Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Síða 1
Laugardagur 27. 1. 2007 81. árg. lesbók ÞORP JÓNS KALMANS SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN GERIST Í NÚTÍMALEGU EN JAFNFRAMT FORNU UMHVERFI ÍSLENSKS SMÁÞORPS » 10 Kannski mætti reyna að fá Elton John á Visa-raðgreiðslum » 2 Leikhús á Íslandi forðast að einskorða sig viðverkefni til gulltryggðrar aðsóknar. Upp-færslur eru ekki réttlættar með aðsókn einni saman.“ Þetta segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari í svari sínu við ádeilu Árna Tóm- asar Ragnarssonar á verkefnaval og stefnu Ís- lensku óperunnar í seinustu Lesbók en Árni Tóm- as hélt því fram að Óperan sýndi fyrst og fremst fágæt verk í stað þess að sýna þekkt og vinsæl verk. Gunnar mótmælir þessu harðlega og segist vona að Óperan fái að þróast hér sem listform en ekki bara skemmtun: „Listum er nauðsynlegt að þróast og takast á við áskoranir. Ef aldrei er veðj- að á óþekktar stærðir sætum við endalaust uppi með sömu listamennina og einsleita listsköpun.“ Hljómburður Tónlistarhúss góður Stefán Hermannsson svarar gagnrýni Ólafs Hjálmarssonar á Tónlistarhúsið en Ólafur hefur haldið því fram í Lesbók að hljómburður verði ekki eins og best verður á kosið í húsinu auk þess sem illa hafi verið staðið að verki við undirbúning byggingarinnar. Stefán vísar gagnrýni Ólafs á bug og segir hljómburð verða eins og best verður á kos- ið. Hann segir sömuleiðis að vel og eðlilega hafi ver- ið staðið að undirbúningi byggingarinnar. » 3 og 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska óperan „Uppfærslur eru ekki réttlættar með aðsókn einni saman,“ segir Gunnar Guðbjörnsson. Morgunblaðið/ÞÖK Ampop Hljómsveitin hefur slegið í gegn hérlendis undanfarin ár en er nú á leið vestur um haf til að reyna fyrir sér. Arnar Eggert Thoroddsen ræðir við meðlimi sveitarinnar.» 4-5 Kvikmyndin Ba- bel eftir Mexíkóann Alej- andro González Iñárritu er lík- leg til þess að verða sigurveg- arinn á Ósk- arsverðlaunahá- tíðinni í lok febrúar en til- nefningarnar voru kynntar í vikunni. Þetta er mat Björns Norðfjörð kvikmyndafræðings en hann segir að baráttan á milli Clints Eastwoods og Martins Scorsese eigi þó eftir að setja mestan svip á hátíðina að þessu sinni en þeir eru báðir til- nefndir til verðlaunanna fyrir myndir sínar Lett- ers from Iwo Jima og The Departed. Björn telur enn fremur að Little Miss Sunshine eigi enga möguleika á því að hreppa verðlaunin sem besta myndin en að hún gæti fengið verðlaun fyrir besta handrit eins og myndir sjálfstæðu framleiðendanna í Bandaríkjunum fá gjarn- an. » 12 Eastwood gegn Scorsese Þeir setja mestan svip á Óskarsverð- launahátíðina. Babel líklegustÓperan fái að þróast sem listform

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.