2006. Áður átti Þorsteinn dótturina Að- albjörgu Ýrr, f. 18. júlí 1999, með Helgu Snædal Guðmundsdóttur, b) Lárus Páll, f. 13. mars 1977, maki Jenny Lind Óskarsdóttir, f. 23. mars 1982. Þau eiga soninn Martein Mána, f. 7. september 2005, c) Sigrún Ágústa, f. 9. ágúst 1984, d) Ómar Örn, f. 22. ágúst 1989, e) Bergþór Þröstur, f. 6. júní 1996. Erlingur er nú búsettur í Hveragerði. Sambýliskona hans er Hrafnhildur Björk Jóhanns- dóttir. 2) Þórhildur bóndi í Fagra- hvammi, f. 11. febrúar 1951, maki Karl Sigurður Elísson, f. 25. júní 1943. Þau skildu. Synir: a) Gunnar Kæri afi, nú fékkstu hvíldina og þjáningum þínum er lokið. Ég var mikið búinn að hugsa til þess hve tilgangslaust þér þætti að vera svona rúmliggjandi sem varð lega í tvo og hálfan mánuð. Þú varst nú ekki búinn að sitja auðum höndum um ævina. Það kemur svo margt upp hugann að ég hef í raun ekki reiður á því hvar ég á að byrja enda voru samverustundirnar með þér búnar að vera margar. Lengi á eftir að lifa í minni sú mynd af þér sitja úti í rófuhúsi að skera af, reyta arfa í rófugarðinum, nostra við garðinn þinn eða hugsa um gróðurhúsið. Í það minnsta átti ekki iðjuleysi við þig. Það var alltaf regla í kringum þig, enda var gott að koma til þín og ömmu í Neðri-bæinn. Ef maður var staddur hjá ykkur í hádeginu var veðurspáin í útvarpinu heilög stund sem og hjá fleirum. Það var gaman að hlusta á þig segja frá og ekki síst uppvaxtarárum þínum. Þú hafðir upplifað miklar breytingar til fram- fara í lífi þínu. Þú ólst upp á heimili þar sem lífsbaráttan var á allra ábyrgð sem vettlingi gátu valdið. Gott dæmi er að fólk varð oftast að fara á tveimur jafnfljótum, bát eða hesti til að komast ferða sinna þegar þú varst að alast upp þegar fólk í dag hefur síma og tölvupóst til að spara sér sporin. Þú lést þig nú ekki muna um að læra að senda sms kominn yfir áttrætt samt sem áður. Þér var eitt mjög mikilvægt en það var að fá að fylgjast með því sem í kringum þig gerðist. Þú vildir ekki missa tengsl við umhverfið. Að sama skapi vildir þú að fólk léti vita af ferðum sínum og eftir að þú skrif- aðir vissa grein í Gletting skildi ég í raun betur hvers vegna. Fyrir utan að vera sonarsonur þinn, afi, og alast upp í nánu sam- neyti við þig er ég alnafni þinn. Það er búið að vera spaugilegt í gegnum árin, allt fram á þennan dag, ruglið með kennitölurnar okkar sem og ruglið með póstinn. Þótt maður væri svolítið montinn af að vera alnafni þinn var það nú ekki alltaf tekið út með sældinni. Tvisvar í röð fékk ég ársrit Múlaþings í pósti og núna síð- ast í haust fékk ég eyðublöð fyrir áburðarpöntun fyrir utan öll hin skiptin. Eina gjöf fékk ég frá þér, afi, sem ég er búinn að nota lengi – fjármarkið þitt. Kæri afi, ég þakka þér fyrir sam- fylgdina í þessu lífi. Þú ert búinn að vera góð fyrirmynd og áttir þinn þátt í að móta mig sem persónu. Með þeim orðum kveð ég þig og megir þú hvíla í friði. Gunnar yngri. Elsku afi, það var skelfilegt að fá þær fréttir að þú værir farinn. Þrátt fyrir að þetta væri viðbúið, að þú færir að yfirgefa okkur, var ég engan veginn tilbúin þegar þú fórst. En sem betur fer á ég svo margar minningar um þig elsku afi, alveg frá því að ég man eftir mér, enda fékk ég þann heiður að alast upp með þér. Þú hvattir mig alltaf og sýndir stolt þitt á því sem ég gerði og þegar ég gerðist lögreglu- maður sýndirðu mér áhyggjur þínar og baðst mig um að passa mig að láta þetta starf ekki stíga mér til höfuðs og halda áfram að vera ég sjálf. Ég man þessi orð eins og þú hefðir sagt þetta við mig í gær og passa upp á að vera ég sjálf á hverj- um degi. Þú áttir þannig mikinn þátt í að leggja mér lífsreglurnar og leiðbeina mér í gegnum lífið enda stór viskubrunnurinn sem þú bjóst yfir. Elsku afi, allar þær minningar sem ég á um þig eru góðar nema kannski þegar þú varst að skamma mig þegar ég gerði eitthvað af mér, t.d. að príla uppi á húsþökum sem mér þótti alls ekki leiðinlegt þegar ég var barn enda var ég alltaf eins hátt uppi og ég komst þegar ég var yngri. Ég man alltaf þann dag þegar þú komst með ömmu Þórdísi heim á Lindarbrekku. Þetta var allt voða skrítið að sætta sig við þetta, en það gerðist nú samt fljótt þar sem þú náðir þér bara í nýja ömmu handa okkur sem var yndisleg við okkur systkinin og tók okkur sem sínum barnabörnum. Þegar ég hugsa um þig afi þá dettur mér aðallega einn hlutur í hug, rófur. Það að koma til þín í ró- fuskúrinn að hjálpa þér og fá rófu á nagla í verðlaun var alltaf jafn- spennandi. Svo þegar við systurnar fórum að fara með þér í rófusölu- ferðirnar var alltaf jafngaman að hlaupa hús úr húsi að selja og vera alltaf með sömu svörin: „Ég er að selja rófur í 2 kg, 5 kg og 10 kg pok- um.“ Oft sagði fólk nei en svo spurðu margir hvaðan þessar rófur kæmu og þá var svarið: „Hann afi minn er að selja þær, hann er sko Gunnar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.