Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Fólkið fyrir utan Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is Jæja, þá árið er liðið í aldanna skaut ogaldrei það kemur til baka. Að venju varþað endanlega þurrkað út með frétta-annálum og áramótaskaupi. Maður sér á hinum ýmsu bloggum og á völdum stikk- prufum af kaffistofum að skaupið þykir óvenju gott þetta árið en ekki síður óvenju slæmt. Sumir hlógu sig máttlausa en aðrir voru mátt- lausir af leiðindum, skúffaðir, skildu ekki hvern fjandann var verið að fara með þessu, spurðu jafnvel: hverju er verið að gera grín að? Já, að hverju er fólkið að gera grín? Það er mín tilfinning að skaupið í ár hafi verið óvenju- legt að því leyti að aðstandendur leyfðu sér að vera fyndnir án þess að grafa sig ofan í ákveðna atburði og persónur, stundum. Höf- undarnir gerðu meira grín að tíðarandanum en tíðindunum. Áramótaskaupið 2006 var laust við það sem hefur verið áberandi í mörgum skaup- um síðustu ára, ekki síst þeim sem talin eru vel heppnuð, og það er fyrirlitning á íslensku sam- félagi og íslensku gildismati. Þetta skaup var karnival, uppbyggjandi niðurrif, ekki ólíkt því sem gerist í breskum þáttum á borð við þætti Ricky Gervais og ekki síður Little Britain. Þessi krafa um að gert sé grín að einhverju virðist nokkuð rík í Íslendingum. Hún er hluti af ákveðinni dægurþörf sem einkennir litla þjóð. Hún er leifar af því þegar allir, þá meina ég allir, sátu með eyrun límd við útvarpið þeg- ar fréttatími einu útvarpsstöðvarinnar byrjaði klukkan 12.20. Hún er sameiningartákn þjóðar sem er öll að hugsa það sama. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi krafa er á undanhaldi, hröðu, og það kemur til af því að íslenskt samfélag er stöðugt að verða ríkara, fjölbreyttara, frjáls- ara, brotakenndara, flóknara, áhugaverðara. Rótin að þessum breytingum er Netið. Það hefur leyst úr læðingi krafta sem áður voru bældir niður. Einhvers staðar heyrði ég að þriðjungur 17 ára krakka í Bretlandi væri með sitt eigið blogg. Þessir krakkar eru ekki venju- legir fjölmiðlaneytendur. Þau eru blanda af neytanda og framleiðanda. Á bloggum sínum og myspace-síðum birtir fólk hugrenningar sínar, myndir, tónlist, krækjur á aðrar síður. Þessar síður eru í mörgum tilfellum nokkuð af- gerandi hluti af sjálfsmynd: svona er ég. Heimurinn er brotakenndari en áður. Pétur Gunnarsson blaðamaður spyr á sínu bloggi hver þurfi sjónvarpsstjóra þegar hann hafi Youtube.com og Online-video-guide. Á vefnum stjórnar fólk fjölmiðlaneyslu sinni. Á vefnum kallar fólk eftir ákveðnum fréttum eftir því hverju það hefur sjálft áhuga á en ekki eftir því hvað fréttastjóra Morgunblaðsins eða Sjón- varpsins finnst eiga erindi við lesendur/ áhorfendur. Það er hætt við því að á þessum brota- kenndu tímum hljómi það undarlega í eyrum þessara sjálfstæðu fjölmiðlanotenda að steypa nánast allri innlendri dagskrárgerð á einni sjónvarpsstöð í sama Kastljósið. Er ég þá ekki að leggja nokkurn dóm á gæði dagskrárinnar heldur miklu frekar fyrirkomulagið, aðferða- fræðina, að setja unglingaprógrammið, menn- ingarþáttinn og dægurmálaþáttinn í sama pottinn þar sem allt er á endanum metið á for- sendum fréttarinnar: hvað er fréttnæmt? hvað er nýtt? Í samtímanum er tíminn meira virði en nokkru sinni fyrr. Fólk vill hafa tíma fyrir sjálft sig og sín áhugamál, ekki áhugamál ann- arra. Með hjálp Netsins stjórnar fólk, sér- staklega ungt fólk, í vaxandi mæli í hvað það eyðir tíma sínum. Það verður sífellt erfiðara að hafa stjórn á fólki, sífellt erfiðara að ná til þess: það er í sínum heimi sem það bjó sjálft til. Þetta eru áhugaverðir tímar fyrir fjölmiðla- fólk. Eftir því sem fjölmiðlum og tækifærunum til að afla sér frétta og afþreyingar fjölgar verður erfiðara að ná til fólksins. Mbl.is hefur þegar stigið stórt skref með því að bæta við vídeóum og þá ekki síður með öflugri tengingu bloggs og frétta. Það er nefnilega nokkuð ein- falt mál að til þess að ná til fólks þarf að vekja áhuga þess. Og kröfur og væntingar fólks um sérsniðna fjölmiðla verða sífellt afdráttarlaus- ari. Eftir því sem þróun fjölmiðlanna vindur fram í brotakenndri fjölbreytni verður vísast æ erfiðara að búa til áramótaskaup þar sem gert er grín að einstaklingum og atburðum. Og satt best að segja er ég feginn. Þá er meira pláss fyrir húmorinn. Svona viljum við hafa það » Það er hætt við því að á þessum brotakenndu tímum hljómi það undarlega í eyrum þessara sjálfstæðu fjölmiðlanotenda að steypa nánast allri innlendri dagskrárgerð á einni sjónvarps- stöð í sama Kastljósið. FJÖLMIÐLAR Karnival „Áramótaskaupið 2006 var laust við það sem hefur verið áberandi í mörgum skaupum síðustu ára, ekki síst þeim sem talin eru vel heppnuð, og það er fyrirlitning á íslensku samfélagi og íslensku gildismati. Þetta skaup var karnival, uppbyggjandi niðurrif, ...“ I Síðasta ár var að margra mati ár bloggsins.Segja má að bloggarinn hafi verið valinn maður ársins af bandaríska tímaritinu Time (það er að segja „þú“ sem ert farinn að taka aukinn þátt í lýðræðislegri umræðu), um 60 milljónir manna blogga um allan heim, tveir nýir bæt- ast við á hverri sekúndu og hér á landi hafa bloggarar aldrei verið meira áberandi í umræðunni og reyndar í frétta- mennsku einnig. Steingrímur Sævar Ólafsson sló stundum stóru fréttastofunum við með bloggi sínu (saevarr.blog.is) og að sumra mati er pólitísk umræða hvergi jafn lífleg og á blogginu. Þær raddir verða æ háværari að hin- um hefðbundnu fjölmiðlum, ekki síst prent- uðum, stafi mikil hætta af þessum nýja miðli. Flestir þeirra hafa reyndar brugðist við með því að tileinka sér hann með einhverjum hætti eða leiða hann inn í sinn miðil, blogg er þannig orðið hluti af fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is) og tilvitnanir í bloggfærslur eru al- gengar í blöðum, jafnvel umræðupistlar um bloggumræðuna. II Augljóst er að bloggið hefur mikil áhrif,ekki bara á aðra miðla heldur einnig á skoðanamyndun. Og líklega hefur það mjög góð áhrif á hina hefðbundnu fjölmiðla og umræðuna í samfélaginu. Ástæðan fyrir því að bloggarinn var valinn maður ársins hjá bandarísku tímariti er einmitt sú að hann tekur nú virkan þátt í skoðanamynduninni og styrkir þar með lýðræðið. En bloggið hef- ur líka annars konar áhrif sem minni gaum- ur er gefinn, meðal annars á hinum hefð- bundnu fjölmiðlum. Bloggið hefur ekki bara opnað leiðir fyrir fólk að tjá skoðanir sínar, það er einnig gátt fyrir hið persónulega í lífi fólks. III Ef samtímamenningin hefur eitt-hvert eitt afgerandi einkenni sem sker hana frá fortíðinni er það opinberun einkalífsins. Þessi afhjúpun hins einka- lega á sér ekki aðeins stað í blogginu held- ur einnig í hinum hefðbundnu fjölmiðlum sem hafa leitað svara við gagnvirkri bein- tengingu Netsins við almenning. Raun- veruleikaþættir í sjónvarpi eru skýrasta dæmið. Valið á „þér“ sem manni ársins hjá Time er kannski táknrænt fyrir þetta en á forsíðu tímaritsins þar sem valið var tilkynnt var birt mynd af spegli. Fjöl- miðlar hafa stundum verið kallaðir spegl- ar samfélagsins en miðlar eru nú ekki síð- ur orðnir speglar einstaklinganna. Segja má að játningamenningin, sem verið hef- ur hluti vestrænnar menningar um aldir, hafi verið færð á annað stig. Áhrif þess eru ókunn. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Ég var við það að sofna, þegar hljóðið í sírenunni barst inn um opinn gluggann. Og ýlfraði og ýlfraði. Ég bý langt frá öllum spítölum svo þetta er ekki bein- línis daglegt brauð, en auðvitað getur fólk svosem slasað sig hvar sem er. Þetta var óþægi- legt hljóð og varði lengi. Og það var þá, undir opnum glugga í mínu eigin húsi, sem ég stóð mig að því að hugsa frekar hvenær slökkt yrði á sírenunni en hvað komið hefði fyrir þann sem verið var að sækja. Ekki gæjalegt til frásagnar? Nei. Strax í kjölfarið mundi ég eftir að hafa – í öðrum heimsósómapistli – skrifað að okkur [les: krúttlegum Íslendingum] bregði enn í hvert sinn sem heyrist í sír- enu. Ég notaði dæmið til marks um al- menna nálægð og mennsku, að borgin væri enn ekki orðin stórborg. Hvað hef ég eiginlega skrifað margar sveitaskýrslur um þetta, um stórborgina? Fáumst ekki um það, ég sem sagt ligg þarna undir sírenuhljóðinu á fimmtu- dagskvöldi í hverfinu mínu og glaðvakna meira og meira. Þá rifjast upp fyrir mér að stuttu áður hafði vinkona mín í fyrsta sinn verið stoppuð af betlara í Reykjavík. Og það varð henni talsvert áfall. Ég tók hana uppí á Laugaveginum og hún lýsti betlaranum eins og hún væri á heimleið úr sakbendingu: … þetta var svona kona í pilsi með slæðu yfir svörtu hárinu, kannski frá Pakistan, hélt opnum lóf- anum fram, sjáðu svona, og með barn með sér … – Hvernig hefur pakistönsk kona, sem á svo lítið að hún þarf að betla á götum úti, ráð á flugfari alla leið til Íslands? – Kannski átti hún pening, en hann fór allur í farið? Uh. Kannski flóttamaður? – Maður veit ekki. En mín góða vinkona fullyrti að konan hefði beinlínis tosað í sig og æskt fjár. Á hvaða tungumáli mundi hún ekki, henni brá svo mikið. Og gaf náttúrlega ekkert. Meðan á frásögninni stóð ókum við fram á eina götulistamanninn sem ég man eftir að hafa séð í Reykjavík, þennan í náttfötunum sem prílaði í lausum stiga á Lækjartorgi allt síðasta sumar. Við reyndum að meta hvort það væri tilviljun að fyrsta sumarið sem betlarar nemi hér land nemi götulistamenn líka land. Og ennfremur: Á að gefa einhverjum pening sem gefur ekkert á móti, eða á bara að gefa þeim sem færir gleði. Eða er ósann- gjarnt að bera þetta tvennt saman? Já. Daginn eftir fór ég í strætó. Og af því að ég tek eiginlega aldrei strætó þurfti ég að spyrja hvað kostaði. Ökumaður með yfirskegg svaraði: two-hundred-fifty. Kannski var hann Pólverji, kannski Letti, hann var allavega ekki úr Hlíðunum. En hann rataði leið 24 og það dugði mér fínt. Og ég hugsaði, hvort sem það var nú í strætónum sjálfum, undir opna gluggan- um, eða með vinkonu minni: Kannski er það teikn um að borg sé orðin stórborg, þegar strætóstjórarnir eru aðfluttir. Eins og leigubílstjórarnir í New York. Sírenan vældi ennþá, ég var alveg að missa þolinmæðina... eða nei, ég hugsaði: Þetta hlýtur að vera grafalvarlegt, fyrst svona margir sjúkrabílar eru kallaðir til … Það setti að mér hroll. Í andvökunni mundi ég línu úr öðrum pistli mínum um smæð Reykjavíkur: „Þar eru hvorki jarðlestir, betlarar né gleðikonur á götuhornum og þegar þetta þrennt skortir er varla hægt að segja að framtíðin sé komin.“ Ég veit ekki með allar göturnar sem á að leggja í stokka, kannski má kalla þær neðanjarðarsamgöngur, ég veit heldur ekki hvað varð um konuna í pilsinu, það eina sem ég veit er að þetta er í síðasta sinn sem ég skrifa um hvort Reykjavík sé stór borg eða lítil. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er hvernig manni líður undir kvöld, þegar gluggarnir eru opnir og ókunnugir slasast fyrir utan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.