Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. 1. 2007 82. árg. lesbók SKAUPIÐ OG HÚMORINN ÞETTA SKAUP VAR LAUST VIÐ FYRIRLITNINGU Á ÍSLENSKU SAMFÉLAGI OG ÍSLENSKU GILDISMATI >> 2 Börn var minnisstæðasta íslenska kvikmyndin á árinu » 12 LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI BÓKIN SEM BREYTT HEFUR LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA Ástráður Eysteinsson, pró-fessor í almennri bók-menntafræði við HáskólaÍslands, segir í grein í Les- bók í dag greinilegt að Einar Már Guðmundsson sé ekki sáttur við sinn hlut í því völundarhúsi sem íslensk bókmenntastofnun sé. Hann hafi not- ið velgengni og vinsælda, oftar en ekki fengið góðar viðtökur gagnrýn- enda, iðulega notið mikillar athygli í fjölmiðlum og stundum verið hampað vel og rækilega. Samt sé honum mót- lætið hugstætt, segir Ástráður sem svarar í greininni athugasemdum Einars Más í sinn garð í Frétta- blaðinu nýlega en þar hélt Einar Már því fram að Ástráður hefði gert at- lögu að sér sem rithöfundi. Í umræddu viðtali segir Einar Már að það hafi ekki þótt fínt að vera strákur og skrifa bækur á níunda áratugnum. Telur hann að Helga Kress og Ástráður séu „andlegir arkitektar þeirrar múgsefjunar sem stundum sé kallað tossabandalagið“. Það hafi einkum sett sig upp á móti strákasögum og Vogasögum. Segir hann að Ástráður hafi verið gerður út af örkinni til þess að taka sig niður en þetta sé „einhver misheppnaðasta af- taka sem farið hefur fram, enda er ég sprelllifandi og enn í fæting við vind- myllur orðanna“. Ástráður segist í svari sínu hafa sinnt öðru í gegnum tíðina en að skrifa um verk Einars Más. Hann hafi aðeins skrifað einn ritdóm um hann. Hann sé hins vegar áhugamað- ur um bókmenntir um drengi og æskuvitund enda skrifað talsvert um það efni. » 16 Einari Má mótlætið hugstætt Morgunblaðið/Kristinn Einar Már Er hann fórnarlamb bókmenntastofnunarinnar? Ástráður Eysteinsson svarar athugasemdum höfundarins Morgunblaðið/Kristinn Arcade Fire Í Kanada er nú ein mesta uppspretta áhugaverðra ungra rokksveita, að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. » 13 Ég lýsi frati á fordómafulla gagnrýnendurog skammast mín sem leikhúsmann-eskja fyrir að þeir skuli starfa og hafaáhrif á lesendur blaðanna sem þeir skrifa fyrir,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir í grein í Lesbók í dag þar sem hún svarar þremur dag- blaðadómum um leiksýninguna Þjóðarsálina sem hún setti upp í Reiðhöll Gusts í Kópavogi sl. haust. Hún segir að gagnrýnendur standi fyrir forpokuð viðhorf, einsleitni og þröngsýni og bætir við: „Þeir eiga að taka pokann sinn og leyfa ham- ingjublómunum í leikhúsinu að vaxa, svo það fái að þroskast, þróast og opnast enn betur fyrir áhorfendum framtíðarinnar.“ Sigrún Sól gagnrýnir harðlega skrif leik- húsgagnrýnenda blaðana sem hún segir hafa verið mjög ófaglega og opinbera mikla fordóma gagn- vart ákveðnum þjóðfélagshópum og þá sérstaklega fötluðum einstaklingum. Hún segir að eftir sitji óbragð í munni sér yfir því að í „okkar litla leik- húsheimi skuli starfa fólk sem fær laun fyrir það að níða og rífa niður sköpunarverk annarra, án nokkurs faglegs rökstuðnings“. Að hennar mati fékk Þjóðarsálin eina verstu út- reið frá gagnrýnanda sem sögur fara af, en hins vegar hafi aðstandendur sýningarinnar fengið „dásamlegar viðtökur áhorfenda og djúpt þakklæti frá fólki úr ólíkum afkimum samfélagsins“. » 6-7 Lýsir frati á gagn- rýnendur Leikstjóri Þjóðarsálarinnar segir gagnrýnendur fordómafulla og skilja eftir óbragð í munni sér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.