Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ástráð Eysteinsson astra@hi.is Í fyrsta lagi (eða múgsefjun) Á Þorláksmessu birtist í Frétta- blaðinu stórbrotið en furðulegt viðtal við rithöfundinn Einar Má Guðmundsson, undir yf- irskriftinni „Tekist á við tossa- bandalagið“. Maður hélt að þetta yrði árstíðarbundið rútínuviðtal þar sem hjalað yrði um nýja ljóðabók höfundar. En blaðamaðurinn, Páll Baldvin Baldvinsson, hnykkti skáldinu úr hátíðarstellingu með því að segja að „bernskusögum“ hans hefði ekki verið vel tekið „af sumum í bókmenntastofnuninni: Helga Kress kallaði þær strákabækur?“ Skáldið bregst ört til svars: „Nei, það þótti ekki fínt í þeirri veröld að vera strákur og skrifa bækur, það var baneitraður kokteill. Prófessor Ástráður Eysteinsson var líka gerð- ur út af örkinni, það má segja að þau séu and- legir arkitektar þeirrar múgsefjunar sem stunduð er kallað tossabandalagið.“ Í hverju skyldi þessi múgsefjun vera fólgin? Nú, þetta hefur „færst yfir á eitthvað svona síð- degisblaðamentalítet, um Vogasögur, stráka- sögur, ég meina hvers eiga Vogarnir að gjalda? […] Þetta hefur farið rosalega í taugarnar á sumu fólki og það breiðir úr einhverjum svona eldhúsborðapirringi yfir alla þjóðina […]. Þessi viðhorf hafa verið algeng hjá sorpblaðamönn- um, en það þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir þeim. Ég verð bara að búa við þetta, þetta kem- ur svona í gusum, en þarna kemur sér vel að bækur mínar eru þýddar og lesnar af fólki sem er ekkert sérlega uppsigað við Vogahverfið, nú eða stráka.“ Svona á að segja krassandi sögur. Þetta er safaríkt og líka svolítið kunnuglegt; prófess- orarnir, sorpblaðamennirnir og fólkið við eld- húsborðin sameinast gegn meintum strákapör- um skáldsins, en erlendis ráða góðir menn ráðum sínum. Og einn daginn berast kannski þaðan mikil tíðindi – svo maður hugsi þetta áfram – og fagnaðarbylgja fer um þjóðina, rétt eins og á áhorfendapöllum þegar Ísland sigrar Makedóníu í mikilvægum handboltaleik. En dónarnir sitja gneypir eftir, þegja um hríð en fara svo kannski að taka varlega undir fagn- aðarlætin. Nema þessi Ástráður, honum er ekki við bjargandi, enda er sök hans mikil, því eins og Einar Már segir: „tónninn hjá Ástráði var, þarna er kominn náungi sem skorar bók- menntirnar á hólm, við skulum taka hann niður. Þetta er einhver misheppnaðasta aftaka sem farið hefur fram, enda er ég sprelllifandi og enn í fæting við vindmyllur orðanna.“ Þannig hljómar hetjusagan og hefur þegar haft nokkur áhrif – einn þeirra lesenda Einars Más sem einhvern veginn hafa komist á legg hér á landi, í trássi við gauraganginn í tossa- bandalaginu, spurði Ástráð um daginn hvort það væri satt að þessir fáu bókmenntaprófess- orar vestur í Háskóla legðu það helst fyrir sig að berja á Einari Má, þessum prýðilega rithöf- undi og góða dreng. Ástráður var hvumsa yfir þessu, þóttist hafa verið að sinna öðrum hugð- arefnum, en þegar hann hafði náð sér í viðtalið og lesið það sér til undrunar og skemmtunar staldraði hann við. Hafði hann kannski gert Einari Má grikk einhverntíma í fyrndinni? Í öðru lagi (eða misheppnuð aftaka) En í sannleika sagt er það þó auðvitað rugl og vitleysa – og ekki nærri eins skemmtileg saga og þær sem Einar Már hefur sagt í bestu verk- um sínum. Í viðtalinu leggur Einar Már áherslu á mikilvægi minnisins í tengslum við sagna- listina og Páll Baldvin ýtti greinilega á virkan minnistakka. Ég get ekki svarað fyrir hönd Helgu Kress og ég veit ekki hvort Páll Baldvin er að vísa til fræðiverka hennar; mig grunar raunar að hann reki fremur minni til viðtals við Helgu í tímaritinu Veru árið 1986, þar sem hún sagði unga íslenska karlhöfunda vera undir undir áhrifum frá sögum Guðrúnar Helgadótt- ur um Jón Odd og Jón Bjarna, án þess endilega að gera sér grein fyrir því. Þessi gamansömu en ögrandi ummæli, sem vöktu athygli á sínum tíma, hafa kannski nægt til að tryggja Helgu sess sem „andlegur arkitekt“ þessa „tossa- bandalags“ sem Einar er að „takast á við“. Hinn arkitektinn, nefnilega höfundur þeirra orða sem hér fara, hefur hins vegar sannarlega haft talsverðan áhuga á bókmenntum um drengi og æskuvitund. Einar Már er því á villi- götum þegar hann gefur til kynna að mér sé í nöp við þetta efni, sem ég hef skrifað nokkuð um, sérstaklega eins og það birtist í verkum Gyrðis Elíassonar, textum sem veita að mínu mati mikla innsýn í hugarheim bernskunnar (bæði eins og sá heimur er í bernsku og eins og hann lifir áfram í ýmsum myndum innra með hverjum og einum). En hvenær fór þá fram umrædd „misheppn- uð aftaka“ sem Einari Má er svona ofarlega í huga? Ég held að ekki geti verið nema um eitt að ræða, nefnilega umsögn sem ég (þá stunda- kennari við Háskólann) skrifaði um skáldsögu Einars Más, Eftirmála regndropanna, og birt- ist í vorhefti Skírnis 1987. Eins og mörgum öðrum þótti mér frumraun Einars Más sem skáldsagnahöfundar, Ridd- arar hringstigans, býsna efnileg, og ég var hrif- inn af sögunni sem á eftir fylgdi, Vængjaslætti í þakrennum. En mér þótti höfundur fara heldur illa að ráði sínu í þriðju bókinni, áðurnefndum Eftirmála. Það var hins vegar tilviljun að ég var beðinn að skrifa um einmitt þá bók í Skírni og býsna langsótt (og raunar skemmtilega fárán- legt) að ætla að einhver hafi gert mig „út af örkinni“ til að ganga frá þessum höfundi. En hvernig er svo þessi misheppnaði mann- drápsritdómur í Skírni? Ég tel ástæðulaust að endurtaka það sem ég sagði á þeim blöðum fyr- ir um tuttugu árum. Mér dettur ekki heldur í hug að allir séu sammála umsögn minni og ég fagna þeim sem kunna að vilja andmæla henni með rökum – en ekki kveinstöfum um mis- heppnaða aftöku. Það þarf raunar ótrúlega sjálfsánægða sýn rithöfundar á eigin feril til að komast að þeirri niðurstöðu að ég hafi litið svo á að hann hafi „skorað bókmenntirnar á hólm“ í skáldverki sínu og þess vegna hafi ég tekið að mér að ryðja höfundinum úr vegi (væntanlega þá fyrir hönd ríkjandi bókmenntaviðhorfa, eða hvað?). Þarna var á ferð höfundur sem með fyrstu tveimur sagnabókum sínum hafði vakið tals- verða athygli og í rauninni miklar vonir. Mér fannst honum hinsvegar ítrekað skrika fótur í Eftirmála regndropanna og full ástæða væri til að greina hvernig það gerðist og rökstyðja skoðun mína. Ég vék þarna að ýmsu í sagna- heimi Einars, einnig strákamenningunni, og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að í kven- persónum hans leyndust ónýttir möguleikar. Ef til vill benda viðbrögð Einars Más nú til þess að ræða hefði þurft enn nánar um þetta áhuga- verða efni á sínum tíma. Í þriðja lagi (eða matreiðsla mótlætis) Hér gefst þó ekki rými til að taka aftur upp þráðinn í áðurnefndri umræðu. Og allra síst finn ég fyrir þörf til að verja þennan gamla rit- dóm minn; það nægir mér að vita að ég skrifaði hann af heilindum. Þetta var ekki órökstuddur sleggjudómur. Slíkir dómar eru til og gagnrýni er auðvitað misjöfn að vægi og gæðum, rétt eins og bókmenntaverk. Hvaða lærdóm skyldi mega draga af málflutningi Einars Más um að- stæður gagnrýninnar í okkar litla samfélagi? Ég spyr ekki vegna þess að ég telji að gagnrýni eigi að ganga fyrir sig umyrðalaust. Gagnrýni er í sjálfri sér tjáningarform sem kallar á um- ræðu. Höfundar verkanna, sem gagnrýnd eru, geta tekið þátt í þeirri umræðu eins og aðrir, kæri þeir sig um það, en þá að sjálfsögðu ekki með upphrópunum og skætingi, vilji þeir að mark sé á þeim tekið. Á hinn bóginn finnst mér sem bókmennta- fræðingi áhugavert að velta fyrir mér beiskum viðbrögðum þessa tiltekna rithöfundar, Einars Más Guðmundssonar, þegar spurning blaða- manns verður til þess að hann lítur um öxl yfir feril sinn, allt aftur til verka sem hann birti fyr- ir um tveimur áratugum. Af einhverjum ástæð- um sýnir hann mér alltof mikinn sóma og at- hygli þegar talið berst að viðbrögðum við verkum hans. Hefði ég talið þetta vera von- lausan höfund og fundið hjá mér svona óg- urlega þörf til að láta sem flesta vita af því, þá hefði ég sennilega leitast við að tjá mig sem mest um hann og sóst eftir að skrifa fleiri rit- dóma um verk hans. En raunin er einfaldlega sú að ég hef yfirleitt verið að fást við annað um dagana en að tjá mig um verk Einars Más. Honum hentar samt á einhvern hátt vel að skáka mér inn í ákveðið hlutverk í þeirri mergj- uðu fléttu sem frá greinir hér að framan – semsé í sögu hans um orrustuna miklu við það skuggalega eldhúsbandalag sem hann ímyndar sér að myndað hafi verið gegn honum. Skyldi Einar Már geta tilgreint fleiri and- stæðinga sem tekið hafa þátt í „múgsefjuninni“ gegn honum? Ég kann ekki svar við því, en ég tel líklegt að mynd hans af viðtökunum hér heima á Fróni sé byggð á einkennilegum rang- hugmyndum; það sé veruleg skekkja í henni, spaugileg en líka svolítið dapurleg skekkja, í þessari mynd af höfundinum sem mætir mis- skilningi og andúð heima fyrir en skilningi og velvild erlendis. Ég hef að vísu ekki rannsakað viðtökusögu Einars Más á Íslandi, en ég hef sannarlega orð- ið þess var að hann hefur notið velgengni og vinsælda, oftar en ekki fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, iðulega notið mikillar athygli í fjölmiðlum, og stundum verið hampað vel og rækilega. Er hann ekki einmitt dæmi um höf- und sem fengið hefur góðan meðbyr – og er þá ekki bara gott eitt um það að segja? Fékk hann ekki vind í seglin strax sem tiltölulega ungur höfundur? En þetta finnst honum sennilega ekki í frásögur færandi. Út frá frásagnarlög- málum er skiljanlegt að mótlætið sé honum hugstætt og ekki verra að ýkja það rækilega til að riddarinn geti staðið eftir móður en sig- ursæll. Ef eitthvað má ráða af viðtalinu við Ein- ar Má um sjálfskilning hans sem rithöfundar og sýn hans yfir eigin feril, þá virðist mótlætið vera honum nauðsynlegt en þó þolir hann það alls ekki og það situr í honum svo áratugum skiptir. Hvað skyldi þá ýmsum öðrum fram- bærilegum íslenskum höfundum finnast um sitt hlutskipti – og hvað skyldi þeim vera skapi næst að segja, væri sýn þeirra beint á sama hátt yfir ritferilinn? Það liggur við að maður kalli eftir umræðu um þetta. Hvað ræður mestu um vegferð rithöfunda samtímans og „stöðu“ þeirra í því fyrirbæri sem stundum er kallað „bókmenntastofnunin“? Sú stofnun er hvergi grunduð í steinsteypu heldur verður til í flóknu samspili útgefenda, gagnrýnenda, fræði- manna, „umræðunnar“, skóla og námsefnis, fjölmiðla, bóksala, launa- og styrktarsjóða, að- ila sem veita verðlaun og viðurkenningar, stuðningshópa og rithöfundanna sjálfra. Einar Már er greinilega ekki sáttur við sinn hlut í þessu völundarhúsi. ÉG hygg að í Eftirmálanum megi einnig finna hliðstæðu þess strákasamfélags sem við sjáum í fyrri bókum. Sú strákamenning sem virtist hafa verið rifin niður með dúfnakof- unum hefur nefnilega lifað af á verkstæði söðlasmiðsins, þar sem strákarnir í Vængja- slættinum komu til að fá vopn sín skreytt og heyra allar helstu bardagasenurnar úr Ís- lendingasögunum. [---] Ekki ætla ég að geta mér til hvað höfundur ætlaði sér með persónu Sigríðar, en víst er að mér þykir hlutskipti hennar í sögunni áhugaverðara en allur hamagangur strákanna. Það er fyrst og fremst hún sem dregur lesanda undir yfirborð textans. Það fyrsta sem við heyrum af henni er að hún „sefur í draumi og hana dreymir í svefni, dreymir um elds- umbrot í sálinni“ (17). Innra með henni eru einhver óræð lífsumbrot, en þar á móti kemur að hún finnur sljóleika og syfju ná tökum á sér. Þó að hún, öfugt við Þyrnirós, vakni við að stinga sig á nál (sem seinna stingst í Akkilesarhælinn á Daníel) virðast örlög hennar óumflýjanleg – allt eins þótt aldrei fáist á þeim bein skýring. Á meðan hún veitir bónda sínum aðhlynningu er hún „sjálf með hugann bak við myrkur sem flæðir einsog einhver helli því úr fötu yfir höfuð hennar“ (156). Með þessari Þyrnirós, sem ekki verður forðað frá svefninum langa, finnst mér Einar skapa innri spennu sem ég sakna annars staðar í sögunni. Ennfremur tengjast þær spurningar sem vakna við lestur sögunnar mjög örlög- um Sigríðar. Eru ekki einhver tengsl á milli dauða hennar og þess flóðs sem er að skella yfir goðsagnaheim Einars? Ef sá heimur á eftir að rísa á ný, eins og hann ætti að gera samkvæmt fornu goðsagnamynstri, hvaða mannfólk verður þar á ferli? Verður kvenfólk- ið vaknað af þeim langa dvala sem það nýtur í þessari strákaveröld? Úr ritdómi Ástráðs Eysteinssonar um Eftirmála regndropanna eftir Einar Má Guð- mundsson í Skírni (vorhefti 1987). Meðbyr og mótlæti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Már Guðmundsson Hann er greinilega ekki sáttur við sinn hlut í völundarhúsi bók- menntastofnunarinnar, segir Ástráður Eysteinsson í svari sínu. EINAR Már Guðmundsson sagði í nýlegu við- tali að það hefði ekki þótt fínt hérlendis að vera strákur og skrifa bækur. Hann segir að Ástráður Eysteinsson, prófessor við Háskóla Íslands, hafi verið gerður út af örkinni til þess að taka sig niður en það hafi verið „einhver misheppnaðasta aftaka sem farið hefur fram, enda er ég sprelllifandi og enn í fæting við vindmyllur orðanna“. Ástráður svarar hér. Höfundur er bókmenntafræðingur. Brugðist við kveinstöfum Konur í dvala

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.