Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Qupperneq 11
Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is Þ egar eitt augnablik er fest á filmu er þaðan í frá hægt að rýna í það og kryfja út í hið endalausa. Hægt er að rannsaka svipbrigði manneskju á mynd, skoða tengsl hennar við umhverfi sitt og við- komandi aðstæður og svo framvegis. Út frá myndmáli ljósmyndarinnar er sumsé hægt að vinna eina allsherjar menningarfræðilega rann- sókn. Slíkt er viðfangsefni Sigrúnar Sigurð- ardóttur í bókinni Det traumatiske øjeblik – fotografiet, differancen og mødet med virke- ligheden. Eða öllu heldur fjallar hún þar á fræðilegan hátt um ljósmyndir og áhrif þeirra á endurminningar, sameiginlegt minni og veru- leikasýn einstaklinga og hópa fólks. Tilfinningaþrungin augnablik Sigrún las bókmenntir og sagnfræði við Há- skóla Íslands og hélt svo í framhaldsnám í menningarfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Bókin Det traumatiske øjeblik, sem kom út síðastliðið haust í Danmörku, er unnin út frá lokaritgerð hennar í menningarfræðinni og byggir Sigrún umfjöllun sína að miklu leyti á fræðum og heimspeki Jacques Derrida, Wal- ters Benjamins og Rolands Barthes. Með kenningar þessara manna og annarra að vopni kryfur Sigrún nokkrar valdar myndir og gaum- gæfir þá veruleikasýn sem þær birta. Skoðar hún meðal annars fréttamyndir af átakasvæð- um, eins og þá sem er á forsíðu bókarinnar, en þær birta gjarnan afar átakanleg og tilfinn- ingaþrungin augnablik í lífi fólks. Þá rýnir hún sem fyrr segir í þá veruleikasýn og veltir t.d. fyrir sér hvers konar veruleikabirting er þar á ferð. Hún notast sérstaklega við póstmódern- ískar hugmyndir Derrida um „skilafrestinn“ eða það sem hann kallaði „différance“ en það er eitt af lykilhugtökunum í afbygging- arfræðum hans. Skilafrestur Í mjög grófum dráttum fjallar „skilafrest- urinn“ um skilin á milli þess sem var, er og verður, eða nánar sagt skilin í veruleikanum sjálfum á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar Aðeins nútíðin er en fortíðin er ekki lengur. Framtíðin er aftur á móti ókomin en þó mun hún skila sér. Að endingu mun allt skila sér því að allt – og veruleikinn er þar meðtalinn – er á skilafresti. Veruleikanum er sumsé endalaust slegið á frest. Þá er Derrida mjög upptekin af hugmynd- inni um veruleikann þar sem aðgangur okkar að honum liggur óhjákvæmilega mikið í gegn- um miðla á borð við dagblöð, sjónvarp, hljóð- varp og ekki síst fréttaljósmyndir. Hann legg- ur áherslu á að okkur beri að grafast fyrir um á hvaða hátt veruleikann ber að okkur í alls kyns fjölmiðlum og hvernig honum er miðlað í orðræðum, myndum, líkingum og táknum. Og það er einmitt verkefni Sigrúnar í bókinni. Andlegt áfall Í seinni hluta bókarinnar fjallar Sigrún einkum um ljósmyndir af augnablikum þar sem við- fangsefnið er manneskjur sem hafa orðið fyrir einhvers konar andlegu áfalli og skoðar hún sérstaklega fréttamyndir af átakasvæðum. Þar veltir hún meðal annars fyrir sér fyrirbærinu „andlegu áfalli“ í tengslum við ljósmyndir og virkni þeirra. Danska orðið yfir andlegt áfall, „trauma“, er sprottið úr grísku og merkir eitt- hvað sem hendir fólk viðvörunarlaust og skilur eftir ævarandi sár. Þá skoðar Sigrún áhrif slíkra ljósmynda á endurminningar og hin ævarandi sár út frá hugmyndum heimspek- ingsins Rolands Barthes um áhrifamátt ljós- mynda. Sem dæmi tekur hún afar áhrifamikla ljósmynd frá stríðinu í Írak sem birtist í danska blaðinu Politiken og er hún jafnframt forsíðumynd bókarinnar. Myndin sýnir gamlan mann halda á limlestu stúlkubarni og gefur hún jafnframt afar áhrifamikla innsýn í veru- leika stríðsins. Aðgengileg bók Bókin er afar skemmtilegt innlegg í ýmiss kon- ar umræðu, hvort sem hún snýr að menning- arfræði, fjölmiðlum eða hvers kyns sjónrænum listum. Efnið er mjög áhugavert og þrátt fyrir að vera mjög fræðilegt framreiðir Sigrún það á mjög aðgengilegan hátt og gerir það mjög áhugavert. Þá er næsta víst að eftir lestur bók- arinnar mun lesandinn ósjaldan standa sig að því að skoða ljósmyndir á öðruvísi hátt. Hvernig er veruleikinn festur á filmu? Hvaða áhrif hafa ljósmyndir á okkur, minningar okkar, sameiginlegt minni og veruleikasýn ein- staklinga og hópa fólks? Svör við þessari spurn- ingu er að finna í nýrri bók eftir Sigrúnu Sigurð- ardóttur menningarfræðing sem hún sendi frá sér í Danmörku sl. haust. Átakanleg augnablik Sigrún skoðar meðal annars fréttamyndir af átakasvæðum í bókinni, eins og þessa, en þær birta gjarnan afar átakanleg og tilfinningaþrungin augnablik í lífi fólks. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Javier Cercas skaut upp á stjörnu-himininn árið 2001 með met- sölubókinni Soldiers of Salamis, en líkt og sú saga er nýjasta bók Cercas The Speed of Light einnig sögð af sögumanni sem deilir að hluta fortíð rithöfund- arins sjálfs. Er sögumaðurinn, sem er látinn vera nafnlaus, ungur spænskur rithöfundur sem starfar um tíma við háskóla í mið- vesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem hann kynnist fyrrum Víet- namhermanninum og Hemingway- aðdáandanum Robert Falk, sem á myrk leyndarmál í fortíð sinni og vekur það óhug söguhetjunnar er Falk hverfur skyndilega. Það er óneitanlega líka visst myrkur yfir smásagnasafni hins írska Colm To- ibin, Mothers and Sons, enda eru tortryggni, tengslaskortur og mis- skilningur milli mæðgina þemu sem liggja eins og rauður þráður í gegn- um sögurnar. Þrátt fyrir á köflum nöturlegt viðfangefni búa þær engu að síður yfir sömu meistaralegu stíl- brigðunum og vandvirknislegu efn- istökum og hans fyrri verk.    Kínversk samtímalist er sjóðheitum þessar mundir, um það væru flestir listaverkasalar líklega sammála og þetta nýtir kínverski rithöfundurinn Geling Yan, sér í bókinni The Un- invited, sem er sú fyrsta sem höf- undurinn skrifar á ensku. Í The Uninvited kynn- ist lesandinn söguhetjunni Dan Dong í gegnum samband hans við sérvitran kín- verskan listamann sem getur krafist hárra fjárhæða fyrir kæruleys- islegar skissur. Líf Dans sjálfs er hins vegar langt frá slíkum veru- leika, en kynni þessara einstaklinga koma til vegna þess uppátækis þess síðarnefnda að lauma sér í fyr- irtækjaveislur ætlaðar fjölmiðlum til að seðja sárasta hungur sitt. Þar uppgötvar hann líka fljótt að máltíð- inni fylgir yfirleitt vel úttroðið pen- ingaumslag til að tryggja viðkom- andi fyrirtæki „fjölmiðlavelvild.“ Það er óneitanlega broddur í þessari skáldsögu Yan, enda er hún há- pólitísk siðakenning um Kína sam- tímans.    Það fer lítið á spillingu í fyrstabindi æviminninga skáldsins Knud Sørensen, Et stykke af min tid, enda virðist Sørensen í æsku ekki hafa gert annað og verra af sér en að mæta einu sinni of seint í skólann – og það var bara svo hinir krakkarnir stríddu honum ekki. Raunar virðist skáldið hafa lifað slíku fyrirmyndarlífi að ævi þess er víðsfjarri klisju- kenndum frösum um ævi þjáðra listamanna og lýs- ingar Sørensen þessi í stað þeim mun fyllri af húmor. Þjáningin er heldur ekki viðfangsefni ferðasögu Kristínar Bjarnadóttur Ég halla mér að þér og flýg – Engin venjuleg ferðasaga sem einkennist þess í stað af lífi og lit. En bókin inniheldur fimm frásagnarljóð, sem ekki hafa komið út áður og búa yfir mynd- rænum lýsingum af veröld tangó- sins. Þykir Ég halla mér að þér og flýg – Engin venjuleg ferðasaga hnyttin frásögn af raunsannri ferða- sögu til tangóborgarinnar Buenos Aires. Bækur Javier Cercas Kristín Bjarnadóttir Geling Yan Eftir Hávar Sigurjónsson havars@simnet.is Skilgreining á raunsæi í kvikmyndum ogleikhúsi hefur alltaf vafist fyrir mér.Hefðbundin skýring er að meðraunsæi sé raunveruleikanum lýst eins og hann er – sem er nú aldeilis ekki einhlítt – og frásagnaraðferðin er jarðbundin, samtals- máti líkir eftir daglegu tali, persónur og um- hverfi eiga sér samhljóm í veruleika áhorfand- ans. En um leið og lokinu er lyft af þessum samsetta rétti, raunsæinu, gufar einfaldleikinn upp og tilbúningurinn blasir við. Hvað er raun- sætt við þaulhugsað og skrifað samtal? Hver einasta setning, hvert orð, er valið af kost- gæfni, samtalið er hnitmiðað og miðlar alls kyns upplýsingum um þá er tala, tilfinningar þeirra, bakgrunn, stétt, stöðu, afstöðu til þess er talað er við og til þess er talað er um. Ekk- ert er satt að segja óraunsærra og misheppn- aðra en ómarkvisst samtal í leikriti eða kvik- mynd sem fellur í þá gryfju að vera nákvæm upptaka af raunverulegu samtali, jafn ómark- viss, hugsunarlaus og innihaldslaus sem slík samtöl yfirleitt eru. Listrænt raunsæi felur í sér samslátt við tilfinningu eða hugsun áhorf- andans þar sem hann upplifir samtal eða at- burðarás sem trúverðuga í samhengi verksins sjálfs. Einmitt þess vegna hafa margir hnotið um svonefnda andstæðu raunsæisins sem sögð er vera „fáránleikinn“ í leikhúsinu, absúrdleik- húsið, þar sem atburðarás, persónur og samtöl eru með þeim ósköpum að engu líkist sem menn kannast við. Það versta sem kom fyrir þessa tilteknu stefnu í leikhúsi var nafngiftin segja þeir sem upplifa þennan svokallaða fá- ránleika sem mun raunsannari sýn á mannleg samskipti en nokkurn tíma raunsæið sjálft. Framsetning og leikstíll í alþjóðlegu sjón- varpi og kvikmyndum nútímans er talinn vera raunsær. Leikstíllinn er „eðlilegur“ og um- hverfið sömuleiðis. Þó er hvorttveggja jafn tilbúið, sérvalið og innpakkað og 2300 ára gam- alt leikrit sem skrifað er í bundnu máli og flutt af leikurum í sérhönnuðum búningum og með grímur fyrir andlitinu. Hið falska raunsæi kvikmyndarinnar er vel þekkt og endalaus rað- harmur sjónvarpssápunnar er jafn fjarri lífi hins venjulega manns og örlög hrokafulls kóngs á Grikklandi á goðsögulegum tímum. Gríska tragedían er okkur gersamlega fram- andi og hefur engin þau áhrif á tilfinningalíf okkar sem Aristóteles lýsti. Leitin að tragedíu nútímans stóð framan af síðustu öld og Arthur Miller var loks sagður hafa fundið borgaralega tragedíu í andhetjunni Willie Loman. Loksins var fundin uppskrift að eðlilegri tragedíu skilj- anleg venjulegu fólki. Sjónvarp og kvikmyndir tóku fagnandi á móti Willie hinum venjulega, að ekki sé sagt hinum eðlilega og raunsæja. Þörfin fyrir tragedíu og lausn er af sama toga í gegnum aldirnar og birtist í því formi sem hentar hverjum tíma. Við eigum okkar botnlausu tragedíuuppsprettur í sápum sjón- varpsins og finnum samhljóm við stílinn og framsetninguna. Við lifum á öld raðtragedíunn- ar. Eðlilegrar og raunsærrar. Það eina sem hér vantar er að sjónvarpsharmurinn sé á ís- lensku og sæmilega þjóðlegur. Öld raðharmsins » Við eigum okkar botnlausu tragedíuuppsprettur í sápum sjónvarpsins og finnum sam- hljóm við stílinn og framsetn- inguna. Við lifum á öld raðtra- gedíunnar. Eðlilegrar og raunsærrar. ERINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.