Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn BÍDDU NÚ VIÐ... ERT ÞÚ HRIFIN AF ÞESSUM GAUR? JÁ, ÉG ER ÞAÐ AUVITAÐ ER HÚN ÞAÐ! ER ÞAÐ? JÁ ÉG ER ALVEG TÝNDUR ÉG ER LÍKA ALVEG TÝND HÉRNA... EKKI VERA TORTRYGGINN EN SÁ HUNDUR! KJAMS KJAMS HANN ER HÆTTUR AÐ TREYSTA FÓLKI HANN ER AÐ VERÐA EINS OG MANNESKJA VEISTU HVAÐ OKKUR VANTAR HOBBES? OKKUR VANTAR ÍMYND HVAÐ ÁTTU VIÐ? EF ÆTLUM AÐ VERA ALVÖRU TÖFFARAR ÞÁ VERÐUM VIÐ AÐ HAFA ÍMYND ER ÞAÐ? JÁ, EN HVAÐA ÍMYND GETUM VIÐ FENGIÐ OKKUR SEM GERIR OKKUR NÓGU TÖFF ÉG VEIT! KURTEISIR OG VEL GREIDDIR FRÁBÆRT! ÞAÐ ER ROSALEGA TÖFF AF HVERJU HÆTTUM VIÐ ÞESSU EKKI BARA? VIÐ GÆTUM SPARAÐ OKKUR ALVEG HEILAN HELLING Í SJÁLFSÁBYRGÐ KJARNA- VOGUR ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KJARNAVOGI EIGUM VIÐ AÐ FÁ OKKUR HÁDEGISMAT? ÉG KOM MEÐ SAMLOKUR OG KARTÖFLUSALAT NEI TAKK EN KLUKKAN ER ORÐIN EITT, ER ENGINN SVANGUR? EKKERT MJÖG VIÐ KÍKTUM Í SJOPPUNA ÉG SAKNA M.J. STRAX, ÞÓ SVO AÐ HÚN HAFI BARA VERIÐ AÐ FARA TIL L.A. Í GÆR HÆ... HÆ ELSKAN, ROSALEGA ER GOTT AÐ HEYRA Í ÞÉR RÖDDINA ÉG ER EKKI VIÐ SEM STENDUR EN ENDILEGA... ÁRANS, ÞETTA ER SÍMSVARINN HENNAR Leikfélag Hólmavíkur held-ur Leikhússport- ogskemmtikvöld á föstudag,29. desember. Skemmt- unin fer fram í Bragganum, Hólma- vík, og hefst kl. 20.30, en Leikhúss- port- og skemmtikvöld Leikfélagsins er orðið árviss við- burður í menningarlífi bæjarins. Jóhanna Ása Einarsdóttir er for- maður leikfélagsins: „Þetta er í þriðja skipti sem við höldum þessa dagskrá og fjölmenna bæjarbúar í Braggann til að fylgjast með,“ segir Jóhanna. „Haldin er keppni þar sem skipt er í tveggja manna lið og ræðst fjöldi liða af hversu margir þora að taka þátt hverju sinni. Liðin þurfa síðan að spinna út frá viðfangsefni sem þau fá aðeins 10 sekúndum áður en leikurinn hefst og þurfa þar að auki að halda sig við þann leikstíl sem liðið hefur fyrirfram valið sér. Dómnefnd gefur svo stig fyrir skemmtigildi frammistöðunnar og leikræna tjáningu og einnig fyrir hversu vel keppendum tekst að halda sig innan þess stíls sem þeir hafa markað sér.“ Öllum er heimilt að taka þátt, sem treysta sér til, en það er allmikil kúnst að spinna, að sögn Jóhönnu: „Oft hafa það einkum verið meðlimir leikfélagsins sem hafa borið þung- ann af skemmtuninni, en við viljum endilega hvetja fleiri til að taka þátt: því fleiri sem keppa, því skemmti- legra,“ segir Jóhanna. „Fólk á að vera óhrætt að spreyta sig, en spuni krefst fyrst og fremst hug- myndaflugs, og þess að þora að stíga á svið og leika.“ Sigurvegarar keppninnar hljóta titilinn Spunatröll leikfélagsins, og fylgir þeirri nafnbót sá heiður að vera Leikfélagi Hólmavíkur til halds og trausts næsta árið. Leikhússport- og skemmtikvöld leikfélagsins hefur til þessa verið haldið í október eða nóvember, en er nú haldið milli jóla og nýárs í þeirri von að fleiri sjái sér fært að mæta: „Krakkarnir okkar sem eru á menntaskóla- og háskólaaldri eru margir að heiman lungann úr vetr- inum, en koma aftur á Hólmavík yfir hátíðirnar,“ segir Jóhanna. Aðgangseyri er stillt mjög í hóf og kostar aðeins kr. 500 að fylgjast með dagskránni: „Leikhússport- og skemmtikvöldið er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins, og leggja gestir góðu málefni lið auk þess að eiga skemmtilega kvöldstund í fé- lagsskap bæjarbúa á Hólmavík,“ segir Jóhanna. Leikfélag Hólmavíkur hefur starf- að frá árinu 1981 og er mikið líf í störfum leikfélagsins: „Félagið er mjög virkt og gróska í starfinu. Við höfum að jafnaði sett upp eitt til tvö verk á hverju leikári og má segja að allir í plássinu sem vettlingi geta valdið taki þátt í starfinu,“ segir Jó- hanna. „Meðal verka sem leikfélagið hefur spreytt sig á er Fiskar á þurru landi, Sex í sveit og Karlinn í kass- anum en næsta vor höfum við hugs- að okkur að búa til okkar eigin skemmtidagskrá. Það yrði stórt og mjög skemmtilegt verkefni að fást við.“ Nánar má fræðast um Leikfélag Hólmavíkur á slóðinni www.holma- vik.is/leikfelag. Skemmtun | Leikhússport- og skemmtikvöld Leikfélags Hólmavíkur á föstudag kl. 20.30 Líf í tuskunum á Hólmavík  Jóhanna Ása Einarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1974 en ólst upp á Ísafirði. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1996. Jóhanna starfaði við umönnun og við verslunarstörf, og er núna leið- beinandi á leikskóla og sundþjálf- ari. Hún hefur starfað með Leik- félagi Hólmavíkur frá árinu 1993, sem formaður frá 2005. Jóhanna er gift Stefáni Jónssyni bílstjóra og eiga þau tvö börn. Væntanleg bók um galdrapiltinnHarry Potter er þegar komin í efsta sæti yfir mest seldu bækurnar hjá netsölunni Amazon í Bretlandi. Raunar er ekki enn ljóst hvenær bókin kemur út en viðskiptavinir Amazon geta pantað bókina nú og fengið hana senda þegar stóra stundin rennur upp. Vitað er að bókin á að heita Harry Potter and the Deathly Hallows, og verður sú sjöunda og síðasta í bóka- flokknum, sem J. K. Rowling hefur skrifað.    Fyrrver-andi kryddpían Viktoría Beckham hef- ur grínast með það að hún ótt- ist mest að gallabuxur verði sér að fjörtjóni. Er hún hrædd um að hljóta alvarleg meiðsl eða jafnvel bana af því að klæðast óviðeigandi gallabuxum. „Ég er gjörsamlega með gallabux- ur á heilanum,“ er haft eftir henni. „Ég er farin að vera í buxum sem eru háar í mittið en þær þrengja verulega að manni og eftir heilan dag var ég farin að sjá fyrir mér grafskrift mína: Viktoría Beckham, gallabuxurnar gengu af henni dauðri.“    Leikarinn Russell Crowe saknarbarnanna sinna þegar hann er að heiman vegna kvikmyndagerðar. Hann á tvo syni, Charlie og Tenny- son, með eiginkonu sinni Danielle Spencer. Hann viðurkennir að hann sé ávallt einmana þegar hann er að heiman og drengirnir skipti hann öllu máli. Að sögn Crowe koma syn- irnir og eiginkonan fyrst upp í huga hans þegar hann vaknar á morgnana og hann segirað það að hugsa um þau og þeirra þarfir hafi forgang hjá honum. Crowe segir að eftir að hann eign- aðist fjölskyldu hafi honum orðið ljóst að heimur hinna frægu og ríku var hjóm eitt. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.