Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 7
létt verk að dæma umrædd ummæli leiklist- arrýnis Kastljóss ómerk, enda veitist Magn- úsi Þór það auðvelt. Og þá stendur þvagláta- gjörningurinn einn eftir sem umræðuefni sem kryfja – eða kannski réttlæta – þarf. Vitaskuld er ekki öll sú umræða sem fram fer um leiklist á opinberum vettvangi ís- lenskum nú um stundir undir sömu sök seld, en algengt er að hún einkennist af því að slegið sé fram glannalegum staðhæfingum án þess að innistæða sé fyrir þeim og virðist það oft jafnt eiga við hvort sem gagnrýn- endur lofa eða lasta sýningar. Stundum er eins og þeim sem til máls taka sé mest í mun að sýna fram á orðheppni sína og sniðugheit, og það miklu fremur en að bjóða lesendum sínum og áheyrendum upp á eitthvað sem örvað gæti heilasellur þeirra og göfgað til- finningalífið. En allt er til sölu nú um stundir og fáir til að kaupa gagnrýni og greiningar á listinni nema með í kaupunum fylgi eitthvað sem annaðhvort eru illa grunduð stóryrði eða hálfkjánalegar tilraunir til þess að vera fynd- inn á kostnað annarra. Auðvitað ber brýna nauðsyn til að breyta þessu. En til þess að ná árangri á því sviði er nauðsynlegt að leita leiða sem vænlegar eru til þess að hafa skapandi áhrif á hugarfar fólks og losa það við klisjurnar, því að lít- ilfjörleg umræðan um leiklist er að ég hygg aðeins angi af miklu víðtækara menningar- ástandi. Iris Murdoch segir í hrífandi grein sinni um yfirburði hins góða umfram önnur hugtök að manneskjan eigi sér ekkert verð- ugra viðfangsefni en það að leitast við að verða betri. En þar rís vandinn, eins og Mur- doch segir, því að þá þurfum við að skil- greina hvað hið góða sé, hvað sé í raun gott. Barnaskapur eða lágkúra Það er mikið vandaverk að skilgreina hið góða. En kannski má byrja á því að leggja til að það eitt sé gott sem ekki særir eða skaðar aðra. Í því efni er gagnlegt að vitna til Gro- towskys en hann kvaðst í sínu fátæka leik- húsi hafa eina grundvallarreglu, sem ég held sé ættuð úr læknisfræðinni. Primum non no- cere – umfram allt, ekki særa eða skaða. Þannig hljóðaði hin fyrsta siðgæðisregla sem Grotowsky studdist við í starfi sínu. Þegar gjörningurinn sem Magnús Þór kýs að halda á lofti í grein sinni Er breiðnefurinn spen- dýr? var framinn sýnist mér álitamál hvort þessi grundvallarregla hafi verið höfð að leiðarljósi. Nú sá ég ekki það sem gerðist og harma það ekki en byggi hér einungis á grein Magnúsar Þórs og fréttum úr ljósvakamiðl- um. Eins og áður var að vikið lætur Magnús Þór þess getið að auk margs annars hafi „einn nemandi pissað á fætur annars“ þegar gjörningurinn fór fram. Ég vona næstum að það sé misminni en mér finnst ég endilega hafa heyrt það í Ríkisútvarpinu að eitt af þessu mörgu öðru hafi verið að þrír karlnem- endur hafi klæðst hvítum sloppum og klippt burtu hluta af skapahárum kvenkyns sam- nemanda síns sem nakin lá við fætur þeirra og síðan hafi þeir pissað á stúlkuna. Sam- kvæmt Magnúsi Þór var það bara einn pilt- anna sem það gerði og einungis á fætur hennar. Vonandi hefur enginn beðið neinn var- anlegan skaða af þessum þvaglátagjörningi leiklistarnema, en ég dreg það í efa að nokk- ur hafi vaxið af honum, hvort heldur sem listamaður eða manneskja. Ef ég man rétt þá færðu forsvarsmenn leiklistardeildar Listaháskóla Íslands þau rök fyrir réttmæti gjörningsins að nemendur hefðu verið að fjalla um ljótleikann í þessu semínari. Ekki ætla ég að draga úr því að nauðsynlegt sé að fjalla svolítið um ljótleikann, enda fegurðin ekki til án hans, en stundum getur verið vænlegra til árangurs að blanda ekki með jafnbeinskeyttum hætti saman fræðum og framkvæmd og raunin virðist hafa verið á í þessu tilviki. Og ég leyfi mér að efast um að þetta tiltæki nema í leiklist verði til þess að víkka út leiklistarumræðuna á Íslandi eins og Magnús Þór Þorbergsson virðist gera sér vonir um. Mér er samt fullljóst að með því að skrifa þessa grein lengi ég þann tíma sem líða þarf til þess að gjörningurinn umtalaði falli í gleymskunnar dá þar sem hann á best heima. En ég vildi leggja lítið lóð á vogarskálarnar til þess að umræðan um nauðsyn þess að efla fræðilega umfjöllun um leiklist á Íslandi haldist vakandi, og veit ekki hvort ég hefði haft nennu til að skrifa þessi orð nema af því að pissið er gert að issjúi í grein Magnúsar Þórs, sem öll hefði orðið betri hefði hann lát- ið það vera. Í grunninn sýnist mér nefnilega að allt sem ég hef heyrt og lesið um marg- nefnd þvaglát bendi til þess að þau hafi borið að í krafti ungæðislegs húmors sem fór úr böndunum. Með öðrum orðum virðist hafa verið um einhvern barnaskap að ræða. Þann- ig verður gjörningi leiklistarnemanna best lýst sé af stillingu fjallað um þetta atvik. Í hlutverki gagnrýnanda sem slær um sig með stóryrðum yrði dómurinn hins vegar að þarna hafi ótrúlega hallærisleg lágkúra átt sér stað. Tilefnislegar typpasýningar, hvort sem kemur piss úr typpinu eða ekki, hafa nefni- lega ekkert með list að gera. Ég get ekki stillt mig um að koma að Grotowsky einu sinni enn. Í kringum 1970 sýndi leikflokkur hans í New York. Sýningar leikara Grotow- skys á Prinsinum staðfasta, verki byggðu á samnefndu leikriti Calderons, og Apocalypis Cum Figuris, þar sem textinn var þétt ofinn úr bókmenntaarfi Vesturlanda allt frá Eliot til Biblíunnar, urðu Eric Bentley tilefni til að skrifa Grotowsky Opið bréf í New York Tim- es. Þar sagði Bentley Grotowsky meðal ann- ars að hann tæki ekki andköf af hrifningu þótt leikarar hans sýndu á sér liminn. Þetta var föðurleg áminning einhvers reyndasta leiklistargagnrýnanda tuttugustu aldar. En þrátt fyrir þessa athugasemd leynir það sér ekki í Opnu bréfi Bentleys að hann varð djúpt snortinn af leikflokki Grotowskys. Því miður sá ég hvorki Prinsinn staðfasta né Apocalypsis Cum Figuris, en ég held að lim- ur Ryszards Cieslak í hlutverki prinsins hafi einvörðungu verið sýnilegur í gegnum klæðið sem hann bar um lendar sér – og ég veit ekki til þess að hann eða aðrir leikarar í Apoca- lypsis hafi berað blygðun sína. En hversu svo sem því var varið breytir það ekki þeirri staðreynd að nekt er, verður og verða mun vandmeðfarið efni á leiksviði svo lengi sem mennskan er ómennskunni yfirsterkari í heiminum. Hið sama gildir einnig og kannski miklu fremur um athafnir eins og að kasta af sér vatni. Til þess að fremja slíkan gjörning með merkingarbærum hætti þarf þroskaða listamenn, sem kunna að snerta við áhorf- endum sínum án þess að ofbjóða þeim, jafn- framt því sem þeir hafa til að bera færni til þess að setja athafnir sínar í listrænt sam- hengi. Ég þykist vita að hefði Bessi Bjarna- son fengið það hlutverk að túlka ljótleikann með því að pissa á aðra hefði hann verið fær um að leysa það af hendi án þess að misbjóða blygðunarkennd nokkurs áhorfanda síns. Ef til vill hefði þess vegna verið mun vænlegra til árangurs að halda sæmilegt Stanislavsk- isemínar í leiklistardeild Listaháskólans fremur en að hvetja ungt fólk til þess að fremja athafnir sem það hefur ekki for- sendur til að ráða við. Kannski við myndum þá eignast í framtíðinni leikkonur á borð við Sigríði Hagalín sem gat í einu vetfangi borið með sér heila mannsævi inn á leiksviðið eins og hún gerði á sínum tíma í Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson, og sagt ástarsögu allra alda með hreimnum í röddinni einum saman eins og Sigríður gerði í Börnum náttúrunnar. Getur hvaða verknaður sem er orðið listrænn gjörningur? Það er dálítið ódýrt hjá Magnúsi Þór að rétt- læta umrædd þvaglát leiklistarnema með því að láta að því liggja að vegna þess ramma sem pissað var innan hafi þar verið á ferð listræn tilraun, ef ekki lisrænn gjörningur. Til staðfestingar þessum orðum kýs ég að vitna orðrétt í grein hans, en þó ekki alveg, því að þar sem Magnús Þór notar sögnina að pissa kýs ég að segja að ganga örna sinna. Með þeirri örlitlu breytingu hljóðar tilvitn- unin svo: „Að ganga örna sinna getur þannig verið gjörningur, leiklist, dans eða hvers- dagsleg athöfn, allt eftir þeim ramma sem það er gert í.“ Það sama mætti gera með óteljandi önnur sagnorð, en því höfum við gagn af sagnorðum að þau lýsa verknaði og ekki verður annað skilið af skilgreiningu Magnúsar Þórs en líta megi á allan verknað sem gjörning, bara ef ramminn er réttur. Hér er hættan fólgin. Hugsum okkur sagn- orðin að drepa, að hengja, að serða, að meiða, að nauðga, að flá, að skjóta, skíta og míga innan slíks ramma. Það fer best á því að við höldum hvoru tveggja, því að pissa og því að ganga örna sinna, sem prívat, hvers- dagslegum athöfnum, sem í eðli sínu eru hvorki fagrar né ljótar, heldur einungis eðli- legar og nauðsynlegar manninum. Það er fyrst þegar þær eru slitnar úr heilbrigðu samhengi sínu sem er hreinsun líkamans af úrgangsefnum úr fæðunni að þær fá á sig annarlegt yfirbragð sem þarf „fagurfræði- legra“ skilgreininga við. Og það hjálpar lítið upp á leiklistarumræðuna að fást við skil- greiningar af því tagi. Það er miklu vænlegra að leita í smiðju til Brooks, sem sagði um leiklistariðkun og rannsóknir Grotowskys á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar að þar „væri eins og við stæðum frammi fyrir einhverju sem var til á fyrri tíð en gleymdist öldum saman; það er, einu þeirra verkfæra sem gerir mann- inum kleift að fá aðgang að nýjum víddum og þjóna þannig betur hlutverki sínu í alheim- inum – gjörningalistinni í öllum sínum marg- breytileika sem verkfæri til skilnings“. Það er vert að rifja það upp hér að Brook er mik- ill Shakespearemaður, og sá sem er gagn- kunnugur því skáldi veit vel að til þess að túlka og greina ljótleikann er alger óþarfi að vera að pissa á aðra. Leitum frekar til rótanna, treystum þær og ræktum. Um slíka leit og iðkun segir Gro- towsky: „Með því að þekkja og varðveita rætur listarinnar mun okkur takast að færa hana með okkur inn í hátækniöldina án þess að missa sjónar á grundvallargildum hennar og tilgangi; að halda áfram að túlka og tjá anda mannsins og jafnframt að endurnýja hann.“ Förum að þessu ráði. Horfum fram á veginn en missum ekki sjónar á vegvísum forveranna. Viskan er nefnilega ekki ný, hún er forn. Á vissan hátt verður hún því ekki áunnin heldur aðeins endurheimt. Það er bara tæknin sem er ný. Hún getur verið góð og nytsamleg, en ef við glötum gamalli visku er viðbúið að tæknin taki öll völd og þekk- ingin lúti í lægra haldi fyrir heimskunni. Þá er hætt við að verulega ljótt verði um að lit- ast í veröldinni en fáir eftir til að skilgreina ljótleikann. listrænum hætti » Í grunninn sýnist mér nefnilega að allt sem ég hef heyrt og lesið um margnefnd þvaglát bendi til þess að þau hafi borið að í krafti ungæðislegs húmors sem fór úr böndunum. Með öðrum orðum virðist hafa verið um einhvern barnaskap að ræða. Þann- ig verður gjörningi leiklistarnemanna best lýst sé af stillingu fjallað um þetta atvik. Í hlutverki gagnrýnanda sem slær um sig með stóryrðum yrði dómurinn hins vegar að þarna hafi ótrúlega hallærisleg lágkúra átt sér stað. Höfundur er leiklistarfræðingur og kennari. Peter Brook Brook er mikill Shakespearemaður, og sá sem er gagnkunnugur því skáldi veit vel að til þess að túlka og greina ljótleikann er alger óþarfi að vera að pissa á aðra. Bessi Bjarnason Höfundur segir að Bessi hefði getað túlkað ljótleikann með því að pissa á aðra án þess að misbjóða blygðunarkennd nokkurs áhorfanda síns. Hér er Bessi í kvikmyndinni Ryð. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.