Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Rauðhærða og freknótta stelpanhún Lína Langsokkur sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna er flestum Íslend- ingum vel kunn, enda líklega þekktasta sögu- persónan sem sænski rithöf- undurinn ástsæli Astrid Lindgren skapaði. Fyrsta sagan sem Lind- gren skrifaði um Línu, Ur-Pippi, er væntanleg á markað í Svíþjóð í maí á þessu ári og er það í fyrsta skipti sem sagan kemur út í bók- arformi. Söguna um Ur-Pippi sendi Lindgren til útgefanda árið 1944, en hana samdi hún upp- haflega sem afmælisgjöf fyrir dótt- ur sína Karin. Ur-Pippi var hins vegar hafnað og lagði Lindgren í kjölfarið í mikla endurritun á sög- unni áður en sú var gefin út. Í hinni upprunalegu Ur-Pippi kveður líka við annan tón en í Línu- bókunum sem síðar komu út, meira ber á ærslum og bullvísum, og Lína sjálf er meira ögrandi og ekki jafn klók og hún varð seinna.    Börn koma einnig fyrir í nýjustubókum þeirra Doris Lessing og Alice Hoffmann, þó ekki sé með sama ærslafulla hættinum og í bókunum um Línu Langsokk, enda lesendahóp- urinn annar. Bók Hoffmann nefn- ist The Skylight Confessions og fjallar um þrjár kynslóðir hinnar vanvirku Moody- fjölskyldu og þykja lifandi lýsingar Hoffmann gera bókina einkar hentuga fyrir hvíta tjaldið, sem nokkur hennar fyrri verka eins og Practical Magic og The River King hafa raunar þegar ratað á. Forsögulegir tímar með æv- intýralegu ívafi einkenna hins veg- ar bók Lessing, The Cleft, en nafnið vísar jafnt til klettótta landslagsins sem sögupersónurnar byggja sem og kynfæra þeirra. Kvenkyns sögupersónurnar hafa nefnilega lengi aðeins fætt stúlku- börn og þegar skyndilega taka að fæðast drengir á ný, vekja þeir skelfingu, kynfæri þeirra eru talin vansköpuð og drengirnir fyrir vikið bornir út til að deyja – þó sumir þeirra lifi með ævintýralegum hætti útburðinn af.    Sagnfræði setur svip sinn á nýj-ustu bækur þeirra Martin Am- is og Lucy Moore þó með ólíkum hætti sé. Þannig tekur Amis á þrælabúðum Stalíns og voða- verkum rík- isstjórnar hans í sinni nýjustu skáldsögu, House of Meet- ings, líkt og hann gerði raun- ar líka í Koba the Dread, á meðan að Moore ger- ir merkar konur á tímum frönsku byltingarinnar að viðfangsefni sínu í bókinni Liberty: The Lives and Times of Six Women in Revolu- tionary France. Tekst Moore í bók sinni einkar vel til með að fanga vonbrigðin og óþolið sem hlaut að einkenna hugsuði úr röðum kvenna á þessum tíma – sérstaklega þær sem hölluðust að skoðunum Jean- Jacques Rousseau. Amis þykir líka takast sérlega vel upp í House of Meeting, og segir gagnrýnandi New York Times bókina líklega áhrifamestu bók hans til þessa. Hér nýti hann sér þá þekkingu sem hann öðlaðist með rannsókn- arvinnunni fyrir Koba the Dread og umbreyti henni í hugmyndaauð- uga og sérlega tilfinningaríka sögu. BÆKUR Astrid Lindgren Martin Amis Doris Lessing Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Útgáfa á íslenskum fræðitímaritum hef-ur sennilega sjaldan verið jafnöflug ogum þessar mundir. Að vísu virtist umtíma stefna í óefni með íslenska tíma- ritaútgáfu, Tímarit Máls og menningar var við það að lyppast niður, Skírnir var gamaldags og óáhugaverður, Andvari og Saga einnig, fátt var að gerast á öðrum sviðum fræða í þessum efnum en bókmenntum og endurnýjun virtist ekki í sjón- máli. En síðan hafa flest þessara tímarita tekið talsverðan kipp og ný hafa bæst við, svo sem Rit- ið, sem er tímarit Hugvísindastofnunar, Hugur, sem er tímarit Félags áhugamanna um heim- speki, og nú síðast Þjóðmál, tímarit um stjórnmál og menningu. Rétt fyrir jól komu út ný hefti fimm þessara tímarita. Þau eru öll mjög áhugaverð en þó með ólíkum hætti. Hvað efni og efnistök varðar má raunar skipta þeim í tvo hópa. Ritið, Skírnir og TMm endurspegla vel þá gerjun sem orðið hefur í hugvísindum undanfarna áratugi. Andvari og Þjóðmál eru öllu hefðbundnari í bæði efnisvali og nálgun. Sumum hefði sjálfsagt þótt það fjarstæðukennt að birta ýtarlega úttekt á DV í Skírni fyrir þrjátíu árum en núverandi ritstjóra þykir ekkert sjálf- sagðara og ekki lesendunum heldur, að minnsta kosti hafa ekki heyrst nein mótmæli. Guðni El- ísson hefur sennilega skrifað eina mögnuðustu samtímagreiningu sem birst hefur lengi í tveimur greinum (í vor- og hausthefti Skírnis 2006) um DV og gotneska heimssýn. Greinarnar eru skólabók- ardæmi um það hvernig má nota aðferðir nútíma- hugvísinda til þess að lesa í fjölmiðla og samfélag rétt eins og bókmenntir og listir. Að hluta til eru þetta áhrif frá svokallaðri menningarfræði en einnig hefur losnað mjög um skilgreiningar á við- fangsefnum einstakra fræðigreina innan hugvís- inda (og að hluta til innan félagsvísinda) sem búið hefur til mjög áhugaverða skörun. Sú hugmynd að eitt viðfangsefni sé merkilegra en annað hefur líka verið rifin niður. Dagný Kristjánsdóttir skrif- ar þannig um Latabæ í 4. hefti TMm 2006 og spyr hvort hann sé skyndibiti og Úlfhildur Dagsdóttir um merkingarheim mannslíkamans í hausthefti Skírnis. Stofnað var til Ritsins fyrir sex árum og hefur frá upphafi verið lögð áhersla á umrædda skörun í umfjöllunarefnum þess og aðferðum. Ritið hefur líka markað sér ákveðna sérstöðu með því að fjalla ávallt um eitthvert eitt þema í hverju hefti. Nýjasta heftið, sem kom út fyrir jól en er reyndar 1. hefti 2006, fjallar um framúrstefnu frá ýmsum sjónarhornum. Þar er til dæmis áhugaverð grein eftir Ástráð Eysteinsson sem glímir við spurn- inguna hvort Kafka hafi verið framúrstefnumað- ur. Hubert van den Berg fjallar um Jón Stef- ánsson og Finn Jónsson og evrópsku framúrstefnuna. Benedikt Hjartarson fjallar um upphaf framúrstefnu á Íslandi og Geir Svansson skrifar frábæra grein sem hann kallar: Ótímabær- ar bókmenntir. Um Megasa, „avant-garde“ og (ó) módernisma. Enn eitt sérkenni Ritsins eru þýð- ingar á greinum eftir erlenda fræðimenn sem hafa haft afgerandi áhrif á því rannsóknarsviði sem viðkomandi hefti fjallar um. Þjóðmál er eins og Ritið svolítið sér á parti í ís- lenskri tímaritaflóru. Sérkenni þess gerir það jafnframt áhugavert en það er líklega eina tíma- ritið sem gefið er út hérlendis sem hefur sterka pólitíska áru, ef svo má segja. Það ætti að minnsta kosti ekki að fara fram hjá neinum að ritstjórn- arstefna tímaritsins hallast fremur til hægri en vinstri. Umfjöllunarefnin eru líka að nokkrum hluta af pólitískum toga. Í nýjasta heftinu (vetur 2006), svo dæmi séu nefnd, skrifar Björn Jón Bragason um pólitískar afleiðingar Hafskipsmáls- ins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson birtir grein með beinskeyttum titli, Gunnar Gunnarsson var ekki nasisti, og Bjarni Jónsson skrifar um meng- un, hagvöxt og gróðurhúsaáhrif. Andvari hefur verið eins í áratugi. Það þarf ekki endilega að vera ókostur. Það er að vissu leyti gott að hafa vettvang fyrir greinar þar sem til dæmis er lögð áhersla á ævisögulega bókmenntagrein- ingu (sjá til dæmis grein Sigurborgar Hilm- arsdóttur í nýjasta heftinu, 2006). Ævisögulegu þættirnir, sem standa alltaf fremst í hverju hefti, eiga sjálfsagt áhugasaman lesendahóp þótt und- irritaður hafi aldrei fest sig við þá. Og auðvitað hafa nýir straumar borist inn í Andvara með ein- stökum greinum. En hann má alveg vera gamall. Ný og gömul tímarit » Guðni Elísson hefur sennilega skrifað eina mögnuðustu sam- tímagreiningu sem birst hefur lengi í tveimur greinum (í vor- og hausthefti Skírnis 2006) um DV og gotneska heimssýn. ERINDI Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Þ eir sem byrja að fletta nýjustu skáldsögu bandaríska rithöfund- arins Thomas Pynchon, hinum mikla doðranti Against the Day, sjá um leið að bókinni er skipt í fimm hluta en það sem í skipu- lagi bókarinnar mun kannski fyrst vekja at- hygli íslenskra lesanda er að annar hlutinn ber nafnið „Iceland Spar“. Það kemur svo á daginn að Ísland reynist mikilvægt sögusvið í bókinni, drepið er niður á Ísafirði en lengst af er þó dvalið í höfuðborginni, og ljóst má þykja að höfundur hefur kynnt sér bæði staðarhætti og sögu landsins. Pynchon hefur sérlega mikinn áhuga á norrænni goðafræði, sem og ýmsum afkimum sagnfræðinnar, og fer höfundur mik- inn í umfjöllun sinni um land þetta sem numið var af víkingum á flótta undan norsku ofríki, eins og sagt er í bókinni, en er byggt í samtím- anum af þjóð sem lifir í nánu samneyti við huldufólk. Hér skiptir þó mestu máli að landið hefur að geyma „náttúruauðlind“ sem mikið kapphlaup stendur um í bókinni, en frásögnin á sér stað um og uppúr aldamótunum 1900, en auðlindin sem um ræðir er kalsít, steinefni sem bókarhlutinn dregur nafn sitt af. Ljósleiðari Samkvæmt alfræðiriti sem ég hef við höndina er „Iceland spar“ litlaus tegund af kristölluðu kalsíti sem býr yfir þeim mikilvægu eigindum að vera gagnsætt og endurkasta ljósi á sér- stakan máta. Efni þetta er einkum notað við framleiðslu á prismum með tveimur sléttum hliðarflötum sem skerast og brjóta þannig ljós sem tvístrast eftir lit og bylgjulengdum. Þá eru prismarnir nauðsynlegt hráefni fyrir fram- leiðslu á skautunarsíum, smásjám og öðrum tækjum sem tengjast samspili ljóss og sjónar. Ástæðurnar fyrir því að efni þetta, „Iceland spar“, er jafn eftirsóknarvert í frásögninni og raun ber vitni eru reyndar margvíslegar, en sú skemmtilegasta er án efa það hlutverk sem kalsítið gegnir í leynilegum boðskiptaaðferðum eins af nokkrum hópum aðalpersóna í bókinni, The Chums of Chance, en þar eru á ferðinni dáðadrengir sem hálfpartinn virðast vera eilífir unglingar, saklausir, góðfúsir og ævintýra- gjarnir, en þeir rata inn í bók Pynchons úr gamaldags strákasögum líkt og Tom Swift- bókunum. Hópur þessi starfar fyrir leynifélag sem sendir þá út um víðan völl í loftskipi til að framkvæma lífshættulegar hetjudáðir heim- inum til framdráttar, en skipanir sínar fá þeir dulkóðaðar inn í kalsíumkarbónatið í perlum. Hins vegar hefur kalsíumkarbónatinu verið „stökkbreytt“ með því að blanda íslenska kals- ítinu í efnabyggingu perlunnar svo hún end- urvarpar ljósi á markvissan hátt. Þannig fær perlan líka nýtt og dularfullt hlutverk. Undir réttum kringumstæðum varpar perlan nefni- lega bókstöfum á skyggða fleti og þannig fá dáðadrengirnir upplýsingar um sitt næsta verkefni. Hér býr þó meira undir en tilviljunarkennd samskiptaaðferð leynifélagsins. Enda þótt dul- kóðunaraðferðin sé vissulega langsótt, og speglar að sumu leyti kímnigáfu höfundar, virkar hún sem eins konar forspá um hið raun- verulega gildi tækninnar, en ljóst má vera að tækni sem varpar ljósgeislum sem geyma upp- lýsingar er ansi merkingarþrungin uppgötvun. Hér liggur í raun undir samskiptabylting tutt- ugustu aldarinnar og í beinu framhaldi það sem við í dag nefnum hnattvæðingu (líka kvik- myndalistin en á þróun hennar hefur Pynchon sérlegan áhuga í bókinni). Það er undir slíkum formerkjum sem nokkrar persónur sögunnar, þ.á m. The Chums of Chance, ber að garði hérna á Íslandi. Aðkoman að landinu (sú seinni reyndar) á sér stað með rannsóknarskipinu Etienne-Louis Malus en fleyið ber nafn verkfræðings nokkurs sem starfaði í her Napóleons. Síðla árs 1808, þar sem hann handlék hnullung af íslensku kalsíti og brá honum fyrir tilviljun upp að aug- um sér, uppgötvaði Malus sveifluhreyfingar, eða skautun ljóss. Þannig skapar Pynchon far- kostinum heppilega forsögu sem kallast á við ástæðuna fyrir því að akkerum er varpað fyrir ströndum Íslands. Sögusagnir eru hins vegar á kreiki um borð í skipinu og áhöfnin er óróleg, „skipstjórinn“ er genginn af vitinu, sagði ein- hver, ís-sjóræningjar sitja fyrir skipinu, líkt og um gómsætan hval sé að ræða, sagði annar – enn aðrir voru sannfærðir um að áhöfnin væri á höttunum eftir nýrri uppsprettu af Íslands- kalsíti, jafn hreinu og hinir sögufrægu krist- alar sem fundust við Helgustaði. Stundum létt- ist þó brúnin á sjómönnunum og þá eiga þeir til að syngja lög um Ísland en söngtexti eins þeirra birtist i textanum. Slík innslög eru al- geng í bókum Pynchons, eins og alkunna er. Leikþáttur um sögu Íslands Tónn sögunnar og sjónarhorn breytist þó skjótt, horfið er frá áhöfninni og ný persóna kynnt til sögunnar, Constance Penhallow, en hún tilheyrir ríkri ætt kalsítnámumanna: „Auð- legð Penhallow-fjölskyldunnar átti rætur að rekja til Íslandskalsíts, enda hafði fjölskyldan verið sannkallaðir kalsítbarónar allt síðan for- feðurnir fluttu til Íslands á sautjándu öld til að taka þátt í kalsítæðinu sem þá geisaði.“ Pync- hon notar þarna tækifærið sem býðst þegar rætt er um rætur Penhallow-fjölskyldunnar á Íslandi og skapar eins konar leikþátt um sögu Íslands sem hann svo tengir við norrænar goð- sögur, en Pynchon virðist einkar áhugasamur um hið sögufræga ginnungagap og lýsir því m.a. sem svartholi þaðan sem ljós eigi sér engrar undankomu auðið, og tengist gapið þannig ofantöldum vangaveltum um ljós og dreifingu þess. Annað sem ferðalangarnir gera er að heimsækja „hið mikla Bókasafn Íslands“ en þar gefur að líta fágætt rit, The Book of Iceland Spar, sem jafnan er lýst sem „alveg eins og Ynglingasaga, bara öðruvísi“ en bók þessi hefur m.a. að geyma „nákvæma ættartölu allra þeirra sem leitað hafa kalsíts á Íslandi, allt aftur til uppgötvunar sjálfs steinefnisins og fram til samtímans, hún inniheldur meira að segja greinargóða lýsingu á yfirstandandi leið- angri og þeim sem hér standa og lesa bókina, einnig atburðum sem enn hafa ekki átt sér stað“. Pynchon bregður hér á leik og vitnar at- hugasemd hans um „ættartölu“ kalsítleit- armanna til þekkingar hans á Íslendingasög- unum. Þá verður land nær eilífs myrkurs að teljast ansi táknrænn sögustaður fyrir bók sem leggur áherslu, bæði í söguþræði og titlinum, á það sem rís á móti deginum og heftir flæði ljóssins. Pynchon og Ísland Ný skáldsaga bandaríska rithöfundarins Thom- as Pynchon gerist að hluta til á Íslandi. Drepið er niður á Ísafirði en lengst af er þó dvalið í höf- uðborginni, og ljóst má þykja að höfundur hefur kynnt sér bæði staðarhætti og sögu landsins. Thomas Pynchon Hefur kynnt sér staðhætti á Íslandi og söguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.