Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.2007, Side 1
Ljósmynd/Paul Tahon og R. Bouroullec Bouroullec-bræður slá í gegn Ronan og Erwan Bouroullec eru franskir bræður um þrítugt sem hafa á skömmum tíma orðið meðal skærustu stjarnanna á himni alþjóðlegrar hönnunar. Rætt er við þá um hönnun í Lesbók í dag en þeir segja að einn af höfuðgöllum hönnunar nú sé bókstafstrúarnálgun. Á myndinni er sófi þeirra sem kallast Late og í baksýn er angmynstur. » 8-9 Laugardagur 3. 2. 2007 81. árg. lesbók SÉRKENNILEIKI BANDARÍKJANNA DAVID FOSTER WALLACE HEFUR SKRIFAÐ GREINASAFN SEM LÝSIR SÉRKENNILEIKA BANDARÍKJANNA OG HANS SJÁLFS » 11 Í birtu og við fyrstu sýn er Caracas, þessi sjö milljóna borg, skelfileg » 6-7 Rithöfundar eru lykilpersónur í grátbroslegum eldhúsróman jóla-bókaflóðsins en án áhrifa, segir Ari Trausti Guðmundsson semhefur reynslu af flóðinu bæði sem rithöfundur og útgefandi. Í grein í Lesbók í dag telur hann til nokkur atriði sem hann segir ein- kenna flóðið. Telur hann að þegar útgefendur kynni 600 til 700 bækur á fjórum til sex vikum myndi það ógagnsæja holskeflu sem sé fáum til gagns en til þess fallin að valda ringulreið og áhugaleysi vegna of- hleðslu. Í erindispistli er svo tekinn upp þráðurinn í fyrirlestri Þorgerðar E. Sigurðardóttur gagnrýnanda á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í vikunni en hún hélt því fram að jólabókaflóðið hefði að þessu sinni verið mikið ljóðabókaflóð. Augljóst væri að ljóðið rataði nú til fleiri en sinna og væri góð sala á bók Ingunnar Snædal, Guðlausir menn: hug- leiðingar um jökulvatn og ást, til marks um það. Þorgerður hélt því enn fremur fram að tími innbundinna þýddra bók- mennta gæti verið liðinn hér á landi, að minnsta kosti í bili, en aðeins þrjár þeirra voru meðal fimmtíu mest seldu bóka síðasta árs samkvæmt lista Eymundson. Hún var einnig á þeirri skoðun að gildi bókmennta- verðlauna væri að rýrna verulega. Í Neðanmálinu er bent á að samfélagslegar bókmenntir eigi nú aftur upp á pallborðið og sömuleiðis kvikmyndir. » 2 og 11 Grátbroslegur eldhúsróman Jólabókaflóðið Ógagnsæ holskefla sem er fáum til gagns. Börn eru svo auðnýtanleg fyrir mál-stað kristninnar. Ég get leitt þautil drottins á svo stuttum tíma. Augnabliki síðar eru þau farin að sjá sýn- ir og heyra rödd guðs,“ segir Becky Fis- her en hún stýrir kristilegum sum- arbúðum í Bandaríkjunum sem nefnast Kids on Fire. Sumarbúðirnar eru umfjöll- unarefni heimildamyndarinnar Jesus Camp sem tilnefnd er til óskarsverðlauna og hefur vakið miklar deilur í Bandaríkj- unum. Myndin sýnir hvert dæmið á fætur öðru þar sem börn frá sex upp í fimmtán ára aldur umfaðma Krist, tala tungum, gráta af gleði yfir fagnaðarerindinu og virðast afskaplega einlæg, jafnvel róttæk, í trúarhita sínum. En það er einmitt róttæknin sem hefur vakið áhorfendur til umhugsunar. Ennfremur þykir það undarlegt að tilgangur búðanna virðist vera sá að ala upp stríðsmenn guðs og etja þeim gegn hinu veraldlega valdi, það er ríkisstjórn- inni. » 12 Stríðsbörn guðs Á vegum guðs Róttæk trúuð börn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.