Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 3 lesbók Morgunblaðið/Ásdís Hann bað vin okkar segja mér að hann væri með ólæknandi sjúkdóm og ætti stutt eftir, samt var hann á bezta aldri. Í nótt dreymdi mig hann alheilan og útlitið eins og bezt varð á kosið, kannski var það óskhyggja, ég veit það ekki, en þegar ég vaknaði og veruleikinn blasti við leið mér eins og sviknum manni og ég reyndi að átta mig á landamærum lífs og dauða, ég leit út um gluggann og sá kónguló fikra sig að flugu sem lá föst í vefnum eins og hún lægi vængjalaus í loftinu, áttfætlan lagðist ofaná bráðina unz hún hvarf að eilífu, en ég fór að velta fyrir mér hvaða kónguló nærðist á dauða okkar því allt hefur sinn tilgang, einnig vanmáttur okkar í veraldar- vefnum. Kóngulóin í kastljósinu Matthías Johannessen Þegar ég horfi á þig sé ég að þú ert á ferð um minn innra mann og veit að þú ert komin á þær slóðir þar sem ilstigar daglegs lífs hafa skilið eftir sig spor á víðum sléttum minnar löngu reynslu veit þú ert eins og landkönnuður á ókunnum stigum og kvíðir því þú rekist á óvelkomin spor ljónynjunnar, en það er þögn á gresjunni og kyrrðin blá fjarlægð í háu gulu grasi þar sem gnýir og sebrar blasa við spyrjandi augum þínum, en sporin sem þú óttaðist mest eru grafin í velkomna víðáttu gleymskunnar. Í fótspor Ovids Dauðinn verndar vel sín leyndarmál og vistar þau sem hvítan sinureyk og þegar kulnar glóð við gamalt bál og gleymskan snarkar enn við brunninn kveik þá týnist hún, þín ævi í ösku og sót, en lífið er þó einkum stefnumót og oddhvasst hik við dauðans kompásnál. Ábending

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.