Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigrúnu Sól Ólafsdóttur sigrunsol@hive.is G agnrýni er stór hluti þeirrar myndar af leikhúsinu sem er borin á borð fyrir væntanlega leikhúsáhorfendur. Það er sjálfsblekking að halda því fram að hún hafi ekki áhrif. Að orðsporið sigri. Viljum við, sem veljum leiklistina sem lífsstarf, að vinna okkar sé lögð fyrir dóm þjóðarinnar út frá hentisemi og tilviljanakenndri neikvæðni gagnrýnanda, sem standa fyrir gamaldags viðhorf og for- dóma? Gleðjumst við ef við erum „í náðinni“ hjá gagnrýnendum? Notum þá frasa úr dóm- um í auglýsingaskyni? Förum svo í fýlu en þegjum samt ef gagnrýnendur ráðast á sýn- ingar okkar og frammistöðu? Stingum hausnum í sandinn og segjum: „Ég les ekki gagnrýni“ eða látum eins og þetta hafi ekki áhrif? Eða ætlum við að taka á málunum og gera kröfur? Pressa á fjölmiðla að standa faglega að gagnrýni og veita aðhald? Ef okk- ur er ekki sama um áhorfendur, þá getur okkur ekki verið sama um gagnrýni. Hún hefur áhrif á áhorfendur. Hún er andlit sýn- ingar út á við, sú kynning sem væntanlegir áhorfendur fá. Kynning leikhússins á við- komandi verki, auglýsingar og blaðaviðtöl fyrir sýningu hefur auðvitað sitt að segja, en áhorfandinn, í flestum tilfellum, metur það helst út frá umtali og reynslu annarra áhorf- enda hvort hann vilji eyða þúsundköllum í ákveðna sýningu. Og sú reynsla sem er op- inberlega á borð borin er gagnrýni í fjöl- miðlum. Hvað er fagleg gagnrýni? Myndi það kallast faglegt að gagnrýna Pi- casso út frá því hvort hann hafi málað an- atómískt rétt? Ef Jónas Sen væri sendur til að gagnrýna Mugison eða Benna Hemm Hemm? Er faglegt að gerast gagnrýnandi ef þú ert einskorðaður við þitt líf, þína stefnu? Að ákveða að lýsa frati á ákveðna leik- hússtefnu ef viðkomandi þekkir ekki vinnu- aðferðirnar eða verkið? Ef verkið er ekki innan ramma þess sem viðkomandi hefur ákveðið að sé leikhús. Er ekki griðastaður ímyndunarafls gagnrýnandans? Þegar Nína í Mávinum eftir Tjekhov birt- ist í verkinu ber hún með sér andblæ ham- ingjunnar. Hún er gerð að táknmynd frelsis og hamingju. Aðrar persónur verksins máta sína óhamingju við hennar hamingju. Og til að lífshjólið geti haldið áfram að snúast fyrir þau, til að þau geti lifað í sínum ófullkomna heimi, er hamingjunni fórnað. Á gagnrýni að snúast um að fórna hamingjunni? Á að við- halda sjúklegu ástandi? Sem betur fer er von. Það eru starfandi gagnrýnendur sem vinna faglega. Sem vinna út frá viðfangsefninu, setja sig inn í vinnuað- ferðir sem liggja að baki, hugarheim og hug- myndir og meta sýningar út frá því sem þau sjá, en ekki út frá því sem þau vildu sjá. Ef þau finna agnúa þá rökstyðja þau mál sitt, meta alla þætti sýningarinnar, og draga fram lokaniðurstöðu út frá heildarmati. Ef þau verða fyrir persónulegum áhrifum, neikvæð- um eða jákvæðum, þá geta þau þýtt þessa upplifun yfir á faglega umfjöllun. Þetta er ekki svo flókið. Þetta er ekkert persónulegt. Það ætti ekki að vera neitt vandamál að vera gagnrýnandi. Ef unnið er faglega. Nákvæmlega þannig ætti leikhúsvinnan að vera. Í hamingjuheiminum. Samkvæmt kenningum Stanislavskís og margra þeirra sem hafa þróað aðferðir hans í leikhúsinu er mikilvægt að brýna fyrir leikurum að skilja að persónu sína í daglegu lífi og persónuna á sviðinu. Milli þessara persóna er leikarinn. Þegar þú ferð í hlutverk leikarans þá skil- urðu daglega lífið þitt eftir fyrir utan æf- ingasalinn, og einbeitir þér að því að kljást við hlutverkið. Auðvitað hættir þú ekki að vera þú. En þú verður að geta þýtt lífs- reynslu þína yfir á fagtungumál svo hægt sé að vinna með hana í leikhúsinu. Þú tekur fók- usinn út og breytir lífsreynslunni og fa- greynslunni í bolta sem þú kastar á milli í vinnunni með öðrum leikurum. Það er ekki gefandi að taka þátt í leikhúsvinnu þar sem ekki er unnið faglega með þessi skil. Þá verð- ur vinnan oft svo mikið sullumbull, mikill tími fer í persónulegar lífsreynslusögur, af- sakanir og útskýringar, kaffidrykkju og dag- blaðalestur inni á sviðinu og hvíslingar úti í horni. Fókusinn verður flöktandi og vinnan ómarkviss. Ófagleg. Það þarf að taka trufl- anir út. Setja reglur. Vinna faglega. Ef þú kannt ekki að þýða lífsreynsluna þína áttu ekki að vinna í leikhúsinu. Að leik loknum Að leik loknum á sýningunni Þjóðarsálinni, sem ég leikstýrði og skapaði frá grunni ásamt hópi annarra listamanna, get ég ekki annað en staldrað við og íhugað þau áhrif sem sýningin okkar hafði. Þjóðarsálin var karnivalísk spunasýning sýnd í Reiðhöll Gusts í Kópavogi nú í haust. Alls komu 52 manneskjur að tilurð hennar. Sýningin var unnin af brennandi sköpunarþörf og með virðingu fyrir manneskjunni að leiðarljósi. Í henni var varpað upp stórum spurningum og myndum úr samfélagi okkar, á listrænan máta, í formi karnivals og með beitingu sjón- rænna áhrifa, þar sem lagt var upp með blöndun, hrærigraut, samansafn af stílum og ólíkum elementum úr samfélaginu, fant- asíuheimi og tilvitnanir í leikhúsbókmenntir og ljóðaarf. Aðferðin sem við beittum var leikhúsaðferð byggð á rannsóknum og þróun út frá kerfi Stanislavskís. Í huga mér situr eftir jákvæð upplifun og þakklæti til þeirra sem unnu að verkefninu, styrktaraðila og þeirra fjölmörgu áhorfenda sem lögðu leið sína í nýtt leikhús, urðu fyrir áhrifum og sáu jafnvel ástæðu til að senda okkur og fjöl- miðlum bréf um upplifun sína. En einnig sit- ur eftir óbragð í munni mínum yfir því að í okkar litla leikhúsheimi skuli starfa fólk sem fær laun fyrir það að níða og rífa niður sköp- unarverk annarra, án nokkurs faglegs rök- stuðnings. Það er alveg magnað að við sem störfuðum að Þjóðarsálinni fengum eina verstu útreið frá gagnrýnanda sem sögur fara af, en fáum svo dásamlegar viðtökur áhorfenda og djúpt þakklæti frá fólki úr ólík- um afkimum samfélagsins. Þrjár konur, hver hjá sínum ritmiðlinum, fjölluðu mjög ófaglega um sýninguna okkar og opinberuðu allar í skrifum sínum mikla fordóma gagnvart ákveðnum þjóðfélags- hópum, og þá sérstaklega einstaklingum með fötlun. Það er fróðlegt að skoða skrif þeirra í því ljósi, því þarna er tækifæri til að setja fingur á fordóma sem kannski endurspegla viðhorf samfélagsins. Einna fordómafyllst var María Kristjáns- dóttir sem skrifaði gagnrýni í Morgunblaðið 10. október 2006. Gagnrýni er reyndar ekki hægt að kalla það sem hún skáldaði fyrir les- endum blaðsins. Já, hún hreinlega laug; lýsti atriði fyrir lesendum, atriði sem ekki var í sýningunni. Greinin var svohljóðandi: „Við svörum engum spurningum í þessari sýningu, segir í leikskránni. En ég, áhorfand- inn, spyr samt: Hvað eru menn að vilja með þessu svokallaða karnivali? Vilja þeir segja okkur að hestar séu fallegar skepnur og gott að vera nálægt þeim? Vilja þeir segja okkur að það komi út á eitt að hlusta á texta eftir Jóhannes úr Kötlum og texta sem veltur upp úr Árna Pétri Guðjónssyni? Vilja þeir segja okkur að kunnáttuleysi sé það sem keppa skuli að í íslensku leikhúsi? Eða vilja þeir gera þá sem ekkert kunna að aðhlátursefni? Vilja þeir toppa sýndarveruleika sjónvarps- ins og kvikmyndarinnar? Víst þykir mann- lífið lítils virði á Íslandi en nær ímyndunarafl íslensks leikhúsfólks ekki lengra eða treystir það ekki ímyndunarafli áhorfandans meira en svo að það þurfi að gera fatlað fólk að sýn- ingaratriði, áhættuatriði innan um spúandi vatnsslöngur og hlaupandi hesta – til þess að leggja áherslu á það? Við tölvuna á þessum kalda haustmorgni þarf ég reyndar líka að spyrja sjálfa mig af hverju ég á því andartaki sem mig langaði að rísa á fætur og ganga út af sýningunni gerði það ekki?“ Vert er að upplýsa að í því atriði sem fatl- aðir einstaklingar komu fram voru hvorki hestar né spúandi vatnsslöngur og víðsfjarri að nokkur hætta væri fyrir hendi. Þetta er óskiljanleg uppskáldun hjá Maríu. Var hún á einhverri annarri sýningu? Dreymdi hana þetta? Það er ekki nóg með að María snúi boðskap sýningarinnar á haus í grein sinni, heldur ýjar hún einnig að annarlegum hvöt- um okkar sem stóðum þarna að baki. Þetta er ærumeiðandi. Skrifin lýsa gegndarlausum fordómum í garð fatlaðs fólks og mikilli van- þekkingu. Eru þau eða aðrir í sýningunni „fólk sem ekkert kann“? Er fólk „gert að sýningaratriði“? María kaus að nefna ekki eina atriðið í sýningunni þar sem fólk með fötlun kom fram, það var mjög kyrrlátt atriði sem margir hafa nefnt sem eina mögnuðustu upplifun sem þeir hafa orðið fyrir í leikhúsi. Atriði þetta var þróað og samið í samstarfi við Halaleikhópinn og Freyju Haraldsdóttur. Inntak þess var einræða einnar persónu sýn- ingarinnar sem er dvergvaxinn. Hann velti fyrir sér spurningunni hverjir hafa rétt til að lifa og hverjir taka sér það vald að eyða lífi. Hverjir segja foreldrum að þeir ættu að eyða fóstri. Þetta er gert út frá þeirri staðreynd að fólk með ýmiss konar fötlun er í útrýming- arhættu. Til dæmis hefur, að mér vitandi, að- eins einn dvergvaxinn einstaklingur fæðst á Íslandi síðastliðin tíu ár. Þegar þessu atriði lauk settust fötluðu listamennirnir hjá áhorf- endum og sátu þar út sýninguna. Síðan tóku við alls konar atriði, meðal annars með hest- um og eitt atriði þar sem vatn kom við sögu, úr einni slöngu, en hestar voru þar hvergi nærri og því síður þessir umtöluðu lista- menn. Þorgerður E. Sigurðardóttir sagði eftirfar- andi um viðkomandi atriði í dómi sínum í Víðsjá á RÚV 16. október 2006: „Hér eru all- ir jafnir, fatlaðir og ófatlaðir, lærðir og leikir, hestar og menn eða það er að minnsta kosti Fordómafullir gagnrýnen Blöndun, hrærigrautur, samansafn „Í henni var varpað upp stórum spurningum og myndum úr samfélagi okkar, á listrænan máta, í formi karnivals og upp með blöndun, hrærigraut, samansafn af stílum og ólíkum elementum úr samfélaginu, fantasíuheimi og tilvitnanir í leikhúsbókmenntir og ljóðaarf,“ „Ég lýsi frati á fordómafulla gagnrýnendur og skammast mín sem leikhúsmanneskja fyr- ir að þeir skuli starfa og hafa áhrif á lesendur blaðanna sem þeir skrifa fyrir,“ segir grein- arhöfundur sem svarar blaðagagnrýni á sýn- inguna Þjóðarsálina, sem hann leikstýrði, og sýnd var í Reiðhöll Gusts í Kópavogi síðast- liðið haust. » Þrjár konur, hver hjá sínum ritmiðlinum, fjölluðu mjög ófag- lega um sýninguna okkar og opinberuðu allar í skrifum sínum mikla fordóma gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum, og þá sér- staklega einstaklingum með fötlun. Það er fróðlegt að skoða skrif þeirra í því ljósi, því þarna er tækifæri til að setja fingur á fordóma sem kannski endurspegla viðhorf samfélagsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.