Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 45 Félagslíf Þakkargjörðarsamkoma kl. 20.00 í umsjá Sigrúnar Einarsdóttur. Þökkum það sem liðið er og felum nýja árið í Guðs hendur. Allir hjartanlega velkomnir! Fríkirkjan Kefas, Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg. www.kefas.is Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir blysgöngu föstudaginn 29. desember. Gangan hefst við Nauthól kl. 18.30 og verður gengið í gegnum skóginn í Öskjuhlíð að Perlunni þar sem Landsbjörg stendur fyrir flugeldasýningu. Í upphafi göngu verður göngumönnum gefin blys. Útikertaljós munu lýsa upp göngustíginn í skóginum. Von er á góðum gestum í gönguna, jólasveinum og hugsanlega Grýlu eða Leppalúða sem munu bregða á leik fyrir unga fólkið. Söngelskir göngumenn verða með í för og verða sungin íslensk jólalög. Fararstjórar verða bæði frá FÍ og Útivist. Fararstjóri frá FÍ er Leifur Þorsteinsson og Gunnar Hólm frá Útivist. Tilkynningar Allianz Global Investors Fund Société d'Investissement à Capital Variable 6A, route de Trèves, L-2633 Senningerberg R.C. Luxembourg B 71.182 The Annual General Meeting of Shareholders of Allianz Global Investors Fund ("the Company") will be held at its registered office at 6A, route de Trèves, L-2633 Senningerberg, Luxembourg, at 11.00 a.m. on 19 January 2007 for the purpose of considering and voting upon the following matters: Agenda: 1. To accept the Directors' and Auditor's reports and to adopt the financial statements including the use of income for the year ended 30 September 2006. 2. To exonerate the Directors from their responsibilities for all actions taken within their mandate during the year ended 30 September 2006. 3. To re-elect Mr Horst Eich, Dr Christian Finckh and MrWilfried Siegmund as Directors. 4. To re-elect PricewaterhouseCoopers, S.à r.l., Luxembourg, as Auditor. 5. To decide on any other business which may properly come before the Meeting. Voting: Resolutions on the Agenda may be passed without a quorum, by simple majority of the votes cast thereon at the Meeting. Voting Arrangements: Shareholders who cannot attend the Meeting in person are invited to send a duly completed and signed proxy form to the registered office of the Company to arrive not later than 48 hours before the time fixes for holding the Meeting or adjourned Meeting. Proxy forms for use by registered shareholders are included with the annual report and can also be obtained from the registered office. A person appointed a proxy need not be a holder of shares in the Company; lodging of a proxy form will not prevent a shareholder from attending the Meeting if he decides to do so. Senningerberg, December 2006 The Board of Directors KÓPAVOGSBÆR Íþróttahátíð Kópavogs 2006 Íþróttahátíð Kópavogs 2006 verður haldin á morgun, 30. desember, kl. 15.00 í Salnum í Kópavogi. Lýst verður kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Kópavogs fyrir árið 2006. Veittar verða við- urkenningar fyrir íþróttaafrek á árinu og störf að íþróttamálum. Kópavogsbúar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir: Guðrún Jakobsdóttir EA-144, skipaskr.nr.1968, þingl. eig. Snuddi ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Akureyri og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 3. janúar 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. desember 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Húsnæði óskast Leiguhúsnæði - samstarfs- aðili óskast á Hellu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir leiguhúsnæði fyrir vínbúð á Hellu. Áformað er að opna á fyrri hluta ársins 2007. Húsnæðið skal vera um 70-80 m² og þarf að vera lokað frá annarri starfsemi. Leitað er eftir rými samtengdu öðrum atvinnurekstri sem á samleið með rekstri vínbúðar hvað snertir hreinlæti og umhverfi. Greiður aðgangur þarf að vera til vörumóttöku. Við verslunina þarf að vera góð aðkoma fyrir hreyfihamlaða. Húsnæðið verður að hljóta samþykki bygging- arfulltrúa, vinnueftirlits, brunaeftirlits og heil- brigðiseftirlits. Óskað verður eftir samþykki lögreglu á staðsetningu verslunarinnar og leyfi sveitarstjórnar til að reka verslunina. Forsenda leigusamnings er að leigusali sé jafn- framt samstarfsaðili um rekstur vínbúðar og veiti ÁTVR ýmis konar þjónustu, t.d. við móttöku vöru og aðstoð við verslunarstjóra ÁTVR á annatímum og í forföllum og leysi hann einnig af í sumarleyfum. Gögn er lýsa nánar óskum ÁTVR um ástand húsnæðis og þjónustu liggja frammi á skrif- stofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Steinsson í síma 560 7700. Með umsókn leigusala/samstarfsaðila fylgi upplýsingar um atvinnuferli. Sé um fyrirtæki að ræða er óskað eftir upplýsingum um hvenær það var stofnað, rekstrarform og nöfn eigenda. Ársreikningur síðasta árs skal fylgja með umsókn ásamt staðfestum vottorðum um skil á opinberum gjöldum og iðgjöldum í lífeyrissjóði. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Tilboð er greini hvenær leigutími geti hafist, stærð húsnæðis, húsaleigu og þjónustugjöld berist skrifstofu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík í lokuðu umslagi merkt Jóhanni Steinssyni, eigi síðar en 19. janúar 2007. Reykjavík, 22. desember 2006, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Félagar í Félagi skipstjórnarmanna Almennur félagsfundur verður haldinn kl. 14.00 í dag, föstudaginn 29. desember, í Háteigi, sal á 4. hæð Grand Hótels Reykjavík. Félagar fjölmennið og takið jólaskapið með á fundinn. Stjórnin. Atvinnuauglýsingar Starfskraftur óskast til afgreiðslu í bílalúgusjoppu með grilli Konur á besta aldri eru hvattar til að sækja um! Upplýsingar á staðnum eða í síma 897 4293. Blái turninn, Háaleitisbraut. Raðauglýsingar sími 569 1100 KVENNASVIÐI Landspítala – há- skólasjúkrahúss barst á dögunum góð gjöf. Kvenfélagskonur frá Kven- félögum Álftaness, Kjósar, Grinda- víkur og Vestur-Skaftafellsssýslu gáfu fæðingardeildinni tvö rafdrifin rúm með aukahlutum. „Rúmin eru mjög meðfærileg þrátt fyrir að vera töluvert breiðari en eldri rúm og auðvelt að stjórna þeim rafrænt. Það gerir skjólstæð- inga deildarinnar frjálsari að hreyfa sig og athafna í rúmunum. Þessi góða gjöf verður einkum notuð fyrir konur sem þurfa að liggja á fæðingardeildinni í lengri tíma s.s. vegna framköllunar fæð- ingar,“ segir í fréttatilkynningu. Gáfu fæðingardeildinni tvö rúm SFR – stéttarfélag í almannaþjón- ustu, BSRB, BHM og Stéttarfélag verkfræðinga hafa sent frá sér yfir- lýsingu vegna stofnunar Matís ohf. um áramót. Í yfirlýsingunni kemur fram að forsvarsmenn stéttarfélaga hafi áhyggjur af því að ekki hafi verið gert samkomulag við viðkomandi stéttarfélög um kjör og réttindi nú- verandi og væntanlegra starfs- manna hins nýja fyrirtækis. Þá segir að stéttarfélögin hafi margoft krafið stjórnendur um að rammasamningi um ofangreinda þætti yrði lokið fyrir áramót en stjórnendur hafi mætt þessum kröf- um með tómlæti og útúrsnúningum. Ljóst sé að stéttarfélög opinberra starfsmanna geti ekki sætt sig við þessa framkomu stjórnenda MATÍS og minnt er á rétt félaganna til að standa vörð um starfskjör félags- manna sinna í nútíð og framtíð. Áhyggjur vegna tómlætis stjórn- enda Matís MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnar- firði: „Í Morgunblaðinu í gær er birt fréttatilkynning frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem kemur m.a. fram að skuldir Hafnarfjarðarbæjar hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og að yfirlýsingar bæjarstjóra um verulega niðurgreiðslu lána standist ekki. Það er hægt að beita ýmsum reikningskúnstum til að fá þá nið- urstöðu sem hentar hverju sinni og greinilegt er að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kunna ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Fyrir það fyrsta eru tíndar til skuldsetningar fyrir fjárhagsárið 2002 úr síðustu fjárhagsáætlun þáverandi meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og síðan er bætt inn áætlunum fyrir komandi fjárhagsár 2007. Þar að auki er hvergi um framreiknaðar og samanburðarhæf- ar tölur að ræða í þessum útreikn- ingum. Staðreyndin er sú að á kjörtíma- bilinu 2002 til 2006 náðist verulegur árangur í fjármálum Hafnarfjarðar- bæjar undir forystu Samfylkingar- innar þegar langtímaskuldir Hafn- arfjarðarbæjar í A-hluta sveitar- sjóðs lækkuðu um þrjá milljarða króna. Þetta liggur fyrir með skýr- um hætti. Nú í árslok 2006 eru langtíma- skuldir í A-hluta áætlaðar sam- kvæmt útkomuspá um 5,6 milljarðar króna. Þessar sömu skuldir voru í árslok 2002 á uppreiknuðu verðlagi samkvæmt vísitölu neysluverðs samtals 8,6 milljarðar. Þarna munar nákvæmlega 3000 milljónum sem skuldirnar lækkuðu um á þessum tíma. Tölurnar tala sínu máli.“ Athugasemd – Töl- urnar tala sínu máli FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.