Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 13 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Nokkrar athyglisverðar plötureru þegar farnar að detta inn á nýju ári, og er bandaríska nýrokks- veitin Modest Mouse ein þeirra sem ríða á það vað. Nú er bara að vona að árslistamenn gleymi ekki afurðinni, eins og svo al- gengt er, fari svo að platan standi undir væntingum það er að segja. Platan heitir hinu dramatíska nafni We Were Dead Before the Ship Even Sank og fyrsta smá- skífan, „Dashboard“, kemur út 16. janúar næstkomandi. Það er þó hægt að hlusta á lagið á myspace- svæði sveitarinnar nú þegar. Platan sjálf kemur ekki út fyrr en í mars, mögulega þó eitthvað fyrr. Eins og áður hefur komið fram er Johnny Marr, sem þekktastur er fyrir störf sín fyrir hina goðsagna- kenndu gáfumannarokksveit The Smiths, genginn í Modest Mouse sem fullgildur meðlimur. Á plötunni nýju kemur James Mercer úr The Shins einnig við sögu og því þokka- legasta stjörnustóð á staðnum. Hin hnyttilega nefnda Good News for People Who Love Bad News var síðasta plata sveitarinnar og kom út 2004. Þótti hún vera með því besta sem út kom þá í neðanjarðarrokki.    Eitt helsta og áhrifaríkasta sálar-tónlistarútgáfufyrirtækið, Stax, er vaknað til lífsins á nýjan leik eftir að hafa legið í kör í rúma þrjá áratugi. Stax var í Memphis og var mótandi hvað „deep soul“- og „southern soul“- stefnurnar varð- aði. Fyrirtækið Concord Music Group hefur sannfærst um að merkið tryggi gæðin og hefur ákveðið að hleypa Stax af stokk- unum á nýjan leik. Nýir tímar og gamlir mætast í fyrstu útgáfum hins endurreista merkis, en plötur með Isaac Hayes og Angie Stone eru efst á teikniborðinu. Fyrstu plöturnar sem út koma verða þó safnplötur, ein heiðursplata til handa Earth, Wind & Fire og fimmtíu laga safn- diskur sem fer yfir sögu Stax. Í ár munu um tuttugu geisla- og mynd- diskar koma út.    Áður en Sting fór að semja „lög tilað skjóta sig við“, svo vitnað sé í hina ágætu íslensku sveit Sviðna jörð, tilheyrði hann hljómsveitinni The Police, sem er ein merkasta rokksveit sem fram hefur kom- ið. Hana þraut örendi árið 1986 og hefur mikið verið hörmuð og svo virðist sem minning hennar verði æ glæstari eftir því sem árin líða. Það er ekki bara að nýir hlustendur séu farnir að falla fyrir Sting og félögum heldur hafa gamlir aðdáendur legið á bæn og grátið eft- ir endurkomu öll þau ár sem sveitin hefur ei verið á meðal vor. Nú ganga sögusagnir um að Po- lice muni stíga á svið á nýjan leik á þessu ári og halda tónleika í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Það er ekki ómerkari miðill en Billboard sem heldur þessu fram. Á vefsíðu Sting kemur fram að þrjátíu ára afmæli lagsins „Roxanne“ verði fagnað á árinu með einhverjum hætti, en ekk- ert er gefið upp um hvort Police tek- ur þátt í því. Andy Summers og Stewart Copeland, „hinir“ meðlim- irnir í Police, virðast klárir í slaginn en svo virðist sem lokaákvörðunin liggi hjá Sting … TÓNLIST Modest Mouse Stax The Police Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Það var árið 1988 að góður maður gaf mérnýjustu plötu meistara Leonards Cohens,I’m Your Man. Ég var átta ára gamall ogþótti ekki mikið til plötunnar koma, enda mjög upptekinn við að hlusta á Guns N’Roses á þeim tíma. Cohen fór því beinustu leið upp í hillu þar sem hann fékk að rykfalla í næstum áratug, eða þangað til ég skellti henni aftur á fóninn og upp- götvaði hversu mikil snilld er þarna á ferðinni. Ég hafði þá þegar kynnst eldra efni Cohens, svo sem lögum á borð við Suzanne, Famous Blue Raincoat og The Partisan. Allt voru það verk sem hann gerði þegar hann var „upp á sitt besta“ í kringum 1970. Síðasta plata sem hann gerði á undan I’m Your Man, Various Positions frá árinu 1984, þótti með hans slökustu verkum, ef ekki það slakasta, og höfðu margir misst trú á kappanum. I’m Your Man kom hins vegar skemmtilega á óvart og er oft talað um hana sem plötuna sem markaði endurkomu Co- hens – svipað og plata Duran Duran frá árinu 1993 sem í daglegu tali er nefnd The Wedding Album, en sú plata þótti skjóta þeim félögum aftur upp á stjörnuhimininn. En það er önnur saga. Það skal engan undra að I’m Your Man hafi verið talin marka endurkomu Cohens því hún er virkilega góð. Fyrsta lag plötunnar, First we take Manhatt- an, er án efa þekktasta lagið á plötunni. Þótt það hafi ekki náð teljandi vinsældum á sínum tíma hefur það lifað góðu lífi í næstum 20 ár, og flestir sem á annað borð þekkja eitthvað til popptónlistar geta botnað textabrotið „First we take Manhattan …“ They sentenced me to twenty years of boredom For trying to change the system from within I’m coming now, I’m coming to reward them First we take Manhattan, then we take Berlin Sem fyrr er Cohen afskaplega ljóðrænn, þótt textarnir á I’m Your Man séu orðnir pólitískari og beittari en áður. Þá hefur tónlistin tekið nokkrum breytingum, í stað þjóðlagakenndrar gítartónlistar sjöunda og áttunda áratugarins er komin tónlist sem einkennist af hljóðgervlum og kvenkyns ba- kröddum. Annað lag á plötunni sem náði nokkrum vinsæld- um var titillagið I’m Your Man. Texti lagsins minn- ir um margt á það sem Cohen var að fást við í upp- hafi ferils síns, en þá var ástin honum hugleikin. Á I’m Your Man var hann þó orðinn kaldhæðnari en áður. If you want a lover I’ll do anything you ask me to And if you want another kind of love I’ll wear a mask for you Þótt I’m Your Man hafi ekki náð teljandi vin- sældum komst platan í efsta sæti norska vinsælda- listans árið 1988, hvernig sem á því stóð. Þremur árum síðar tóku nokkrir listamenn sig saman og gáfu út plötuna I’m Your Fan, þar sem þeir léku lög Cohens honum til heiðurs. Þá var nafn plötunnar einnig notað í titli heimildarmyndar um Cohen sem kom út árið 2005 og hét einfaldlega Leonard Co- hen: I’m Your Man. Cohen hélt áfram á svipuðum nótum á næstu plötu sinni, The Future, sem kom út árið 1992 og var litlu síðri. Sú plata náði töluverðum vinsældum, og sem dæmi má nefna að öll lög plötunnar hafa verið notuð í kvikmyndum. Þannig vakti platan at- hygli leikstjórans Olivers Stones sem notaði þrjú lög með Cohen í myndinni Natural Born Killers sem hann gerði árið 1994. Tónlist Cohens rammaði myndina inn, hún hófst á hinu frábæra lagi Waiting For a Miracle og lauk með laginu The Future. Þá hljómaði lagið Anthem undir einhverju eft- irminnilegasta atriði myndarinnar. Síðan þá hefur heldur lítið borið á Cohen, enda gekk hann í klaustur árið 1994 þar sem hann dvaldi í fimm ár. Hann hefur þó sent frá sér tvær nýjar plötur frá aldamótum, meðal annars Ten New Songs sem þótti ekki upp á marga fiska. Kappinn er nú orðinn 71 árs gamall og vonandi að hann eigi eins og eitt meistaraverk á borð við I’m Your Man í pokahorninu. Cohen er minn maður POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is N eil Young, The Band, Joni Mit- hcell … og hvað annað aftur? Einhvern veginn virðist listinn stuttur þegar kemur að því að telja upp markverða dæg- urtónlistarmenn frá Kanada, þótt efalítið sé hann lengri séu þær gráu píndar eitthvað meira. En svona birtist þetta a.m.k. fyrir almenn- ingi. Í Bandaríkjunum er allt að gerast, en Kanada er stærra, dreifðara og minna spennandi land. Fjar- skyldur frændi, lítt áhugaverður og eiginlega hálf- leiðinlegur. Og oft heyrir maður í samtölum er merkir bandarískir tónlistarmenn eru til umræðu: „Nei, Neil Young er ekki frá Bandaríkjunum, hann er frá Kanada.“ Þetta virtist lengi vel eiga við um allar tónlist- arstefnur og maður hjó eftir því þegar menn og konur komu frá Kanada. Alanis Morissette, Avril Lavigne og já, síðrokkssveitin þarna, Godspeed you black emperor! Þeir eru víst frá Kanada. Þetta frétti maður á sínum tíma, árið 2000, og þótti merki- legt. Í dag er straumur áhugaverðra sveita frá Kan- ada hins vegar það stríður að maður er hættur að kippa sér upp við slíkar fréttir. Það kemur manni ekki lengur á óvart að enn ein áhugaverða sveitin sé þaðan, svo virðist sem eitthvað mjög svo skemmti- legt sé úti í vatninu þarna, og á því bergja ungar rokksveitir af offorsi um þessar mundir. Þrír suðupunktar Þessi gróska á sér aðallega stað í þremur stór- borgum í Kanada, þ.e. Montreal, Toronto og Van- couver. Athyglisvert er að ekkert er t.d. að gerast í höfuðborginni, Ottawa. Það er erfitt að setja fingur á hvað það er nákvæmlega sem veldur því að meira líf er í þessari borg en hinni, af hverju er meira af þessari tónlist hérna en af hinni þarna? Af hverju er Húsavík t.d. rokkhöfuðborg Íslands, Ísafjörður svona spriklandi hress og Hafnarfjörður einnig? Montreal er í Quebec, nánast eins austarlega og hægt er að komast í Kanada. Þar á Arcade Fire, nafntogaðasta kanadíska sveitin í dag, bækistöðvar sínar. Plata hennar, Funeral, frá árinu 2004 sló í gegn í jaðarrokksheimum en hefur auk þess náð taki á hinum almenna markaði, til dæmis hefur U2 leikið lag af plötunni á undan tónleikum sínum. The Neon Bible er önnur plata sveitarinnar og kemur út í ár, og óhætt að segja að svo gott sem allir tónlist- aráhugamenn bíði með hjartað í buxunum eftir plötunni. Pressan er svakaleg og platan einfaldlega „heitasta“ plata ársins hvað vonir og væntingar áhrærir. Af öðru spennandi Montreal-efni má nefna Islands, en hún var ein þeirra Kanadasveita sem sóttu Ísland heim á Airwaves. Fyrsta plata hennar, Return to the Sea, var mikið lofuð en Islands á sér rætur í annarri ekki síður merkilegri sveit, Uni- corns (Who Will Cut Our Hair When We’re Gone? er þeirra þekktasta verk). Söngvaskáldið góða Jim Guthrie er einnig frá Montreal, en hann hefur starf- að með Islands, og einnig Wolf Parade, sem hefur eins og Arcade Fire vakið mikla athygli. Plata þeirra Apologies to the Queen Mary (2005) þótti ein sú besta það árið. Wolf Parade er reyndar aðflutt sveit, er upprunalega frá Victoria, sem er eins langt frá Montreal og hugsast getur. Fleiri sveitir hafa leikið þennan leik, þetta er ekki ósvipað og var með Seattle á sínum tíma, er hún var suðupunktur gruggsins. Gæðasveitin The Dears kemur og frá Montreal (mælt er með No Cities Left frá 2003) og sker sig nokkuð frá framangreindum sveitum. Þá má ekki gleyma Patrick „okkar“ Watson sem sló í gegn á Airwaves, en hann kemur frá smábænum Hudson í Quebec. Samsláttur Færum okkur nú aðeins suður á bóginn, nánar til- tekið til Toronto (og skautum yfir Ottawa, sem ligg- ur þarna á milli). Þar finnum við fyrir Final Fan- tasy, sem er verkefni Owens nokkurs Pallets. Strengjabundið kammerpopp hans á plötunni He Poos Clouds, sem út kom í fyrra, aflaði honum hinna eftirsóttu Polaris-verðlauna en Owen er fjöl- hæfur mjög og hefur starfað með Arcade Fire, Jim Guthrie og Hidden Cameras, sem eru og frá To- ronto. Hidden Cameras er merk sveit, glúrið og kaldhæðnislegt gleðipopp sem minnir lítið eitt á Belle & Sebastian. Sveitin er leidd af hinum yfir- lýsta homma Joel Gibb og tekst hann á við þann þátt af tilveru sinni í lögum eins og „Golden Streams“ og í plötuheitum eins og The Smell Of Our Own. Líkömnun tónlistar Gibbs er efni í aðra grein. Stórsveitin Broken Social Scene er þó efa- laust þekktasta afsprengi Toronto. Plata þessarar jaðarsúpergrúppu, You Forgot It in People, vakti mikla athygli, en hún kom upprunalega út árið 2002. Broken Social Scene hefur innanborðs um og yfir tuttugu manns. Stars á einnig rætur í Toronto (er flutt til Montreal, nema hvað) en Amy Millan, söngkona hennar, hefur og starfað með Broken Social Scene. Það er einkennandi fyrir þessa kana- dísku bylgju að samgangur og samstarf hljómsveita á milli er mikið. Það virðist ekki bundið við stærð landa eða samfélaga hvernig þessar senur virka, þær virðast alltaf jafn „litlar“ og allir þekkja alla. Að lokum færum við okkur eins vestarlega og hægt er, til Vancouver. Þaðan er stutt til Seattle og það er eins og það sé hægt að heyra það í tónlist Vancouver-bandanna. Rokkaðri en einnig ívið vír- aðri en gengur og gerist í Toronto og Montreal. Að- albandið er önnur súpergrúppa, The New Pornog- raphers, sem m.a. inniheldur söngkonuna kunnu Neko Case. Sýran er þá í boði Pink Mountaintops og Frog Eyes (eru reyndar frá Victoria), líklega ein súrasta – og besta – Kanadasveitin í dag. Destroyer er þá verkefni Dans Bejars (einnig í New Pornog- raphers) en platan Destroyer’s Rubies var hiklaust ein af plötum ársins. Þá verður að geta Swan Lake, súpertríós sem hefur á að skipa Bejar, Carey Mer- cer úr Frog Eyes og Spencer Krug úr Wolf Parade. Fyrsta plata sveitarinnar, Beast Moans, kom út á síðasta ári, og mikill gæðagripur þar á ferð. Það er erfitt að finna einhvern samnefnara yfir þessa bylgju, utan að tónlistin er nýskapandi og fersk. Það verður því spennandi að fylgjast með í ár; ná nýjar sveitir að hagnýta sér þessa sókn eða strandar kannski allt með næstu plötu Arcade Fire? Kanadíska bylgjan Rokksveitir frá Kanada hafa verið mjög fram- arlega í skapandi neðanjarðarrokki undanfarin fimm ár eða svo og fengu Íslendingar að kynnast því af eigin raun á liðinni Airwaves-hátíð. Arcade Fire The Neon Bible er önnur plata sveitarinnar og kemur út í ár, og óhætt að segja að svo gott sem allir tónlistaráhugamenn bíði með hjartað í buxunum eftir plötunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.