Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 15 lesbók Í nýlegri grein gerir tékkneski rithöfund- urinn Milan Kundera hugmyndir um lýrík og lýríska skáldið að umfjöllunarefni. Þar vitnar Kundera í orð Hegels um að lýríska skáldið skrifi einvörðungu um sjálft sig og jafnvel þótt tilraun sé gerð til að fjalla um hlutveru- leikann muni sjálf skáldsins ávallt á endanum verða yfirsterkara og endurspeglast á ein- hvern hátt í ljóðinu. Kundera heldur áfram og bendir á að lýrík sem hugtak sé í raun ekki bundið við ljóðlistina heldur sé það ákveðin tegund af sjálfhverfri tilveru sem eigi margt sameiginlegt með æskunni, ef ekki hreinlega barnæsku, þar sem það sé einmitt aldursskeiðið sem ægilegt egóið er í algjöru fyrirrúmi og litar allan skilning. Hin lýríska vitund á í þessu samhengi erfitt með að gera sér grein fyrir sjálfstæðri tilvist umheimsins og telur sjálfsagt að breiða sjálfa sig yfir og inn í allt. Hugmyndir Kundera eru ekki reif- aðar hér vegna þess að ég sé sammála þeim heldur vegna þess að þær komu upp í hug mér þegar ég las nýútgefna bók þeirra Jesse Ball og Þórdísar Björnsdóttur, The Dis- astrous Tale of Vera and Linus (eins og nafn- ið gefur til kynna er verkið á ensku), en óhætt er að segja að í henni sé fjallað um vit- undarlíf einstaklinga sem eiga í allsér- kennilegu sambandi við umhverfi sitt. Hér er um bók að ræða sem ýmist má líta á sem skáldsögu, örsagnasafn eða ljóðabók. Eða ekkert af þessu heldur eitthvað allt ann- að, jafnvel eitthvað sem ekkert nafn er til fyrir ennþá, en hvað sem tegundarheitum og flokkunum líður þá hefur verkið afskaplega sterkt lýrískt yfirbragð, ekki síst ef tekið er tillit til vangavelta Kundera um lýrík sem blöndu af sjálfhverfu, barnæsku og huglægni. Bókin einkennist af óheftu sjónarspili á ein- kennilega fljótandi sjálfi aðalpersónanna tveggja, þeirra Veru og Línusar, sem lesandi fær á tilfinninguna að séu ung að árum en umhverfið minnir síðan á annaðhvort draum eða uppfundna veröld líka þeim sem börn búa sér til í sameiningu sem vettvang fyrir alls kyns leiki. En það er einmitt það sem Vera og Línus gera í framvindu verksins: Þau leika sér. Af ýmsum ástæðum er reyndar erfitt að tala um framvindu í þessu sambandi, að hluta til vegna þess að bókin býr ekki yfir sögu- þræði í hefðbundnum skilningi og líka vegna þess að textanum vindur ekki fram í hefð- bundnum skilningi, hann er sífellt brotinn upp og spurningar vakna um röðina sem best er að lesa hann eftir. Af þessum ástæðum verður spurningin um hvað gerist (næst) aldrei sérlega aðkallandi. Frekar spyr maður spurninga á borð við hvar gerist það sem á sér stað og hverju er verið að lýsa? Svarið sem bókin býður upp á í samhengi við fyrri spurninguna er: í tungumálinu. Umhverfið sem Vera og Línus búa í er hvít blaðsíða og veruleiki þeirra er byggður með svörtum strikum sem liggja í ýmsar áttir og finna má hér og þar á þessum blaðsíðum. Þetta er önnur leið til að segja að frásögnin er full- komlega huglæg, hún er absúrd, og hún hafnar lögmálum og reglum en fylgir þó ákveðinni rökvísi. Þessi rökvísi er að hluta til kynnt áður en bókin byrjar þar sem lesanda er gefinn ákveðinn lykill til að lesa, staðsetja og skilja það sem á eftir kemur. Blaðsíðutalið í bókinni er nefnilega mjög óhefðbundið. Það birtist sem talnaruna í þremur hlutum, dæmi gæti verið „2.28.16“, en fyrsta talan í röðinni, 2, þýðir að Jesse Ball skrifaði viðkomandi blað- síðu (ef fyrsta talan er 1 þá er Þórdís höf- undurinn), önnur talan, 28, segir til um það sem höfundar kalla staðsetningu sögunnar, og síðasta talan vísar til bókarhluta (e. sec- tion). Þetta er sérkennilegt fyrirkomulag þar sem ljóst er að hreyfing sögunnar á sér ekki stað í þeirri röð sem söguhlutarnir segja til um (ef svo væri þyrfti ekki að tilgreina þá eftir númerum) og einnig er óalgengt að höf- undar sem vinna saman tilgreini svona greinilega hver skrifar hvað. Það er líka spurning hversu mikilvæg þessi aðgreining er. Þegar dálítið var liðið á lesturinn hjá mér var mér farið að standa á sama um hvort þeirra skrifaði blaðsíðuna sem ég var að lesa og ég var löngu hættur að reyna að fletta fram og til baka í leit að samhengi sem hvort sem er var bara tálsýn. Þetta er hins vegar bara einn af mörgum þáttum sem gera bók- ina afar frumlega í hönnun og útliti og á þannig þátt í að skapa umhverfið fyrir ákveðna lestrarupplifun sem í tilviki þessarar bókar er vissulega mjög óvenjuleg (í flókinni umgjörð bókarinnar er þó ein vitleysa en undir lokin eru röng „blaðsíðutöl“ gefin í myndaskýringum). Síðari spurningunni er hins vegar erfiðara að svara. Í kynningartexta sem fylgdi bók- inni (að minnsta kosti til gagnrýnanda) er því haldið fram að eitt aðalþema verksins sé ást- in, en þar segir að þau Vera og Línus eigi í „mjög fallegu ástarsambandi“. Fjallar bókin þá um ástina, e.t.v. í yfirfærðum skilningi, þannig að ýmsir huglægir þættir ástarsam- bands séu gerðir bókstaflegir, að vandamálin sem slíku sambandi fylgja, þær sterku, stundum ofsafengnu tilfinningar sem eiga sér stað þegar sjálf gefur sig öðru á vald, séu hér til umfjöllunar á ljóðrænan, jafnvel táknræn- an hátt? Það má vera. Ég get þó ekki neitað því að stundum fannst mér þau skötuhjú minna meira á systkin en elskendur, systkin sem hefur verið sleppt lausum í ónáttúruna í eins konar skelfilegri rússóískri uppeldis- tilraun. Hér komum við aftur að sjálfhverf- unni og draumaveruleikanum. Veru og Línusi halda bókstaflega engin bönd, veruleikinn sem þau búa sér til takmarkast einvörðungu af þanþoli tungumálsins og tungumálið sjálft litast af tryllingshætti ímyndunaraflsins. Hús tala við Veru og Línus, sama gera vegir, þau finna skrítna hluti ofan í kistum, til að mynda seglbát og stöðuvatn, og smíða glugga sem útsýni fylgir. Þetta er ljóðræna sem skortir bein markmið og verður því draumkennd, ljóðrænan miðast við óskir og duttlunga per- sónanna og þótt aðrar persónur verði á vegi aðalsöguhetjanna tveggja er ljóst að þær eru bara hugarburður í ímynduðum veruleika. Grimmd og blóðsúthellingar eru áberandi þáttur í bókinni en Vera og Línus leggjast stundum á umhverfi sitt, textann, líkt og blóðþyrstir vargar og bjóða þá gjarnan upp á afar grótesk tilþrif enda þótt atriði þessi séu í eðli sínu ósköp saklaus þar sem þau eiga sér stað á sviði hreinnar tungumálaiðkunar og ekki er um neins konar veruleikagervingu að ræða. Atriðin þar sem Vera og Línus leika sér að því að limlesta og myrða eru líka skýr- ustu dæmin um sjálfhverfu og lýrískan barnaskap persónanna sem í þessum tilvikum bregða sér í gervi siðleysingja í krafti þess að afleiðingarlögmálið er ekki til staðar (textatengslalögmálið er hins vegar til staðar: Þegar Línus færir Veru auga að gjöf gera kynferðisundirtónar vart við sig, ekki síst ef hugsað er til Bataille). Skáldverkið um Veru og Línus er ekki hefðbundið og lestur þess krefst ákveðinnar þolinmæði sem og opins hugarfars gagnvart tilraunakenndum aðferðum við textasmíðar. Að mörgu leyti verðlaunar bókin slíka nálg- un. Á köflum er hún afar fyndin, líkt og í löngu innskoti þar sem Línus leggur launsát- ursmönnum lífsreglurnar, stundum end- urtekur hún sig, en það sem gerir lesturinn athyglisverðan og heldur lesandanum við efn- ið er rík sköpunargáfa og sægur af óvæntum myndum og hugmyndatengingum. Á einum stað (bls. 2.15.1) verður Línusi uppsigað við lesandann og ákveður að hætta snögglega við að svara eigin spurningu. Hann segir: „I sup- pose you would like to know, and although I had every intention of telling you when this story began, I find that your manner has be- come now so impertinent that I am comp- elled not only to leave the room, but further, to consider in passing whether or not I sho- uld cut you in the face with the razor blade I carry in my pocket.“ Mér finnst þetta afar skemmtilegur kafli og dæmigerður, ekki bara fyrir bókina sem hér er til umfjöllunar held- ur einnig fyrir ákveðið hugarfar í nútímalegri listsköpun sem kannski er best lýst á þann veg að listaverkið er ekki búið til svo að neytandanum líki vel við það. Það ögrar og ræðst á neytandann og neyðir hann, ef allt lukkast vel, til að grípa til ofbeldis á móti. Vellíðunarlögmálið allsráðandi Björn Þór Vilhjálmsson Myndskreyting úr bókinni um Veru og Linus. BÆKUR Skáldsaga Eftir Jessie Ball og Þórdísi Björnsdóttur Skáldverk Nýhil. Reykjavík. 2006. The Disastrous Tale of Vera and Linus Morgunblaðið/Ómar Viðar Þorsteinsson Viðari þykir skáldsaga Steinars Braga, Stórkostlegasta leyndarmál heimsins, standa upp úr jólavertíðinni. Lesarinn Síðan um hátíðarnar hef ég verið að glugga í War, Evil, and the End of History eftir Bern- ard-Henry Lévy sem ég fékk í jólagjöf. Bók- inni mætti lýsa þannig: „Vel greiddur heim- spekingur ferðast um Þriðja heiminn.“ Ferðasögur hans eru uppskrúfaðar, jafnvel sjálfselskar, og „hugleiðingarnar“ sem hann tengir við hvern kafla þjóna þeim tilgangi helst að sýna að höfundur hafi lært heima- vinnuna sína í École Normale Supérieure. Pasturslitlar túlkanir Lévys á Kojève og Ben- jamin um „söguna“ eru lítið annað en hefð- bundinn vestrænn húmanismi af þeim meiði sem um hver jól færir okkur vondar bók- menntir um þjáningu kvenna í fjarlægum löndum. „Kitch“ heimspeki af verstu sort. Af svokölluðum jólabókum ber hæst stílrænt meistarastykki Steinars Braga, Hið stórkost- lega leyndarmál heimsins. Íslenskur stíll er endurnýjaður í forngerðu þýðingaklastri inn- an um sögu sem sjálf er á einhvern hátt fárán- lega áhugaverð þrátt fyrir að vera að sama skapi reyfarakennd og útjöskuð. Dularfullt brúðuleikhús sem hefur e.t.v. sama sess í höf- undarverki Steinars og Twin Peaks hefur hjá David Lynch. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur og útgáfustjóri Nýhils. Gláparinn Leon eftir Luc Besson segir frá einmana og elskulegum, en kaldrifjuðum leigumorðingja, Leon, sem vinnur fyrir mafíuna. Myndin fjallar um samband hans við hina 12 ára gömlu Matthildi, sem Leon tekur að sér þegar foreldrar hennar eru myrtir. Sagan er einföld og persónurnar fáar en þeim mun eft- irminnilegri. Leikararnir eru allir í heimsk- lassa; Jean Reno leikur Leon, Gary Oldman spillta lögregluforingjann og Danny Aiello leikur mafíuforingjann. Þarna er svo Natalie Portman í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki enda aðeins 12 ára gömul. Ég heyrði einhvern tíma að Besson hefði skrifað handritið að Leon á þremur vikum. Sennilega er það þjóð- saga en endurspeglar vel hvað sagan er ein- föld en sterk. Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður Morgunblaðið/ÞÖK Björn Brynjúlfur Leon eftir Luc Besson var nýlega í tækinu hjá birni sem kveðst hafa heyrt að Besson hafi skrifað handritið á þremur vikum. En sagan er einföld en sterk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.