Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 13 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Íslandsvinir hafa að sjálfsögðu for-gang í þessum fréttapakka og því gaman að segja frá því að New York-sveitin knáa Blonde Redhead hefur loksins tilkynnt um næstu plötu. Hljómsveitin hefur sótt Ísland heim alls þrisvar sinnum en tengslin eru þó víðtækari því að Skúli okkar Sverrisson hefur plokkað bassa á plötum sveitarinnar. Síðasta plata var hin stórkostlega Misery is a But- terfly frá 2004 og verður að segjast að biðin eftir næstu plötu hefur reynt á þanþolið. Nýja platan mun kallast 23 og kemur út á vegum 4AD þann 10. apríl. Þetta verður sjöunda plata tríósins.    Öllum að óvörum var það finnskaskrímslarokksveitin Lordi sem sigraði Evr- óvisjónkeppnina síðustu með rokk- slagaranum „Hard Rock Hal- lelujah“. Sig- urvegarar keppn- anna reyna iðulega að nýta sér meðbyrinn til frekari strand- högga í popp- heimum, en iðu- lega með brokkgengum árangri. Leiðtogi Lordi, Mr. Lordi, hamrar nú járnið sem mest hann má og stefnir ótrauð- ur til Ameríku. Verður þetta að telj- ast rökrétt hernaðartækni, enda sækir hann og sveit hans grimmt í þarlenda þungarokkara á borð við Kiss og Alice Cooper. Evróvisjónkeppnin er nánast óþekkt í Bandaríkjunum og því að mörgu að hyggja en fyrsta plata Lordi þar í landi verður sérstök út- gáfa af plötunni The Arockalypse, en hún kemur út þar í landi í mars næstkomandi. Meðfylgjandi verður mynddiskur með tónleikum og heim- ildarmyndum sem gerðar voru í tengslum við Evróvisjón. Tónleika- ferðalag er hugsanlegt en umboðs- maður Lordis er fyrrum umboðs- maður Kiss, Bill Aucoin, og hann ætti því að vera með puttann á skrímslapúlsinum.    Í apríl verða fyrstu þrjár plöturLeonard Cohen endurútgefnar af Columbia/Legacy og verður slatta af áður óheyrðum lögum dreift þar. Einhver hjörtu eru nú þegar farin að slá örar, en aðdáun á manninum nálgast trúarbrögð hjá sumum. Fyrsta platan, Songs of Leonard Co- hen (1967), mun innihalda lögin „Store Room“ og „Blessed Is the Memory“, upptökur frá 1967 sem aldrei voru kláraðar. Á Songs from a Room (1968), verður áður óheyrð út- gáfa af „Bird on a Wire“ (undir heit- inu „Like a Bird“) og einnig vinnslu- útgáfa af „You Know Who I Am“ (þá „Nothing to One“) þar sem heyra má David Crosby, fyrrum Byrds- liðsmann, syngja bakraddir. Þriðju plötuna, Songs of Love and Hate (1971), mun prýða útgáfa af „Dress Rehearsal Rag“, alls ólík þeirri út- gáfu sem fólk þekkir. TÓNLIST Blonde redhead Lordi Leonard Cohen Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Það er ekki aðeins plötur sem fjalla umheróín, ástarsorg og aðra eymd semhægt er að skilgreina sem poppk-lassík. Skemmtilegar barnaplötur sem höfða til allrar fjölskyldunnar eru því miður ekki algengar og enn sjaldgæfara er að finna barnaplötur sem eru gerðar af takmarkalausu ímyndunarafli og vinnugleði. Glámur og Skrámur í sjöunda himni er ein af fáum plötum sem uppfyllir öll þessi skilyrði. Bæði er sagan af ævintýrum þeirra bræðra skemmtileg og lif- andi auk þess sem tónlistin er stórkostlega fjölbreytt og vönduð. Á plötunni má heyra marsa, flamengó, diskó og popp svo að ein- hverjar af þeim fjölmörgu tónlistarstefnum sem koma fyrir á Glámi og Skrámi séu nefnd- ar. Sagan segir frá bræðrunum Glámi og Skrámi sem komast í kynni við Faxa flughest og Freyju flugfreyju og ferðast með þeim í bolla um ókunn lönd sem þá hefur aldrei grun- að að væru til. Eins og frægt er orðið kynnast þeir íbúum Sælgætislands, Ólíkindalands, Þykjustulands og Umferðarlands, svo að ein- hver dæmi séu nefnd. Textarnir eru bráð- skemmtilegir og fullir af góðum boðskap og verður ferðalag þeirra bræðra um Regnboga- löndin ljóslifandi í eyrum hlustandans. Handritið var skrifað af Andrési Indriðasyni en um tónlist, útsetningar og stjórn upptöku sáu Ragnhildur Gísladóttir og Laddi. Ég las bækur Andrésar sem unglingur og ég ekki bara las þær heldur tætti þær í mig. Andrés er mjög góður penni en sem textahöfundur á þessari plötu sýnir hann á sér jafnvel hnyttnari og skemmtilegri hlið en hann gerir í bókunum sínu. Það er eins og knappur stíll söngtexta henti kímnigáfu hans afskaplega vel. Hvað Ragnhildi Gísladóttur varðar þá þykir mér það með ólíkindum hve góður lagahöfundur hún er. Ragnhildur hefur einstakt eyra fyrir skemmti- legum melódíum, hún og Laddi standa hér fyr- ir stórkostlegri orgíu hljóðfæra og ólíkra tón- listarstíla án þess að blikka auga. Það er vert að taka það fram að Halli og Laddi auk Ragn- hildar fara með öll hlutverk en Róbert Arn- finnsson er sögumaður. Fremstur meðal jafn- ingja er Laddi en hann fer á kostum á plötunni. Já, textarnir eru svo sannarlega skemmti- legir. Gott dæmi er lagið um Pésa Pjáturkall. Hann er frekar ólögulegur karl úr járni sem líður illa fyrir það að vera öðruvísi en allir aðr- ir. Honum til huggunar flytja Freyja flug- freyja, Glámur og Skrámur honum dæmalaust gott erindi: Það er ekki svo mikilvægt sem út að öðrum snýr því öllu máli skiptir það sem innra með þér býr Svona eru textarnir á Glámi og Skrámi. Hvetjandi og heilsteyptir. Það er annað texta- brot sem hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er hvatningarsöngur Gláms og Skráms sem er tileinkaður kúnni Ljómalind sem þorir ekki að dansa. Skvapið þú hristir og skvettir upp hala skveraðu þig nú í iðandi dans. Hann ætt’að sjá til þín bolinn á Bala, bærilegt er þetta alveg með glans. Boðskapurinn er alltaf jákvæður, börnum sem hlusta á plötuna er kennt að sælgætisofát hafi slæmar afleiðingar, að umferðarreglur skipti máli og þá sérstaklega umburðarlyndi gagnvart náunganum. Í undraveröld Gláms og Skráms er enginn skrýtinn og asnalegur. Glámur og Skrámur í sjöunda himni er ein skemmtilegasta og frumlegasta íslenska plata sem ég hef heyrt. Mér finnst oft eins og það hafi verið tilviljun að hún hafi orðið barnaplata. Ég hef hlustað á hana síðan ég var barn og á eflaust eftir að gera það þangað til ég verð hundgömul. Hún hentar öllum sem hafa snefil af kímnigáfu og líður vel í návist vandaðrar tónlistar. Mikið namminamm Poppklassík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is F ugazi er nánast jafn þekkt fyrir pólitíska/samfélagslega afstöðu sína og tónlistina. Alla tíð hefur eins slags „Kristjaníuafstaða“ ríkt, og öll starfsemi miðast að því að sniðganga hið kapítalíska reglugerðarveldi sem í Bandaríkjunum ríkir eins og í svo mörgum öðrum vestrænum ríkj- um. Hvíslað er um Ian MacKaye af lotningu, eins og um trúarleiðtoga sé að ræða, og víst er að þar fer harður nagli, maður sem gefur ekki snefil eftir hvað hugsjónirnar varðar. Fyrir hans tilstilli var Dischord Records komið á laggirnar á sínum tíma, ábyggilega „óháðasta“ fyrirtæki í heimi og ítök og áhrif MacKaye í Washington D.C.-senunni verða seint ofmetin. Þess má geta að MacKaye var einn af stofn- endum vefsíðunnar An Anarchist FAQ (www.anarchistfaq.org), sem upphaflega var sett upp til að mótmæla skrifum Davids Fried- man (sonur Miltons) um hinn svokallaða an- arkó-kapítalisma, en anarkistar segja þá stefnu þversögn í sjálfu sér. Ójá, tónlist og pólitík voru það, heillin. Stundum finnst manni eins og mikilvægi sjálfrar tónlistarinnar gleymist en Fugazi er með áhrifameiri gítarböndum sem bandaríska neðanjarðarrokkið hefur getið af sér. Þeir eru nánast í stöðu hálfguða hvað hið svokallaða „reiknirokk“ snertir (e. math rock), þar sem áhersla er lögð á flókið gítarsamspil og hraðar og óvæntar kaflaskiptingar. Fugazi reis úr ösku viðlíka áhrifaríkrar sveitar, pönk/ harðkjarnasveitarinnar Minor Threat, en það er svo önnur saga. Ágengt og knýjandi Síðustu tónleikar Fugazi voru í London árið 2002, en MacKaye hafði hrundið Evens- verkefninu af stað ári fyrr. Með honum í sveit- inni er Amy Farina, en hún var trymbill í D.C.-bandinu The Warmers ásamt yngri bróð- ur MacKaye, Alec. Fyrsta platan, sem heitir einfaldlega eftir sveitinni, kom svo út í mars 2005. Það er eitthvað hlýtt og notalegt við tón- list Evens, án þess að hér sé einhver rauðvín- stónlist á ferð, að hætti American Songbook- platna Rods gamla Stewart. Best er að lýsa tónlistinni sem nokkurs konar varðeldaútgáfu af Fugazi, hljómurinn fáskrúðugur og við heyr- um bara í gítarnum hans MacKaye og trommu- slætti. MacKaye notast við svokallaðan barí- tóngítar sem er ögn dýpri en venjulegur gítar. Lögin fá að „anda“ vel (ekki þó eins og rauð- vín!), eru hæg og innileg. Platan vex með hverri hlustun, lagasmíðar nokk uppá- tækjasamar (miðað við Fugazi a.m.k.) og sam- söngur MacKaye og Farinu er flottur. Text- arnir spila skemmtilega á móti tónlistinni, þeir eru, öfugt við hana, ágengir og brýnir; knúnir áfram af þeim sterka sannfæringarmætti sem hefur einkennt list MacKaye frá upphafi. Evens var lengi vel eingöngu hljóm- leikasveit, lag og lag gefið út hér og hvar. „On the Face of it“ var gefið út á vefsíðu Protest Records en sveitin vakti hins vegar fyrst tölu- verða athygli er hún kom fram í barnastund- inni Pancake Mountain sem send er út frá D.C. Nokkuð merkilegur og pönkaður barnaþáttur sem stýrt er af brúðugeitinni Rufus Leaking og ofurhetjunni Captain Perfect. Gestir eru oft þekktar nýbylgjusveitir eins og Bright Eyes, Arcade Fire og Fiery Furnaces, svo fáeinar séu nefndar. Evens léku þar lagið „Vowel Movement“ og Fugazi-aðdáendur urðu grá- hærðir á einni nóttu, ekki bara að Fugazi væri hætt, heldur væri aðalsprautan farin að semja barnalög! (að gefnu tilefni: Fugazi er ekki hætt, bara í hléi). Andsk … Önnur plata Evens, Get Evens, kom síðan út fyrir stuttu, eða 6. nóvember. Líkt og tónlistin sjálf gáraði platan hljóðlega og fáir virtust taka eftir henni, jafnvel þeir sem með völdin fara í helstu jaðarmiðlunum. Sem er synd, því að Evens er svo mikið meira en „aftöppun“ fyrir óþolinmótt hljómsveitarfólk sem saknar „alvöru“ hljómsveitarinnar sinnar og finnur sér einfaldlega eitthvað að gera í einhverri millitíð. MacKaye er þó líklega andsk … sama, því þó að fjölmiðlar taki lítt eftir er uppselt á Evens trekk í trekk á tónleikastöðum úti um öll Bandaríkin þar sem þau koma fagnaðar- erindinu á framfæri milliliðalaust. Friðsamleg mótmæli Margir sakna bandarísku rokksveitarinnar Fu- gazi sáran, en hún hefur nú verið í hléi í um fimm ár og ekkert hefur verið gefið upp um hve- nær því ljúki. Ian MacKaye, leiðtogi sveit- arinnar, hugmyndasmiður hennar og hugsuður, hefur þó haldið sér uppteknum á tónlistarsviðinu með dúettinum The Evens. Þótt lágt hafi farið, þá eru nú tvær afbragðs breiðskífur komnar út og sú síðasta var eitt af því besta sem út kom á síðasta ári. Evens Svo mikið meira en „aftöppun“ fyrir óþolinmótt hljómsveitarfólk sem saknar „alvöru“ hljóm- sveitarinnar sinnar og er einfaldlega að finna sér eitthvað að gera í einhverri millitíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.