Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 1
lesbók Laugardagur 13. 1. 2007 81. árg. TÍMAMÓTASÝNINGAR LR FJÓRAR SKYNDIMYNDIR ÚR SÖGU LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR Í TILEFNI AF 110 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS Í VIKUNNI » 4-5 Glámur og Skrámur í sjöunda himni ein skemmtilegasta íslenska platan » 13 Frelsun litarins Margir afbragðsmálarar eru nú á sýningu Listasafns Íslands, meðal annarra Henri Mat- isse og þetta verk hans, Portrett af Bevilacqua (1905, olía á striga, ©Erfingjar Matisse). » 8-9 Tilefnislausar typpasýningar, hvort sem kemur piss úr typpinu eða ekki, hafa nefni- lega ekkert með list að gera,“ segir Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur í grein í Lesbók í dag þar sem hann svarar skrifum Magnúsar Þórs Þorbergssonar í Lesbók fyrir skömmu um íslenska leiklist og leiklistargagnrýni. Tilefni skrifa Magnúsar Þórs var meðal ann- ars þvaglátsgjörningur nemenda við leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið haust en Trausti telur að sá atburður hefði betur legið í þagnargildi. „Vonandi hefur enginn beðið neinn var- anlegan skaða af þessum þvaglátagjörningi leiklistarnema, en ég dreg það í efa að nokk- ur hafi vaxið af honum, hvort heldur sem listamaður eða manneskja,“ segir Trausti og bætir við að hann leyfi sér að efast um að þetta tiltæki nema í leiklist verði til þess að víkka út leiklistarumræðuna á Íslandi eins og Magnús Þór virðist gera sér vonir um. „Í grunninn sýnist mér nefnilega að allt sem ég hef heyrt og lesið um margnefnd þvaglát bendi til þess að þau hafi borið að í krafti ungæðislegs húmors sem fór úr bönd- unum. Með öðrum orðum virðist hafa verið um einhvern barnaskap að ræða. Þannig verður gjörningi leiklistarnemanna best lýst sé af stillingu fjallað um þetta atvik. Í hlut- verki gagnrýnanda sem slær um sig með stóryrðum yrði dómurinn hins vegar að þarna hafi ótrúlega hallærisleg lágkúra átt sér stað,“ segir Trausti sem telur hins vegar ástæðu til þess að efla fræðilega umfjöllun um leiklist í landinu. Í þeirri viðleitni telur hann affarasælast að leita til rótanna, að treysta þær og rækta. Hann vitnar til orða Grotowskys um að við munum geta fært listina inn í hátækniöldina án þess að missa sjónar á grundvallargildum hennar og tilgangi með því að þekkja og varðveita rætur hennar. » 6-7 Tilefnislausar typpasýning- ar ekki list Deilt um hlandgjörning og leiklistina í landinu Ísland er mikilvægt sögusvið í nýrri skáldsögu bandaríska rithöf- undarins Thomasar Pynchons, Against the Day. Annar hluti bók- arinnar gerist að hluta til á Ísa- firði en aðallega í höfuðborginni. Ljóst er af skrifum Pynchons að hann hefur kynnt sér staðhætti vel ásamt sögu landsins. Hjá Rithöf- undasambandi Íslands hafði þó ekki frést af komu hans hingað. Í grein Björns Þórs Vilhjálms- sonar bókmenntagagnrýnanda segir að Pynchon fari mikinn í um- fjöllun sinni um Ísland sem hann segir hafa verið numið af vík- ingum á flótta undan norsku ofríki en sé byggt í samtímanum af þjóð sem lifi í nánu samneyti við huldu- fólk. Norræn goðafræði vekur sér- stakan áhuga Pynchons, ekki síst hið sögufræga ginnungagap en því lýsir Pynchon meðal annars sem svartholi þaðan sem ljós eigi sér engrar undankomu auðið. Annar hluti bókarinnar, af fimm, heitir „Iceland Spar“, sem er litlaus tegund af kristölluðu kalsíti sem landið er ríkt af og er eftirsótt í sögunni. » 2 og 11 Pynchon um Ísland Against the Day Pynchon fer mik- inn í umfjöllun sinni um Ísland. Ég var að ræða um hugarástand sem aðmínu mati er andbókmenntalegt,“ segirEinar Már Guðmundsson rithöfundur í Lesbók í dag en hann svarar skrifum Ástráðs Eysteinssonar prófessors í seinasta blaði. Upphaf skrifa þeirra er viðtal við Einar Má í Fréttablaðinu fyrir jól þar sem hann hélt því fram að Ástráður hefði gert atlögu að sér sem rithöfundi og hann sé annar tveggja andlegra arkitekta „þeirrar múgsefjunar sem stundum sé kallað tossabandalagið“ ásamt Helgu Kress en bandalag þetta hafi einkum sett sig upp á móti strákasögum og sögum sem gerist í Vog- unum í Reykjavík. Einar Már segir í grein sinni í dag að Ástráð- ur ræði ekki þær hugmyndir sem settar hafi verið fram í umræddu viðtali. „Þess í stað reynir hann að sálgreina mig, mótlætisþörf mína,“ en þar beiti Ástráður „vasabókarsálfræði af ódýr- ari gerðinni“. Einar Már segist ekki kvarta yfir viðtökum við verkum sínum í viðtalinu, enda væri það út í hött. Hann sé að ræða andbókmenntalegt hug- arástand, „til dæmis að það sé röksemd gegn sögu hvar hún gerist og ef því er að skipta um hvað hún fjallar“. Einar Már segist telja að þetta hugarástand gagnvart drengjasögum og Vogasögum, sem megi meðal annars rekja til ritdóms Ástráðs um skáldsögu sína Eftirmála regndropana í Skírni árið 1987, hafi litað umræðu um skáldverk sín allt til þessa dags. Hann nefnir sem dæmi rit- dóm í Morgunblaðinu um nýjustu skáldsögu sína Bítlaávarpið sem hafi orðið „uppspretta allsherjar fagnaðarláta“ á vef bókaforlagsins Bjarts, síðum Fréttablaðsins og DV. „Þarna er það sem menn kalla tossabandalagið að verki og þegar ég tala um Ástráð og Helgu sem andlega arkitekta „þeirrar múgsefjunar sem stundum er kallað tossabandalagið“ á ég nákvæmlega við þetta, hliðstæðuna á milli síðdegisblaðamentalí- tetsins og sorpblaðamennskunnar og þeirra við- horfa sem þau setja fram sem virtir fræðimenn og leiðtogar bókmenningar við háskólann,“ seg- ir Einar Már og bætir við að frekar en að vera að fjargviðrast við sig ætti Ástráður að reyna að koma einhverjum mikilvægum skilaboðum á framfæri. » 16 Andbókmenntalegt hugarástand Ástráður Eysteinsson Á hann þátt í and- bókmenntalegu hugarástandi?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.