Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Page 12
12 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Leikstjórinn Spike Lee er með íbígerð mynd byggða á æviferli söngvarans nýlátna James Browns. Vinnan við myndina var haf- in þegar Brown lést nú á jóladag. Hann hafði að sögn gefið leyfi fyrir því að öll lögin sín yrðu notuð í myndinni. Brown ólst upp í mikilli fá- tækt í suð- urríkjum Banda- ríkjanna en barðist til metorða í sönglistinni. Hann var gjarnan nefndur Guðfaðir sálartónlist- arinnar og hafði hreint ekki hugsað sér að hætta tónleikahaldi, en hann hafði áformað að halda tónleika á gamlárskvöld. Ekki hefur enn verið tilkynnt hver muni fara með hlutverk Browns í myndinni, sem áætlað er að frumsýnd verði árið 2008, en sögusagnir herma að Samuel L. Jackson muni fara með hlutverk sálarkonungsins. Brown giftist fjórum sinnum á ævinni og sat í fangelsi um tíma, meðal annars fyrir fíkniefnanotkun.    Það var fátt sem kom á óvart þeg-ar tilnefningar til Actors Guild- verðlaunanna voru tilkynntar fyrr í vikunni. Tilnefningarnar féllu þeim flest- um í skaut sem hafa sópað að sér tilnefningum til annarra svipaðra verðlauna und- anfarnar vikur. Leikarinn Leonardo DiCap- rio fékk tvær tilnefningar fyrir hlut- verk sín í myndunum The Departed og Blood Diamond. Þá voru þau Helen Mirren og Forrest Wittaker tilnefnd fyrir hlutverk sín sem El- ísabet II Englandsdrottning og Idi Amin í myndunum The Queen og The Last King of Scotland, en þau hafa verið tilnefnd til allra stærri kvikmyndaverðlauna hingað til og kæmi flestum á óvart ef ósk- arsverðlaunatilnefning bættist ekki á lista þeirra. Leikarafélagið The Screen Actors Guild samanstendur af 120 þúsund félögum leikara í Bandaríkjunum, sem allir hafa atkvæðisrétt í kjör- inu. Verðlaunin verða afhent hinn 28. janúar næstkomandi.    Og enn að verðlaunum í kvik-myndagerð. Tilkynnt hefur verið hvaða sex myndir koma til greina sem hand- hafar Gullbjarn- arins, að- alverðlauna kvikmyndahátíð- arinnar í Berlín sem fram fer í byrjun febrúar. Kvikmynd- irnar Yella eftir þýska leikstjórann Christian Pet- zold og Irina Palm í leikstjórn hins belgíska Sams Garbarskis eru með- al tilnefndra en sú síðastnefnda skartar Marianne Faithfull í hlut- verki miðaldra konu sem gerist liðs- maður í kynlífsklúbbi í von um að verða sér úti um peninga. Tvær bandarískar myndir eru meðal tilnefndra, góðmennin The Good Shepard í leikstjórn leikarans Roberts DeNiros og The Good Ger- man eftir Steven Soderbergh. Þá eru ótaldar Goodbye Bafana eftir Bille August, saga fangavarðar Nelsons Mandela og hin suður- kóreska I Am A Cyborg But That’s OK eftir leikstjórann Park Chan- wook. Kvikmyndahátíðin í Berlín verður nú haldin í 57. sinn. KVIKMYNDIR Spike Lee. Robert De Niro Leonardo DiCaprio. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Leiknar íslenskar myndir voru áberandi íkvikmyndahúsum landsins árið 2006 oger það ekki síst að þakka vinsældumMýrarinnar sem Baltasar Kormákur leikstýrði og skrifaði og sýnd var þegar hausta tók. Mýrin naut reyndar slíkra vinsælda hjá lands- mönnum að leita þarf aftur um allnokkur ár til að finna sambærilegan innlendan smell og í fyrsta skipti síðan um árþúsundamótin var íslensk kvik- mynd svo gott sem á allra vörum. Líkt og oft vill vera með íslenskar kvikmyndir sem njóta vinsælda var mynd þessi byggð á þekktri skáldsögu, sam- nefndri sakamálasögu Arnalds Indriðasonar, en þegar litið er til viðtaka hennar verður því vart neitað að Mýrin er hressileg innspýting fyrir inn- lenda kvikmyndagerð sem jafnvel hefur þurft að glíma við ákveðna höfnunartilfinningu undanfarin ár þegar að viðtökum almennra áhorfenda kemur. Íslenska bíóárið 2006 hófst þó á dálítið lág- stemmdari nótum með Blóðböndum sem leikstýrt var af Árna Ólafi Ásgeirssyni. Hér var á ferðinni metnaðarfull kvikmynd sem leitaðist við að gera ör- lögum tiltekinnar fjölskyldu skil þar sem hún geng- ur í gegnum erfiðleika. Þemu myndarinnar tengj- ast karlmennskuhugtakinu og ákveðnu formi karlakrísu auk þess sem fjölskyldugildi eru gerð að umfjöllunarefni. Ljóst er að leikstjóri mynd- arinnar, Árni Ólafur, er upprennandi kvikmynda- gerðarmaður með mikla hæfileika. Verkið er upp- fullt af stórskemmtilegum og fallegum tökum, senur eru vel útfærðar og samhengi milli skota og myndskeiða er öruggt og oft haganlega smíðað. Hvað vinnu leikstjóra, tökumanns og klippara varð- ar fannst mér mynd þessi taka t.d. Mýrinni fram. Akkilesarhæll verksins er hins vegar sú grunn- hugmynd sem handritið gengur út frá og það hvernig persónur eru þróaðar, en söguþráður myndarinnar minnir um margt á gamaldags meló- drama þar sem klisjukenndar staðalímyndir eru notaðar án nokkurrar gagnrýni eða fjarlægðar. Um mitt ár, eða síðla sumars, bar minnisstæð- asta innlenda verk ársins fyrir sjónir áhorfenda en þar var á ferðinni kvikmyndin Börn, afrakstur sam- starfs leikstjórans Ragnars Bragasonar og leik- hópsins Vesturports. Einstaka hlutir varðandi mynd þessa minntu mig á eldri íslenska mynd, hina vanmetnu Villiljós, en þar held ég að hafi fyrst og fremst verið að verki sú staðreynd að Börn sam- anstendur af nokkrum ólíkum sögum og sögusvið- um, líkt og Villiljós. Ólíkt henni spinnur Börn hins vegar samhengi fyrir sögurnar þannig að allar tengjast þær á ákveðnum tímapunktum (eins og vill vera hjá bandaríska leikstjóranum Robert Altman sem gerði það að sínu lífsverki að sýna fram á að kvikmyndin gæti rúmað fjölþætt samansafn ólíkra sagna sem bregða ákveðinni birtu á mannlífið). Styrkleikur Barna var þó kannski fyrst og fremst tvenns konar. Annars vegar sýndi hún hvað eftir annað, í aðskildum atriðum, að íslenska kvikmynd- in hefur náð umtalsverðum hæðum í því að flétta saman því sem stundum er kallað „mis en scene“, en þar er átt við samsetningu myndrammans, og handriti sem hefur ákveðinn þunga í flutningi leik- ara sem finna sig frammi fyrir myndavélinni. Hins vegar er það sköpun kvikmyndaborgarinnar Reykjavíkur, en svart/hvít myndatakan og almenn rýmisnotkun gera borgina, bæði úthverfin og mið- borgina, að heillandi og oft skuggalegu umhverfi fyrir dramatíska fléttuna. Sama mætti reyndar að mörgu leyti segja um Mýrina, en eitt af því sem tókst vel að framkalla í þeirri mynd var tilfinning fyrir stað og rými, en myndatökurnar af Reykjavík og nágrenni, í sam- blandi við tónlist Mugisons, voru oft og tíðum áhrifaríkar. Það er síðan annað mál að ég skildi hvorki uppi né niður í því sem gerðist í Mýrinni og tekur hún Blóðböndum í raun fram hvað varðar gallaða handritasmíð. Um jólin kom svo síðasta myndin í röð stórra leikinna mynda á árinu, Köld slóð sem leikstýrt er af Birni B. Björnssyni. Hér, líkt og í Mýrinni, er um sakamálamynd að ræða en sögusviðið er ekki borg- in heldur virkjun á hálendinu en mér er til efs hvort rammpólitískara sögusvið sé finnanlegt þegar litið er til íslensks samtímaveruleika. Umgjörð mynd- arinnar er fagmannleg en aftur er það handritið sem reynist veikasti þáttur myndarinnar en kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins gagnrýndi myndina einmitt fyrst og fremst fyrir annmarka í söguþræði og röklegri framvindu. Ef horft er til síðari hluta ársins er hins vegar ekki úr vegi að spyrja hvort velgengni sakamála- sögunnar í íslenskum bókmenntum sé e.t.v. að byrja að síast inn í kvikmyndalífið. Ég veit ekki um hversu bein vensl er svo sem að ræða, íslenska sakamálasagan hefur verið á flugi undanfarin ár en mér segir svo hugur að bíóárið 2006 sé kannski sú stund þegar ákveðnar hugmyndir, bæði í markaðs- legum og listrænum skilningi, tóku svo ekki verður um villst að flytjast milli listgreina. Íslenska bíóárið 2006 SJÓNARHORN »… mér segir svo hugur að bíóárið 2006 sé kannski sú stund þegar ákveðnar hugmyndir, bæði í markaðslegum og listrænum skiln- ingi, tóku svo ekki verður um villst að flytjast milli listgreina. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu N ýjasta verk Hirokazu Koreeda, Blómið (Hana yori mo naho, en enskur titill myndarinnar er einfaldlega Hana, 2006), hlaut mikla athygli á Kvikmyndahá- tíðinni í London síðastliðið haust en bíður enn almennrar dreifingar á Vest- urlöndum. Myndin gerist á átjándu öld og telst til samúræja-mynda en reynist þegar upp er staðið róttæk afbygging á bushido-hefðinni. Koreeda fæddist árið 1962 í Tókýó. Hann gerði sína fyrstu mynd árið 1991 en hafði fram að því hugsað sér að vera rithöfundur. Þegar reynt er að líkja honum við aðra samtímaleik- stjóra eru nöfnin Hou Hsiao-Hsien og Tsai Ming-liang gjarnan nefnd, en jafnvel mætti halda því fram að aðferðir og viðfangsefni Ko- reeda marki hann sem að sumu leyti fjölbreytt- ari leikstjóra en áðurnefnt tvíeyki. Handan við lífið Fyrsta myndin eftir Koreeda sem vakti verulega alþjóðlega athygli er Handan við lífið (eða Wan- dafuru raifu á frummálinu, en After Life á ensku, 1998) en þar er vöngum velt yfir því hvað við taki þegar jarðnesku lífi lýkur. Sjálfur dauð- inn og möguleikinn á handanlífi eru á þennan hátt gerð að umfjöllunarefni en segja má að það sé gert á bæði beinskeyttari hátt og frumlegri en venja er til. Ekki er fjallað um aðdraganda andlátsins, þá er andartakinu sjálfu ekki lýst úr fjarlægð, þaðan af síður er athyglinni beint að eftirköstunum eins og þau verka á aðstand- endur. Hér er hluturinn sjálfur gerður að út- gangspunkti frásagnarinnar, dauðinn, það að vera látinn, en það eitt og sér er nokkuð sér- stakt þar sem dauðinn hefur jafnan markað endalok frásagna frekar en upphaf þeirra (enda þótt finna megi myndir eins og Citizen Kane sem eru þar skemmtilegar undantekningar). Þá er einnig sjaldgæft að fjallað sé um dauðann sem tilverustig, en það gerir mynd Koreeda. Í því sambandi er algengara að sjá myndir af dauðanum sem útþurrkun tilveru og hugveru, fjarveru þeirra tilvistarhnita sem þörf er á til að hægt sé að segja sögu, en síðasta myndskeið sí- gildrar kvikmyndar Ingmars Bergmans, Sjö- unda innsiglið, þar sem persónugerður Dauðinn leiðir aðalpersónur myndarinnar í halarófu út úr sögunni er þar ágætt dæmi. Vangaveltur um forgengileika mannlegrar til- vistar eru þó ekki nýleg spurnarefni en galdur Handan við lífið felst kannski sérstaklega í þeirri tilgátu sem á afskaplega yfirlætislausan en fallegan hátt er sett fram, en hér er þeirri hugmynd varpað fram að handanlífið hefjist sem vikudvöl á sveitasetri þar sem nokkrir tugir ein- staklinga sem allir eru í sömu sporum, þ.e. ný- látnir, eru leiddir í gegnum ákveðið ferli af reyndum starfsmönnum. Bækistöðin í fram- haldslífinu er sem sagt gamaldags og rólynd- islegt sveitasetur, umhverfi sem í fyrstu virðist skilið frá nútímalegum kennileitum, en ferlið sem um ræðir er svo sem ekki beinlínis hvers- dagslegt. Fyrst í stað er hinum nýlentu gestum falið það hlutverk að endurskoða líf sitt, og hér er skoðunarhugtakinu beitt bókstaflega því við- komandi einstaklingum eru fengnir kassar sem innihalda að því sem virðist heilt æviskeið – þeirra eigið – upptekið og tilbúið til sýningar á vídeóspólum, dálítið eins og viðkomandi hafi alla ævi verið óafvitandi aðalleikari í vinsælum raun- veruleikasjónvarpsþætti og hér birtist loksins af- raksturinn. En fólkinu er með öðrum orðum ætl- að að horfa á eða hraðspóla í gegnum eigið lífshlaup, reyna að líta það gagnrýnum augum og einangra eitt andartak, þá stund sem fólkið var að sönnu hamingjusamt, eða hamingjusam- ast. Hér er því ekki beinlínis um trúarlega sýn á handanlífið að ræða, iðrun, refsing eða verðlaun í formi himnavistar koma ekki við sögu. Hand- anheimurinn er að því sem virðist hlutlaus þegar að siðfræði og jarðbundnum hegðunarreglum kemur og eina krafan sem er lögð fram er að einstaklingarnir séu hreinskilnir við sjálfa sig og velji andartak þegar lífið lék við þá, reynslu sem í endurliti er staldrað við og kjarnar einhvern veginn gildi þess að vera lifandi. Þetta tekur misjafnlega langan tíma, sumir þurfa ekki einu sinni á hjálp myndbandanna að halda en aðrir geta ómögulega ákveðið sig. Andartakið sem var valið, „senan“ sem valin var úr eigin lífi, er því næst endursköpuð sem atriði í kvikmynd. Sumir líta um öxl og fyrir þeim er „hversdagsleg“ upp- lifun á borð við þá að sitja á bekk með ástvini og horfa á sólarlagið það sem stendur upp úr. Aðrir eru kannski dramatískari og beina sjónum sín- um að mikilvægum hvörfum eða umskiptum í einka- eða atvinnulífi, en það sem einkennir at- riðin er að þau samanstanda vanalega af sam- skiptum við annað fólk. Nú, þegar „atriðið“ hef- ur verið ákveðið er verkið hálfnað. Við tekur sviðsetning á atburðinum þar sem leikarar eru fengnir, sviðsmynd er byggð og handrit „skrif- að“. Síðan er stuttmynd búin til – einkamynd úr lífinu sem leitast við að fanga hugblæ liðins tíma með aðferðum kvikmyndalistarinnar. Óþarfi er e.t.v. að hafa fleiri orð um þessa mögnuðu kvik- mynd sem tvinnar vangaveltur um eðli kvik- myndamiðilsins saman við hugleiðingar um minni og sjálfssköpun en útkoman er sannarlega ógleymanleg. Næsta mynd leikstjórans, Enginn veit (Dare mo shiranai, á ensku Nobody Knows, 2004), er ekki síðri, en mynd þessi var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík árið 2005. Hér fjallar Koreeda um sanna atburði sem áttu sér stað í Tókýó á níunda áratugnum er einstæð móðir skilur börn sín eftir í blokkaríbúð í mið- borginni og þau neyðast til að sjá um sig sjálf um langt skeið. Þetta er harmræn mynd en út- litsfögur og mikið hvílir á barnaleikurunum sem standa sig með mikilli prýði (Yuya Yagira sem leikur elsta soninn hlaut leikaraverðlaunin á Cannes árið 2004). Nýjasta mynd Koreeda er eins og áður segir Blómið en þar leitar hann enn á ný mið og tekst á við eina lífseigustu kvik- myndategund Japans, samúrjæjamyndina, en gerir það sem sínum sérstaka hætti. Annað tilverustig Óhætt er að telja japanska kvikmyndagerð- armanninn Hirokazu Koreeda einn af athygl- isverðustu leikstjórum samtímans. Eftir hann liggur nú þegar nokkur fjöldi mynda, bæði leik- inna og heimildarmynda, en segja má að hann hafi fyrst skapað sér nafn í kvikmyndasamfélagi heimalandsins um miðjan tíunda áratuginn, en síðan þá hefur ferill hans verið nánast samfelld sigurganga. Blómið Nýjasta mynd japanska leikstjórans Ko- reeda er Blómið en þar tekst hann á við eina líf- seigustu kvikmyndategund Japans, sam- úrjæjamyndina, en gerir það sem sínum sérstaka hætti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.