Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is L ífið er ekki það sem við upplifum heldur það sem við munum og hvernig við munum það og segjum frá því, segir Gabriel Garcia Marques á einum stað. En hvernig segir maður frá því þversagnarkennda landi Venesúela? Allt er í minninu samslungið, samtvinnað og erfitt yfirferðar einsog regn- skógurinn. Hvort er hér stigið á hála rót eða slöngu? Bláa fiðrildið sem sest á handarbakið skilaboð frá skógarguðinum? Betra hefði verið að hafa Þórberg með í för til að greina og stika út hlutina og halda skrá yfir mælieiningar því svo margt er annaðhvort stærst, hæst og feg- urst í heimi og ef ekki í heiminum þá í Róm- önsku Ameríku. Og það sem ekki er stærst, hæst og fegurst er myrkt, ofbeldisfullt og ógnþrungið. Anaconda er stærsta slanga í heimi og getur orðið ellefu metrar. Salto Angel er hæsti foss í heimi, 970 metrar. Tapui-fjöllin eru elstu bergmyndanir í heimi. Í Orinico-fljótinu lifa flestar fisktegundir í heimi. Og í Venesúela eru fegurstu konur í heimi. En í húsunum sem ég gisti ríkir mikil ástúð. Menn bjóða hver öðrum góðan dag með kossi. Faðmast og kyssast þegar heilsað er og kvatt. Allan daginn hnoðast börn og unglingar í faðmi fullorðinna; konur láta vel hver að annarri með því að greiða hár, lakka neglur, bera á alls kyns áburði og koma með töframeðöl forn og ný gegn þeim smákvillum sem stöðugt hrella mannskepnuna. Karlar líka. Húsbóndinn á heimilinu leggur til að nota ráð indíánanna for- feðra sinna til að draga úr afleiðingum mýbits; hann sendir húsmóðurina út í garð eftir blöð- um af þremur trjátegundum, vöðlar þeim sam- an og nuddar bitið. Og sjá: það hrífur. Daginn eftir er þar aðeins smároði er minnir á árásina. Mýflugur Fædd úr fenjum andvökunnar Þessi grimma flögrandi sverta. Varnarlausar litlar vampírur, undirmáls drekaflugur djöfulsins. (Jose Emilio Pacheco.) Í húsunum er verkaskiptingin klár. Simon Valdivia er sjálfstætt starfandi verkfræðingur, hann gerir aðeins af og til stuttan stans á heim- ilinu, á milli þess sem hann stöðugt talandi í gemsann þýtur, ýmist akandi eða fljúgandi milli borga landsins til að huga að fram- kvæmdum sínum. Hér geta allir haft það gott, segir hann, sem hafa menntun. – Menntun er orð sem maður heyrir oft. – Hann á hús í borg, hús í þorpi í þjóðgarði, tvo bíla, mótorhjól, bát og margt margt fleira. Luzmarin ræður ríkjum í húsinu, annast dóttur þeirra og hennar og börn af fyrra hjónabandi hans þegar þau koma til dvalar, býr til matinn sem ætíð er lostæti, sér um hús- ið og stjórnar vinnukonu sem kemur einu sinni í viku og garðyrkjumanninum sem kemur þrisvar í viku og borðar einn á veröndinni. Hún sér líka um okkur gestina, Anitu systur Sim- ons, Sergio mann hennar, Rosellu frá Pisa og mig. Og hún er falleg, – Venesúelamenn státa sig ekki aðeins af því að eiga fegurstu konur í heimi og hafa unnið oftar en nokkur þjóð al- heimsfegurðarsamkeppni, heldur eru hvergi í heiminum fleiri snyrtistofur á mann og lýta- lækningar eru ábatasamur iðnaður. – Í þessu húsi er hlutverk konunnar bundið við fjöl- skylduna, hornstein feðraveldisins sem ríkt hefur lengi í Rómönsku Ameríku. Um Chavez hinn mikla föður er þó ekki oft rætt í húsinu. Samt sagðir af honum brandarar. Við Kar- íbahafið eru menn alltaf að segja brandara. Eitt sinn sat Chavez með ungri dóttur sinni og sýndi henni skjaldarmerki Venesúela en einn flötinn skreytir hestur. „Pabbi, af hverju snýr hesturinn hausnum aftur?“ spyr þá stúlkan. „Rétt athugað, dóttir góð!“ svarar kappinn. „í Venesúela stefnum við fram á við“. Og stuttu síðar lét hann breyta skjaldarmerkinu og nú sést framan í klárinn á harðastökki – til vinstri! Ótti Brandararnir kannski einnig tilhneiging til að loka sig af og verja líf sitt fyrir ókunnugum og hinu óþekkta? Líkt og hverfið sem fjöl- skyldan býr í er rammlega afgirt og í hliðinu öryggisvörður sem ákveður hvort bílarnir og mótorhjólið þeirra Simons og Luzmarin fá að aka út eða inn og hann ræður því líka hvort garðyrkjumönnunum og vinnukonunum er hleypt inn, en þau koma oftast fótgangandi úr nálægu hverfi þar sem þeir fátæku hafa engar girðingar, engar járngrindur fyrir gluggum, enga lása og slár, enga vörn nema ef vera skyldi þann múr óttans sem betur megandi stéttir hafa byggt upp á milli þeirra og sín. Ótti takmarkar ferðafrelsi mitt. Og gerir það að verkum að fyrst í stað horfi ég á heim- inn, þann sem vill nú breytingar, mest gegnum bílrúðu meðan ég ferðast um milli glæsilegra einnig öryggisvæddra verslunarhalla, veit- ingastaða, heimsæki einkaskóla og skoða forn- minjar og söfn. Það væri hægt að ímynda sér að maður væri staddur í Bandaríkjunum eða á Íslandi, svo mikið flæðir á þessum forrétt- indaeyjum af amerískum neysluvörum og McDonalds, Subway og Pizzahut hrópa á mann á hverju horni. Og Venesúela slær Ís- landi við í kókdrykkju, kók er drukkið með öll- um mat og kók er blandað í vinsælasta áfenga drykkinn Cuba libre. Hér er hins vegar hvergi bannað að reykja, samt er sjaldgæft að sjá nokkurn við þá iðju. Reyndar er líka margt að óttast. Venesúela er talið eitt af hættulegustu löndum í Latnesku Ameríku. Í þrjár vikur ferðaðist ég um suð- vesturhéruðin, sigldi ferju til ferðamannaeyj- unnar Margaritu eða Perlueyjunnar, skoðaði kórala, gegnsæja krabba, græna og bláa stór- fiska, höfrunga, fuglalíf þjóðgarðsins Moc- hima, át besta fisk sem ég hef bragðað á litlum litríkum veitingastöðum sem voru einsog þeir hefðu stokkið út úr höfðinu á Friedu Kahlo, flaug á lítilli tveggja hreyfla vél inn í savönn- una miklu og fór í svaðilför eftir ám og gegnum frumskóg svo ég mætti berja augum Salto An- gel og marga aðra fossa. Því hvar kemst Ís- lendingur nær því að vita að hann sé lifandi, hluti af einhverju alltframstreymandi, en í ná- lægð þeirra? Steypiregn hitabeltisins er einnig frelsandi. Á þessum þremur vikum voru 300 manns drepnir einungis í Barcelona, miðstöð okkar. Morðin eru að vísu flest framin í átökum milli glæpaklíkna og eiturlyfjaneytenda en einnig eru morð er tengjast ránum tíð. Á mánudögum er dagblöðin yfirfull af myndum af fórn- arlömbum helgarinnar. Fjölmiðlar Í húsinu eru ekki keypt dagblöð. Börnin horfa klukkutímum saman á sjónvarpið, teiknimynd- ir og sápuóperur. (Að meðaltali horfa venesú- elsk börn fimm klukkutíma á dag á sjónvarp) auk þess auðvitað núna á heimsmeist- arakeppnina í fótbolta. Sápuópera er vinsæl- asta menningarafþreying landsmanna, auk hafnabolta, en þær lýsa oft síðustu pólitísku skandölum og kreppum í lítt dulbúnu drama. Sú eina sem ég horfði á var æðislegur elting- arleikur: Karlmennirnir traustvekjandi, hvítir bjarg- vættir á hlaupum á eftir vondum konum á flótta með grátandi börn í fanginu í miðjum skotbardaga. Allar konur jafnt vondar sem góðar ótrúlega brjóstamiklar, í aðskornum fötum og á háum hæl- um, karlmennirnir mjölkisulegir fegurðarsveinar. Í nokkra áratugi hafa tvær fjölskyldur við- skiptajöfra aðallega haldið um taumana í fjöl- miðlum landsins: Cisneros (Höfuð þeirra er ol- íumiljarðarmæringurinn Gustavo Cisnero, einkavinur George Bush, fyrrverandi forseta, og í nánum tengslum við risa bandarísk fjöl- þjóðafyrirtæki einsog AOL Time Warner) og Bottome & Granier Group. Þær eiga ekki að- eins 85% stöðvanna heldur líka auglýs- ingastofur og almannatengslafyrirtæki sem þjóna þeim og einnig hljómplötuútgáfur og önnur menningar fyrirtæki sem framleiða efni sem er kynnt og flutt á þessum stöðvum. Auk þess á Cisneros-fjölskyldan meira en sjötíu sjónvarpsstöðvar í 39 löndum Latnesku- Ameríku sem og drykkjar- og matardreifing- arfyrirtæki: Coca Cola-átöppunarfyrirtæki, Margt er þar ýmist stærst, Veldi tveggja fjölskyldna Tvær fjölskyldur viðskiptajöfra eiga flesta fjölmiðla landsins. Þær eiga 85% stöðvanna og auglýsingastofur, hljómplötuútgáfur og menningarfyrirtæki sem framleiða efnið. Venesúela er talið eitt af hættulegustu lönd- um Suður-Ameríku. Sápuópera er vinsælasta afþreyingin þar ásamt hafnabolta. Og Vene- súelamenn drekka meira af kóki en Íslend- ingar. En Venesúela er líka eitt af þeim lönd- um heims sem eru auðugust af olíu. Og landinu er stjórnað af Hugo Chavez, einum umdeildasta þjóðarleiðtoga heims um þessar mundir. Heima fyrir á hann ekki sjö dagana sæla, á meðal annars í stríði við sterkustu fjölmiðla landsins. Þetta er annar hluti ferða- sögu höfundar um Venesúela. Venesúela

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.